Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 29. júní 1989 sjúkdómar og fólk Anorexia nervosa Rœtt um megrun I kafl'istofum sjúkrahúsa er margt spjallað eins og á öðrum vinnustöðum, þó sumt sé öðruvisi. Þannig er stöðugt verið að ræða færni og hæfni einstakra skurð- lækna, sem annaðhvort eru álitnir hálfguðir eða hinir mestu klaufar, sém eigi ekki að hafa bílpróf, livað þá önnur pról'. Sjúkdómar og nöt- urleg örlög mannskepnunnar í darraðardansi á leiksviðum sjúkra- húsanna eru svo og ofarlega á baugi. Önnur umræðuefni eru hin sömu og annars staðar og ber þar hæst megrunarkúra og litgreining- ar. Við sátum í kal'f'i einn morgun- inn og ræddum megrun og litgrein- ingu. Ein hjúkrunarkonan, sem reyndar sagðist vera vor og var þess vegna með grænan hárborða, fór að býsnast yl'ir einhverjum nýjum megrunarkúrsem hún væriá. Sam- kvæmt kúrnum átti hún að lifa á greipaldinum annan daginn og gul- rótarstöppu hinn. — Þetta er alveg æði, sagði hún, maður bara hrynur niður og ekki veitir al' fyrir Spánar- ferðina í sumar. Hún renndi þétt- holda fingrunum eltir lærunum og varð dreymin á svipinn. — Ég vildi óska, að ég væri eins og þú, Bella mín, sagði hún og beindi nú orðum sínum til eins af riturunum, sem sat og hlustaði á megrunartalið. Bella var ákaflega grönn ung stúlka sem var nýbyrjuð að vinna á deildinni. Hún var eiginlega bara skinn og bein og ég hafði heyrt læknanem- ana kalla hana Bellu Belsen-Belsen sín á milli vegna þess hversu tálguð hún virtist vera. — Guð, nei, sagði Bella Belsen-Belsen, mér linnst ég vera svo agalega feit. Hún drakk kaffið sitt og rétt nartaði í köku- sneið sem hún hafði á disk l'yrir framan sig. — Þú feit, sagði þybbna hjúkrunarkonan, hneyksl- uð á svipinn, þú ert svo agalega grönn og lekker. — Ekki finnst mér það, sagði Bella og stóð á fætur og gekk út. Hjúkrunarkonurnar héldu áfrarn að tala um megrunarkúra og dásöntuðu nú ágæti einhvers kúrs þar sem lifa skyldi á kartöl'lum og kjötsoði í nokkrar vikur. Anorexia nervosa Næstu vikurnar fylgdist ég með Bellu B-B og leist ekkert á stúlkuna, henni leið greinilega illa, var spennt og trekkt og talaði um hversu feit hún væri. Hún s^gðist ailtaf vera i megrun þó hún væri tággrönn. Nokkru seinna frétti ég, að Bella væri komin á geðdeildina til rann- sóknar vegna þráhyggju og megr- unar. Ég l'ór þangað og komst að raun um, að Bella væri með sjúk- dóminn anorexia nervosa. Anorexia nervosa er sjúkdómur, sem herjar aðallega á ungar stúlkur í vesturheimi. Tíðni sjúkdómsins er á reiki og fer hratt vaxandi en sam- kvæmt breskum rannsóknum mun l% stúlkna í einkaskólum vera með anorexíu. Anorexía virðist algeng- ari meðal stúlkna frá vel stíeðum heimilum og er afar sjaldgæf hjá körlum. Sjúkdómurinn lýsir sér i megrunarþráhyggju þannig að sjúklingurinn er sannfærður um, að hann sé alltof feitur og'verði að grennast. Allra ráða er beitt til að megra sig, sjúklingurinn velur sér fæðu, sem alls ekki er fitandi, af stakri kostgæfni og þráhyggju. Sömuleiðis er stunduð líkamsrækt af miklu kappi, hlaupið eða gengið og farið í erfiða leikfimi þess á milli. Þessi megrun gengur út í öfg- ar og verður ráðandi afl í lífi sjúkl- ingsins; þó sjúklingurinn sé að hrynja niður og orðinn 35—40 kg finnst honurn hann enn of feitur og heldur áfram að megra sig. Sjúkl- ingurinn metur ranglega eigin lík- amsþyngd og útlit og virðist alls ekki skynja líkama sinn á eðlilegan hátt. Ung stúlka sem er orðin lif- andi