Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 21

Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 29. júní 1989 21 L ■ Mreingerning fjármálaráö- herra í skáttárhálum ltel'ur að von- um vakið bæði aðdáun margra og harmakvein hjá öðrum. Þegar skattyfirvöld gera gangskör að því að innheimta réttlátlega til sameig- inlegra þarfa landsmanna meðal fyrirtækja vilja margir benda á álagningu á einstaklinga sem oft hefur vakið furðu þegar um ein- staklinga með sjálfstæðan atvinnu- rekstur er að ræða. í samanburði sem okkur barst nýlega úr álagning- arskrá síðasta árs getur að líta skatta nokkurra einstæðra mæðra sem að jafnaði greiða u.þ.b. 150 þúsund kr. á ári í heildargjöld. (Fá að vísu greitt að nokkru til baka í formi barnabóta o.þ.h.) Hins vegar var vakin athygli á álagningu skatt- yfirvalda á tannlækni nokkurn sem rekur stofu sína hér í borg. Heildar- gjöld hans yt'ir allt árið námu rétt- um 37 þúsund krónum... Kannt þú nýja símanúmerid? Steindór Sendibflar r ■ áðherrastólar eiga eftir að spila stóra rullu í þeim viðrteðum sem flestir héldu að stæðu fyrir dyrum á milli Borgaraflokksins og stjórnar- fiokkanna. í kaffispjalli á dögun- urn munu hafa verið reifaðar hugmyndir um hugsanlega skipt- ingu ráðuneyta. Heyrst hefur að borgarar ætli sér stóran hlut. Þeir geri kröfu um iðnaðar-, og við- skipta-, dóms- og kirkjumálaráðu- neytið auk samgönguráðuneytisins. Þetta mun stjórnarflokkunum þykja nokkuð stór biti... BHokkurra breytinga á manna- skipan innanhúss er að vænta á næstunni á fréttastofu sjónvarps. Jón Valfells, sent þangað er kominn aftur eftir stuttan stans sent upplýs- ingafulltrúi hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna, verður ráðinn vara- fréttastjóri erlendra frétta. Þeim málaflokki hefur hann frant að þessu sinnt af mikilli elju. Hinn reyndi fréttamaður Olafur Sigurðs- son, sent nú hefur yfirumsjón með erlendum fréttum á sjónvarpinu, mun hins vegar snúa sér að störfum á sviði innlendra frétta... yrr í þessum mánuði var hald- inn framhaldsaðalfundur Blaða- prenls hf. Urðu þar töluverðar mannaskiptingar í stjórn fyrirtæk- isins. Út gengu m.a. Arni Gunnars- son alþingismaður og Ragnar Árnason viðskiptafræðingur. I stað Ragnars, sem var fulltrúi fyrir hönd Þjóðviljans, kom Hrafn Magnús- IPRESSU MOJLAR son og í stað Árna kom Stel'án Frið- finnsson, aðstoðarmaður utanrík- isráðherra... LEIÐRETTING / síðasta blaði varfyrir hrein mistök birtur moli þar sem haft var eftirfyrrverandi íbúaífjölbýlishúsi við Fellsmúla að María Héðins- dóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, hefði skuldað húsgjöld og neitað að greiða dráttarvexti. I þessu tilviki voru blaðamanni veittar kol- rangar upplýsingar og átti umrœddur moli aldrei að birtast á síðum blaðsins og hörmum við þetta slys. Skal tekið skýrt fram að hér var farið með rangt mál og hefur Maríu verið fœrð afsökunarbeiðni vegna þessa. Biðjumst við velvirðingar og afsökunar á þessum slœmu mistökum o<% ítrekurn að við hörmum að þetta skuli hafa birst í blaðinu. Ritstj. Veröld oö British Airways bjota þer l*tstu ' ;***. 1 bjoða þer lægstu fargjöldin til Austurlanda og Suður-Ameríku Meö sérsamningi viö British Airways býður Veröld lægstu fargjöldin til helstu borga Asíu og Suður- ..KR.70'450 S(MG ^poRt ..KR-70-450 KUMA^PUR ..KR.7A.600 Ameríku I -im. Ji *&**** ...kr.sö-ö'0 þAA^lA .... KR- 6A.°°° ..°aS...... kR- 66.S>0° „ODEIM-®*0 ^69.000 ............. 11IID R H ID S10 ÐIH Austurstræti 17, sími 622200

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.