Pressan - 19.07.1990, Qupperneq 10
10
Fimmtudagur 19. júlí 1990
HVERJIR VERÐA
ÍSLANDSMEISTARAR?
Islandsmótið í knattspyrnu
rúmlega hálfnað
Fyrstudeildarkeppnin á Islandsmótinu í
knattspyrnu er nú rúmlega hálfnuð og
margt óvænt hefur gerst. En þrátt fyrir að
nokkur lið hafi komið á óvart eru flestir
knattspyrnuáhugamenn þeirrar skoðunar
að Reykjavíkurfélögin Valur, Fram og KR
eigi eftirað berjast um íslandsmeistaratit-
ilinn í lokaumferðum mótsins í haust.
eftir ágúst borgþór sverrisson
Nýliðar IBV eru engu að
síður á fullu í toppbaráttunni
og komust í þriðja sæti með
glæsilegum sigri gegn Fram á
mánudagskvöld en bæði KR
og Fram hafa valdið nokkr-
um vonbrigðum, KR-ingar
hafa ekki átt marga góða leiki
þrátt fyrir aö vera í öðru sæti
og hefur þeim verið brigslað
um heppni. Bjartsýni fyrir
hönd fyrrgreindra liða er
reist á því að langþekktustu
knattspyrnumenn landsins
leika með þeim og er það trú
margra að þau eigi eftir að
skilja önnur lið eftir neðar í
deildinni þegar lykilmenn-
irnir fara að sýna sitt rétta
andlit. Flestir eiga erfitt með
að spá fyrir um hvaða lið falla
í aðra deild því lítill munur
virðist vera á liðum frá miðri
fyrstu deild og niður í tvö
efstu sætin í annarri deild.
Toppsæti þrátt
fyrir hrakspár
Pressan ræddi stuttlega við
talsmenn fjögurra efstu liö-
anna í fyrstu deild og virtust
þeir mjög einhuga um hvert
framhaldið yrði í toppbarátt-
unni. Þorgrímur Þráinsson,
fyrirliði Vals, sagði að vitan-
lega lægi vel á mönnum í sín-
um herbúðum: „Auðvitað
stefnum við að því að halda
toppsætinu. Okkur var ekki
spáð mikilli velgengni í vor
og það voru svo sem raunsæj-
ar hrakspár. Okkur gekk illa í
Reykjavikurmótinu og vor-
um með marga menn á
sjúkralista í upphafi íslands-
mótsins. Af einhverjum
ástæðum ræddum við það
ekkert okkar á milli hvar við
gætum lent í deildinni en ég
segi fyrir mig að toppsætið
núna kemur mér ekkert á
óvart. Ég veit ekki út af
hverju en ég hafði góða til-
finningu fyrir þessu móti i
vor. Andinn í liðinu er frábær
og ánægja ríkir með Inga
Björn Albertsson þjálfara,
honum fylgir hæfileg blanda
af aga og léttleika.
Ég held að Valur, KR og
Fram verði i toppsætunum.
ÍBV gæti þó hugsanlega kom-
ið á óvart og jafnvel náð Evr-
ópusæti. Ekkert af þessum
liðum er hins vegar líklegra
en annað til að vinna titilinn.
KR gæti unnið sinn fyrsta
meistaratitil í ár og við gæt-
um lent í öldudal eins og
Fram hefur gert. Það getur
margt breyst í botnbaráttunni
og ég hef enga trú á því að
KA falli þó að liðinu hafi
gengið illa. Ég gæti trúað því
að fjögur til fimm lið stæðu í
fallbaráttu í síðustu umferð-
unum.“
Viljum að risinn
fari að vakna
Jónas Kristinsson, stjórnar-
maður hjá Fram, sagði að
menn væru ekki með neinar
stórar yfirlýsingar í herbúð-
um liðsins heldur tækju
hvern leik fyrir sig og hugs-
uðu ekki um annað. „Það er
hins vegar ekkert leyndarmál
að KR-ingar vilja að risinn
fari að vakna og við stefnum
upp á við. Ég vil trúa því að
það sé kominn stígandi í leik
liðsins en viðurkenni að það
hefur ekki náð neinum topp-
leikjum ennþá. Þar hefur haft
áhrif að ekki var hægt að
stilla upp sterkasta liði fyrr en
í fimmtu til sjöttu umferð. Það
kemur sér hins vegar vel fyrir
sjálfstraust liðsins að við höf-
um verið að brjóta niður
gamla múra í sumar með því
að hirða sex stig á Akureyri
og vinna Skagamenn sem
ekki hefur gerst í mörg ár.
