Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 14
14
Fimmtudagur 29. júní 1989
handhægum umhúAum til niður-
röðunar hinna ýmsu l)Tjai‘ininj>a er
taka sknli hvern vikudajj, eina viku
í senn“.
233 mebúmaltöflur —
í fórum hins aðilans fundust
1.600 töflur og hylki. Far vakti at-
hygli fjöldi Tofranil-taflna, sem
gefnar eru við geðdeyfð og seg-
ir að verkun þess og eiturhrif
minni í flestu á amitriptýlin. Annað
lyf í fórum hans, Sinquan, er sagt
hafa í ýmsu hliðstæð lyfhrif og eit-
urhrif og amitriptýlín og imípram-
ín. I>á er spurt í greininni: Hvað átti
svo hlutaðeigandi einstaklingur að
gera við 233 mebúmaltöflur? Hérer
um að ræða (ífaldan, banvænan
skammt lyfs scm að auki gilda um
verulegar liömlur sbr. ákvæði reglu-
gerðar nr. 231/1976."
Greinin endar á þeim hugleiðing-
um höfundanna að ef efni greinar-
stúfsins skyldi vekja einhvern til
umhugsunar um hvílíkur vandi get-
ur stafað af því að hlaða sjúklinga
lyfjum væri tilgangi skrifanna náð.
Nauðsynlegt að rann-
saka samverkun
Lyflæknir sem PRESSAN ræddi
við sagði að Saroten-geðdeyfðar-
lyfið, eitt þeirra lyfja sem hin látna
kona, sem greint var frá í síðasta
blaði, l'ékk, væri það hættulegasta í
þeim „lyl'jakokkteil“ sem henni vdr
gefinn. Porkell Jóhannesson pró-
l'essor staðfésti einnig að svo væri. í
samtali við lækninn kom fram að
hæglega mætti drepa sig á inntöku
100 slíkra taflna, hvað þá á þeim
200 sem konunni voru skammtað-
ar. Erfitt reynist að fá staðfest livort
konan hafi beinlínis látist af völd-
um eitrunar l'rá lyfjunum, en við
krufningu fundust 1,4 mierog/ml
af amitrypiilín í blóði. Ef magn
amitryptilíns er meira en 1
microg/ml í blóði er um eitrun að
ræða, en ekki er hægt að staðfesta
að hún valdi dauða.
Þorkell Jóhannesson prófessor
útskýrir það á þennan veg: „Ami-
tryptilín er móðurlyfið. í líkaman-
um verkar það að nokkru leyti sem
slíkt óumbreytt, en það breytist í
annað lyf, svokallað umbrotsefni,
nortryptilín, sem verkar mjög svip-
að. Það er, að þegar einhver tekur
amitryptilín, þá er partur af verk-
uninni vegna þess, en partur af
henni vegna nortryptilins sem
myndast út frá amitryptilíni í lík-
amanum. Þess vegna þarf að leggja
tölugildin saman. Þær tölur sem þú
leggur fyrir mig renna enn frekari
stoðum undir það að konan hefði
getað dáið úr amitryptilíneitrun, cn
tekur ekki af öll tvímæli. Hafi luin
tekið önnur lyf með, eins og Halei-
on — sem þú segir hana hafa tekið
— má reikna með því að það hafi
verið samverkandi verkun milli
þessara lyfja. Slíkt er nauðsynlegt
að rannsaka í fjöldamörgum tilfell-
um og það má ekki undir höfuð
leggjast að gera það, ef menn ætla
að halda hér uppi eftirliti á því af
hverju voveifleg mannslát verða.“
Þorkell segir að öll mál af þessu
tagi sem berast Rannsóknarstofu í
lyfjafræði séu afgreidd með rök-
studdri nratsgerð, sem fer til réftaF
læknis, sem í nánast öllum tilvikum
er réttarlæknirinn í Reykjavík, pró-
fessorinn í réttarlæknisfræði við
læknadeild Háskóla íslands. „Við
erum nokkurs konar undirverktak-
ar, bendum á misfellur ef við teljum
að þær séu fyrir hendi og túlkum
niðurstöðurnar. Það er réttarlækn-
is að túlka málið við lögregluylir-
völd, fjölskyldu og aðstandendur
eða aðra sem tengjast málinu.“
Stúlkun segir að máliú hafi verið
sent saksóknara. I hvaóa tilvikum
er slíkt gert?
