Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 6

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 19. janúar 1989 Sumt fólk bókstaflega hrapar niður íþunglyndi og kvíða á hverjum sunnudegi — einmitt þegar það á frí og getur varið deginum eins og því sýnist, slakað á og notið lífsins JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Fyllist þú oft angurværum kviða eða faerð að- kenningu aff þunglyndi á sunnudögum? Þá ertu einn þeirra, sem þjást af „sunnudagsveik- inni", en þeir virðast hreint ótrúlega margir. ALLT SVART OG ÓVIDRÁÐANLEGT „Mig minnir, að ég hafi fyrst fundið til „sunnudagsveikinnar", þegar skólaganga mín hófst um 6 ára aldur. Ég man a.m.k. eftir óteljandi sunnu- dögum, þar sem ég sat með skólabækurnar fyrir framan mig við skrifborð- ið og átti að vera að læra. Það var bara svo erfitt, því innra með mér flögr- uðu fleirihundruð fiðrildi og settu líkama og sál alveg úr skorðum. Ég kveið vikunni framundan, var viss um að ég myndi standa mig illa í skólanum, ekki ráða við dæmin í stærðfræðinni, gata í dönsku og rugla saman öllum ártölunum í íslandssögunni. Þó vissi ég af reynslunni að vik- an yrði eflaust ósköp ljúf og mér myndi ganga ágætlega í skólanum. En þúsund blákaldar staðreyndir og öll rök veraldarinnar gátu bara ekki dreg- ið mig upp úr sunnudagssíkinu, sem ég sat föst í með reglulegu millibili. Það var allt svart og óviðráðanlegt framundan. Núna er þetta'aðeins skárra, en ég finn þó alltaf fyrir ákveðnum áhyggj- um á sunnudögum, þegar ég hugsa tii vinnuvikunnar framundan. ÖIl vandamál tengd starfinu verða stærri og erfiðari og mér gengur oft illa að sofna vegna þessara hugsana aðfaranótt mánudags. Kærastinn minn segir að það sé bara vegna þess hvað ég sé búin að sofa mikið yfir helgina, en þetta er ekki svo einfalt.“ PRESSUmynd Einar Ólason Það bregst aldrei. Ekki í eitt ein- asta skipti. Á hverjum einasta sunnudegi sem Gtrð gefur fæ ég sömu tilfinninguna. Kvíðafiðring í magann, herping við hjartaræturn- ar, kökk í hálsinn og ómótstæðilega löngun til að skríða undir sæng og fela mig. Flýja. Síðan missi ég mál- ið — en þó ekki alveg. Ég verð aldrei svo slæm að ég hvæsi ekki a.m.k. einu sinni hressilega á mína nánustu, áður en sunnudagur er að kveldi kominn. Þetta er „sunnudagsveikin“. Kvilli, sem ég hef þjáðst af frá fyrstu tíð og hélt þar til l'yrir skemmstu að engin önnur lifandi sála þekkti. Nú er hins vegar komið í ljós, að við erum mörg, þjáningarsystkinin. Ég tók nefnilega á mig rögg fyrir skemmstu og bryddaði upp á þessu untræðu- efni á mannamóti og viti menn . . . Nær önnur hver manneskja á svæð- inu þekkti þetta ástand! Annað- hvort var fólkið sjálf't haldið þessu sunnudagsþunglyndi, eða var gift persónu, sem þjáðist af því. Hér á eftir l'ara endursagnir af þeim lýsingum, sem fram komu á um- ræddu mannamóti. Vonandi verða þær til að róa einhverja, sem héldu að þeir væru einir um að eiga bágt á sunnudögum. (Því miður vann enginn af þessum einstaklingum vaktavinnu, en það hefði verið gaman að vita hvort það breytti ein- hverju varðandi sunnudagskvíð- ann.) MEÐ DULLANDJ SAMVISKUDIT „Mér finnst verst af öllu að hlusta á konurnar, sem hringja inn í útvarpsstöðvarnar á sunnudagseftirmiðdögunum. Ég sekk alveg í botn, þegar þær romsa upp úr sér hvað þær séu búnar að baka margar pönnukökur eða vöfflur eða steikja margar kleinur. Sálf kem ég nákvæmlega engu í verk á sunnudögum. Bara ligg í rúminu, les eða hlusta á út- varpið — með bullandi sam- viskubit yfir því að vera ekki að gera neitt af viti. En sunnu- dagar hafa alltaf verið kvíða- og samviskubitsdagar hjá mér. Þetta hefur einfaldlega alltaf verið svona . . .