Pressan - 29.06.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. júní 1989
9
um ekki neitt
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
þjóðlífið er sett í samhengi við líf og örlög
mannkyns á ofanverðri tuttugustu öld hefur
nánast aldrei neitt gerst hér sem orð er haf-
andi á. Þegar tvöhundruð þúsund sálir eru
settar í samhengi við líf, þó ekki sé nema
nokkurra milljónatuga, kemur þetta í ljós. í
evrópskri borg með álíka íbúafjölda og ís-
land er erfitt að halda úti einu dagblaði,
hvað þá útvarpsstöð eða sjónvarpsstöð.
í stórum þjóðfélögum koma málefni tvö
hundruð og fimmtíu þúsund manna borgar
kannski í sjónvarpsfréttum einu sinni á
hverjum tveim árum eða svo. Menn geta bú-
ið í Bretlandi í nokkur ár án þess að heyra
einhverjar borgir af þessari stærðargráðu
nokkru sinni nefndar í útvarpi eða sjón-
varpi. Samt gerist auðvitað jafnmargt hjá
þeim sem þar búa og gerist á íslandi. Það
eru jafnmörg slys, það eru eins mörg fyrir-
tæki í rekstrarvanda, það eru eins mörg
mannvirki reist og það eru eins margir skóla-
stjórar og lektorar ráðnir. Það bara finnst
þetta engum stórkostlega merkilegt.
Upplýst umræða um
persónugalla róðherra
Það er ekki nóg með að mönnum finnist
ekki ástæða til að standa á öndinni yfir því
sem gerist í lítilli borg. Mönnum finnst oft
litlu merkilegra það sem gerist frá degi til
dags á þjóðþingi landsins þeirra. Það þýðir
ekki að menn séu síður pólitískir í hugsun
eða áhugasamir um örlög þjóðar sinnar.
Kosningaþátttaka í Evrópu er yfirleitt
litlu minni en á íslandi. Menn gera hins veg-
ar öllu minna með það daglega þref sem
fram fer á milli atvinnumanna í stjórnmál-
um og bíða þess frekar að kostir séu lagðir
i fyrir sem velja má á milli. Þannig setja menn
sig síður inn í tæknileg atriði en hér gerist.
Almenn umræða um tæknileg eða sértæk
atriði í stjórnsýslu er raunar eitt sérkenni ís-
lenskrar þjóðmálaumræðu. Það er svo ekki
síður hvað varðar stjórnmálamennina sjálfa
að áhugasviði íslendinga og flestra megin-
landsbúa klofna. í Bretlandi kom til að
mynda í ljós í fyrra að nöfn einungis fjög-
urra eða firhm ráðherra gátu talist á al-'
mannavitorði. Nöfn sumra manna sem setið
höfðu árum saman í ríkisstjórn reyndust
hafa farið fram hjá 95% kjósenda. Sumir
ráðherrar voru nafnlausir huldumenn fyrir
alla nema 1% almennings. í Bandaríkjunum
vár nýlega birt könnun sem sýndi að einung-
is 25% fullorðinna manna þar i landi þekktu
nafn síns öldungadeildarþingmanns.
Hér má hins vegar fullyrða að meirihluti
almennings geti rætt af þekkingu um helstu
persónugalla allra ráðherra. Menn þurfa
ekki að komast hærra en í þingsæti til að
vonskuverk þeirra og greindarskortur verði
að almæltum tíðindum. í stærri þjóðfélög-
um hafa menn hins vegar lítinn áhuga á að
læra nöfn þingmanna og láta sér nægja að
vita einhver deili á stefnu flokksins.
Ummæli manna á þingi þættu öldungis
undarlegt umræðuefni í sundlaugum flestra
stærri þjóða. Það skiptir svo auðvitað ekki
máli hvað menn hafa áhuga á að ræða i
sundlauginni, hitt er verra, að umræður á
Alþingi og í fjölmiðlum eru oft og einatt á
svipuðum nótum og hefðbundið þref
manna um ekki neitt.
Maður er stundum spurður að þvi erlendis, hvort
það sé ekki likur starfi að vera ráðherra á Islandi
og borgarráðsmaður i litilli evrópskri borg. Þvi
neitar maður, en eftir situr sú tilfinning, að ekki sé
eins vitlaust spurt og gefið var til kynna með svar-
inu. Fólk i borgarstjórnum tiltölulega litilla borga i
Evrópu sýslar stundum með stærri f járfúlgur en is-
lenskur ráðherra kemur höndum yfir og tekur
ákvarðanir sem varða mun fleiri en búa á Islandi.
Þess háttar fólk tekur ákvarðanir um stórfyrirtæki
i atvinnumálum og lætur byggja spitala sem eru
stærri en þekkist hér. Það eru þvi hvorki verkefnin
sjálf né umfang þeirra sem er annað eða minna en
það sem menn ræða á æðstu stöðum i islenska
stjórnkerfinu. Munurinn er fólginn i öðru. Hann er
sá helstur, að það hafa fáir sem engir áhuga á dag-
legu amstri borgarráðsmanna i Evrópu, en islenska
þjóðin stendur á öndinni tvisvar i viku yfir fram-
ferði ráðherra og þeim stórkostlegu málum sem
starfi þeirra tengjast.
