Pressan - 15.11.1990, Síða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER
5
u
■ ^ú bregður svo við hjá kröt-
um á Austurlandi að þeir geta valið
úr hópi manna til að skipa fyrsta
sæti listans í kom-
andi kosningum.
Um síðustu helgi var
Eiríkur Stefáns-
son, verkalýðsfor-
maður á Fáskrúðs-
firði og sveitar-
stjórnarmaður, kjör-
inn formaður kjördæmisráðs og
hann og hans menn hafa nú fjögurra
vikna frest til að ganga frá tilhögun
framboðsmála. Þrír munu gefa kost
á sér í fyrsta sæti, þeir Gunnlaugur
Stefánsson, prestur í Heydölum og
fyrrverandi alþingismaður, Her-
mann Níelsson, íþróttakennari á
Egilsstöðum og fyrrverandi formað-
ur Ungmennafélags Austurlands
(UÍA), og Stefán Benediktsson,
þjóðgarðsvörður í Skaftafelli og
fyrrverandi þingmaður Bandalags
jafnaðarmanna. Magnús Guð-
mundsson, bæjarstjórnarmaður á
Seyðisfirði, sem skipaði annað sæti
listans síðast, gefur ekki kost á sér
ofar. Ekki er talið útilokað að odd-
viti listans verði valinn í opnu próf-
kjöri...
v
lm axandi óróleika gætir meðal
félaga í Alþýðuf Iokknum um skipan
framboðslista f lokksins í Reykjavík í
komandi kosning-
um. Til þess er tekið
að þeir sem helst eru
nefndir í sæti á eftir
formanni og vara-
formanni koma úr
öðrum flokkum og
margir hverjir fall-
kandídatar þar. Margt alþýðuflokks-
fólk leggur nú áherslu á, að fundnir
verði „almennilegir kratar" til að
takast á við „aðkomumennina" í
prófkjöri. í þessu sambandi hafa
m.a. verið nefndir Árni Gunnars-
son alþingismaður, en hann verður
ekki áfram í framboði á Norðurlandi
eystra, og Birgir Árnason, hag-
fræðingur hjá EFTA, fyrrum aðstoð-
armaður Jóns Sigurðssonar við-
skipta- og iðnaðarráðherra og for-
maður Sambands ungra jafnaðar-
manna...
ÍEins og sagt var frá í PRESS-
UNNI á dögunum sagði Ólafur E.
Friðriksson, varafréttastjóri
Stöðvar 2, starfi sínu
lausu og var reiknað
með að hann hætti
um miðjan desem-
ber. Nú er Ólafur hins
vegar búinn að yfir-
gefa stöðina, mán-
uði fyrr en ætlað
var. Ákveðið hefur verið að Sig-
mundur Ernir Rúnarsson frétta-
maður taki við starfinu og mun sú
ákvörðun hafa komið flestum á
óvart innanbúðar...
C
C9á landsfrægi bílasali Alli Rúts
hefur verið lýstur gjaldþrota, en
hann rekur þó enn Bílasölu Alla
Rúts. Þegar viðskiptavinur spurði
hver ætti fyrirtækið svaraði starfs-
maður þess að það ætti eitthvert
hlutafélag og benti á að rétt væri að
tala við forstjórann, hann Alla...
jM
■ WMeðal þeirra sem ætla að
taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins
á Suðurlandi er Guðlaugur
Tryggvi Karlsson
jppS^lS hagfræðingur. Guð-
j laugur Tryggvi hef-
%' ur tvívegis áður
glímt í prófkjöri á
Suðurlandi en ekki
. haft erindi sem erf-
—J iði. Hann er því að
leggja í slaginn í þriðja sinn...
að er urgur í heimamönnum
á Grundarfirði þessa dagana vegna
þess að togari Hraðfrystihúss
Grundarfjarðar, Krossanes, er hætt-
ur að landa heima. Afrakstur
tveggja síðustu veiðiferða hefur ver-
ið seldur á fiskmörkuðum í Reykja-
vík. Þetta er viðkvæmt fyrir sveitar-
stjórn Eyrarsveitar, því að við skuld-
breytingar hjá fyrirtækinu, með að-
stoð hlutafjársjóðs og sveitarfélags-
ins, var það skilyrði sett að landað
yrði í Grundarfirði. Finnst mönnum
verða lítið um svör hjá oddvitanum,
Ragnari Elbergssyni, og stjórnar-
manninum Sigurði Lárussyni,
sem einnig er formaður verkalýðs-
félagsins, en það setti einnig slík
skilyrði.. .
ANNA POLLA OG PÉTUP R
SPILA PÉTTU SVEIFLUNA.
OPIÐ TIL KL. 3.00
Geisladiskar. Verð frá kr. 690,-.
AFSLÁTTUR
í NÓVEMBERTILBOÐI
JAPIS
Gerðu innkaupin snemma í ár og njóttu
rólegra daga í desember. Væri ekki
skynsamlegt að dreifa kaupunum yfir lengra tímabil og jafna
greiðslubyrðina. Þannig minnkar þú jólastressið og desemberdagarnir
verða mun ánægjulegri. Við komum til móts við þig
með fulla verslun af nýjustu vörunum frá
Sony, Technics og Panasonic
15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM VERSLUNARINNAR
gegn staðgreiðslu eða 10% afslætti og þægilegum
afborgunarkjörum. (1. afborgun eftir áramót). Síðasta sending fyrir jól er komin!
Nýttu þér nóvembertilboðið meðan úrvalið er mest.
Geislaspilarar. Verð frá kr. 16.900,-.
Útvarpsklukkur. Verð frá kr. 2.330,-.
Örbylgjuofnar. Verð frá kr. 16.900,-.
NÓVEMBERTILBOÐIÐ GILDIR EINNIG I EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM: Málningarþiónuslan Akranesi • Kauplélag Borglirðinga Borgarnesi • Versl. Óltars Sveinbjörnssonar Hellissandi
Einar Guðfinnsson Bolungarvík • Póllinn Isafirði • Rafsjá Sauðárkróki • Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavfk • Kaupfólag Héraðsbúa Egilsstöðum • Tónspil Neskaupstað
Kaupfólag Hóraðsbúa Seyðisfirði • Hátiðni Hornafirði • Brimnes Vestmannaeyjum • Kaupfólag Árnesinga Selfossi • Nýja vídeóleigan Keflavík.
lSart\6'
,taa&ur
Verðtr*Kr
.20.B00’"
JAPISð
BRAUTARHOLTI ■ KRINGLUNNI ■ AKUREYRI ■