“ ,,0G ÉG SEM HÉLT .. „Guuuuð, ég er oft svo rosalega ,,domm“ á sunnudögum. Eigin- lega oftast, held ég. Ég Iigg stund- um úti í glugga og fylgist með fólkinu í næstu húsum. Alveg sannfærð um að það sé voða ,,happý“ og allt í lukkunnar vel- standi. Enginn sé leiður og kvíð- inn á frídegi nema vitleysingur eins og ég . . . Á tímabili öfundaði ég sérstak- lega eina ákveðna fjölskyldu. Þegar þau birtust öll fjögur i ná- kvæmlega eins lopapeysum eða norskum skíðajökkum og fóru í sunnudagsgönguna sína eða í bíl- túr, þá kvaldist ég eins og ég veit ekki hvað. Svo lenti ég í sauma- klúbb með konunni i þessari fjöl- skyldu og einhvern tímann minnt- ist ég á hvað þau væru alltaf eitt- hvað samhent og glöð á sunnu- dögum. Svarið hefði ekki getað komið mér meira á óvart. Konan sagði nefnilega, að ég ætti bara að vita hvað það væri oft mikið búið að ganga á fyrir þessa sunnudagsgöngutúra þeirra. Maðurinn hennar væri sko nákvæmlega ekki viðræðuhæfur á sunnudögum. Hann bara lokað- ist alveg inni í skel og væri jafn- sorgmæddur og ef hann hefði misst alla fjölskylduna í slysi. Þess vegna gerði hún í því að drífa hann og börnin út undir bert loft í örvæntingarfullri tilraun til að hressa hann við, en það væri oft- ast vonlaust verk. Hann væri jafnþunglyndur, þegar heim væri komið. Og ég sem hélt að þau væru svo meiriháttar hress og lífsglöð, þeg- ar ég glápti á þau út um gluggann i sunnudagsfýlunni minni!“ KONAN MÍN ÞOLDI ÞETTA EKKI „Konan mín fyrrverandi átti alltaf óskaplega erfitt með að þola þetta „sunnudagsskap" mitt, eins og hún kallaði það. Ég var kannski alveg OK fram undir kaffileytið, en þá helltist það oftast yfir mig og það leið aldrei á löngu áður en konan tók eftir því. Það var fátt, sem pirraði hana meira. Hún gat einfaldlega ekki skilið að þetta var nokkuð, sem ég réð ekkert við. Mér leið alveg bölvanlega og langaði síður en svo til að vera svona þumbaralegur og niðurdreg- inn. Ég var ekki búinn að þekkja núverandi konu mína lengi, þegar ég sagði henni hrein- skilnislega frá þessari plágu. Setti hana bara inn í myndina og reyndi að útskýra hvað þetta væri illviðráðanlegt fyrir mig. Hún hefur líka alltaf haft skilning á þessu og gerir allt til að létta mér lífið á sunnudög- um eða leyfa mér að vera ein- um, ef ég vil. Það er geysilegur munur . . . Mér Iíður ennþá illa seinni partinn á sunnudög- um, en maður er þó ekki leng- ur skammaður fyrir það!“ LEGGST EKKI í VOLÆÐI „Auðvitað finn ég fyrir svolitlum áhyggjum á sunnudögum vegna komandi vinnuviku. Gera það ekki allir? En ég leyfi mér aldrei að leggj- ast í eitthvert volæði. Það væri nú meiri uppgjöfin. Ég dríf fjölskylduna í bíó eða sendi krakkana út í bakarí eftir rjóma og snara svo upp vöfflum eða kannski eplaköku, sem er mjög vinsæl hér á heimilinu. Stundum hita ég líka kakó og við förum öll að spila eða kjafta saman. Þá gleymist þetta fljótt. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.