Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 29. júní 1989 bridge Að gefa punkta fyrir háspil á einni hendi í rúbertu hefur mér alltaf þótt neyðarleg regla. Ef þú ert svo heppinn að fá t.d. alla fjóra ásana, hversvegna ættir þú þá að fá 150 í bónus að auki? En bónusþráhyggjan hefur leitt margan á villigötur (þ.e. í vonda samninga). Ég var áhorfandi þegar þetta spil kom upp, nýverið. S gefur, allir utan, og opnar á l-tígli. Norður 3-tíglar og suður 6-grönd. Sannkallað bjartsýnis- kast. Með spaðakóng réttum er útlitið bjart í 6-tíglum, en það var langur vegur fyrir höndum í grandsamningnum með aðeins 9 slagi visa. ♦ 74 V D3 ♦ KD984 4* KG72 ♦ G93 V G984 ♦ 63 ♦ D863 N V A S 4 K1082 VK762 ♦ 105 4» 1095 4 ÁD65 V Á105 ♦ ÁG72 4» Á4 Vestur spilaði hlutlaust út tígul-6. Suður vann heima og spil- aði hjarta á drottningu og kóng. Austur reyndi að hindra valkost með því að skipta í spaða en sagn- hafi svínaði drottningu. Það var nú hugsanlegt að fá 12 slagi með heppnuðum svíningum í hjarta og laufi, en sagnhafi hafði takmark- aða trú á fylgispekt spilagyðjunn- ar við sig. Hann lagði næst niður hjartaás og tók síðan tígulslagina fjóra. Vestur varð að halda eftir öllum laufunum og hjartagosa í 5-spila endastöðunni. skák Blindtefli og forgjafartafl Það mun hafa vakið meiri at- hygli og aðdáun samtímamanna Philidors á honum en nokkuð annað að hann skyldi geta teflt blindandi, og jafnvel við fleiri en einn í einu. Um þessi afrek var skrifuð bók og til eru myndir frá þessum tíma, þar sem Philidor sit- ur öðrum megin við taflborðið með bundið fyrir augun, en hin- um megin eru andstæðingurinn og lotningarfullir áhorfendur. Sagnir eru til um það að fremstu taflmeistarar araba hafi leikið þessa list, en þær höfðu fallið í gleymsku. Til er bréf frá Diderot, frakkneska rithöfundinum er var vinur Philidors, þar sem hann biður vin sinn í öllum bænum að ofreyna sig ekki í þessari iðju — „Haltu heldur áfram að semja fyrir okkur þína fögru tónlist,“ biður Diderot. En Philidor hélt áfram að tefla blindskák — hann hefur sennilega fengið þá iðju bet- ur greidda en lagasmíð sína. Þá var ekkert Stef komið til sögunn- ar, og tónskáldin fengu lítið greitt þótt tónlist þeirra yrði vinsæl, eins og við þekkjum mörg sorgleg dæmi um. Én Philidor hefur verið ótrúlega snjall í blindskák, um það ber skákin við Bruhl er við sá- um í síðasta þætti glæsilegt vitni. Síðar hafa mörg afrek verið unnin á sviði blindskáka og verður vikið að því síðqr. Hins vegar er erfitt um samanburð. Fjöldi þeirra skáka sem tefldar eru samtímis segir ekki nema hálfa sögu, styrk- leiki þeirra sem teflt er við skiptir ekki minna máli. En taflmeistarar fyrri tíma höfðu önnur ráð til að jafna að- stöðumuninn þegar þeir tefldu við sér slakari menn: þeir gáfu forgjöf. Algengast var að sá sem forgjöfina gaf hefði hvítt. Hann gaf þá riddara í forgjöf eða hrók, eða jafnvel drottningu, en þá hef- ur mótleikandinn verið heldur lé- legur. Það voru ávallt mennirnir drottningarmegin sem voru teknir af borðinu þegar forgjöf var gef- in, hvítur tefldi þá án drottningar- riddara, drottningarhróks eða drottningar. 'GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Önnur forgjöf sem var nokkuð algeng var að gefa peð og leik. Þá hafði sá sem forgjöfina gaf svart og tefldi án peðsins á f7. Talið var óþægilegast fyrir svart að vera án þess peðs, því að f7 er einn veik- asti reiturinn hjá svarti í upphafi tafls. Loks var hægt að gefa peð og tvo leiki: svartur tefldi þá án peðsins á 17 og byrjaði ekki fyrr en hvítur hafði leikið tveimur leikjum. Það hefur verið býsna mikil forgjöf. Við skulum líta á eitt dæmi um þetta, það er Phili- dor sem forgjöfina'gefur, en and- stæðingur hans er einn af öflugri skákmönnum Breta á þeirri tíð. Atwood — Philidor, London 1795. (Svartur gefur peð og tvo leiki í forgjöf.) 1 e4 — 2 d4 e6 3 f4 d5 4 e5 c5 5 c3 Rc6 6 Rf3 Db6 7 Bd3 Rh6 8 Db3 c4 9 Dxb6 ab6 10 Bc2 b5 11 b4 Bxb4 Philidor lætur biskupinn fyrir tvö peð og telur það sér í hag, því að peð hans sækja rösklega fram. 12 cb4 Rxb4 13 Kd2 Rxc2 14 Kxc2 b4 15 Bd2 Ha4 16 h3 Hf8 17 g4 Rf7 18 Rg5 Rxg5 19 fg5 Hf2 20 h4 b5 Svartur gæti nú unnið manninn aftur, en kýs að halda peðasókn- inni áfram. 21 Ii5 b3+ 22 Kb2 b4 23 g6 hg6 24 hg6 Ba6 25 Hh8+ Kd7 Nú eru ekki fleiri leikir skráðir, en svartur vann. Það kynni að hafa gerst eitthvað á þessa leið: 26 Hg8 ba2 27 Hxg7 + Kc6 28 Hxa2 Hxd2+ 29 Rxd2 c3+ 30 Kb3 Hxa2 31 Hc7+ Kxc7 32 g7 Hb2+ 33 Ka4 cd2 34 g8D dlD + 35 Ka5 Hal + 36 Kxb4 Dd2+ 37 Kb3 Bc4 mát. krossgátcm HVA-e -y oneifi KÖTTIA.R HArJGS ELSKA ‘AFIOG MYÁ/v'/ SHTTZT P/F-Rl NyISHA LOft&lN SKSMMA Tbrt- V'étfK KYLfu MOáLAfi NhÐHlxS TÆKI FU&LA HLíÓBA HíLOug MVdSJA FÓÐMR HVIKU.LL QAoP HU ÓM BLuHd R'ÓÐlrtm Dula plLA M AT- H'AKUA FSLL HlSAll XL/E&l 'AHALO 9 10 11 12 13 14 15 16 SPIL Hfi/ÍÐ- ftST VAÖA /3 0R£- ftfti OYGHA LAmPI HVftTft SPyftJA MftlMuR Finnig BIRA KRY0D ‘OKuNrJ- UA L/BRÐ! SKoLI KPOPPA BlftlS FJoll Íeisla- BflUGuft Ih/NftN vlpphaf MJÚK.S LEIT BRftKft 'oFUS ST/kKJA EöJlA L'ftTNA BfNl 'AKAFI SKRuOOu SKfiRTl GLÓfluA BflND HPILL T áee- LLCcT TÍNDl 'ftTT HJ'ALP L/BGOlR Fugl GA88AÐ FRftrofi- GoSflP. B.KKI KoNu- NftfN Í3IKKJA BROT- LT&ftR M'fiNutí Skilafrestur krossgátunnar er til 10. júlí. Heiinilisfangið er: PRESS- AN, Ármúlu 36, 108 Reykjavík. Verðlaun fyrir rétta lausn eru að þessu sinni Ferðnhundbókin LAND, glœný útgáfa og hafa allar greinar íbók- inni verið skrifaðar upp á nýtt frá fyrri útgáfum. Þœr fjalla í meginat- riðum um hvað hinn almenni ferðamaður getur skoðað á viðkomandi svœði svo og um helstu sögustaði svœðisins. Þá hefur kortum í bókinni verið fjölgað og œtti hún að nýtast velþegar ferðalög eru skipulögð um landið. Dregið hefur verið úr réttum lausnum í krossgátu nr. 38. Lausnarorð- in voru; Heimskt er heimaalið barn. Nafn vinningshafans er Magnús Björnsson, Birkimel 6, 107 Reykjavík. Að launum fœr hann senda bók- ina Dagbók góðrar grannkonu eftir skáldkonuna víðfrœgu Doris Less- ing, sem forlagið Svart á hvítu gefur út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.