Pressan


Pressan - 29.06.1989, Qupperneq 10

Pressan - 29.06.1989, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 29. júní 1989 Stjórnunarfélagið tapar KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Á FRÉTTAVAKT Stjórnunarfélag íslands tapaði 5,7 milljónum á rekstri sínum á síðasta ári. Ef til vill ekkert óskaplega há upp- lueð en vekur óneit- anlega athygli þegar þess er gætt að stjórnunarfélaginu er ætlað að standa fyrir námskeiðahaldi í rekstri og stjórnun til að bæta rekstur íslensks atvinnulífs. Stjórnunarfélagið hel'ur haldið stjórnunar- nántskeið en að auki hel'ur það rekið innan sinna vébanda Málaskólann Mími, Ritaraskólann og Útflutningsskóla íslands. Auk þess Tölvuskóla, en sú starfsemi hefur reyndar verið sameinuð Tölvuskóla Gísla J. Johnsen hf. Féjagið hel'ur eignast bæði málaskólann og ritaraskólann (áður Einkaritaraskólinn) á þessum áratug og hefur því fært verulega út kvíarnar. Tap fyrirtækja veldur tapi félagsins íntynd Stjórnunarfélags Islands hefuref til vill verið nokkuð önnur en uppruni þess segir til um og það vekur óneitanlega athygli þegar félagið stendur frammi l'yrir að hafa tapað á sjöttu millj- ón króna á síðasta ári, en árið áður var hagnaður þess rúmlega 2 milljónir. Þeir sem nálægt félag- inu hafa komið taka skýrt fram að þelta sé ekki fyrirtæki sem rekið er með hagnaðarsjónarmið í huga. Einvörðungu sé stefnt að því að það beri sig. En hverjar telur nýráðinn framkvæmda- stjóri, Árni Siglusson, að séu helstar ástæður l'yr- ir tapinu á síðasta ári: „Þegar þetta lélag stendur l'rammi fyrir að l'yr- irtæki eru að tapa þá endurspeglast það beint i rekstri þess. Þegar stjórnendur fyrirtækja telja sig ekki hafa tök á því að senda sitt l'ólk í fræðslu þá verða ekki þau námskeið sem ætlað er að halda. Við tókum á okkur sveiflu á síðasta ári eins og aðrir. Það er engin skýring önnur á þessu tapi félagsins. Áætlanir okkar gerðu ekki ráð fyr- ir þessari baksveiflu. Það er einfalt mál.“ Árni segir að tap fyrirtækisins megi að mestu rekja til þriggja síðustu mánaða ársins í fyrra. Hann nefndi dæmi þess að ákveðin fyrirtæki hefðu með litlum eðaengunt fyrirvaraskorið nið- ur allt fé til námskeiða l'yrir starfsmenn sína og þar með hefðu allar áætlanir Stjórnunarfélagsins l'allið. Hann tiltók að eitt námskeið nteð 40 þátt- lakendum væri kannski metið á 1,2 milljónir og þegar slík námskeið dyttu upp fyrir með tveggja til þriggja daga fyrirvara væri erfitt við því að gera. í þessu sambandi benti Árni á að tap félags- ins væri þrátt fyrir allt ekki meira en rúmar 5 milljónir og þegar dæmi væru nel'nd, sem hér að ol'an, mætti sjá að slíkt tap væri fljótt að konta. Varðandi viðbrögð við þessu tapi segir Árni: „Við verðum eins og aðrir að skoða hvar má draga sarhan, hvar rná hagræða, og hluti þeirrar hagræðingar er að sameina það sem skynsamlegt er að sameina." Hann nel'ndi einnig að starfs- mönnum yrði að öllum líkindum fækkað. Nómskeiðin of dýr? Stjórnunarfélag íslands hefur legið undir þvi ámæli að námskeið félagsins væru gífurlega dýr miðað við önnur námskeið sem í gangi eru hjá öðrum aðilum. Árni Siglusson: „Þessi námskeið hafa verið dýrari en víðast livar innanlandsen á hinn bóginn teljum við okkur bjóða meiri gæði en aðrir. Ef við á hinn bóginn berum okkur saman við Norð- urlöndin er fræðsla á nijög góðu verði hér. Við höfum lagt okkur eftir hópurn stjórnenda i