„Ef talið er að um misferli sé að
ræða, af hálfu læknis eða einhvers
annars, getur orðið úr þessu saka-
mál.“
JUpl l'IM'l
,, ÞEGAR EG GEKK INN í IBUÐ-
INA SA EG STRAX AO EITTHVAÐ
ALVARLEGT VAR AO. MAMMA
HEFÐI ALDREI GENGIÐ UM HEIM-
ILI SITT Á ÞENNAN HATT EF HUN
HEFOI BARA VERIÐ DRUKKIN. EG
HELT AÐ LYKTIN SEM KOM A MÓTI
MER VÆRI UR RUSLAPOKA. ÞEG-
AR EG GEKK INN I SVEFN-
HERBERGIÐ BLASTI MAMMA VIÐ
MER. HUN LA A GOLFINU VIÐ
RUMIO SITT. EG HÉLT HUN VÆRI
BARA SOFANDI OG ÆTLAOI AÐ
VEKJA HANA. HUN VAR ISKOLD.
HEIMILIO VAR FULLT AF LYFJA-
GLOSUM, MORG ÞEIRRA TÓM."
I FANGELSI FYRIR
AÐ VANVIRÐA
HAKAKROSSFÁNANN
STEINN STEINARR, ÞÓRODDUR
GUÐMUNDSSON OG EYJÓLFUR
ARNASON VORU DÆMDIR í
TVEGGJA OG ÞRIGGJA MÁNAÐA
FANGELSI FYRIR AÐ SKEMMA
ÞÝSKT RÍKISMERKI.
Mánudaginn 25. febrúar árið
1935 var kveðinn upp dómur i
Hæstarétti íslands. Málið var höfð-
að af hálfu valdstjórnarinnar gegn
5 mönnum er gerst höfðu sekir um
vanvirðu við lana erlends ríkis.
í forsendum héraðsdóms segir:
„Með eigin játningu og vitnafram-
burði er sannað, að Þóroddur Guð-
mundsson, Siglufirði, Eyjólfur
Árnason, ísafirði, og Aðalsteinn
Kristmundsson, sem kallar sig Stein
Steinarr, Reykjavík, hafi 6. ágúst
1933 farið að þýzka vicekonsulat-
inu á Siglufirði og farið inn í garð-
inn þar sem aðgangur var að fána-
snúrunum. Skar Þóroddur Guð-
mundsson á þýska hakakrossfán-
ann, sem vicekonsulatið hafði við
hún ásamt eldri þjóðfánanum, og
með þeim Eyjólfi Árnasyni og Að-
alsteini Kristmundssyni svipti hann
hakakrossfánanum í sundur og
tróð á fánaslitrunum. Meðákærðir
Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn
Pétursson hafa og veitt aðstoð sína
þannig að þeir hafa fylgst með að-
förinni að þýska vicekonsulatinu
og staðið hjá er hakakrossfáninn
var skorinn niður, rifinn og tramp-
aður og verða þannig að skoðast
sekir um aðstoð við verknaðinn.“
Með því að skemma hakakrossfán-
ann voru þeir ákærðir fyrir að
óvirða fána erlends ríkis auk þess
sem athæfið var talið móðgun við
og árás á hlutaðeigandi ríki.
Félagarnir kröfðust sýknu á þeim
grundvelli að hakakrossfáninn væri
ekki verið þýskur þjóðfáni heldur
flokksfáni og að stjórnin sem hefði
fyrirskipað að nota þann fána væri
ekki lögleg stjórn Þýskalands.
