Pressan - 22.02.1990, Page 29
Fimmtudagur 22. febr. 1990
29
(21 murs—20. úpril)
Þú átt létt meö aö eignast vini, sumir segja
jafnvel aó þú getir selt eskimóum isskápa
vegna gífurlegra persónutöfra. En þaö er aö-
eins álit sumra. Þaö er ekki rétt aö ofmetnast
þó vel hafi gengiö aö undanförnu. Hóf er
best í öllu og hófsemi hinn besti framgang-
smáti.
(21. upril—20. mui)
Haltu þig eins langt og þu getur frá mönnum
sem hafa sett fram hugmyndir um aö veróa
rikir á örskotsstundu. Paö gengur aldrei upp
eins og þú veist mæta vel. Slappaöu af
þessa helgina, faröu út á lifið, það áttu vel
skiliö. Passaöu þig bara á fólki sem drekkur
of mikiö, þaö segir líka stundum of mikiö.
(21. mui—21. júní)
Pú átt í vændum spennandi kvöldstund viö
tækifæri sem þú hefur veriö fremur vantrú-
aöur á aö gæti orðið eitthvaö skemmtilegt.
Beindu huganum aö hinum fögru listum,
bókmenntum. myndlist, tónlist og svo síö-
ast en ekki síst glæsilegum kvöldverði.
Parna er sviö sem hentar þér vel og kannski
fylgir rómantíkin i kjölfariö.
(22. júní—22. júlí)
Pú veröur aö spyrja spurninga þó svo þér
þyki þaö stundum óþægilegt. Svörin eru
stundum önnur en þú hefur haldiö og þaö
breytir áætlunum þínum. Passaöu líka upp á
aö húmorinn sé i lagi, annars veröur tilveran
svo fjandi grá og guggin. Þegar þetta tvennt
kemur saman gengur þér væntanlega allt í
haginn.
(22. júlí—22. úi(úst)
Vertu tilbúinn til aö rifa niöur þaö sem byggt
hefur veriö upp, þó þaö sé blóðugt, en um
leið i þeim tilgangi aö hefja uppbyggingu á
nýjan leik sem byggir á traustum grunni.
Staöa þín er aö flestu leyti sterk um þessar
mundir og þú mátt vera viss um aö djarfar
ákvaröanir borga sig þessa dagana.
(22. úi(úst—23. sept.)
Þaö sem nýlega hefur glatast mun koma í
leitirnar á nýjan leik. Einhver sem rétti þér
hjálparhönd forðum tíö mun birtast á nýjan
leik og koma þér aftur til bjargar ef þú aðeins
biöur viökomandi um aöstoö. Hikaðu ekki
viö þaö, þaö er svo djöf... sælt aö þiggja og
ekki láta heimskulegt stolt standa gegn því
aö þiggja aðstoð. Paö kann ekki góöri lukku
aö stýra.
(22. sept.—2'l. okt.)
Lykiloröiö fyrir þessa vikuna er dulúö. Ekkert
kemur í staöinn fyrir aö vefja sig örlítilli dul-
úö svo fólki finnist þú meira spennandi en
þú kannski ert. Einhver mun þurfa aö trúa
þér fyrir erfiöu leyndarmáli og þá verðurðu
aö sýna aö þaö sé eitthvað á bak viö þessa
dulúð sem þú hefur veriö aö sýna.
(24. okt.—22. nóu.)
Pungri byröi er af þér létt um þessar mundir
og þess vegna vinnst þér tími til aö sinna
andlegum málefnum ef svo má segja. Sinna
heimspekilegri hugsun og hugsa um sam-
band guös og manns í nútíma heimi. Pér
veitir ekki af þessu eftir erfiöi síöustu vikna
— þaö má ekki vanrækja andann. Djúphug-
ull maöur er gegn maður í hverju þjóöfélagi.
(22. n(w.—2l. des.)
Eitthvert atriöi, hugmynd, jafnvel mann-
eskja sem ber fyrir augu þín fyrsta sinn á
næstunni viróist þér vera hreinlega yfir-
borösleg. Svo þarf þó ekki aö vera, fyrirbær-
iö gæti veriö miklu dýpra og mikilvægara en
þú heldur, gæti jafnvel oröiö þér hagstætt í
peningalegum skilningi. Vertu á verði.
