Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 3

Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. júní 1989 3 ■ ~ aö hel'ur vakiö nokkra at- hygli að Alþýðublaðinu tókst að ná einkaviðtali við Michel Rocard, for- sætisráðherra Frakklands. Rocard er einn umsetnasti stjórnmálaleið- togi i heimi og veitir ekki viðtöl til hægri og vinstri. Ingólfur Mar- geirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, tók viðtalið við Rocard í Stokk- hólmi þar sem hann var staddur á þingi Alþjóðasambands jafnaðar- manna. En bak við einkaviðtalið Iiggur dálítil saga sem PRESSAN hefur hlerað. Rocard kom seint á þingið og dvaldi þar aðeins einn sól- arhring. Milli 200 og 300 blaða- og fréttamenn frá allri heimspressunni fylgdust með þinginu og þyrsti flesta að ná viðtali við franska for- sætisráðherrann. Margir leiðtogar jafnaðarmanna héldu blaða- mannafundi til að slá margar flugur í einu höggi en Rocard tók þá ákvörðun að hálda engan blaða- mannafund. Við þær fréttir magn- aðist enn eftirvænting fréttamanna að taka Rocard tali. Forsætisráðherra Frakka tekur í næsta mánuði við formennsku EB- ríkja en í sama mánuði tekur Jón Baldvin Hannibalsson, utanrikis- ráðherra íslands, við formennsku EFTA-rikja. Þessir tveir menn ákváðu þvi að nota tímann í Stokk- hólmi og skutu á leynilegum fundi með utanríkisráðhcrrum Norður- landa til að ræða fyrirhugaðar við- ræður EFTA og EB. lngólfur rit- stjóri var eini blaðamaðurinn á þinginu sem frétti afleynifundinum og fékk ieyfi Anitu Gradin, sænska utanrikisviðskiptaráðherrans, að ljósmynda fundinn. Fundurinn var haldinn í litlu herbergi í lokaðri álmu hússins þar sem úði og grúði af öryggis- og lífvörðum. Eftir leynifundinn rauk ritstjóri Alþýðu- blaðsins á Rocard og bað unt viðtal. Hvort sem franski forsætisráðherr- ann hafði heillast al' íslenska utan- ríkisráðherranum á leynifundinum eða ekki var hann mjög jákvæður í garð íslands og samþykkti viðtal við hið íslenska dagblað. En nú kom babb í bátinn: Tími Rocards var takmarkaður og ótal verkefni biðu. Hann bað því ritstjóra Al- þýðublaðsins að hitta sig eftir hálf- tíma. Að hálftíma liðnum fékk rit- stjórinn sömu svör: Því miður, hann hefði aðeins fimm mínútur aflögu til að ræða við franska sjón- varpið í beinni útsendingu um frönsk innanríkismál. Nú voru góð ráð dýr. Rocard hvarf af stað umvafinn hersingu tæknimanna franska ríkissjón- varpsins áleiðis að lokuðu áhnunni með öllum öryggisvörðunum þar sem franska sjónvarpið hafði kom- ið upp tækjabúnaði sínum. Rit- stjóri Alþýðublaðsins dó þó ekki ráðalaus, heldur skellti sér inn í miðjan tæknimannahópinn og fór í gegnum alla öryggisvörslu sem tæknimaður franska sjónvarpsins. Að lokinni sendingu, sem tók um finun mínútur, rauk ritstjóri Al- þýðublaðsins enn á Rocard og bað um finun mínútna viðtal. Franski forsætisráðherrann lét þá undan og settist niður með ritstjóranum þrátt fyrir mikið fum frönsku lífvarö- anna, sem vissu engin deili á þess- um blaðamanni né hvaðan hann kom. Hins vegar tókust góðar sam- ræður með franska forsætisráö- herranum og íslenska ritstjóranunt og þegar upp var staðið hafði Ro- card gefið lngólfi tæpan hálftíma af tima sínum og stuggað burt öll- um ráðgjöfum og lífvörðum sem reyndu að rjúfa viðtalið. Þetta var eina blaðaviðtaliö setn Rocáfd veitti á þTnginu og þvi mikið „skúbb" fyr- ir Alþýöublaðið. Heimspressan mun hins vegar enn vera að klóra sér i hausnum yfir því hvaða blað það var — og l'rá hvaða landi — sem náði eitt einkaviðtali við forsætis- ráðherra Frakklands í Stokk- hólmi... M greiningur unt ráðherrastóla er ekki eini þröskuldurinn á vegi stjórnarmyndunar Borgaruflokks og núverandi stjórnarflokka. Fleira kernur til. Það sem ekki síst veldur áhyggjum um að ekki takist að negla saman nýja stjórn fyrir þing- setningu í haust er fyrirhuguð laxveiði Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra. Hann mun þegar hafa skipulagt dágott frí fyrir laxinn. Sömu sögu er að segja af formanni Borgaraflokksins, Júlíusi Súlnes, sem ku vera á förurn til út- laitda til aö leggja stund á golf- íþróttina... S2Í Framhjóladrifinn bíll á undraverði. Við hjá B & L erum stoltir af að kynna nýja og endurbætta Lada Samara. Lada Samara hefur nýja og kraftmikla 1500 cc vél og fæst nú bæði 3 og 5 dyra. Lada Samara er rúmgóður, framhjóladrifinn fjölskyldubíll, með góða fjöðrun og aksturseiginleika, sem gerir hann sérstaklega hentugan fyrir íslenska staðhætti. Lada Samara svo sannarlega kærkomin kjara- bót fyrir íslenskar fjölskyldur. 3 dyra 1300 399.617.- 3 dyra 1500 444.091.- 5 dyra 1300 456.873.- 5 dyra 1500 485.446.- Ryðvörn innifalin í verði. Opiö laugardaga frá kl. 10"-14“ góóur kostur í bílakaupum Bein lína í söludeild 312 36 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF Ármúla 13 - 108 Reykjavík - 53* 681200

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.