Pressan - 19.07.1990, Side 7

Pressan - 19.07.1990, Side 7
Fimmtudagur 19. júlí 1990 reiðum höndum, Jón Baldvin Hannibalsson stingi upp á Arna Páli Árnasyni úr Birtingu en Jón Sigurðsson upp á Ragnheiði B. Guðmundsdóttur, en hún skipaði 3. sætið á lista flokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar 1986. Fleiri nöfn eru nefnd og má í því sam- bandi nefna sérstaklega að Jón Baldur Lorange, fv. framkvæmda- stjóri flokksins, er genginn í flokk- inn á ný, en hann sagði sig úr honum í fússi eftir lélegt gerigi í opna próf- kjörinu fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar. Hann mun hugsa sér for- mennskuna sem sárabót. Meðal annarra í umræðunni eru Valgerð- ur Halldórsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur, Steindór Karvelsson sölu- maður, Ingi Guðjónsson frá Hafn- arfirði og Runólfur Ágústsson laganemi og Birtingarmaður. . . h Ijónin Svava Gunnarsdóttir og Björn Kristjánsson hafa nú haft opið fjós í Ölfusinu í rúmlega eitt ár og láta vel af því að hafa mannskepnur í staðinn fyrir kýr i fjósinu. Þessi búgrein mun þó enn ekki hafa náð mikilli útbreiðslu hér- lendis. Fjós hjónanna á Efstalandi í Ölfusi er leigt út til skemmtanahalds fyrir hópa og ekki er loku fyrir það skotið að haldin verði fjósaböll op- in almenningi einhverntíma í fram- tíðinni. Bóndinn á Efstalandi ætlaði sér upphaflega að hafa kýr í fjósinu en varð að hætta við þá áætlun vegna ofnæmis og hefur því engin kýr stigið fæti sínum í Efstalands- fjósið. Hjónin brugðu þá á það ráð að fylla flórana og fjarlægja básana til þess að hafa nægilegt danspláss, bæði í hlöðu og fjósi, og í stað bása komu barir. Skemmtistaðurinn ber nafnið Básinn, þó að básarnir séu farnir. En tii þess að glata ekki sveita- og fjósastemmningunni hef- ur verið komið fyrir ýmsum göml- um munum, svo sem skilvindu, strokki, vagnhjóli og klyfbera til skrauts í fjósinu.. . Þ að mun alsiða hjá bandarísk- um tónlistarmönnum að krefjast greiðslu fyrir viðvik sín fyrirfram. Það gerði Bob Dylan líka fyrir tón- leika sína hér á landi. Þóknunin sem hann fékk í sinn hlut var 3 millj. kr. og átti að greiðast í byrjun júní. Þar sem skotsilfur mun ekki hafa legið á lausu hjá Listahátíð var leitað á náðir borgaryfirvalda. Af sínum góðu efnum lánuðu þau Listahátíð þá aura sem vantaði, en nú hafa þeir verið greiddir aftur með skilum. Þess má kannski geta að borg og ríki hafa þegar greitt sínar sjö milljón- irnar hvor aðili til hátíðarinnar, eins og fjárlög og fjárhagsáætlun gera ráð fyrir. Verði halli á hátíðinni kem- ur til kasta borgarstjórnar, fjár- málaráðuneytis og menntamála- ráðuneytis að deila honum með Figandi Tívolís í Hveragerði, hæstaréttarlögmaðurinn Ragn- ar Olafsson, hefur verið inntur eft- ir því í fjölmiðlum hvort sögusagnir um að tækin í tívolíinu séu að hruni komin eigi við rök að styðjast. Hing- að til hefur ekkert tæki hrunið en hinsvegar eru sum tækin komin vel til ára sinna og því vandasamt að sinna nauðsynlegu viðhaldi og sér- staklega erfitt er að fullnægja kröf- um um hreinlæti. Vinnueftirlits- maður ríkisins í Hveragerði, Sveinn Rúnar Sveinsson mun ekki hafa fengið neinar kvartanir um hættuleg tæki frá tívolígestum. En hinsvegar mun hafa borið á því að t.d. olíulekar frá tækjunum og annað slíkt hafi farið í taugarnar á kúnnunum. Iðntæknistofnun ger- ir úttekt á hættulegum tækjum svo oft sem þess er krafist samkvæmt reglugerðum. . . rftir um tvo mánuði verður haldið þing Sambands ungra jafn- aðarmanna, þ.e. ungliðadeildar Al- þýðuflokksins. Núverandi formað- ur, Birgir Árnason, fv. aðstoðar- maður iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, er mættur til starfa í Evrópu og því vantar eftirmann í for- mennskuna. Sagt er Jónarnir í flokknum hafi sína óskakandídata á Allt fyrír kylfingana • Kylfur* kerrur • pokar • kúlur Golffatnaður í miklu úrvali ■ Lágmúla Flugstöð Is AMSTERDAM HLIÐIÐ 1 AÐ EVROPU Raunar má segja að hún sé hliðið að allri heimsbyggðinni. Þaðan er greið leið með bílaleigubílum (þeim ódýrustu í Evrópu) og/eða lestum suður um alla álfuna. Þaðan flýgur líka KLM til yfir 130 borga í 80 löndum. Á mörgum þessara flugleiða getur Arnarflug boðið sérstaklega hagstæð fargjöld. Hliðið er opið. Gjörið svo vel og gangið inn. 7, slml 91-84477. Lelfs Elríkssonar, siml 92-50300.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.