Pressan - 15.11.1990, Side 12
12
I'IMMTUIWiIIR PRESSAN 15. NÓVKMHKR
Starfslokasamningur Jóns H. Bergs tryggir honum 550 þúsund krónur á mánuöi til œviloka.
Stjórn Sláturfélags Sudurlands berst nú hatrammri
baráttu fyrir dómstólum til að fá hnekkt eftirlaunasamn-
ingi Jóns H. Bergs, fyrrverandi forstjóra fyrirtœkisins.
Samningurinn fœrir Jóni sömu mánaðarlaun og núver-
andi forstjóra, eða um 550.000 krónur, allt til œviloka.
Jón var aðeins 61 árs þegar hann lét af störfum 1988.
Miðað við meðalœvilengd íslenskra karlmanna þarfSS
að greiða þessa upphœð í 15 ár eða 100 milljónir króna
alls.
SS hefur þegar tapað málinu í borgardómi en hefur
áfrýjað til Hœstaréttar.
Einu ári eftir að Jón hætti
störfum hjá SS hætti fyrirtækið
að greiða honum umsamin
eftirlaun og höfðaði hann þá
mál á hendur SS, sem hann
vann í borgardómi í vor.
Það var Sigríöur Ólafs-
dóttir borgardómari
sem kvað upp dóminn.
Var SS gert að greiða Jóni
laun eins og um hafði verið samið
auk þess sem félaginu var gert að af-
henda honum afsal fyrir forstjóra-
bifreiðinni R-355. Var þar um að
ræða Buick Electra-bifreið sem var
metin á 2,5 milljónir síðasta vor.
Töldu núverandi förráðamenn SS
að slík gjöf væri „alveg fráleit".
ig eftirlaunasamning hann
hafði gert við fyrrverandi
formann stjórnar, Gísla
'Andrésson, árið 1984, fjór-
jUtn árum áður en honum var
sagt upp. Gísli er nú látinn
en núverandi stjórn dregur í
efa heimild hans til að gera
slíkan samning.
í eftirlaunasamningi Jóns
segir orðrétt:
„Þau laun, sem miða skal upphæð
eftirlauna við, skulu vera þau sömu
og nýr forstjóri fær, sem ráðinn
verður í stað Jóns H. Bergs. Laun
þessi skulu þó aldrei vera lægri en
þau laun er Jón H. Bergs hafði, er
hann lét af störfum ..
STJÓRNIN VISSI EKKI
AF SAMNINGNUM
Við málflutning kom fram að
stjórn SS setti Jóni þá kosti að hætta
eða vera rekinn ella, en hann hafði
verið forstjóri fyrirtækisins síðan í
janúar 1957. Virðist núverandi stjórn
íéiagsiris ekki hafa verið ljóst hvern-
KOSTAR UM 100 MILUÓNIR
Þetta þýðir það að Jón H. Bergs
hefur sömu laun og Steinþór Skúla-
son, núverandi forstjóri SS. Sam-
kvæmt úttekt Frjálsrar verslunar
var Steinþór með 550.000 krónur í
mánaðarlaun í ágúst síðastliðnum.
Ef svo fer sem horfir má því gera ráð
fyrir að SS þurfi að greiða tveimur
forstjórum laun, að minnsta kosti í
15 ár frá 1988 að telja. Forstjóralaun
fyrirtækisins kosta það því 200 millj-
ónir króna á þessu tímabili.
Núverandi stjórnarformaður SS,
PúllLýösson, sagðist ekki vilja tjá sig
um málið en staðfesti að mikilvægt
væri fyrir fyrirtækið að losna undan
þessum skuldbindingum.
JÓNSAKAÐUR UM
ÁFENGISNEYSLU
Það er greinilegt að SS sækir það
fast að fá þessum samningi rift og
var Jón borinn þungum sökum fyrir
dómi. Segir í málf lutningi lögmanns
SS að honum hafi verið vikið frá
störfum vegna þess ,,að hann hafi í
raun verið orðinn óhæfur til starfa
vegna áfengisneyslu og mistaka í
starfi sem forstjóri fyrirtækisins, svo
og að hann hafi ekki upplýst stjórn
félagsins um raunverulega stöðu
þe_ss“.
í dómnum gerði Jón þá kröfu að
ummælin um áfengisneyslu yrðu
dæmd dauð og ómerk og var það
gert, enda gátu SS-menn ekki sann-
að þau á neinn hátt.
JÓNI KENNT UM
LAUGARNESHÚ SIÐ
Þá er Jón sakaður um mikil fjár-
festingarmistök við kaup á Vöru-
húsinu Eiðistorgi hf., sem hafi kost-
að SS tugi milljóna.
Honum er kennt um að ráðist var
í byggingu Laugarneshússins sem
nú er ætlunin að láta ríkið kaupa til
að bjarga fyrirtækinu. Segir lög-
maður SS að húsið ,,sé eins og
myllusteinn" um háls SS.
Þá er tekið fram að tap fyrirtækis-
ins hafi verið orðið mikið í tíð Jóns
og kemur fram að tap SS árið 1987
var um 77 milljónir og um 210 millj-
ónir 1988. Einnig er bent á að í raun
hafi þegar verið orðið tap á fyrir-
tækinu árið 1986. Ailt er þetta tekið
sem dæmi um erfiðleika fyrirtækis-
ins undir stjórn Jóns.
Þá má geta þess að Jón virðist
ekki vera sá eini sem nýtur slíkra
eftirlaunasamninga, því í málsskjöl-
um kemur fram að sambærilegir
samningar hafi verið gerðir við tvo
deildarstjóra sem unnu hjá fyrirtæk-
inu.
Sigurður Már Jónsson
SVONA SAMNINGAR ERU ALGENGIR
„Það er mjög algengt að það séu
gerðir svona samningar við for-
stöðumenn stórra fyrirtækja sem
geta búist við því að hafa ekki mjög
langan starfsaldur. Maður er búinn
að vinna vel, að því er maður álítur,
alla ævina og svo kom það frekar
óvænt að ég hætti störfum þannig
að það reyndi fyrr á þennan samn-
ing en maður bjóst við,“ sagði Jón H.
Bergs, fyrrverandi forstjóri Sláturfé-
lags Suðurlands, þegar hann var
spurður um samning þann sem
hann gerði á sinum tíma. Jón rekur
nú lögmannsstofu í Reykjavík.
— Þér finnst ekki siöleysi að halda
til streitu svona samningi í Ijósi þess
hvernig staða fyrirtœkisins er í dag?
„Þetta er bara samkvæmt samn-
ingum. Er ekki vaninn að fara eftir
þeim? Það er hins vegar ekkert ólík-
legt að ég hefði verið tilbúinn að
semja um eitthvað annað af því að
þetta bar að fyrr en maður hafði bú-
ist við. Það var bara ekkert talað við
mig um það, mér var bara sent bréf
um riftun. Þá vil ég líka taka það
fram að þegar ég hætti var fyrirtæk-
ið í hópi efnuðustu fyrirtækja lands-
ins.“
— Þú gerir þó kröfu til þess að það
verði greitt eftir þessum samningi?
„Að sjálfsögðu. Maður ætlast til
þess að staðið sé við samninga.
Samningar eru gerðir til að þeir
haldi og það er ein aðalreglan í lög-
fræði — að samningar eiga að
halda. Þá er ekki við mig að sakast
þó að laun núverandi forstjóra séu
há,“ sagði Jón og tók fram að erfitt
hefði verið að fá uppgefin laun nú-
verandi forstjóra.
Jón segist ekki hafa fengið nein
laun frá fyrirtækinu síðan dómurinn
var kveðinn upp.