Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 4
eae; >’*ji .os lupcbdímmi1!
Fimmtudagur 29. júní 1989
litilræði
af lokatakmarki
Eg á þaö stutt eftir aö þaö gerir ekkert til
þó ég upplýsi það hér og nú aö á langri og
stormasamri ævi hefur mér oft svióið þaö
sárt aö vera ekki þaö sem stundum hefur
veriö kallaö „maóur meö mönnum“.
Menn meö mönnum eru þeir kallaöirsem
hafa náð því að eignast þaö sama og aðrir
menn meö mönnum og svo er sá auðvitað
mestur maður meö mönnum sem eignast
mest.
Skeiöiö sem allirgóöirmenn rennaað því
marki, er kallaö lífsgæðakapphlaup og þeir
sem komast í úrslit eru virtirog dáöirfyriraö
eiga meira og fleira en aörir.
Þaö er kallað aö vera farsæll.
Ég er aö sönnu farsælli en margur annar.
Ég á hús og bíl, hesta, kött, konu og eitthvað
af spariskírteinum ríkissjóös meö gömlu
vöxtunum.
Fyrir svona þrjátíu árum heföi ég litið svo
áaó maðurmeö minn status væri sæmilega
farsæll og jafnvel maóur meö mönnum.
Samt erég ekki fyllilega sáttur viö lífiðog
tilveruna.
Þaö ereinsog svarturskuggi grúfi yfir för
minni í leit aö lífshamingju.
Þetta er skugginn af þeirri nöturlegu
staðreynd aö ég á ekki sumarbústað.
Aö eiga ekki sumarbústaö er í mannlegu
samfélagi bæöi sársaukafullt og niöurlægj-
andi.
Hér áöur fyrr, þegar sjaldnast var til fyrir
salti í grautinn, sætti ég mig viö þaö aö eiga
ekki sumarbústað en á síðari árum hefur
mér fundist líf mitt innihalds- og tilgangs-
laust og ég sjálfur ófullnægður, hrjáöur og
smáöur með sama hætti og aðrir þeir sem
ekki eiga sumarbústaö.
— Got a summerhouse? spyrja útlend-
ingar sem ég þarf að eiga samskipti viö
þegar þeir eru í „stopover“ hérna á íslandi.
Nema norömenn. Þeir segja:
— Hvor er din sommerhytte?
Og ég hrapa í hyldýpismyrkur niðurlæg-
ingarinnar, en klóra í bakkann meö því aö
bregöa fyrir mig smálygi og segist ekki
komast í sumarbústaöinn minn, nema í sjó-
skíðaflugvél.
En hvaö um það. Ég er sanpfæröur um aö
ég mundi endanlega höndla lífshamingjuna
ef ég eignaðist sumarbústaö.
Og þessvegna ætla ég, góöir hálsar, aö
vinda bráöan bug aö því aö eignast sumar-
bústaö.
Ég veit alveg uppá hár hvar ég vil hafa
hann og hvernig hann á aö vera.
Hann á aö vera í tiltölulega ný-runnu
hrauni, svona sirkabát tíu til hundraðþús-
undára gömlu. Skógarkjarr þarf að hafa náö
rótfestu í næstu nánd svo um menn hríslist
sú notalega tilfinning aö þeir séu í útlönd-
um, þegar litiö er útum gluggann.
Áríöandi er aö ekki sé rafmagn né önnur
þægindi.
Neysluvatni skal safnaö af þakinu í tunnu
og útikamarinn er skoplítili hluti af þeirri
fullnægingu sem er því samfara aö eiga
sumarbústaö.
Sumarbústaöurinn þarf aö vera í „sumar-
bústaöahverfi“, því þaö er nú einu sinni svo
aö maður er manns gaman og notalegt fyrir
okkur „strákana" aö hittast og kjafta svolít-
iö saman yfir bjórdós svona um hestöflin í
jeppunum okkar, bændapláguna, golf, Ólaf
Ragnar, skyndikonur og kvenfólk til heima-
brúks.
Þetta má svo krydda meö Hafnarfjarðar-
bröndurum.
Á meðan eru svo konurnar aö dútla viö
eitthvað skemmtilegt; hreinsa flugur úr
gluggunum, þrífa náöhúsið og baka í gömlu
kolaeldavélinni til aö hafaeitthvað meö kaff-
inu þegar gestirnir fara aö koma.
Þaö er notaleg hvíld fyrir vinnulúnar kon-
ur aö slappa af í sumarbústaðnum, vatns-
lausar, rafmagnslausar og klósettlausar, og
sinna frændliöi, börnum, barnabörnum og
börnum þeirra, helst öllum ættboganum.
Hafa „opið hús“ og taka á móti gestum og
gangandi allar helgar viö skilyrði sem frum-
maöurinn hefði ekki talið sæmandi í dentíö,
þegar hann var búinn aö draga eiginkonu
sína á hárinu uppí sumarbústað.
Ég á mér semsagt þann draum aö eignast
sumarbústað svona einsog í útlöndum,
standa dægrin löng íklæddur svuntu meö
Mikkamús framaná, mundandi steikargaffal
viö grillið og öl viö höndina einsog í útlönd-
um, og njóta þess aö sjá kellingunasveitast
í blóöi sínu til aö haldaöllu gangandi, meö-
an „viö strákamir" sjáum um vínföngin,
kóteletturnar, grillið og brandarana.
Á kvöldin, þegar konan er oltin útaf, ör-
magna eftir gestaganginn, þrældóminn og
ölteitina, sest ég svo viö fótstigið sjónvarp
og horfi á „Fríðu og dýriö", já eöa „Sögur úr
dýraríkinu11, á meðan hinir njóta þess viö
kertaljós, eða týrur úr sólarorkurafhlööum,
aö sötra rauðvín eöaeitthvaö sterkara þartil
yfir lýkurog gengiö er til náða viö svo frum-
stæö skilyrði aö óhugsanlegt væri aö festa
blund nema brennivínsdauöur.
En umfram allt er farsæld minni ekki
borgið fyrr en ég eignast sumarbústaö.
Þaö er lokatakmarkið.
GMC JIMMY SPORT
Höfum til afgreiðslu strax GMC Jimmy Sport hlað-
inn neðangreindum búnaði:
• 4,31 - V6 - bensínvél
• Sjálfskipting eða 5 gíra beinsk.
• Rafstýrðar hurðalæsingar og rúðu-
upphalarar
• Læst drif
• Veltistýri
• Kæling
• Hraðastilling
• Toppgrind/vindskeið
• Álfelgur
• AM/FM útvarp m/segulbandi
Viö bjóðum þessa bíla á sérstöku til-
boðsverði og með góðum greiðslu-
skilmálum.
BíLVANGURsf
Höfðabakka 9 S: 687300 - 674300