æðri stöðum og til að þjóna þörfum þeirra hefur jafn- an þurl't að fá fyrirlesara frá útlöndum, góða fyr- irlesara sern kosta rnjög mikið. Kostnaður verður lljótt mikill vegna þessa. Við erum að skoða hvort við getum ekki rekið aðra stefnu í verðlagn- ingu. Þetta er þó enn sem kontið er aðeins til at- hugunar og byggist í sjálfu sér bara á því að vera réttu megin við núllið." Leitað eftir frekari samvinnu við opinbera aðila Stjórnunarfélagið hefur haft á sér á undan- förnum árum þá ímynd að vera fyrst og fremst - 'fyrir einkaaðila — hefur haft á sér dálítið yfir- bragð flottræfilsháttar i augum almennings, þrált fyrir að lélagið sé í reynd samtök mjög margra ólíkra Iaunþegahópa eins og t.d. ASÍ og BSRB og Sambands íslenskra bankamanna svo dæmi séu nefnd. Árni Sigfússon segir það rétt að félagið sé um þessar rnundir að reyna að fara meira inn á Itinn opinbera geira með starfsemi sína en verið hefur. Það sé ein þeirra Ieiða sem reynt verði að fara til að auka starfsemi félagsins. Hann segir að sanrn- ingur sé í burðarliðnum við Stjórnsýslufræðslu ríkisins varðandi svokallaða stjórnsýslufræðslu sem sú stofnun hefur rekið um nokkurra ára skeið. „Áherslan hefur færst rneira yfir á einka- reksturinn á undangengnum árum, það er rétt. Ég vil hinsvegar minna á markmið félagsins og hlutverk, sem er að fræða menn bæði í einka- rekstri og hjá hinu opinbera. Þessi drög að samn- ingi við Stjórnsýslufræðslu ríkisins koma til vegna þess að aðilar nrálsins gera sér grein fyrir að það er ekki gott að dreifa þessari starfsemi of mikið og við ætlurn með þessu móti að sinna upp- runalegu hlutverki okkar. Opinberir starfsmenn hafa jafnan sótt hingað námskeið. Þau hafa hins- vegar ekki verið sérstaklega aðhæfð þeirra þörf- um. Þessu viljum við betur svara. Þess vegna kemur þessi samningsumræða upp.“ Ermarnar brettar upp Árni segist þess fullviss að með Stjórnunarfé- lagi íslands liafi orðið til mjög góður grunnur að fræðslu i stjórnun og rekstri og menn þurfi að- eins að læra að nýta sér þennan grunn betur. Meðal annars þurfi félagið sjálft að gera fyrir- tækjum grein fyrir að þó svo eitthvað kreppi að sé ekki rétt að kasta fyrir róða allri menntun. Hann segir félagið vera í sókn og framtíð þess sé spennandi verkefni, ekki neitt neyðarástand. Vandinn sé þekktur og lítið mál að komast fyrir hann. Veiðileyfasala - vörn gegn ásælni EB-flotans í íslenska fiskstofna Henning Christoph- ersen, fyrrum l'jár- nrálaráðherra Dana og forseti frant- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins, var á lerð hér á landi í vikunni, og í viðtölum við l'jöl- miðla ræddi hann meðal annars unr það livers vegna ekki kemur til greina að veita fleiri Evrópuríkjum aðild að bandalaginu fyrren í fyrsta lagi um miðjan næsta áratug. Hann sagði líka að það tæki að minnsta kosti sex ár frá því sótt yrði um aðild þar til viðkomandi ríki yrði fullgilt aðildarríki. í rauninni eru það aðeins tvö eða þrjú ríki, sem . í dag eru talin koma til greina sem 13. og 14. fylki Bandaríkja Evrópu. Það eru Austurríki og Noregur, og aöild þeirra getur ekki orðið raun- hæfur möguleiki fyrr en undir aldamót. Hæpið er, þótt svo færi, að íslendingar teidu ástæðu til að sækja um aðild að EB, að þeir gætu komist i hópinn á þessari öld. Fyrir því liggja ýmsar ástæður. Bent hefur verið á það sent meginástæðu þess að erl'itt yrði l'yrir íslendinga að ganga í