Mér sýnist deildin ætla að
verða hnífjöfn en Valur, KR
og Fram gætu skorið sig úr.
Ekkert af þessum þremur lið-
um á hins vegar eftir að
stinga af eins og margir héldu
í vor að yrði tilfellið með
Fram."
Stöðugleiki
Eyjamanna
Sigurlás Þorleifsson, þjálf-
ari og leikmaður ÍBV, er hóg-
værðin uppmáluð þrátt fyrir
frábært gengi sinna manna
og hefur enga trú á öðru en
Valur, KR og Fram raði sér í
efstu sætin. „Þetta eru bestu
liðin núna. Ég hef enga trú á
því að KR detti niður í miðja
deild eins og undanfarin ár,
liðið er einfaldlega alltof
sterkt til þess núna. Takmark-
ið hjá okkur í vor var að
lialda sér í deildinni og vitan-
lega er ég mjög ánægður
með árangurinn. Ég sagði að
við þyrftum 20 stig til að ná
takmarkinu og við erum
komnir ansi nálægt því
marki. Okkar sterkasta vopn
er stöðugleiki og skynsam-
legur leikur og það að menn
gera sér grein fyrir því að það
má ekki gera mistök. Ég held
að það sé miklu erfiðara að
spá um botnbaráttuna en
toppbaráttuna. Liðin sem eru
neðst núna gætu rifið sig upp,
unnið nokkra leiki í röð og
tryggt stöðu sína. Ég hef samt
einhvern veginn á tilfinning-
unni að Þór verði annað liðið
sem fellur í aðra deild. KA
virkar þunglamalegt og teflir
ekki lengur fram mönnum
sem geta gert út um leiki eins
og í fyrra. Ég hef samt trú á
því að KA haldi sér í deild-
inni.“
Einhver lítill púki
íokkur
Pétur Ormslev, fyrirliði
Fram, á erfitt með að skýra út
bakslag liðsins eftir frábæra
byrjun. Aðspurður um sigur-
vissu sagði hann: „Umræðan
í vor um að við myndum
stinga af getur hafa haft þau
áhrif að einhver lítill púki í
okkur hafi hvíslað því að við
værum búnir að vinna þetta.
En við höfum líka orðið fyrir
meiðslum og þegar meiðsli
verða riðlast taktík og lið-
skipan. Kannski höfum við
gert einhver mistök hvað
þetta varðar. Ég held að þrjú
lið verði í toppbaráttunni,
Valur, KR og Fram og ég held
að bráðum fari að draga i
sundur með þeim og öðrum
liðum. Flvað botnbaráttuna
snertir vil ég engu spá nema
því að ég held að KA hrökkvi
í gang og nái að halda sér
uppi. Stjarnan, Víkingur og
IBV hafa komið mér á óvart.
Ég gæti trúað því að Stjarnan
yröi einhvern tíma stórliö því
að þar er mikiö byggt á
mönnum sem eru aldir upp
hjá liðinu."
x x____ *
ISLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU
Leikir í 11. umferð: Möguleikar liðanna: Athyglisverðir leikmenn:
ÍA FRAM AKRANESI sunnudaginn 22. júlí kl. 16 Það er eitthvað að hjá Fram- liðinu en erfitt er að segja til um hvort vandamálin eru sálræn eða taktísk. Þegar Framarar eru í sínum rétta ham standast fá íslensk lið þeim snúning. Skagamenn eru orðnir fall- kandídatar en stóðu sig þokka- lega í tapleik gegn Val um síð- ustu helgi. Jón Erling Ragnarsson var varamaður hjá Fram-liðinu í átta fyrstu umferðunum. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum og skorað i þeim báðum. Skaga- menn hljóta að binda vonir við reynslumestu leikmenn liðsins í fallbaráttunni sem er fram- undan, þá Karl Þórðarson og Guðbjörn Tryggvason.