Utan við kjarna málsins
Það er eitt helsta takmark flestra lýðræð-
issinna að sem stærstur hluti almennings sé
sem virkastur í umræðum um málefni þjóð-
félagsins. Við fyrstu sýn kynni ísland að
sýnast paradís lýðræðisins að þessu leyti.
Umræða um stjórnmál er mun almennari og
meiri en meðal flestra stærri þjóða. Menn
ættu hins vegar að vara sig á að rugla saman
annars vegar karpi um menn og almælt tíð-
indi og hins vegar umræðum um kosti í
þjóðmálum.
Hvorki nöldur um dapurlegt vitsmunalíf
stjórnmálamanna né heldur þref um nýjustu
uppákomur á Alþingi skilar mönnum til
aukins skilnings á eðli þjóðfélagsins. í
burður við stjórþjóðir Asíu er auðvitað frá-
leitur, fréttir í blöðum þar eystra sýnast í
súrrealískum stíl þegar maður kemur þang-
að frá íslandi. Þar tekur því ekki að minnast
á slys nema hundrað farist og ekki á verkfall
nema hundrað þúsund taki þátt í því, og ein
niðurstaða efnahagsstefnu mælist í tugþús-
undum mannslífa. Mann þarf hins vegar
ekki að bera svo langt að til að finnast ís-
Iensk stjórnmálaumræða að stórum hluta til
æsingur og karp út af engu. Um leið þykir
manni erfitt að greina nokkrar raunverulega
pólitískar línur í þrefinu. Hér sýnist sjaldn-
ast um að ræða tvo kosti sem menn geta val-
ið á milli af pólitískri sannfæringu um
hvernig haga beri skipan samfélagsins. Það
eru sjaldan í gangi einhver meginmál sem
hægt er að meta á þann hátt, líkt og gerist
nteðal flestra stærri þjóða þar sent raunveru-
legir pólitískir kostir eru lagðir upp í um-
ræðu um mál sem augljóslega skipta ntiklu.
í þýskalandi er til að mynda rætt um afvopn-
un og sameiningu Evrópu. í Frakklandi fer
fram umræða urn menntakerfið og stefnu í
menningarmálum. í Bretlandi liggja fyrir
afar ólíkir kostir uni stefnu í efnahagsmáÞ
um og flestum málefnum samfélagsins. í
Hollandi fer fram umræða um gífurlegt
átak í umhverfismálum og hvernig eigi að
haga skattlagningu til þess að greiða kostn-
aðinn.
Það er yfirleitt einfalt að gera grein fyrir
því hver eru stærstu málin í hverju landi og
hvernig pólitískar línur liggja. Það er ekki
eins einfalt þegar maður kemur frá íslandi
og er spurður af útlendingi hvað beri hæst í
þjóðmálaumræðunni. Menn geta til að
mynda reynt að útskýra fjöruga umræðu um
innheimtu söluskatts, en ættu þá að sleppa
því að geta um þau ummæli eins af forustu-
mönnum atvinnulífsins að nýlegum inn-
heimtuaðgerðum mætti líkja við fjölda-
morðin í Kína. Það eru sem betur fer varla
margir eins gersamlega lokaðir inni í sínum
örsmáa heimi og þessi íslenski athafnamað-
ur, en þetta er ein vísbending þess hvað gerist
þegar menn horfa aldrei á annað en það sem
undir þeirra eigið nef hefur borist.
Stórmál á hverjum degi
Ástæðan fyrir þessum rosafengnu um-
ræðum um lítilsverða hluti er sennilega ein
undarleg þversögn. Þeim sem dvelst á ís-
landi lengi getur fyrirgefist að álíta, að ís-
land skeri sig úr með það hvað margt gerist
hérna. Það eru eiginlega stórviðburðir hér á
hverjum degi ef marka má fjölmiðla, og
þessi tilfinning, að alltaf sé eitthvað mikið á
seyði hér innanlands, er vafalítið mjög al-
menn.
Hins vegar er það svo sú staðreynd, að ef
mörgum einræðisþjóðfélögum er fjarri því
að stjórnmálaumræða sé dauð. Hún er þvert
á móti oft Iífleg en oftast fjarri kjarna máls-
ins. Stjórnvöld beinlínis sviðsetja uppákom-
ur eða ýta með öðrum hætti undir oft á tíð-
um æsifengnar umræður um eitthvað sem
sýnist stórt í augnablikinu, en er í reynd utan
við allt sem máli skiptir. Slík sviðsetning á
sér auðvitað ekki stað hérlendis, en niður-
staðan er stundum sú sama, fjörug umræða
um ekki neitt.
Söluskattur og f jöldamorð
Þessi fjöruga, almenna og oft æsifengna
umræða um ekki neitt sýnist helsta sérkenni
íslenskra stjórnmála þegar mann ber hingað
annað veifið frá stærri þjóðum. Saman-
„Þessi fjöruga, almenna og oft æsifengna umræða um ekki neift sýnist hel-
sta sérkenni islenskra stjómmála þegar mann ber hingað annað veifið frá
stærri þjóöutn," segir Ján Ormur Halldársson í grein sinni.
umræða
Almenn og ofsafengin umræða