Pressan - 22.02.1990, Síða 11

Pressan - 22.02.1990, Síða 11
11 Fimmtudagur 22. febr. 1990 IPRESSU MCUAR L ■ leimsókn Havels, forseta Tékkóslóvakíu, til íslands um helg- ina var stórviðburður, a.m.k. í aug- um íslendinga. Fréttin hefur þó ekki vakið sömu athygli eriendis ef marka má fréttafrásagnir Sky News, sjónvarpsins sem sagði ræki- iega frá Kanadaheimsókn Havels og tiltók sérstaklega að Kanada væri fyrsta landið sem forsetinn heimsækti í reisu sinni og þaðan héldi hann til Bandaríkjanna. Hvergi var á ísland minnst. .. A ^É^inn stofnenda Stöðvar tvö og fyrrum sjónvarpsstjóri, Dr. Jón Óttar Ragnarsson, lét af störfum við Stöð 2 um síðustu mánaðamót. Þegar nýir hluthafar komu til liðs við stöðina var þess getið í fjölmiðl- um að stofnendurnir hefðiLþriggja ára samning við stöðina. Hið sanna í málinu mun vera að stofn- endurnir gerðu ótímasettan samning við stöðina og því þarf Jón Óttar nú að semja við nýja hlut- hafa um kjör sín eftir að hann hættir sem sjónvarpsstjóri. Hver þau verða mun enn ekki Ijóst, en einhvern uppsagnarfrest hljóta þeir þó að hafa sem hafa stofnað sjónvarps- stöð og rekið í þrjú ár . . . f ■ veir menn sækjast eftir for- mennsku hjá knattspyrnudeild Vals i stað Eggerts Magnússonar. Það eru þeir Guðmundur Kjart- ansson, einn eigenda verslunarinn- ar Sportvals, og Helgi Rúnar Magnússon, fyrrum varaformaður í tið Eggerts. Báðirþessir menn hafa stóra hópa á bak við sig sem vilja „sinn mann“ í sæti formannsins .. . ■I m skeið hafa þær sögur verið í gangi að hljómsveitin Stjórnin sé að leysast upp og söngkona sveitar- innar, Sigríður Beinteinsdóttir, hyggist ganga í lið með Jóni Ólafs- syni Bítlavini og Eyjóifi Krist- jánssyni söngvara. Sögurnar fengu byr undir báða vængi þegar sagt var frá því í útvarpsþætti að þessi mál væru nánast frágengin. Sannleikur- inn mun annar eftir því sem við heyrum. Stjórnin er síður en svo að hætta og þaðan af síður mun Sig- ríður Beinteinsdóttir á leið úr henni, enda hyggur hún, ásamt Grétari Örvarssyni, stofnanda og aðalsöngvara hljómsveitarinnar, á stóra hluti með hækkandi sól. . . ■HKunnugir furða sig nú á því af hverju eigendur Stöðvar 2 gerðu ekki tilraun til að komast yfir helg- arsjónvarp Sýnar hf. áður en kom að hlutafjáraukningunni um síðustu helgi. Er fullyrt aðStöðvarmönnum hafi boðist tækifæri til að tryggja sér lykilaðstöðu í helgarsjónvarpinu með þvi einfaldlega að yfirtaka stöðina þegar aðstandendur hennar voru á höttunum eftir viðbótarfjár- magni. Hefðu þeir getað náð stöð- inni fyrir nokkra tugi milljóna og þar með möguleikum á samnýtingu myndlykla, auglýsinga o.s.frv. Að sama skapi hefði þátttaka Stöðvar 2 í Sýn komið helgarsjónvarpinu til góða og minnkað mikið fjármagns- kostnað vegna myndlykla, og hefði nokkurra tuga milljóna viðbótarfé dugað Sýn til að fara af stað. En biss- nessmennirnir á bak við Stöð 2 „frusu" og misstu af gullnu tæki- færi. Hafa nýju kaupendurnir í Sýn þurft að leggja fram mun hærri fjár- hæðir og stefna að 184 milljóna kr. heildarhlutafé og síðan í beina sam- keppni við Stöð 2 ... L I Heyrst hefur að til standi að skipta um framkvæmdastjóra hjá SAA á næstunni. Það mun nokkuð örugglega vera Theódór S. Hall- dórsson, sem tekur við stöðunni, en hann var áður framkvæmda- stjóri hjá Sölustofnun lagmet- is . . . ca föstudag í næstu viku verð- ur breyttur Amarhóll/Óperu- kjallari formlegaopnaður. Þá verð- ur meðal annars búið að mála húsa- kynnin og setja ný áklæði á sófa og verður staðurinn innréttaður í stíl eftirstríðsáranna. Niðri í Óperu- kjallaranum verður settur upp nýr bar og í veitingasalnum verður boð- ið upp á nýjan matseðil. Verið er að hanna búninga á allt starfsfólk hússins sem verður klætt sam- kvæmt tísku eftirstríðsáranna. Nýir eigendur staðarins hyggjast einnig GOLFSKÓU Skeifcm llb s: 689085 Golfskólinn er nú í fullum gangi. Fullkomin œfinga- adstada fyrir hendi, tólf œfingabásar, spegill og 30 fermetra púttflöt. Martyn Knipe Golfkennari Pantiö hóptíma núna fyrir byrjendur og lengra komna. Einstaklingskennsla í boði. Boltar og kylfur til staðar. Léttar veitingar. Opnunartími: Mánudaga til föstudaga 12-14 og 16-23 Laugardaga 10—17 Sunnudaga 12—16 Byrjið strax og lengið golftimabilið bjóða þá nýbreytni eftir miðnætti um helgar að gestir geti keypt „körfu-samlokur" og Edda Borg pí- anóleikari hefur verið ráðin til að sjá um tónlist á efri hæðinni. Veitinga- stjóri hefur verið ráðin Guðrún Öl- afsdóttir sem áður gegndi þeirri stöðu á Café íslandi og á Hótel Borg . . . iðvera fólks í Kolaportinu fer mikið eftir því hvérsu notalegt er þar inni, en það hefur hingað til olt- ið á hitastiginu úti. Núna er hins veg- ar búið að kippa þessu í lag, því búið er að koma fyrir upphitunarkerfi í „portinu" til að halda hita á af- greiðslufólki og viðskiptavinum . . . Einkasamkvæmi Höfum á boðstólum sali fyrir kynningarfundi, ráðstefnur og einkasamkvœmi fyrir allt að 100 manns í Litlu Brekku og Kornhlöðunni. Bankastrœti 2, Sími: 14430 Bestubitakaupársins 1987-Timaritið„FOUR H'HEELER" Beslubilakaupársins 1988-Timariti6..FOUR WHEELER" - Bestu bilakaupársins 1989-Timaritið „FOUR WHEELER" Hver býður betur? Það er samdóma álit sérfræðinga JOUR WHEELER“, að hag- kvæmustu og bestu kaupin í fjórhjóladrifnum jeppum er í ISUZU TROOPER. l.O^rö.UUU,- óvart miöað við þá frá- _________ bæru dóma, sem ISUZU TROOPER hefur hlotið hjá gagnrýnendum. Þegar þú hefur kynnt þér allan þann búnað, rými og þægindi í akstri, sem ISUZU TROOPER hefur uppá að bjóóa fyrir þetta verð, er auðvelt að sannfærast um, að ISUZU TROOPER ber hófuð og herðar yfir keppinauta sína. II GM BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 •Stgr. veró án afh.kœtnaAar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.