(22. des.—20. jun.)
Reyndu aö koma frá þér nokkrum, helst öll-
um, þeim smáverkefnum sem þú hefur átt
aö vinna en trassað aö klára. Ef ekki þá
munu þau liggja á þér eins og mara og veröa
til þess aö þú kemst ekki í gang meö stærri
verkefni sem þú þarft nauðsynlega aö leysa.
Best er aö láta hverjum degi nægja sína
þjáningu. Taka hvert verkefni eins og þaö
kemur fyrir.
(21. junúur—19. febrúur)
Láttu vita af þér þessa vikuna. Talaðu hátt
og mikið, segöu skoöanir þínar umbúða-
laust, sýndu öryggi í framkomu og tignar-
legt fas í hverju sem þú tekur þér fyrir hend-
ur. Láttu heiminn vita aö þú ert til og aö þaö
er ekki hægt aö ganga fram hjá þér. Pú verö-
ur aö gera þetta — þaö gerir þaö enginn fyrir
þig. Pessi vika hentar vel.
(20. febrúur—20. murs)
Nú eru straumar þér hagstæðir varöandi
málefni hjartans, leyndarmál og allt þaö
sem gerist og sagt er á bak viö tjöldin. Pú
hefur ágæta tilfinningu fyrir því hvaö ber aö
gera og hvaö ber aö forðast. Þaö er eitthvað
aö gerast sem þú munt taka þátt i. eitthvað
mikilvægt er óhætt aö segja. Ekki láta þaö
ganga þér úr greipum sem fram fer. Augna-
blikiö kemur aldrei til baka.
Stefanía Traustadóttir
formaöur Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur
og félagsfræöingur hjá jafnréttisráöi
„Þoli ekki óákveíni"
— Hvaöa persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
„Hún heitir Ásdís."
— Án hvers gætirðu síst ver-
iö, þ.e.a.s. fyrir utan mat og
drykk og súrefni?
„Ég get ekki hugsað mér lífið
án annarra."
— Hvaö finnst þér leiðinleg-
ast aö gera?
„Að þvo upp eftir kvöldmat-
inn."
— En skemmtilegast?
„Eiga frí og hafa það huggu-
legt, annaðhvort ein eða með
góðum vinum."
— Hvaö langar þig helst til aö
afreka á lífsleiöinni?
„Ef mér tekst að skapa mér og
mínum þannig líf, að við getum
notið okkar, verið sáttar við til-
veruna og haft trú á að við skipt-
um máli fyrir aðra, þá er það af-
rek út af fyrir sig. Kannski er
þetta tilgangurinn með lífinu."
— Hvaöa eiginleiki finnst þér
eftirsóknarveröastur í fari
fólks?
„Að þaö sé hægt að ræða við
það og þó svo að skoðanir þess
séu aðrar en mínar þá þurfi það
ekki að skipta máli."
— Viö hvaða aðstæður líður
þér best?
„Þegar ég hef náð að fram-
kvæma það, sem ég ætlaðí mér
og gert það þokkalega vel. Það
skiptir ekki máli hvað það er."
— Geturöu nefnt einn kost
þinn og einn galla?
„Ég gæti nefnt marga, en læt
öðrum eftir að raða í mikilvægis-
röð."
— Hvenær varðstu glöðust?
„13. júní 1973."
— Hvaö fer mest í taugarnar
á þér í fari þeirra, sem þú átt
samskipti við?
„Óákveðni."
— Manstu eftir ákvöröun,
sem breytti miklu fyrir þig?
„Já."
— Viö hvaö ertu hrædd?
„Að keyra í hálku og lausa-
möl."
— Manstu eftir neyöarlegu
atviki, sem hefur hent þig?
„Já og engin ástæða til að fara
nánar út í það."
— Hvar vildiröu helst verja
sumarleyfinu í ár?
„Þar sem er sól, vín og góður
matur."
— Hefuröu farið á miöilsfund
eöa til spákonu?
„Að sjálfsögðu hef ég gert
það."
— Trúir þú á líf eftir dauöann?
„Já."
— Hver er eftirlætisbilteg-
undin þín?
