Pressan - 22.02.1990, Qupperneq 32

Pressan - 22.02.1990, Qupperneq 32
PRESSU b ......................... Davíð Oddsson í fararbroddi, veit- ir færri byggingarlóðir fyrir ein- staklinga á ári en vinstrimenn gerðu þegar þeir voru við stjómvöl- inn 1978—1982. A þeim árum var að meðaltali úthlutað 630 bygging- arlóðum á ári, en síðan eru lóðiril- ar 406 að meðaltali frá 1983 og til 1. okt. 1989. I’etta er jafnmikið og út- hlutað var í horgarstjórnartíð Birg- is Isleifs Gunnarssonar, sem út- hlutaði 407 lóðum á ári að meðaltali á árunum 1975—1977. Skýring þessa er á huldu, en menn sem vel þekkja til lóðamála hjá borginni telja hugsanlegt að skýringin sé hækkun gatnagerðargjalda árið 1982. Nú sé nóg af lóðum, en fólk hafi ekki efni á að byggja þær. Kn hver sem skýringin er hrósar borg- arstjóri sér af þvi að hafa fullnægt lóðaeftirspurn . . . L ■ Heyrst hefurað andstaða með- al þingmanna og ráðherra Aljrýðu- bandalagsins við þátttöku Islend- inga í undirbúningi fyrir sameigin- legt evrópskt efnahagssvæði fari vaxandi og kunni að verða alvar- legri ásteytingarsteinn í ríkisstjórn- arsamstarfinu en áður hefur verið talið. Þekkt er andstaða Hjörleifs Guttormssonar og Ragnars Arn- alds við þá stefnu alþýðuflokks- manna að renna sem hraðast í átt að evrópska Evrópubandalagsrisan- um með þátttöku í viðræðum EFTA og EB. Ráðherrarnir Svavar Gests- son og Steingrímur J. Sigfússon munu vera sama sinnis og er búist við að þetta komi upp á yfirborðið á næstu vikum. Jafnvel svo að krafist verði sérstakra skilyrða af hálfu Abl. í stjórnarsáttmála gegn „Evrópu- væðingunni". Öðrum þræði sé þetta svo ögrun við formanninn, Ólaf Ragnar Grímsson, sem er fylgj- andi aukinni Evrópusamvinnu. Þetta kom m.a. skýrt fram á fundi þingflokks og framkvæmdanefndar flokksins í vikunni. . . P ■ rofkjörsslagurinn hjá Al- þýðuflokknum í Hafnarfirði fer harðnandi og flokksmenn sækja stíft fram í efstu sætin. Alls gefa 25 flokksmenn kost á sér í 10 efstu sætin, þar á meðal allir fimm nú- verandi bæjarfulltrúar flokks- ins. Það vekur ennfremur athygli hvað þetta er ungur listi. Elsti frambjóðandinn er 48 ára og af þessum 25 eru fjórtán manns 35 ára og yngri og sá yngsti er 23 ára . . . b ^^^rottför Goða Sveinssonar, dagskrárstjóra Stöðvar 2, Páls Baldvins Baldvinssonar aðstoð- ardagskrárstjóra og Jóns Gunn- arssonar auglýsingastjóra af Stöð 2 til Sýnar hf. er mikil blóð- taka fyrir Stöð 2. Þessir menn voru nefnilega í þeirri stöðu að kaupa inn allt erlent efni fyrir stöðina og höfðu sambönd á innlendum auglýsingamarkaði. Það má því segja að þeir hafi góð sambönd bæði hvað varðar markaðsöflun og auglýsingar. Þekking þeirra og reynsla flytjast nú yfir til Sýnar og það getur orðið erfiður biti að kyngja fyrir Stöð 2 . . . r ■ eykjavikurborg seldi nýlega lóð fyrir atvinnuhúsnæði í Skeif- unni á 14,4 milljónir auk gatna- gerðargjalda. Að sögn Hjörleifs B. Kvaran, forst.manns laga- og stjórnsýsludeildar borgarinnar, var þessi leiö meðal annars farin þar sem orörómur var um að nálægar atvinnulóðir, sem var úthlutaö, heföu verið seldar. A þann hátt heföu úthlutunarhafar, sem greiddu aðeins gatnagerðargjöld, grætt