banda- lagið, að þá yrðum við að opna landhelgi okkar fyrir flota annarra bandalagsríkja, og í rauninni yrði varla um okkar landhelgi að ræða eða fisk- veiðilögsögu, heldur öllu fremur hluta al' sant- eiginlegri fiskveiðilögsögu Evrópubandalagsins. Ekki er sama hauður og haf Skoðum þetta nánar. Segjum svo að Islending- ar teldu brýna nauðsyn bera til að ganga í eina efnahagslega og pólitíska sæng með flestum öðr- um ríkjum Vestur-Evrópu. Setjum svo að við værum reiðubúnir vegna mikilvægra hagsmuna að veita spænskum, belgískum og dönskum skip- um veiðiheimildir hér. Hvað fengjum við í stað- inn? Er líklegt að okkur yrði heimilað að bora eftir olíu á botni Norðursjávar? Mætti íslenskt Tekjur af sölu veiðileyfa gætu orðið tekjustofn fyrir landsbyggðina. námuvinnslufyrirtæki hefjagröft í Vestur-Þýska- landi? Nei, það er harla óliklegt. En hvers vegna gilda þá aðrar reglur um nýt- ingu sjávarauðlinda en náttúruauðlinda á föstu landi eða hafsbotni? Það er einfaldlega vegna þess að land er séreign, en hafið umhverfis landið er sameign þjóðar eða bandalags ríkja eins og EB. Námufélög eiga landsvæðin þar sem þau grafa upp málma og kol, en sjávaraflinn er ýmist eign þeirra sem sækja eða þeirra sem fá úthlutað kvótum. Einar Benediktsson, sendiherra okkar hjá EB, hefur bent á það að kæmi til samningaviðræðna um aðild íslands að EB yrði óhjákvæmilegt að ræða heimildir flota annarra bandalagsríkja til veiöa í íslenskri fiskveiðilögsögu. Slíkar heimildir kunni jafnvel aö reynast óumflýjanlegar í náinni framtíð til að tryggja viðskiptahagsmuni okkar innan bandalagsins. En það sé líka luegt að ganga til slíkra samninga án þess að afsala sér forræði fiskstofna. Fiskifrædingarnir róða í l'yrsta lagi myndu veiðar við landið alltaf lúta þeinr takmörkunum sem fiskifræðingar setja. Stjórn fiskveiða færist í vöxt um allan heim sant- kvæmt nýútkominni skýrslu OECD (Fisheries Issues: Trade and Access to Resources. París 1989) og er nú viðurkennd sem forræðisheimild einstakra ríkja yfir náttúruauðlindum þrátt fyrir milliríkjasamninga um frjáls viðskipti. í öðru lagi má búast við því að hugsanlegir við- semjendur okkar í Brussel myndu sætta sig við sóknarmark í einstakar fisktegundir eftir nánara samkomulagi. Embættismaður hjá EB sem und- irritaður ræddi við í höfuðstöðvum Evrópu- bandaíagsins i höfuðborg Belgíu sagðist álíta að slíkt samkomulag, ef til kæmi, væri ekki síst formsatriði, því EB vildi gjarnan tryggja sér að- gang að íslenskum sjávarafurðum í framtíðinni, en taka þyrfti tillit til þess réttar sem útgerð bandalagsríkjanna hel'ði til sóknar innan fisk- veiðilögsögu bandalagsins. Samkvæmt því mætti ætla að íslendingar hefðu verulegt forræði sjávarafla og gætu allt að því ráðið hvaða kvótum eða sóknarmarki yrði ráðstafað til erlendra fiskiskipa. Landseign en ekki þjóðar En svo eru líka aðrar leiðir, sem hægt væri að grípa tii, ekki síst ef slíkt yrði gert tímanlega, því Ijóst má vera að aðild íslands að EB yrði varla raunveruleiki l'yrr en í fyrsta lagi undir aldamót. Þar ber helst að nefna þá grundvallarbreytingu á stjórn fiskveiða við landið, að selja veiðileyfi á uppboðsmarkaði í stað núverandi kerfis, sem lík- ist óneitanlega einna helst arfleifð skömmtunar- tímans. Með slíku mætti hugsa sér að skilgreina auð- lind hafsins umhverfis landið sem eign landsins, en ekki sérstaklega eign þjóðarinnar. Með því