Pressan - 18.05.1989, Qupperneq 17
t’ C 1' t ' r r
w ;* > , r f m Vh » -
Fimmtudagur 18. maí 1989
17
PRESSU
MOL&R
ÍÍjöldi manns mun streyma
hingað til Iands í tengslum við
komu páfans um næstu mánaða-
mót. Töluvert verður um erlenda
fjölmiðlamenn, en einnig virðast
t.d. mjög margir bandarískir kaþól-
ikkar ætla að koma hingað. Ástæð-
an fyrir því er eflaust sú, hve miklu
auðveldara er fyrir þá að komast í
námunda við trúarleiðtoga sinn á
íslandi en þegar hann er á ferð í
fjölmennari löndum. Hótel á
Reykjavíkursvæðinu eru löngu orð-
in fullbókuð og það sama má segja
um hótel í Keflavík og Hótel Örk í
Hveragerði, því ferðamennirnir láta
sig ekki muna um að aka nokkra
kílómetra til að komast í háttinn í
þessari pílagrímaferð...
d
^^■thygli vakti að Hólmfríður
Karlsdóttir, fyrrum Ungfrú heim-
ur, var ekki viðstödd þegar keppnin
um Ungfrú ísland fór fram á mánu-
dagskvöldið. Ástæðan mun vera sú
að Hólmfríði og eiginmanni hennar
var stórlega misboðið á fegurðar-
samkeppninni i fyrra. Þegar þau
hjónin komu á Hótel ísland kom
nefnilega í Ijós að Hólmfríði var
sem heiðursgesti ætlað sæti við sér-
stakt borð með öðru mektarfólki,
en þar var hins vegar ekki gert ráð
fyrir eiginmanninum, sem var boð-
ið sæti annars staðar í húsinu...
e
^^íðastliðið haust fór Heilsu-
hæliö í Hveragerði að bjóða upp á
megrunarnámskeið með nýstárlegu
sniði. Aðferð AA-manna var notuð
og gengið út frá því að ofátið væri
sjúkdómur og fitan þess vegna
sjúkdómseinkenni. Hver sjúklingur
dvelur í fjórar vikur á hælinu og
lærir þar m.a. að breyta afstöðu
sinni til matar og láta hverjum degi
nægja sína þjáningu. Minni áhersla
er lögð á það kapp við kílóin, sem
einkennir yfirleitt megrunarkúra,
enda litið á þetta sem viðhorfs-
breytingu til frambúðar en ekki
skammtímasvelti. Það er heldur
ekkert verið að vigta sjúklingana
nótt sem nýtan dag, því vigtun fer
einungis fram einu sinni í viku.
Franr til þessa hefur verið fullskip-
að á námskeiðin og hafa nokkrir
tugir íslendinga þegar lokið „pró-
gramminu“...
TONLEIKAFÖR SYKURMOLANNA ER HAFIN
BENTUIAUSTUR!
Nú eru Sykurmolarnir, fyrsta ís-
lenska súpergrúppan, lagðir af stað
í enn eina frægðarförina (von-
andi!), til að breikka sjóndeildar-
hringinn, spila matarmikla rokk-
tónlist og framfylgja stefnuskrá
sinni, sem lítur svona út: „HEIMS-
YFIRRÁÐ EÐA DAUÐI“. Minna
dugar „Molunum" ekki, enda vilja-
sterkt fólk og ákveðið upp til hópa
í þessari landsins frægustu hljóm-
sveit. Þau eru núna stödd í V-Þýska-
landi en þaðan liggur leið þeirra til
Litháen, þá vika hjá birninum í
austri, og síðan til nágranna hans í
Eistlandi. Finnland er Iíka á dag-
skrá og síðustu tónleikarnir í Evr-
ópu, áður en þau fara til Bandaríkj-
anna, eru svo á tónleikahátíð í
París. Sérstök athygli skal þó vakin
á tónleikunum í Helsinki, en þar
mun ameríski gæðarokkarinn Lou
Reed verða með Sykurmolunum og
einnig breska hljómsveitin Trans-
vision Vamp. I Ameríkuförinni
verða hvorki meira né ri^inna en
New Order og Public Image Limit-
ed (PIL) í för með Sykurmolunum.
Sykurmolarnir hafa þegar lokið
upptökum á nýrri breiðskífu sem
ætlað er að koma út er líða fer að
jólum. Við Frónbúar fengum
BENTU I VESTUR!
hressilegan forsmekk að nýju plöt-
unni á tvennum kveðjutónleikum í
Tunglinu um síðustu mánaðamót.