Þýska stjórnin hefði fyrst í septem-
ber 1933 fyrirskipað að hakakross-
fáninn skyldi vera jafnrétthár eldri
þýska þjóðfánanum og því hafi ver-
ið ósaknæmt að rífa hakakrossfán-
ann niður þann 6. ágúst árið 1933.
Fullyrðing um að þýska stjórnin
væri ekki Iögleg stjórn Þýskalands
var ekki tekin til greina. I forsend-
urn héraðsdóms segir: „Það er og
eigi rétt hjá kærðum að þýska
stjórnin hafi fyrst í september 1933
löggilt hakakrosslanann, því að
eins og framlögð tilskipun ber með
sér gaf þýska stjórnin út 12. mars
1933 tilskipun um að hakakrossfán-
ann skuli hefja að luin ásamt eldri
þýska ríkisfánanum og löggildir
þar með hakakrossfánann sem rík-
isfána við hliðina á eldri þýska rík-
isfánanum. Að vísu hefur ríkis-
stjórn íslands ekki fyrr en með
bréfi þýska sendiráðsins í Kaup-
mannahöfn dags. 22. sept. 1933,
sem stjórnin móttók 6. desember
sama ár, fengið tilkynningu um lög-
gildingu þýska hakakrossfánans.
Þótt tilskipunin frá 12. marz 1933,
um hakakrossfána, væri þá eigi birt
á íslandi, áttu sökunautar að segja
sjálfum sér, að hakakrossfáninn
væri, er hann var notaður af þýsku
vicekonsujati, þýzkt rikismerki,
sem saknæmt væri að skemma eða
óvirða.“
Fyrir aukarétti Siglufjarðar
lilutu þeir eftirfarandi dóma: Þór-
oddur, Eyjólfur og „Aðalsteinn
Kristmundsson, sem kallar sig Stein
Steinarr", voru dæmdir sem aðal-
menn í þriggja mánaða fangelsi en
aðstoðarmennirnir Gunnar Jó-
hannsson og Aðalbjörn Pétursson
hlutu tveggja mánaða einfalt fang-
elsi. Sakarkostnað voru þeir dæmd-
ir til að greiða in solidum.
Við málsmeðferð í hæstarétti
staðfesti Þóroddur að hann hefði
látið svo um mælt þann 6. ágúst að
hann teldi sig hafa leyfi til þess að
rífa niður fána blóðhundsins Hitl-
ers. Refsing þeirra Eyjólfs og Aðal-
steins (Steins Steinarr) var lækkuð
niður í 2 mánaða einfalt fangelsi, en
að öðru leyti var dómurinn órask-
aður.
MINOLTA
MINOLTA
LU-
UÖSRITUNAR-
VÉLIN:
sú fyrsta sem Ijósrítar
tvo liti í einni umferð
Loksinsl með tilkomu MINOLTA EP 490Z er tveggja
lita Ijósritun orðin eins hraðvirk og einföld og venjuleg
Ijósritun. í einni umferð er afritað ! tvílit, svörtum og
einum aukalit. rauðum, bláum, brúnum eða grænum -
án þess að skipta þurfi um lithylki.
En þetta er ekki eina nýjungin sem MINOLTA
Ijósritunarvélarnar hafa boðað til þessa. Með hinu sérstaka
framköllunarkerfi, MICRO-TONING SYSTEM, voru gæði
Ijósritunar stóraukin og stiglaus stækkun og minnkun,
ZOOM, var fyrst kynnt heiminum í MINOLTA [jósritunar-
vélum. Nú er hægt með 0,001 nákvæmni að stækka allt
að fjórfalt í einum áfanga og sama gildir um minnkun.
Á MINOLTA EP 490Z er jjósritun á báðar hliðar
algjörlega sjálfvírk og með
sjálfvirkri yfir- og hliðartöku
er hægt að taka í einu
skrefi Ijósrit af tveimur frum-
EP490Z
SIMUL-COLOR
ritum yfir á eitt.
• SlÐUMULA
KJARAN
LA14 SÍMI 8 30 22.