Pressan - 19.07.1990, Page 17

Pressan - 19.07.1990, Page 17
17 Fimmtudagur 19. júlí 1990 FOTBOLTIFÆKKAR SJÁLFSMORÐUM Þeir, sem ekki eru sérlega áhugasamir um íþróttir, bölva oft fótbolta í sand og ösku. Nýjustu rannsóknir sýna hins vegar aö maöur skyldi hugsa sig um tvisvar áöur en agnúast er út í blessaða knattspyrnuna. Sálfræöingar í Skotlandi hafa nefnilega komist aö því, aö þar í landi fremja mun færri sjálfsmorð á meðan heims- meistarakeppnin í fótbolta stend- ur yfir en á öörum tímum. Rannsóknir voru geröar síðustu fjögur skipti sem heimsmeistara- keppni stóö yfir og áhrifin eru óumdeilanleg. Sjálfsmoröstíönin minnkar um hvorki meira né minna en tuttugu prósent og að auki fækkar gífurlega bráöatilfell- um á geðsjúkrahúsum. Karlmönn- um, sem gert höföu sjálfsmorðs- tilraun, fækkaöi t.d. um 24% og konum, sem reynt höfðu aö fyrir- fara sér, fækkaöi um 17%. Einni tegund sjúklinga fækkaöi þó ekki yfir þessi tímabil. Þaö voru áfengissjúklingar. Um 20% fleiri alkóhólistar voru lagðir inn á geð- deildir, en fótbolti og bjórdrykkja hafa löngum átt samleiö á Bret- landseyjum. Vísindamenn velta því auðvitað fyrir sér hvers vegna fótboltinn hefur þessi áhrif á sálarástand Skota. Ein kenningin er sú, aö heimsmeistarakeppnin þjappi þjóöinni saman og efli þannig þjóöerniskennd. Svipað gerist á stríöstímum og þá fækkar líka sjálfsmoröum. ÁSTARBRÉF ERROLLS FLYNN Á UPPBOÐI Fundist hafa sex ástarbréf, sem kvikmyndaleikarinn og hjarta- knúsarinn Errol Flynn skrifaöi breskri stúlku þegar hann var ein- ungis 13 ára gamall. Bréfin voru seld á uppboði í London fyrir nokkru, en Flynn lést fyrir 30 ár- um. A þeim tíma, þegar bréfin voru skrifuö, var Flynn afar óhamingju- samur. Foreldrar hans áttu nóg af peningum, en minna af ást í garö sonarins, sem þau skiptu sér lítið af. Þau „geymdu" hann á heima- vistarskóla, þar sem afar strangur skólastjóri réö ríkjum og nemend- umir fengu oft ekki einu sinni nægan mat. Stúlkan, sem fékk ástarbréfin, v.ar eldri systir eins af bekkjarfé- lögum Flynns og hét Mary White. Enginn veit hver örlög hennar uröu, en hún er um áttrætt ef hún er enn á lífi. Maður nokkur fann bréfin hins vegar fyrir tilviljun í gamalli kommóöu, sem hann haföi keypt, og þaö er barnabarn hans, sem ákvaö aö selja þau. Flynn undirritar bréfin meö mörgum X-um, sem tákn um kossa til sinnar heittelskuðu, en bekkjarfélaginn viröist hafa komið þeim til skila fyrir hann. í einu þeirra fjallar hinn ástfangni skóla- piltur um kossa og segir meöal annars: „Þaö er rétt, sem þú sagðir um kossana. Þeir eru lítið spenn- andi svona í bréfum, en ég veit aö þeir eru sko þeim mun betri í raun- veruleíkanum. Ég er viss um aö þú veist þaö líka." Flynn var rekinn úr skólanum tveimur árum eftir aö umrædd bréf voru skrifuð Hann var einnig rekinn úr næsta skóla, sem for- eldrar hans komu honum fyrir á. Þá var hann sendur til Ástralíu, en hann var um 25 ára gamall þegar ferill hans í kvikmyndum hófst í Hollywood. Hann gekk þrisvar í hjónaband og átti í fjölda ástaræv- intýra, en þeir sem til þekkja telja aö hann hafi aldrei veriö sérlega hamingjusamur. Sumarferö Alþýöuflokksins veröur farin í Breiðafjarðar- eyjar laugardaginn 11. ágúst. Ávarp flytur Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýöuflokksins. Pantiö tímanlega Alþýðuflokkurinn, s. 29244. NÚ ER HANN ÞREFALDUR! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 M *

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.