Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 19.01.1989, Blaðsíða 8
rcm- •: o» 8 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonanson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn þg skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 6818 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 6818 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 100 kr. eintakið. Bjóræðið Því miður er líklega eitthvað til í þeim hrakspám, að á íslandi muni allt ganga af göflunum þann 1. mars. íslendingar hafa jú aldrei verið þekktir fyrir neina hálf- velgju. Annaðhvort gera þeir hlutina af krafti eða alls ekki. Stinga sér á bólakaf í djúpu laugina og það með „elegans“. Það er hins vegar hætt við því, að það verði lítill „eleg- ans“ yfir drykkjunni hér á Fróni, þegar bjórbanninu verður aflétt. Ætli handagangurinn í öskjunni verði ekki svipaður og ef heilu barnaheimili væri sleppt lausu í sæl- gætisverslun... Enda kannski ekki nema von. Bjórinn hefur verið óstjórnlega heillandi í augum íslendinga. Jafnheillandi og sælgæti er fyrir ungviðið. Maður sér þetta t.d. vel úti á Keflavíkurflugvelli, þegar íslenskir ferðalangar taka bókstaflega sprettinn á barinn um leið og þeir koma í gegnum vegabréfsskoðunina. Þá er keyptur bjór á línuna — sama hvort klukkan er sex að morgni eða kvöldi. Það tekur eflaust drjúgan tíma fyrir okkur að venjast því að bjórinn sé ekki lengur hinn spennandi forboðni ávöxtur, sem hann hefur hingað til verið. Og þangað til nýjabrumið er farið af þessum freyðandi veigum er ekki ólíklegt að ganga muni á ýmsu. Sumir spá því að þetta ástand vari í einhverja mánuði. Aðrir tala um nokkur ár. Brátt hefst þessi aðlögunartími. Fyrstu bjórmánuð- irnir eða árin. Það er ekki nema eðlilegt að menn hlaupi til og kaupi sér „frjálsan“ bjórkassa, svona rétt til að halda upp á að áfengislöggjöfin á íslandi er ekki lengur aðhlátursefni. En vonandi lærum við sem allra fyrst að fara með þessa nýju áfengistegund og það er óskandi, að sú reynsla verði þjóðinni ekki of dýrkeypt. Skúrað fyrir vextina Að undanförnu hafa happdrættin auglýst grimmt, eins og venja er á þessum árstíma. Ein slík auglýsing frá Happdrætti Háskóla íslands er dálítið smekklaus, en hún sýnir unga stúlku svara því hvernig hún myndi „eyða“ 45 milljónum. í hvert sinn sem stúlkan tiltekur ákveðin útgjöld, t.d. kaup á hrossum, minnka pening- arnir, sem hún hefur handa á milli. En hvað gerist, þegar hún segist vilja ráða einhvern til að gera hreint hjá sér það sem eftir er ævinnar? Þá hlær spyrillinn, dregur ekki krónu af milljónunum og segir, að stúlkan geti nú bara notað vextina til þess. Auðvitað má segja sem svo, að vextir af þeim 23 millj- ónum, sem eftir voru á þessu stigi málsins, séu dágóð upphæð. Það er hárrétt. En það breytir ekki þeirri stað- reynd, að þetta tilsvar ber keim af lítilsvirðingu fyrir störfum þess hóps í þjóðfélaginu, sem vinnur fyrir sér með því að skúra og skrúbba annarra manna húsakynni á smánarlaunum. i T.r hi ) + rn jU Fimmtudagur 19. janúar 1989 Á fundi með útibússtjórum „Þið þurfið nú ekki að taka hann Jón Baldvin svona a/varlega, strákar!“ hin pressan „Viö munum stýra vöxtunum niöur á viö hvað sem það kostar og hvaö sem Sverrir Hermannsson og lávarðadeild Sjálfstæöis- flokksins i bankakerfinu segir.“ — Ólafur RagnarGrimsson, fjármála- ráðherra. „Þaö þýðirá mæltu máli aö þeir ætla aö kveikja í sparifé manna.“ — Sverrir Hermannsson, bankastjóri. „Sverrir Hermannsson bölsót- ast eins og fíll i postulinsversl- un.“ — Jón Baldvin á Rauðu Ijósi. „Ég nenni ekki og hiröi ekki um að elta ólar viö þessar rokur þeirra rauökembinga þarna vestra.“ — Sverrir Hermannsson, bankastjóri. „Og vinur minn Sverrir Her- mannsson má gelta eins og hon- um sýnist, en vextir munu ekki haekka." — Steingrimur Hermannsson, for- sætisráöherra. „Ef þú ætlar að skrifa um þetta, getur þú þá ekki sagt að þetta hafi verið Siggi Sveins.“ — Alfreö Gíslason, landsliösmaóur í handknattleik, i samtali vió DV eftir að hann haföi hlaupið uppi skemmdar- varga og vildi láta halda þvi fram að Siggi Sveins hefói verið að verki. „Auðvitað viöurkenni ég þaö fúslega að Ingólfur Guöbrands- son er mér fremri í áróöurs- tækni... Ingólfur er óvenju góður leikari. — Ómar Kristjánsson, aðaleigandi Útsýnar. „Ég er alltaf á móti ríkisstjórn- um, annað væri ábyrgðarleysi." — Stefán Jón Hafstein, dægurmála- stjóri á Rás 2. „Albert studdi Þorstein gegn mér.“ — Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður Borgaraflokksins. „Ég þekkti Óla ekkert áriö 1983. Ég vissi að það var einhver Óli sem bauð sig fram á móti Þor- steini." — Albert Guðmundsson, alþingis- maður. „Maðurinn (Ólaf- ur Ragnar Gríms- son) hefur háskóla- gráðu í hvernig best sé að villa fó/ki sýn, og þegar slíkur lær- dómurfer saman með eðlis/œgum óheiðarleika er ekki á góðu von. “ --- Sverrir Hermannsson, banka- stjóri. „Það má ekki gleyma þvi að - enginn maður á neitt i pólitik. Menn þiggja stuðning og mönn- um er veittur stuöningur." — Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður Borgaraflokksins. „Hvað á Atli að verða gamall til að vert þyki að heiðra hann? Kannski 170 ára?" — Sigurður Þór Guðjónsson, tónlistargagnrýnandi Þjóðviljans, i grein um Heiðurslaun Alþingis.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.