Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 27
27 Fimmtudagur 29. júní 1989 sjonvarp FIMMTUDAGUR 29. júní Stöð 2 kl. 21.30 FERTUGASTA OG FIMMTA LÖGREGLUDÆMI*** (New Centurions) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Richard Fleicher. Aðalhlutverk: George C. Scott, Stacey Keach og Jane Alexander. Myndin fjallar urn tvo lögreglumenn sem starfa í ilíræmdu glæpahverfi. Þeir hafa lítinn tíma fyrir einkalífið og annar þeirra á í vandræðum með eiginkonuna, sem fyrirlítur starf eig- inmannsins. Starf þeirra er fjölbreytt og stundum þurfa þeir bæði að vera sálusorgarar og harðsvíruð hörkutól. Scott og Keach fara víst á kostum í þessari löggumynd og sýna hörku- leik. Alls ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 23.35 SYNDIN OG SAKLEYSID (Shattered Innocence) Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Sandor Stern. Aðalhlutverk: Melinda Dillon, Jonna Lee og John Pleshette. Unga klappstýru frá smábæ nokkr- um dreymir um að verða stjarna á sviði kvikmyndanna. Hún hleypst að heiman, en í stað þess að finna hið ljúfa líf kvikmyndastjarnanna finnur hún nöturlegan raunveruleika klám- iðnaðar og eiturlyfja. Þessi mynd er lauslega byggð á ævisögu klám- drottningarinnar Shaunu Grant, sem framdi fyrir rest sjálfsmorð. Syndin og sakleysið rís víst yfir vegg meðalmennskunnar en er alls ekki við hæfi barna eins og gefur að skilja. FÖSTUDAGUR 30. júní Stöð 2 kl. 21.15. STORMASAMT LÍF* (Romantic Comedy) Bandarísk grínmynd. Leikstjóri: Arthur HUler. Aðalhlutverk: Dudley Moore og Mary Steenburgen. Hér er Dudley Moore i hlutverki rit- höfundar sem hefur gert það gott á Broadway. Hann hyggst nú gifta sig en að kveldi brúðkaupsdagsins kynn- ist hann konu sem verður siðar sam- starfsmaður hans. Fyrsta verkefni þeirra er leikrit sem er mistök frá upphafi til enda og nær enguin vin- sældum. Með tímanum verða þau þó fræg og eftirsótt. Skötuhjúin laðast hvort að öðru og fyrr en varir er farið að blása kröftuglega innan hjóna- banda þeirra. Frekar þunn mynd hér á ferðinni, en það má þó alltaf hlæja eitthvað að íitla tittinum, honum Dudley. Stöð 2 kl. 22.50 OLÍUKAPPHLAUPIÐ* * * (War of the Wildcats) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Albert S. Rogell. Aðalhlutverk: John Wayne, Martha Scott og Albert Dekker. í þessum olíuvestra blandast saman sþenna, ástir og æsilegir bardagar. Hann er kominn aftur á skjáinn, gamla goðið John Wayne, með kú- rekahattinn, Smith og Wesson-skamm- byssuna og manndrápsglampa í augum. Hörkutól á háu stigi. Osvik- inn vestrj hér á ferð, nokkuð sem sannir kvikmyndaaðdáendur hafa svo sannarlega gaman af. Bang, bang. Stöð 2 kl. 00.55. LEIGUBÍLSTJÓRINN* * * * (Taxi Driver) Bandarískur tryllir. Leikstjóri: Martin Scorcese. Aðalhlutverk: Robert de Niro, Jodie Foster og Cybil Shepherd. Brjálæðisleg kvikmynd um fyrrver- andi Víetnam-hermann sem keyrir leigubíl um nætur en breytist í eins- konar borgarskæruliða á daginn. Ríkissjónvarpið kl. 21.50 FJÁRHÆTTUSPILARINN (The Gambler) Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Dick Lowry. Aðalhlutverk: Kenny Rogers, Linda