beinagrind vegna ofmegrunar getur horft á sig í spegli og fundist hún vera akfeit. Þannig má í rattn tala um líkamlegar ranghugmyndir í þessum alvarlega sjúkdómi. Önnur einkenni anorexíu Btilimia er eitt afbrigði sjúk- dómsins, en þá rnissir sjúklingurinn öðru hverju stjórn á megruninni og hámar í sig mat af mikilli græðgi, sem hann síðan reynir að kasta upp skömmu síðar. Slíkur einstaklingur getur étið af óstjórnlegum ákafa en ætt síðan frá borðinu og inn á kló- sett til að stinga fingrum í kok sér og æia öllu upp. Tíðastopp er al- gengt einkenni i þessum sjúkdómi. Hormónamagnið í líkamanum (östrogen, gonadotropin) minnkar hjá þessum ntögru einstaklingum og blæðingarnar hætta alveg. Þær koma síðan aftur þegar líkams- þyngdin eykst á nýjan leik, en það getur tekið 1—2 ár þar til þrer verða venjulegaraftur. Skert hitastjórnun líkamans er algeng. Sjúklingnum er síkalt og hann kvartar oft undan því. Ýmsir aðrir líkamlegir kvillar stafa af þessari ofmegrun eins og húðbreytingar, beinþynning, yfir- lið, vöðvaverkir og hægðatregða. Orsakir anorexíu Orsakir þessa ástands eru óþekktar en rætt er um ýmsar sál- fræðilegar skýringar (mikil athygl- isþörf, röng mynd af raunveruleik- anum, lág sjáifsvirðing, vanmeta- kennd) svo og líkamlegar skýringar (sjúkdómar í undirstúkum heilans (hypothalamus) og/eða heiladingli (hypofysu). Sennilega stafar anorexia af einhverri brenglun á starfsemi hypothalamus (heilastúk- unnar) ásamt sálfræðilegri röskun á eðlilegu atferlismynstri í sjálf- skynjun einstaklingsins. Sjúkling- urinn grennist ákaflega mikið í þessum sjúkdómi (meðalvigt er 35 kg, dreifing frá 24—50 kg). Meðferð og horfur Meðferðin á að vera í höndum geðlækna sem reyna að byggja upp nýja sjálfsímynd sjúklingsins í takt við raunveruleikann. Oft þarf að fita sjúklinginn inni á venjulegri lyflæknisdeild eða gjörgæsludeild þar sem megrunin er orðin lífs- hættuleg. Svona mikilli megrun l'ylgja ýmsir aðrir kvillar eins og saltskortur, beinþynning, húðbreyt- ingar og hjarta- og æðasjúkdómar. Batahorfur þessara sjúklinga eru ekki góðar. Þannig sýndi sænsk rannsókn, sem gerð var á þeim sem lögðust inn á sjúkrahús vegna þessa ástands, að 6 árum siðar voru 44% alveg frísk, 36% höfðu lítil ein- kenni en voru orðin nokkuð góð, 13% voru dáin en 7% höfðu mjög slæm einkenni ennþá. Sjúkdómur- inn er þannig álvarlegur og hættu- legur og dregur ákveðinn hluta til dauða. Bella ritari lá lengi á geð- deildinni en jafnaði sig síðan smátt og smátt. Hún fitnaði verulega og leið greinilega mun betur. Hún fór aftur að vinna með tímanum og sat þá eins og fyrr og hlustaði á megr- unarsögurnar döpur á svip. Anorexia nervosa er sjúkdómur sem breiðist ört út í vesturheimi. Er það vegna þessa megrunaræðis sem tröllríður tískunni og brenglar venjulega skynjun og eðlilega sjálfsmynd fólks. Kyntákn tískunn- ar er tággrönn tískusýningarstúlka sem margar stúlkur reyna að líkja eftir með þessum mjög svo alvar- legu afleiðingum. Offita er hættu- leg en þráhyggjumegrun er oft enn verri. ■ pressupennar Ritsódar og ærusóðar í síðustu viku bárust athyglis- verðar fréttir úr íslenska réttarkerf- inu. Önnur var sú, að Sverrir Ein- arsson sakadómari kvað upp dóm yfir Halli Magnússyni blaðamanni fyrir skrif hans unt séra Þóri Steph- ensen, staðarhaldara í Viðey og fyrrum dómkirkjuprest. Hin, að ríkissaksóknari tilkynnti að hann teldi ekki grundvöll til að gefa út kæru á hendur Sverri Einarssyni sakadómara