Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. júni 1989 11 |( ■^^.ostuleg mistök eiga það stundum til að endurtaka sig á skemmtilegan hátt. í sveitarstjórn- arkosningunum árið 1978 varð mis- ritun á kjörseðli til þess að sonur frambjóðanda nokkurs við hrepps- nefndarkosningar var kjörinn í hreppsnefnd í stað föðurins. Atvik- ið átti sér stað í Ljósavatnshreppi í Þingeyjarsýslu. Á seðlinum átti að standa nafn Baldvins Baldurssonar en þar misritaðist nafn sonarins, Baldurs Baldvinssonar. Þetta upp- götvaðist ekki fyrr en langt var liðið á kosningu og engri Ieiðréttingu varð við komið. Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom í ljós að Baldur Baldvinsson, sem aldrei hafði gefið kost á sér, var kosinn með glæsibrag fyrsti maður í hreppsnefnd. Á aðalfundi SÍS á dögunum höfðu sambærileg mis- tök nærri gert annan son Baldvins, Baldvin Baldvinsson, að stjórnar- manni i fulltrúaráði Samvinnu- trygginga. Baldvin Baldursson, sem er áhrifantaður innan SÍS og stjórn- armaður í Kaupfélagi Þingeyinga, sat fundinn og hugðust fundar- menn kjósa hann til setu i ráðinu. Á blaði sem fundarstjóri fékk yfir menn til setu i fulltrúaráðinu hafði hins vegar föðurnafn hans ntisritast og stóð þar Baldvin Baldvinsson og var það lesið upp af fundarstjóra sem var Ásgeir Jóhannesson. Þekkti hann vel til Baldvins Bald- urssonar og fjölskyldu Itans og mun hafa furðað sig á þessu en ekki gert athugasemdir þar sem hann taldi skýringuna felast i að yngja ætti upp í fulltrúaráðinu og sonur- inn hygðist taka við stjórnarset- unni. Las fundarstjóri því nafnið upp en Baldvin (eldri) var staddur inni á fundinum og náði að leið- rétta málið áður en sonurinn var kjörinn lögmætri kosningu á SÍS- fundi. Þess má svo geta fyrir þá sem annast ritun framboðslista í frani- tíðinni að sonur Baldurs Baldvins- sonar heitir Baldvin Baldursson og sá hefur eignast son sem skírður var Baldur Baldvinsson. Svo erað sjálf- sögðu skylt að geta þess í lokin að faðir Baldvins Baldurssonar (eldri) hét Baldur Baldvinsson, lands- kunnur hagyrðingur á Ófeigsstöð- um i Köldukinn... átt hefur vakið meira írafár í fréttum en innheimtuaðgerðir fjár- málaráðherra á hendur fyrirtækj- um vegna vangoldins söluskatts. Það hefur hins vegar ekki komið fram að skýrsla sú sem ráðherra og innheimtumenn hans styðjast við í herferðinni gegn undanskoti sölu- skatts var unnin í fjármálaráðu- neytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vann viðskiptafræðingur að sam- antektinni sem stuðst er við og lá hún fullbúin fyrir nokkrum dögum áður en Ólafur Ragnar steig inn fyrir þröskuld fjármálaráðuneytis- ins í septemberlok á síðasta ári... Sendum heim simi 79011 . „ 9” 12 A. MARGHARITA Margrét 9” 12" m/tómat, osti, oregano kr. 360,- kr. 480,- B. ALFUNGI Sveppir m/tómat, osti, ferskum sveppum, pharmasian, oregano kr. 470,- kr. 610,- C. VEGETALÍA Grænmeti m/tómat, osti, ferskum sveppum, papriku, lauk, ananas, ætiþistlum kr. 560,- kr. 690,- D. QUATROCHEES Fjórir ostar m/tómat, f jórum tegundum osta, oregano kr. 460,- kr. 590,- E. PRIMA VERA Drottning m/tómat, osti, spægipylsu, lauk, gráðosti, oregano kr. 550,- kr. 670,- F. BOLOGNESE Nautahakk m/tómat, osti, nautahakki, sveppum, papriku kr. 560,- kr. 690,- G. CASANOVA Bósi m/tómat, osti, skinku, ananas, papriku kr. 570,- kr. 700,- H. PEPPERONE Kryddpylsa m/tómat, osti, pepperone, svcppum, lauk kr. 560,- kr. 690,- 1. QUATRO STAGIONE Fjórar árstíðir — m/tómat, osti, skinku, sveppum, rækjum, ætiþistlum. kr. 630,- kr. 750,- J. PORTO BELLO Bryggjan m/tómat, osti, túnfiski, lauk, olifum kr. 540,- kr. 660,- K. LA CASA Höllin m/tómat, osti, rækjum, eggi, hvitlauk, capers kr. 540,- kr. 660,- L. PIZZA MAFÍA Mafian m/tómat, osti, túnfiski, rækjum, kræklingi, gráðosti, ananas, ólifum kr. 700,- kr. 890,- OFWIWN Trmmmmr^rr Garduborgi 1 Sítni 790TI UM MANAÐAMOTIN FELLUR DRJÚGUR SKILDINGUR í HLUT KJÖRBÓKAREIGENDA: GÓDIR VEXTIR 0G VERÐTRYGGINGARUPPBÓT AÐAUKI! Rétt einu sinni geta Kjörbókareigendur glaöst nú um mánaðamótin. Þé leggjast vænar uppbætur við innstæður Kjörbókanna vegna verðtryggingarákvæðisins sem tryggir að innstæðan njóti ávallt bestu kjara hvað svo sem verðbólgan gerir. Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu verða bankarnir nú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Það er gert á þann veg að verðtryggingarviðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem staðið hefur óhreyfður heilt samanburðartímabil. Samanburðartímabilin eru frá 1. 1. til 30. 6. og 1. 7. til31. 12. Þrátt fyrir þetta geta Kjörbókareigendur treyst því að Kjörbókin verður sem fyrr fyrirmynd annarra bóka. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.