Grey, George Kennedy og Bruce Boxleitner. í þessari mynd, sem gerist í villta vestrinu árið 1885, segir frá ungri kennslukonu sem starfar með indíán- Hann er sannfærður um að ekkert geti bjargað þessari veröld og tekur því til sinna ráða. Robert de Niro er hér í einu af sínum fjölmörgu frá- bæru hlutverkum og skilar því næstum fullkomlega. Blóði drifin persónan sem hann túlkar er hreint mögnuð. Taxi Driver var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna. Tónlist- ina, sem er stórgóð, samdi Bernie Herman og var þetta siðasta mynd- in sem hann vann við. Mjög merki- leg kvikmynd og alls, alls ekki við hæfi barna. 1. júlí Stöð 2 kl. 21.50 MORÐIÐ í CANAAN (A Death in Canaan) Bandarísk sjónvarpskvikmynd. Leikstjóri: Tony Richardson. Að- alhlutverk: Paul Clemens og Steph- anie Powers. I myndinni er sagt fá þeim atburði í smábænum Canaan þegar dreng- ur nokkur kemur að móður sinni í andarslitrunum, illa útleikinni og svívirtri. Hann kallar á lækna og lögreglulið sér til hjálpar en við yfirheyrslu grunar lögregluna að pilturinn hafi framkvæmt voða- verknaðinn. Við sögu kemur einnig blaðakona sem er nýflutt til bæjar- ins, en hún hyggst skrifa ítarlega grein um málið. Þetta er frumraun bæði Ieikstjórans og piltsins í aðal- hlutverki og er árangur þeirra vel yfir meðallagi. Alls ekki við hæfi barna. um á svæði sem þeim var úthlutað af hvítum mönnum. Að venju slæst i brýnu með þeim rauðu og hvítu og slæst kennslukonan í för með tveim- ur ævintýramönnum sem berjast fyr- ir réttindum indíánanna. Kúreka- söngvarinn hvítskeggjaði, Kenny Ro- gers, leikur hér einhvern svakalegan fjárhættuspilara og er að sjálfsögðu góði gæinn sem er í liði með indíán- unum. Myndin er i tveimur hlutum og verður sá síðari sýndur á laugar- dagskvöldið kl. 23.40. Stöð 2 kl. 00.30 TONY ROME** Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Gordon Douglas. Aðalhlutverk: Frank Sinatra, Jill St. John og Richard Conte. Tony (Sinatra) er ungur og glæsileg- ur piparsveinn sem býr einn um borð i skemmtisnekkju. Kvöld eitt æxlast atburðir svo að hann fer heim með eina sæta, unga og ríka. Það er dóttir auðkýfings og ekki líður á löngu þar til þau uppgötva að lnin hefur týnt dýrmætum gim- steini. Og saman leggja þau af stað til að finna gimsteininn, því að týna slíkum hlut er náttúrlega hið versta mál, eins og segir einhvers staðar. Eitthvert morðmál blandast líka inn i þetta og gerir að verkum að myndin er alls ekki við hæfi barna. SUNNUDAGUR 2. júlí Stöð 2 kl. 22.15 ELVIS 56 Bandarísk heimildakvikmynd. Aðalhlutverk: Elvis PresleyH Einstök heimildakvikmynd um árið sem Elvis varð konungur rokksins, en árið 1956 skaut honum upp á stjörnuhimininn og þaðan fór hann ekkert fyrr en hann ferðaðist yfir gufuna miklu, og þá fyrir fullt og allt. Hér kennir ýmissa grasa úr lifi þessa mikla listamanns, sem var svo dáður að menn muna varla annað eins. í myndinni eru sýndir bútar frá tónleikum kappans svo og leikin út- varpsviðtöl frá þessum tíma. Ansi persónulegar Ijósmyndir eru einnig sýndar, samanber þessi að ofan. Þessi mynd er við hæfi barna. Stöð 