Pressan


Pressan - 15.11.1990, Qupperneq 21

Pressan - 15.11.1990, Qupperneq 21
HMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER 21 Sigurdur Orlygsson myndlistarmaöur Draumurinn að ganga inn í verkid Siguröur Örlygsson er stórtœkur listmálari. Honum dugar ekki hin heföbundna málaralist í tuíuídd, heldur samtuinnar hann akrýl, olíuliti, timbur, pappa, trémassa og skúlptúr. Og honum duga ekki þessir uenjulegu 1—3 fermetrar, heldur gjarnan um 15 fermetrar — og þríuídd. Meö slík uerk í smíöum uar orðiö býsna öröugt að hafa uinnustofu á fjórðu hœð uið Laugaueg. Puí keypti hann hús. Og flutti það í heilu lagi í Skerjafjörðinn! Sigurður fæddist árið 1946 og ut- skrifaðist frá Myndlista- og handíða- skóla íslands 1971. Hann nam í Det kongelige danske kunstakademi 1971—1972 og í Art Students League of New York 1974—1975. Hann á að baki átján einkasýningar, þar af þrjár erlendis, en síðast sýndi hann á Kjarvalsstöðum í vor. Sigurður hlaut menningarverðlaun DV fyrir sýningu í því húsi árið 1988. „Ég hef alltaf málað mjög stórt og æ stærra. Draumurinn er að geta svo gott sem gengið inn í þennan heim og að vera nánast staddur í verkinu. Um leið hef ég gaman af því að blanda saman ólíkum stíl- brigðum, t.d. expressíonísku mál- verki og skúlptúr." HÚS FLUTT MEÐ MANNI OG MÚS Sigurður er að koma upp nýju heimili og vinnustofu og eins og í verkum sínum ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur — flytur heilt hús um set! Hann keypti gamla AA-húsið í Tjarnargötu 5 af Alþingi og flutti það í Skerjafjörð- inn, þar sem framkvæmdir eru nú langt komnar. „Það er hlýlegur andi í þessurri gömlu húsum og ég hef mjög gaman af því að gera húsið upp. Kannski er ég með snert af ein- hverri fortíðarhyggju, en vinnustof- an í húsinu verður mjög nútímaleg og að því leyti blanda ég tímabilum saman eins og í verkum mínum." RÁÐGÁTAN UM TÍMANN OG RÚMIÐ — Verk þín eru, auk þess aö vera stór, hálfgeröar fantasíur, hvaö gengur þér til? „Eg hef alltaf verið spenntur fyrir þessum „gamla" eða reyndar tíma- lausa tækniheimi. Verk mín endur- spegla gjarnan fortíð og framtíð í einu; óráðna tíma eða tímalausa hluti gerða af mannavöldum. Þegar ég var yngri heillaðist ég af heimi Jules Verne og Leonardos da Vinci. Þeir voru að spá í framtíðina og voru mínir menn.“ — Er þá spá um framtíöarveröld aö finna í verkum þínum? „Nei, það þýðir ekkert að spá í al- vöru um framtíðina, hugmyndir manna eru enda oft svo vitlausar. Það er svo takmarkað hægt að sjá fyrir með vissu að það tekur því ekki. Þess vegna eru myndir mínar líka óljósar. þær eru ráðgátan um tímann og rúmið, um eilífðina og af- stæðið." — Þú settir upp fyrstu einkasýn- inguna í Unuhúsi áriö 1971. Þaö hef- ur vœntanlega margt breyst síöan? TJANINGIN SKIPTIR HÖFUÐMÁLI „Já, það hefur ýmislegt breyst í listsköpun minni. Ég byrjaði sem glerharður abstraktmálari, en smám saman birtust þekkjanlegir hlutir í verkunum. Að öðru leyti geri ég lítinn greinarmun þarna á, mér finnst tjáningin skipta höfuðmáli. Mér finnst að verk mín séu alltaf að dýpka. Ég vil segja sögu sem áhorf- andinn fær að ráða í, ekki þó þannig að í henni megi finna ákveðnar „bókmenntir". Ég vil ekki negla nið- ur fyrirframgefna túlkun. Þó verð ég að gefa myndum mínum nafn." — Þú ert sagöur jaröbundinn, nánast trúlaus, en þó skaparöu svona stór verk, eins og þú sért aö reyna aö ná sambandi viö almœtt- iö... „Ég hef aldrei verið trúaður, en samtyil ég ekki kalla mig jarðbund- inn. Ég er ekki fullur trúarafneitun- ar. Ég hef alltaf verið spenntur fyrir dulúðinni, fantasíunni, óleystum gátum tilverunnar. Sú myndlist sem ég hef hvað mest sótt í er renaiss- ance, sem var grundvöllurinn að öllu sem á eftir kom. Þetta var trúar- leg list, enda var það kirkjan sem tók að leggja peninga í listina. Myndmálið varð til og hátindi lista- sögunnar varð náð.“ SVO GOTT SEM KOMINN í STRÆTIÐ — Hvernig vinnuröu myndir þín- ar? „Fyrir mig er það ævintýri að gera hverja mynd. Ég geri aldrei skissur, hef raunar aldrei hugmynd um það fyrirfram hvað úr verður. Þetta er eins og að fara í bíó án þess að hafa hugmynd um hvaða mynd á að sýna. Og það tekur mig gjarnan tvo mánuði að fullklára hvert verk og er ég þó allan daginn að.