Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 29. júní 1989 Baðfatatískan tekur ekki sömu stökkbreytingum og fatatíska almennt, en alltaf ber þó á einhverjum nýjung- um. Sumartískan 1989 boðar að litir sund- fatnaðar skuli vera skærir og efnin mynstruð eða skræpótt. Hjá Hummel hafa þeir líka hannað sundbuxur. sem ná niður á mið læri, nokkuð sem flestir muna aðeins eftir úr gömlum biómyndum. Sundfatnaður í Hummel-verslununum kostar frá 1.800 krónum upp í 2.900. Frá danska fyrirtækinu Vicki og hinu sænska Eiser koma sundbolir i mörg- um sniðum og litum, en þar ber einna mest á svörtu og hvitu, túrkisbláum og rauðum bolum. Þeir fást í Sápuhúsinu og meðalverð er 2.400 krónur. Verslunin Dinah í Grímsbæ selur meðal annars Triumph-baðfatnað og þar er mikið af sjálflýsandi grænum og oleikum litum. Bíkiní-in i ár eru efnismeiri en síðustu sumur, þvi miður segja margir. Sundfötin i Dinah kosta frá 1.500 krónum upp í 4.000 kr. Stíll selur israelskan Gottex-baðfatnað sem er i líflegum litum og ber mest á skræpóttum og mynstruðum efnum. Meðalverð sundbola þar er 5.000 krónur. Og ekki má gleyma öllum þeim fylgi- hlutum sem boðið er upp á við bað- fatnaðinn í sumar; sloppar, jakkar og pils, ýmist úr sama efni og sundfötin eða þá að minnsta kosti í stil.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.