2 kl. 00.00 MACKINTOSH- MAÐURINN* * (The Mackintosh Man) Bandarískur njósnatryllir. Leik- stjóri: John Huston. Aðalhlutverk: Paul Newman, James Mason og Peter Vaughan. Starfsmaður bresku leyniþjónust- unnar reynir að hafa uppi á áhrifa- miklum njósnara innan breska þingsins. Meira þarf varla að segja um þessa mynd því þetta hefur allt verið gert áður innan kvikmynd- anna. Toppleikstjóri og góðir leik- arar bjarga fyrir horn þessari mynd sem var tekin á írlandi, Englandi og á Möltu. Handritið er eftir hinn þekkta leikstjóra Walter Hill. Ekki við hæfi barna. dagbókin hennar dúllu^ Það er einn feríegur galli við að vinna í miðbænum. Maður verður fyrir svo ofboðslegum freistingum. A þessum stutta tíma er ég t.d. búin að uppgötva helling af hlutuin, sein ég vissi ekki að væru til en skil núna ekki hvernig ég get lifað án! Ég fer oftast út að labba i matar- tímanum og smám saman hef ég uppgötvað að það er m.a.s. ýmislegt smart til í búðum, sem ég héll að væru bara fyrir kellingar. Þetta á m.a. við um litlu nærbuxnabúðina, sem annna á Einimelnum' verslár alltaf i. Mér hefur reyndar fundist . soldið óþægilegt að horfa á útstill- inguna þar út af öllum þessum nær- buxum og brjóstahöldurum, sem verið er að glenna framan í fólk, en þarna fást líka rosa lekkerar nátt- skyrtur og alls konar. í flestum hin- úin búðunum langar mig líka í nán- ast allt heila klabbið. Út af öllum þessum fötum og hlutum, sem mig langar í, er ég voða mikið farin að spekúlera i hverjum er best að giftast. Eg hel' nefnilega alltaf verið svo ógeðslega rómó í mér og alveg með það á hreinu að ég gæti búið i smákompu í bragga — bara ef ég væri með strák, sem ég elskaði út al' líl'inu. En ég er ekki lengur viss, því ég hugsa að þegar ástin færi að minnka myndi kannski ýmislegt við fátækt- ina fara að pirra mann. Þess vegna er ekkert endilega svo bilað áð gift- ast barasta einhverjum ríkum kalli til fjár, svona þegar maður pælir í því. Ef þessi ást er gjörsamlega dauðadæmd hvort sem er... Mamma segir, að það sé til mis- munandi ást, en ég hef ekki kynnst nema einni tegund. Það segir hún að sé af þvi að ég hafi aldrei verið í almennilegu og löngu sambandi. Hún útskýrði þetta þannig fyrir mér að fyrsta ástarstigið væri eins og blossandi rafmagnsstraumur, sem ætlaði algjörlega að tæta mann í sundur í svona góð/vondum fíl- ingum. (ÞAÐ þekki ég sko alveg eins vel og hún! Mamma veit bara ekkert um hvað ég hef kvalist sjúk- lega á sálinni í ástarsorgunum.) Svo segir hún að rafmagnið og trylling- urinn eyðist smám saman og i stað- inn komi voða djúp ást, sem er miklu rólegri og skynsamari og svo- leiðis. Eiginlega meira eins og göm- ul og gróin vinátta. Ég get nú ekki beinlínis sagt að mér finnist þetta uppörvandi, en ég er ferlega hrædd um að mamma hafi rétt fyrir sér. Ég hef sjálf mörg- um sinnum orðið ógeðslega sjálfs- morðslega skotin í strákum, sem ég sé ekki glætu í núna, þannig að ást getur alveg greinilega drepist. Þess vegna held ég barasta að ég segði já, ef einhver ríkur kall vildi giftast mér...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.