er átt við, að sala veiðileyfa afli tekna til þess að við- halda byggð á landinu öllu, en dreifist ekki til samneyslu el'tir höfðatölu, þannig að obbinn endi á suðvestur-horninu. Þannig yrðu tekjur af sölu veiðileyfa tekjustofn til að viðhalda innviðum (infrastructure) landsbyggðarinnar, santgöngu- kerfi og grunnþjónustu, þannig að strjálbýlingar þyrftu ekki sí og æ að leita „suður“ eftir pening- um til allra brýnna mála. Með upptöku slíks kerfis fyrir veiðileyfasölu yrði það tryggt í tíma að þótt til þess kæmi, að leyfa yrði erlendunt bátum að veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu einhvern tíma í framtíðinni, þá myndi afrakstur þess verða að mestu eftir i land- inu. ÚTSÝN BJARNI SIGTRYGGSSON ívikunni ...rauf iögreglan innsigli fyrirtækisins Hagvirkis hf., en því var lokaö sl. föstudag vegna söluskattsvanskila. Fjármálaráöherra óskaði eft- ir þvi viö rikisskattanefnd aö hún flýtti vinnslu máls Hag- virkis, en deilt var um lög- mæti innheimtuaðgerð- anna. Þá voru tvö önnur fyrir. tæki opnuð á ný á meðan beðið er úrskurðar nefndar- inar i skattamálum þeirra. ...var Magnúsi Thorodd- sen vikiö úr embætti hæsta- réttardómara meö dómi borgardóms í áfengiskaupa- málinu. Byggðist dómurinn á þvi að meö áfengiskaupun- um hefði Magnús rýrt álit sitt svo siðferðislega að hann mætti ekki gegna embætti. Lögmaður Magnúsar mun áfrýja málinu til Hæstarétt- ar. ...kom Harri Holkeri, for- sætisráöherra Finnlands, i opinbera heimsókn til ís- lands. ...birti hópur islenskra rit- höfunda yfirlýsingu vegna dóms yfir Halli Magnússyni blaðamanni. Skora rithöf- ■ undarnir á alþingismenn að fella visst ákvæði i hegning- arlögunum úr gildi, þar sem það sé til þess fallið að forða embættismönnum frá gagn- rýni. ...sagði utanrikisráðherra að yfirlýsing Michels Ro- card, forsætisráðherra Frakklands, i viðtali við Al- þýðubiaðið, um aö hann myndi gera viðræður við EFTA aö forgangsverkefni þegar Frakkar tækju við for- mennsku EB, skipti sköpum. Jón Baldvin Hannibaisson mun taka við formennsku fyrir EFTA-rikin í viðræðun- um við EB um næstu mán- aðamót. ...sagði varaforseti fram- kvæmdaráðs Evrópubanda- lagsins eftir viöræður við Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra að ef íslendingar vildu aðgang að sameigin- legum markaði EB yrði eitt- hvað að koma í staðinn og vísaði þá til deilunnar um veiðiheimiidir í islenskri fiskveiðilögsögu. ...kom fram að margt benti til þess að íslendingar væru í auknum mæli farnir að flytja úr landi og merki væru á lofti um landflótta á borð við búferlaflutningana miklu i lok sjöunda áratugarins. ...lagði nefnd, sem fjallar um fjölmiðlakennslu á öllum skólastigum, til að kennslu- efni um fjölmiðla veröi með skipulögðum hætti komið inn i skyldunámsefni efri bekkja grunnskóla og fram- haldsskóla og að skipaðir verði sérstakir námsstjórar í þessum fræðum á öllum þessum skólastigum. ...tókust samningar milli fjármálaráðuneytis og for- ráðamanna rikisútvarpsins um að útvarpið greiði alveg niður 84 milljóna kr. skuld viö rikiö fyrir árslok. ...var herra Ólafur Skúla- son settur inn i embætti biskups yfir íslandi við hátíð- lega athöfn i Dómkirkjunni. ...fóru fram hátiðahöld í Vestmannaeyjum vegna 70 ára afmælis Vestmannaeyja- bæjar. ...lauk friðarhlaupinu ’89, en þaö hefur staðið yfir hér á landi í þrjár vikur.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.