FH VÍKINGUR HAFNARFIRÐI sunnudaginn 22. júlí kl. 17 Víkingar hafa spilað betur én FH í sumar og eru jafnvel óheppnir að hafa ekki blandað sér í toppbaráttuna, sérstak- lega þegar hafðir eru í huga leikir liðsins gegn KR þar sem fjögur stig hafa tapast ódýrt. FH hefur valdið vonbrigðum og er ekki svipur hjá sjón frá því sem var i fyrra. í síðustu um- ferð tapaði liðið með fjögurra marka mun gegn KA. Júgóslavinn Goran Micic hefur staðið sig best af þeim fjórum Júgóslövum sem spila í fyrstu deildinni. Atli Einarsson er vís með að skora gegn FH en Trausti Ómarsson og Aðal- steinn Aðalsteinsson hafa einnig staðið sig vel og átt jafna og góða leiki. Halldór Halldórsson markvörður FH hefur staðið sig mjög vel i sumar og Hörður Magnússon er næstmarkahæstur í deild- inni.
KA VALUR AKUREYRI sunnudaginn 22. júlí kl. 20 íslandsmeistarar KA áttu stórleik gegn FH um síðustu helgi og ef liðið leikur eins vel í þessum leik gæti það gert Val skráveifu. Topplið Valsmanna hlýtur samt að vera sigur- stranglegra þegar haft er í huga gengi liðanna í sumar. Þórður Guðjónsson er efni- legasti leikmaður KA-liðsins en aðrir hafa sjaldan náð sér á strik í sumar. Framlínumaðurinn Kjartan Einarsson skoraði samt þrennu í síðasta leik og þvi verður spennandi að fylgjast með honum gegn Val. Anth- ony Karl Gregory hefur leikið vel með Valsmönnum í allt sumar og í síðasta leik skoraði hann tvö mörk. Vörnin með þá Þorgrím Þráinsson og Sævar Jónsson fremsta meðal jafn- ingja er hornsteinninn að vel- gengni Valsmanna svo og markvarsla Bjarna Sigurðsson- ar.
ÞÓR ÍBV AKUREYRI múnudaginn 23. júlí kl. 20 Engin spurning að Vest- mannaeyingar eru sigur- stranglegir en það er einmitt í svona leikjum sem óvænt úrslit verða. Leikur Eyjamanna er alls ekki í sérflokki þrátt fyrir góða stöðu og Þórsarar á heimavelli í örvæntingarfullri fallbaráttu. Jafntefli alls ekki útilokað þó að gestirnir séu sigurstranglegri. Vörn Vestmannaeyinga hef- ur staðið sig mjög vel í sumar og þar munar mikið um Jón Braga Árnason. Hlynur Stef- ánsson hefur verið einna jafn- bestur, spilað góða knatt- spyrnu og skorað nokkur mörk. Eftirað Júgóslavinn Lúka Kost- ic meiddist skara fáir fram úr í liði Þórsara.
KR STJARNAN KR-VELLI múnudaginn 23. júlí kl. 20 Ef KR ætlar að leika eins og gegn Víkingi um daginn geta Stjörnumenn vel farið með sig- ur af hólmi. Stjarnan hefur lagt bæði Fram og Val að velli í sumar og því ætti sigur gegn KR ekki að koma á óvart. KR- liðið á hins vegar að vera sterk- ara nái það sér á strik eins og í fyrri leik liðanna þegar KR vann 3-1. Undir lok síðasta leiks (gegn Víkingi) var Ragnari Margeirs- syni skipt inná hjá KR og Atli Eðvaldsson færður framar í sóknina. Virtust þeir félagar úr landsliðinu ná vel saman á lokamínútum. Spurning hvort framhald verður á þessu gegn Stjörnunni. Af yngri mönnum Garðbæinga hefur mikið kveð- ið að Ingólfi Ingólfssyni en gömlu stjörnurnar Lárus Guð- mundsson og Sveinbjörn Há- konarson hafa skinið undanfar- ið.
STAÐAN:
leikir u j t mörk stig
Valur 10 7 1 2 18:10 22
KR 10 6 1 3 15:10 19
ÍBV 10 5 3 2 16:17 18
Fram 10 5 1 4 20:11 16
Víkingur 10 3 5 2 11:10 14
Stjarnan 10 4 2 4 14:15 14
FH 10 4 0 6 14:17 12
KA 10 3 1 6 12:14 10
ÍA 10 2 2 6 12:19 8
Þór 10 2 2 6 6:15 8
BIKARKEPPNIN - 8-LIÐA ÚRSLIT:
KR-ÍA KR-velli í kvöld kl. 20 Valur-Breiðablik Valsvelli í kvöld kl. 20 ÍBK-Selfoss Keflavík í kvöld kl. 20 Vikingur-Stjarnan Víkingsvelli í kvöld kl. 20