á lóöunum. Borgin hefur áður boðið út lóðir, til dæmis Völundarlóðina við Skúlagötu og lóðina á Lauga- vegi 149. I vetur stóð styr í borgar- stjórn um lóð við Lágmúla 6—8, sem þykir ámóta verðmæt og lóðin sem seld var í Skeifunni. Lágmúla- lóðinni var úthlutað á hefðbundinn hátt til borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Nú er hins vegar kom- ið áþreifanlegt verðdæmi fyrir slík- ar lóðir og Hjörleifur telur ekki úti- lokað aö verömætar lóðir fyrir at- vinnuhúsnæöi verði seldar í fram- tíðinni, þó að hefðin sé áfram sú að úthluta þeim . . . 1» það gengur erfiðlega að fá fólk á lista fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Sauðárkróki. Sauö- krækingum finnst bæjarstjórnar- málin of tímafrek. Talið er að Al- þýðuflokkurinn hafi sinn mann kláran í efsta sætið en flestir flokk- arnir eiga í meiri vandræðum en oft áður með að fylla lista sína. Sérlega illa gengur að fá konur til starfa á Sauðárkróki, eins og víða annars staðar . . c ^^amþykkt var á miðstjórnar- fundi ASI í gær að óska eftir tilnefn- ingu frá öllum landssamböndum ASI í verktakanefnd. Þessi nefnd á að athuga mál verktaka og sérlega að sporna við þeirri þróun að sífellt fleiri gerist verktakar án þess að gera sér grein fyrir hvað í því felst. Það mun vera frekar óvenjulegt aö óskað sé eftir tilnefningu fulltrúa frá öllum landssamböndunum og sýnir það að nefndin er talin mikilvæg . . í^íýleg skoðanakönnun sem gerð var í grunnskólunum sýnir að meðal þriggja helstu áhugamála nemenda á aldrinum 12—15 ára er hestamennska. Á hverjum vetri er 150 nemendum boðið að sækja námskeið í hestamennsku á vegum tómstundastarfs í skólum og komast jafnan mun færri að en vilja. Helsta áhugamál nemendanna var tónlist og næst í röðinni komu íþróttir . . . Innan knattspyrnudeildar Vals heyrum við að ríkt hafi upplausn- arástand frá því í haust. Frá því Eggert Magnússon, fyrrum for- maður deildarinnar, tók við for- mennsku hjá Knattspyrnusam- bandi Islands hefur knattspyrnu- deild Vals verið nánast stjórnlaus. Við brottför Eggerts mun einnig hafa komiö í Ijós að skuldir deild- arinnar voru mun hærri en menn á þeim bæ áttu von á. Einn leik- manna hefur þegar yfirgefið hið sökkvandi skip, Lárus Guðmunds- son, sem fyrir nokkrum dögum gekk til liðs við Stjörnuna í Garða- bæ. Önnur knattspyrnufélög nýta sér stjórnleysið hjá Val og eru þegar farin að bera víurnar í reynda leik- menn. Við heyrum nöfn Sævars Jónssonar og fyrirliðans Þor- gríms Þráinssonar einkum nefnd í þessu sambandi, sem myndi þýða það fyrir meistaraflokkinn að vörn- in hryndi eins og hún leggur sig . . . Frá Kaupmannahöfn kemstu fljótt og örugglega til áfangastaða um heim allan Kaupmannahafnarflugvöllur er einn besti tengiflugvöllur í heimi. Þaðan fljúga á hverjum degi yfir 200 vélar á vegum SAS til borga um heim allan. Auk þess njóta farþegar með SAS og einkum þeir sem s ferðast á EuroClass, meiri og betri aðbúnaðar á s Kaupmannahafnarílugvelli en aðrir farþegar. k o o Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína Flugfélag athafnafólks Laugavegur 3, simi 62 22 11

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.