Pressan - 22.02.1990, Síða 9
Fimmtudagur 22. febr. 1990
9
HÁSKÖLANEMAR f OPINBERUM BOÐUM
á framabraut
Fór sjólfur í gamla
daga
„Ég veit ekkert hvað þetta kost-
aði, þetta voru á milli 200 og 300
manns, en kostnaðurinn er aðailega
skattar af áfengi sem renna til ríkis-
ins,“ segir Davíð Oddsson. Ástæð-
una fyrir því að laganemum var
boðið segir borgarstjóri vera að
þetta hafi verið gert fyrr og nemar
hafi sjáifir leitað eftir því, eins og
venjan er um nánast öll hanastéls-
boð. Borgarstjóra fannst eðliiegt að
halda hófið, enda hafi laganemar
áður komið í kokkteil hjá borginni.
Davíð Oddsson minnist þess meðal
annars að lagadeildin þáði boð
borgarstjóra þegar hann var sjálfur
í lagadeild, þá var Geir Hallgríms-
son borgarstjóri, en hann er lög-
fræðingur.
Lagadeild háskólans var boðið i hana-
stél á vegum borgarstjóra siðastliðinn
föstudag. Tilefnið var árshátið laga-
nema siðar um kvöldið. Þetta er eitt af
mörgum boðum þar sem stúdentar við
Háskéla íslands hafa verið gestir opin-
berra stofnana. Kokkteilboð ffyrir 300
manns geta kostað frá 250.000 krónum
upp i 500.000 krénur ef vin er keypt á
innkaupaverði.
stúdentana getur verið mjög mis-
munandi, en þar sem veitt er vín og
borgað fullu verði hlýtur hann að
vera mikill. Sem dæmi um verð á
ríkisreknu hanastéli má nefna
veislu utanríkisráðherra fyrir 180
viðskiptafræðinema í fyrra. Sú
veisla kostaði 146.813 krónur, en
þar var vínið keypt á kostnaðar-
verði.
EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR - MYNDIR: EINAR ÓLASON
Við aðrar deildir er minna um
veisluhöld af þessu tagi. Til dæmis
munu stúdentar úr guðfræðideild
og heimspekideild ekki vera sérlega
eftirsóttur félagsskapur í opinberum
móttökum. Félagsvísindadeild fer
einnig varhluta af boðum, nema
hvað nemendur hjá Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni fengu að skoða
Höfða í boði hjá Davíð Oddssyni eft-
ir að borgarstjóri hafði haldið þeim
fyrirlestur. ,,Ég held það hafi verið
veitt eitthvert vín þá,“ segir Hannes
Hólmsteinn, „enda finnst mér það
gott að ríki og borg haldi uppi reisn
og bjóði í stöku boð innan marka
velsæmis."
Þetta eru bara boð
Gunnar Sturluson, formaður Ora-
tors, félags laganema, vildi ekki
segja hversu oft lagadeiidinni væri
boðið í opinberar móttökur.
„Þetta eru bara boð, við höfum
ekkert meira um það að segja. Þetta
er samt ekki oft á vegum hins opin-
bera, kannski einu sinni eða tvisvar
á ári. Að meðaltali einu sinni held
Boð af þessu tagi eru einstaklega
óvinsælt umræðuefni meðal þeirra
sem í þau komast. Á skrifstofu Ora-
tors, félags laganema, fengust fyrst
þau svör að ekki væri vitað til þess
að neinn frá Orator hefði áhuga á að
ræða við Pressuna. En laganemar
eru trúlega þeir sem oftast verða
þess heiðurs aðnjótandi að drekka
ókeypis brennivín með borgarstjór-
um, bankastjórum, ráðherrum og
öðrum fyrirmönnum.
Dýrar veislur
Viðskiptafræðinemar munu ekki
vera mikiir eftirbátar laganema við
að sækja móttökur, en þá eru með-
talin boð frá einkafyrirtækjum.
Kostnaðurinn við veisluhöld fyrir