Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 19. janúar 1989 bridqe Engu máli skiptir hve slæm kort þú tekur upp, það er alltaf rangt að leggja árar í bát. í spili vikunnar fékk vestur lélegustu spil sem hann hafði augum litið á ævi sinni og var því fullfljótfær í afköstum. ♦ 1065 V G1062 ♦ ÁG87 •?• 54 ♦ 432 V 53 ♦ 632 •?• 87632 N V A S ♦ ÁKDG8 y 94 ♦ K54 •?• Á109 ♦ 97 V ÁKD87 ♦ D109 •?• KDG S gefur, allir á, og opnar á 1-spaða. Norður reisti í 2-spaða og austur doblaði. Suður fór rak- leitt í 4-spaða og eftir drjúga um- hugsun ákvað austur að láta þar við sitja. Vestur spilaði út lauf-8 og gos- inn átti slaginn. Austur tók á ÁK í hjarta og spilaði litlu hjarta til að eyðileggja ógnunina í blindum. Suður trompaði hátt en vestur, sem taldi sig í aukahlutverki, fleygði tígli. Suður tók næst á laufás og trompaði lauf. Afkast vesturs hafði sín áhrif á fram- haldið, því sagnhafi var nú sann- færður um að tígulsvíningin tæk- ist ekki. Hánn ákvað að spila trompunum í botn og kasta 2 tígl- um úr blindum. í fjögurra spila endastöðu sat austur með hjarta- drottningu og D109 í tígli. Hjarta- gosinn var í blindur svo hann neyddist til að sjá af einum tígli. Suður spilaði þá tígli á ás og fékk tvo síðustu slagina á K5 í litnum. Tígulsexan, lykilspilið, fór af sviðinu við lítinn orðstír. skák Polerio og Salvio Segja má að tímabilið frá keppninni í Madríd 1575 og langt fram eftir 17. öld hafi verið gull- öld skákarinnar á Ítalíu. Hún hefst með þeim Leonardo og Paolo Bois. Ljónharð og Pál mætti víst kalla þá á íslensku, en síðan koma ýmsir í kjölfarið. Samtímamenn Leonardos og Paolos rituðu sögur af afrekum þeirra, en eftir þá sjálfa liggur ekkert á rituðu máli. En þeir sem á eftir fylgdu rituðu bækur um skák. Þar má fyrstan nefna Polerio (1548—1612, vera má að þessi ár- töl séu ekki alveg nákvæm, en þau segja nokkurn veginn til um hve- nær maðurinn var uppi). Hann var með Leonardo í förinni til Spánar 1575 ogsigraði Spánverja. Hins vegar er hann kunnastur fyrir rit sín. Eftir hann er fjöldi handrita, einkum um taflbyrjanir og við hann er kennt afbrigði í kóngsbragði: Polerio-bragðið, en það er aldrei teflt nú á dögum. Annar ítali frá þessari tíð og öllu merkari er Alessandro Salvio (1570—1640). Hann var lögfræð- ingur í Napólí, einn af snjöllustu taflmeisturum ítala á sinni tíð og heilmikill könnuður í skákfræð- um. Það var við hann sem Paolo Bois var að tefla kvöldið áður en hann lést. Það var líka hann sem ritaði ævisögu Leonardos da Cutri. Hann hefur lýst þessu blómaskeiði skákarinnar á Ítalíu og fléttar inn í þá frásögn ýmsu öðru sem honum finnst frásagn- arvert, meðal annars ástarsögum. Salvio átti drjúgan þátt í að gera ættborg sína, Napólí, að eins konar miðstöð skákarinnar á Ítalíu. Hann beitti sér fyrir stofn- un eins konar skákakademíu: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Nokkrir áhugamenn hittust reglu- lega í húsi eins af félögunum, ræddu um skák og skákfræði og tefldu. Salvio var snjall skákmað- ur og rannsóknamaður á sviði skákarinnar, en margt bendir til þess að hann hafi verið ákafa- maður í skapi og ósveigjanlegur í skoðunum. Eitt afbrigði kóngs- bragðs ber enn nafn hans, Salvio- bragð: 1 e4 e5 2 f4 ef4 3 Rf3 g5 4 Bc4 g4 5 Re5. En svipuðu máli gegnir um það og Poleriobragðið, það er ekki teflt lengur. Eftir Salvio liggja þrjú rit um skák. Höfuðritið er Trattato er kom út 1604. Eins og áður sagði var Salvio lögfræðingur að menntun og kemur sú þekking fram á einum stað í ritum hans á óvæntan hátt. Þar fjallar hann um atriði sem ekki er lengur talin ástæða til að fjalla um í lögum skákmanna og sýnir að tímarnir hafa þó ekki að öllu leyti þróast til hins lakara. Atriðið er þetta: Hversu skal fara með mál ef tefl- endur lenda í deilu að loknu tafli og lýkur viðureign þeirra með því að annar verður hinum að bana? Salvio ræðir þetta rækilega, ályktar að teflendur hafi verið við löglegt athæfi (en það voru sumar tegundir fjárhættuspila ekki) og því skuli ekki telja athæfið morð að yfirlögðu ráði. ■ 1 2 3 17 ‘ 18 I 19 5 • 6 7 00 9 PRESSUKROSSGÁTA NR. 17 Skilafrestur er til 27. janúar og utanáskriftin er: PRESSAN, Ár- múla 36, 108 Reykjavík, krossgáta nr. 17. Verðlaun fyrir 17. krossgátuna eru bókin „Ætternisstapi og átján vermenn “ 19 söguþættir eftir Þorstein frá Hamri, þar sem hann rýnir í sagnir og kannar sannleiksgildi þeirra. Útgefandi bókarinnar er Tákn. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum fyrir 15. krossgátu. Upp kom nafn Þorsteins Eiríkssonar, Kristnesi 9, 601 Akureyri. Þorsteinn fær senda bókina „Reimleikar í birtunni" eftir Hrafn Gunnlaugsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.