fyrir að lemja Oddnýju Gunnarsdóttur leigubíl- stjóra þann 1. apríl sl. í maí sl. var völlur á vararíkissak- sóknara þegar hann lýsti því yfir í viðtali við timaritið Þjóðlíf að ástæða væri til að koma í veg fyrir að „ritsóðar og ærumorðingjar“ gætu vaðið uppi óátalið. Hann tók það ómak af séra Þóri að fara í einkamál við Hall, snaraði sér í opinbert sakamál og fékk Hall dæmdan. Mótmæli Blaðamanna- félagsins og Rithöfundasambands- ins við ákærunni kallaði hann „stéttarfélagshagsmuni" og líkti þeim við viðbrögð Lögreglufélags- ins þegar félagar úr þeim samtök- um eru ákærðir. En hvernig er „stéttarféiagshagsmunum“ lög- manna, sem vinna á rannsóknar- og dómstigum íslenska réttarkerfisins, háttað? Hvernig er þeirra gætt? Þeir birtast ekki í mótmælum við ákærum á hendur kollegum þeirra, en sú spurning vaknar óneitanlega hvort þeir gæti hagsmuna sinna manna á áhrifaríkari máta en aðrar stéttir. Högg sakadómarans Dómurinn sem Sverrir Einarsson kvað upp byggir á þeirri sérstöku lagavernd sem æra opinberra starfsmanna nýtur umfram annarra manna æru. Fyrst svo er í pottinn búið væri ástæða til að ætla að opinberum starfsmönnum bæri sjálfum að fara vel með æru sína og passa hana öðrum mönnum betur. íslenskt réttarkerfi hefur nú úrskurðað að svo sé ekki. Sverrir sakadómari dæmdi Hall fyrir að ærumeiða opinberan starfsmann en þessi sami Sverrir sóðaði út sína æru og slapp með skrekkinn. Kollegar Sverris hjá ríkissak- sóknara töldu ekki sannað að hann hefði beitt fyrrnefndan leigubíl- stjóra líkamsmeiðingum og því ekki ástæðu til frekari aðgerða. Fyrir liggur þó áverkavottorð frá Borgar- spítalanum þar sem fram koma eymsli í andliti leigubílstjórans, og fyrir liggur að lögreglumenn sem kallaðir voru á vettvang lentu í stimpingum við æruverðugan saka- dómarann, sem neitaði að fara út úr leigubílnum. Högg sakadómarans hefur líklega ekki þótt nógu þungt til að þeir hjá saksóknara teldu það líkamsmeiðingu — en gjörðin er í eðli sínu sú sama. Andi sakadómar- ans var að' sönnu reiðubúinn þó holdið væri veikt. Brothættari æra Sjálfsagt geta lögspekingar leitt rök að því að það komi þessu máli ekkert við hvort Sverrir Einarsson er sakadómari eða ekki. Æra opin- bers starfsmanns sé lögvernduð þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu en það sem hann taki sér fyrir hendur þar fyrir utan sé að öllu jöfnu hans einkamál — þó það sé auðvitað vafasöm skilgreining á því athæfi að lemja leigubílstjóra. í augum leikmanna er lífið ekki alveg svo einfalt. Þeir sem valdir hafa ver- ið til ábyrgðarstarfa hjá hinni heilögu þrenningu allra lýðræðis- ríkja, löggjafarvaldi, fram- kvæmdavaldi og dómsvaldi, hafa ríkari skyldu að gegna og brothætt- ari æru að vernda en flestir aðrir. Til þeirra verður að gera þá lág- markskröfu að þeir ástundi al- menna kurteisi í samskiptum við annað fólk og komi fram við það af réttsýni, hvort sem þeir eru að gegna opinberum skyldustörfum eða ekki. Að öðrum kosti missir al- menningur í landinu trú á og virð- ingu fyrir þessum útvörðum stjórn- kerfis sem kennir sig við lýðræði. Hafi sakadómarinn einhverja löng- un til að vera talinn ærlegur þá má ekki minna vera en hann biðji Oddnýju Gunnarsdóttur afsökunar á framferði sínu þann 1. apríl sl. Hafi hann það ekki ber yfirmönn- um hans að sjá til þess að afsökun- arbeiðni komi fram. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR 1

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.