Þar spiluðu Björk hin stuttklippta
og félagar öll nýju lögin við mikinn
fögnuð áheyrenda. Það er deginum
Ijósara að nýja platan kemur til
með að standast Life‘s too good
fyllilega snúning og sennilega gott
betur. En þar með er ekki sagt að
gengi plötunnar sé fyrirfram gull-
tryggt, því lánið innan poppbrans-
ans er fallvalt og hreinlega nóg að
hitta á breskan tónlistargagnrýn-
anda í fúlu skapi. Vald bresku tón-
listarpressunnar er geysilega mikið
og það voru jú menn innan hennar
sem vöktu athygli á Sykurmolunum
á sínum tíma. En sem betur fer eru
þeir ekki einráðir. Það sem eftir lifir
árs verður tími mikilla ferðalaga og
álags fyrir Sykurmolana og jafnvel
tími mikillar spennu þegar nýja
platan kemur út, því erfitt er að
fylgja jafngóðri plötu og Life‘s too
good eftir.
En þetta kemur allt saman í Ijós.
Hér á eftir eru dagsetningar á tón-
leikaför Sykurmolanna fram í ágúst
og er ferðalöngum bent á að klippa
þær út og setja á góðan stað í ferða-
töskunni. Góða skemmtun!!
Sykurmolarnir munu koma fram
með ameríska gæðarokkaranum
Lou Reed á tónleikum i Helsinki.
MAÍ
21. Vilnius (Litháen)
22. Kiev
23. Kiev
25. og 26. Moskva
28. og 29. Leningrad
31. Tallin (Eistland)
JÚNÍ
3. Helsinki (L. Reed + T. Vamp)
10. París Festival
14. Los Angeles (+ N. Order +
PIL)
16. Irwin
17. San Diego
18. Los Angeles
21. Salt Lake City
23. Denver
25. Kansas City
26. Minneapolis
29. Milwaukee
30. Chicago
JÚLÍ
1. Detroit
3. Darien
5. Cleveland
7. Toronto
10. Boston
11. Bristol
12. og 13. Long Island
14. Philadelphia
15. Washington DC
17. Long Island
19. Rutherford
EFTIR: GUNNAR ÁRSÆLSSON
STAÐGREIÐSLA 1989
NÁMSMANNA-
SKATTKORT
Breytt fyrirkomulag
HVERJIR EIGA RÉTT
Á NÁMSMANNA-
SKATTKORTI?
Rétt á námsmannaskattkorti árið
1989 eiga þeir námsmenn, fæddir
1973 eða fyrr, sem stundað hafa
nám á vormisseri og nýtt hafa lítið
sem ekkert af persónuafslætti sín-
um á þeim tíma og ekki flutt hann
til maka.
BREYTT ÚTGÁFU-
FYRIRKOMULAG
Sú breyting hefur verið gerð að
í ár þarf ekki að sækja sérstak-
lega um námsmannaskattkort
nema í undantekningartilvik-
um. Ríkisskattstjóri mun á grund-
velli upplýsingafráskólum um það
hverjir teljast námsmenn og frá
launagreiðendum um nýtingu
persónuafsláttar þeirra gefa út
námsmannaskattkort og senda til
þeirra sem rétt eiga á þeim í byrjun
júní nk.
Námsmenn við erlenda
skóla þurfa hins vegar að sækja
sérstaklega um námsmanna-
skattkorttil ríkisskattstjóra.
Útgáfu námsmannaskatt-
korta annast staðgreiðsludeild
ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57,150
Reykjavík. Sími 91 -623300.
BREYTTUR GILDISTÍMI
Gildistíma námsmannaskatt-
kortsins hefur verið breytt. Nú er
heimilt að nota námsmannaskatt-
kortið frá útgáfudegi til og með 31.
desember 1989 í stað júní, júlí og
ágúst eins og áður.
Athugið að námsmanna-
skattkort gefin út á árinu 1988
eru ekki lengur í gildi.
BREYTT MEÐFERÐ
PERSÓNUAFSLÁTTAR
Á námsmannaskattkorti 1989
kemur fram heildarfjárhæð per-
sónuafsláttar sem kortið veitir rétt
til en ekki mánaðarleg fjárhæð
eins og áður. Við ákvörðun stað-
greiðslu korthafa ber launagreið-
anda að draga þennan afslátt frá
eftir þörfum þar til hann er upp-
urinn, samhliða persónuafslætti
námsmanns samkvæmt aðal-
skattkorti og skattkorti maka hans
ef þau eru afhent honum.
RSK
RtKISSKATTSTJÓRI