Pressan - 18.05.1989, Síða 23
Fimmtudagur 18. maí 1989
23
Nýgift leiðast þau Jón Óttar og Elfa út úr Dómkirkjunni.
Elfa Gisladóttir og Karl Axel, sonur hennar, við háborðið i brúðkaupsvelsl-
unni.
Goði Sveinsson dagskrárstjórj, Páll Magnússon fréttastjóri og kona hans
Hildur Hilmarsdóttir, Ragna Ólafsdóttir námsstjóri, Guðný B. Richards,
framkvæmdastjóri listasviðs Stöðvar 2, og Óiafur H. Jónsson aðstoðar-
sjónvarpsstjóri.
Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar
Reykjavikurborgar, Ástríður Thorarensen, hjúkrunarfræðingur og borgar-
stjórafrú, og Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks.
Gestirnir
Tveir ráðherrar mættu í brúð-
kaupið í Dómkirkjunni og í veisl-
una á eftir. Forsætisráðherrann
Steingrímur Hermannsson og fjár-
málaráðherrann Ólafur Ragnar
Grímsson, ásamt eiginkonunt sín-
um, Eddu Guðmundsdóttur og
Guðrúnu Þorbergsdóttur. Borgar-
stjórinn í Reykjavík, Davíð Odds-
son, var einnig þarna með konu
sinni, Astríði Thorarensen.
í kirkjunni mátti líka sjá Jóhann-
es Nordal Seðlabankastjóra og frú
Dóru Nordal og manninn með
mörgu andlitin, Jóhannes Krist-
jánsson, eftirhermuna vinsælu. Af
embættismönnum innan kerfisins
má t.d. nefna Georg Ólafsson verð-
lagsstjóra og frá einkageiranum
voru m.a. Magnús Gunnarsson,
forstjóri Sambands íslenskra fisk-
framleiðenda, og nafni hans Magn-
ús Hreggviðsson hjá Frjálsu fram-
taki.
Ekki vantaði heldur fólk úr
menningarlífinu. Úr þeim geira
voru t.a.m. þau Inga Bjarnason
leikstjóri, Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndagerðarmaður og rithöf-
undarnir Sigurður A. Magnússon
og Thor Vilhjálmsson. Tónskáld
voru þarna a.m.k. tvö, eða þeir
Leifur Þórarinsson og Atli Heimir
Sveinsson, en einnig tónlistarmenn-
irnir Herdís Hallvarðsdóttir og
Gísli Helgason.
Af fjölmiðlafólki má t.d. nefna
þær Herdísi Þorgeirsdóttur, rit-
stjóra Heimsmyndar, og Arnþrúði
Karlsdóttur, fyrrverandi sjónvarps-
fréttamann. Og auðvitað var tölu-
vert af þekktu starfsfólki á Stöð 2
og öðrum, sem tengjast sjónvarps-
stöðinni á einhvern hátt. í þeim
hópi voru Ómar Ragnarsson,
fréttamaður með meiru, og Helga
Jóhannsdóttir, eiginkona hans,
Páll Magnússon fréttastjóri og
kona hans Hildur Hilmarsdóttir,
Hallur Hallsson fréttamaður, Hans
Kristján Árnason stjórnarformað-
ur, Helgi Pétursson, dagskrárgerð-
ar- og tónlistarmaður, Páll Baldvin
Baldvinsson, Svavar Egilsson og
Sigríður Guðmundsdóttir.
Veislan
Stundin í Dómkirkjunni var afar
einföld en hátíðleg. Prestur var séra
Halldór Gröndal, en svaramenn
voru þau Björg Ellingsen, móðir
Jóns Óttars, og Gísli Alfreðsson,
faðir Elfu.
Eftir athöfnina var haldið í
Skíðaskálann i Hveradölum, bæði í
einkabílum og rútum, og hafði þar
verið skreytt fallega utan dyra, m.a.
með bleikum slaufum meðfram af-
leggjaranum upp að húsinu. Ef veð-
urguðirnir hefðu ekki skrúfað frá
vetrarveðrinu í misgripum hefði
skreytingin þó eflaust notið sín enn
betur.
Innan dyra tók Bryndís Schram á
móti gestunum, en hún var veislu-
stjóri í brúðkaupinu. Veitt var
kampavín og fékk fólk sér síðan
sæti við uppdekkuð borð, spjallaði
saman og hlustaði á hljóðfæraleik
nokkurra tónlistarmanna á meðan
þess var beðið að brúðhjónin
kæmu úr myndatöku. Von bráðar
gengu þau Jón Óttar og Elfa í salinn
og eftir að skálað hafði verið fyrir
þeim hélt Bryndís Schram stutta
ræðu.
Framreiddur var glæsilegur og
gómsætur matur með viðeigandi
veigum, en á meðan á borðhaldinu
stóð tóku gestirnir af og til lagið.
Hefti með söngtextum var við hvern
disk svo það þýddi ekkert að afsaka
sig með því að segjast ekki kunna
textann. Einnig voru fluttar ræður,
en um klukkan ellefu um kvöldið
mættu hjálparsveitarmenn og
skutu upp flugeldum til heiðurs
brúðhjónunum. Eftir það héldu
menn í bæinn — saddir og sælir,
með bros á vör.
Brúðhjónin mæta í veisluna í Skiðaskálanum í Hveradölum
Bryndís Schram veisIustjóri heldur ræðu. í forgrunni má m.a. sjá Georg Ól-
afsson verðlagsstjóra.
Atli Heimir og Bryndís kankast á, en á bakvið þau má m.a. sjá Önnu Valdi-
marsdóttur sálfræðing.
Rithöfundarnir Sigurður A. Magnússon og Thor Vilhjálmsson og hjónin Jó-
hannes og Dóra Nordal.
Tveir fyrrverandi koilegar á rikissjónvarpinu, Ómar Ragnarsson og Hrafn
Gunnlaugsson, ásamt eiginkonum sinum, Eddu Kristjánsdóttur og Helgu
Jóhannsdóttur.