„Hef ekki velt því fyrir mér.
Mér nægir að tækið, hvað svo
sem það heitir, komi mér á milli
staða."
þessari viku:
(karl fæddur ... ’ "'950)
Þetta er maður, st., hefur
gengiö í gegnum óvanalega um-
hleypingasama ævi. Þegar hann
var 17 til 21 árs urðu miklar breyt-
ingar á einkalífi hans.
Þessi maður hefur sterka rétt-
lætiskennd og hann hefur hug-
sjónir, sem stundum nálgast þó
jumóra. Þetta er alls ekki harður
og kaldur karl, heldur mjög næm-
ur og mikill tilfinningamaður.
Maðurinn erfjölhæfurog hefurátt
erfitt með að átta sig á hvaða
möguleika hann hefði í lífinu.
Hann fær ýmis hagstæð tækifæri,
þegar hann er u.þ.b. 41 árs og fram
að fimmtugu, en hann verður líka
að nýta þau vel.
Heilsufar hans mun breytast til
hins betra. Einkalífið hefur verið
afar órólegt og flókið.
VILTU LÁTA LESA
ÚR ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af
hægri lófa (örvhentir Ijósriti
þann vínstri) og skrifaðu eitt-
hvert lykilorð aftan á blöðin,
ásamt upplýsingum um kyn og
fæðingardag. Utanáskrift:
PRESSAN — lófalestur, Ármúla
36, 108 Reykjavík.
draumar
Draumafyllirí og drykkir
Kkki veit éi> hversu i»ömul sú
ráðning er að það sé fyrir þíöviöri
og rigningartiö aö dreytna drukkið
fólk, en allgömul mun hún vera.
Samhærilegt er orðatiltækið að
vera blautur eða hlaut um drykkfellt
fólk. Kinnig koma þessi.tengsl fyrir
í drykkjuvísum, svo sem að vökva
lífshlómiö o.fl.
Dreymi mann rnargt ölvað fólk
með ærsl oi> læti er það vísast fyrir
roki og regni. Þessi ráðning er ör-
uggari ef manni þykir fólkið vera ut-
anhúss. Þykist maður hins vegar
vera á drykkjukrá eöa öðrum nei-
kvæðum stað kann ráðningin að
heinast að manni sjálfuih en ekki
veðurfarinu. Slíkir draumar eru fyr-
ir óvissu.
Drykkir hverskonar eru heldur
vafasamir í draumi, þó ekki sé'
drukkið vín. Kaffidrykkja segja
sumir aö sé fyrir leiðu umtali og
, gróusögum, en aðrir telja hana fyrir
gleöskap. Að vera hoðinn drykkur
af ókunnri persónu er viövörunar-
draumur, hvort sem um er að ræða
vín eða eitthvaö annaö. Það er
slæmur fyrirboði ef maöur þykist
þiggja drykkinn en neiti maður hon-
um getur maður líkast til afstýrt
óláninu. Að drekka blóð er afar nei-
kvæöur draumur, veit á slys og iinn-
ur ótíöindi. Að drekka gruggugt
vatn er líka óhappadraumur. Að
þykjast brjóta glös eða bolla sömu-
leiðis. Sumir segja aö vínflaska
boði karlmanni ný kynni við konu,
en ekki mun sú ráðning útbreidd og
sennilega nýleg.
Þaö er miklu betri draumur aö
gefa drykk en þiggja. Bendir til þess
að dreymandinn og sá sem hann
þykist gefa drykkinn muni eiga eitt-
hvað saman að sælda í næstu fram-
tíö eða síöar. Kakó eöa súkkulaöi
mun vera einna jákvæöast af
draumadrykkjum. Það er talið
tengjast heimilum og fjölskyldum
og skaðar ekki að þiggja það í
draumi. Að gefa dýrum að drekka er
vafasamur draumur, sumir telja
hann góðan en aörir segja liann
fyrir tjóni á skepnum.
Veislur eru og vafasamar í
draumum, henda oft til ánægju sem
varir stutt — eins og jóladraumar. Þó
er hetra ef maöur þykist vel klædd-
ur. Útiskemmtun mun vera fyrir
fjárhagserfiðleikum, sér í lagi þyki
manni veöur kalt.