“ — Okkur er sagt aö fyrir nokkrum árum hafi oröiö gagnger breyting í vinnuafköstum þínum og hugar- fari. .. „Já, það er óhætt að segja það. Ég hætti að drekka fyrir sjö árum, þeg- ar ég var svo gott sem kominn í strætið. Ég var búinn að drekka í þrettán ár og hafði aldrei tekist að einbeita mér fyllilega að því sem ég var að gera, náði aldrei viðunandi dýpt. Þolinmæðina vantaði. Eftir að ég hætti hefur orðið algjör umpól- un; ég náði loks einbeitingu og virkilegum framförum." — Faöir þinn, Örlygur Sigurös- son, og bróöir hans, Steingrímur, eru landskunnir listamenn. Listin er þá vœntanlega þér í blóö borin . .. „Ég stefni adallega að því að hafa þolanlegar tehjur af þessu, þannig að ég geti unnið áhyggjulaus og séð fyrir mínum sex börnum." ÆTLAÐI EINNA HELST í ARKITEKTÚR „Ég segi það nú kannski ekki, þ.e. ég var ekki barnungur ákveðinn í að gerast listamaður. Það var vissu- lega mikið um listabækur heima og ég nefni sérstaklega Van Gogh og Picasso. Það var kannski kveikja fal- in í að kynnast þeim. Samt ætlaði ég alltaf að verða eitthvað annað. Ég gafst upp í menntaskóla, en þá hafði ég einna helst ætlað mér að verða arkitekt — og það segir kannski ákveðna sögu, stíllinn nú ber þess ótvíræð merki. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs að ég fór í Myndlista- og handíðaskólann. Kannski var ég þá búinn að beita útilokunaraðferð, en aldrei hef ég séð eftir því að hafa valið þessa braut. Efalaust spila hér inn í bæði umhverfi og erfðir. Ég get alveg ímyndað mér að Kjarval hefði end- að uppi „hálfviti í tómarúmi" ef hann hefði fæðst einhverjum árum fyrr. Eins að ég væri að gera allt annað hefði ég fæðst fáeinum árum síðar." Sigurður hefur aldrei verið kenndur við ákveðinn „isma" eða tískusveiflur. Hann talar þó sjálfur um þrjá hópa í myndlistinni, 1. sept- ember-hópinn, SÚM-arana og Suð- urgötu 7-hópinn. SAMKEPPNIN GEYSILEGA HÖRÐ „Við Magnús Kjartansson vorum nokkuð sér á báti, vorum að koma fram í kjölfar ,,SÚM-aranna“, en lent- um aldrei í breiðfylkingu. Nú eru heldur engir ákveðnir „ismar" í gangi, einstaklingshyggja er ríkj- andi og allt leyfilegt. Það er bæði kostur og galli. Það er t.d. kostur að möguleikarnir til að búa til viður- kennd listaverk eru óendanlega margir; allt er rétt, svo framarlega sem það hrífur. Á hinn bóginn eru þetta erfiðir tímar fyrir listamenn — þeir hafa aldrei verið fleiri og sam- keppnin geysilega hörð. í kringum 1950 voru uppi 15 til 20 viðurkennd- ir myndlistarmenn, nú eru þeir kannski á milli 500 og 1.000 og 300 til 400 sýningar haldnar á hverju ári. Það er um leið mjög erfitt að lifa á listinni núna, sérstaklega vegna þess að fólk gerir svo lítinn greinar- mun á því hvað er gott verk og hvað vont.“ — Þú undirbýrö nú einkasýningu í París nœsta sumar og samsýningar í Hamborg og Lissabon. Þá eru líkur til aö á nœsta ári haldiröu einkasýn- ingu í Helsinki. Er planiö aö veröa heimsfrœgur? SVO OFBOÐSLEGA MARGT ÓGERT „Nei, nei. Nú er ég að fá betri vinnuaðstöðu og ég vona vissulega að ég eigi eftir að bæta mig og koma fram með eitthvað nýtt. En fyrst og fremst blasir við vinna og aftur vinna. Ég stefni aðallega að því að hafa þolanlegar tekjur af þessu þannig að ég geti unnið áhyggjulaus og séð fyrir mínum sex börnum. Ég stefni ekkert að því að slá í gegn eða verða heimsfrægur. Þá væri nær að fara í poppið eða fótboltann — og það er of seint að spá í það, ég enda laglaus og stirður! Að öðru leyti finnst mér að ákveðinn þröskuldur sé að baki, sem margir stíga annars yfir á þessum aldri — margir taka út þroska um fertugt. Nú stefni ég bara að því að vinna og aftur vinna." — Lífiö er þá lítiö annaö en listin hjá þér . . . „Síðustu árin hefur áhugasvið mitt vissulega verið að þrengjast. Öll mín orka fer í málverkið, að hlusta á klassíska tónlist og sinna fjölskyldu minni. Ég les t.d. mjög lít- ið dagblöð, það er rétt svo að ég fylgist með helstu fréttum. Tíminn er svo dýrmætur og það er svo of- boðslega margt ógert. Um leið komst ég varla í gang fyrr en ég varð fertugur og kannski er ég að vinna upp margar glataðar stundir drykkju og dellu." Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.