Pressan - 15.11.1990, Síða 24

Pressan - 15.11.1990, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER télcnðftttf (jjóðéögttr Þegar maöur nokkur var spuröur aö því hvers vegna hann væri hættur aö vinna viö húsbygging- una sína svaraði hann: „Þaö kemur ekki helvítis húsmæðralániö." Sami maöur sagði seinna, eftir aö húsiö var komið upp: „Ætli maður veröi ekki bara aö fá sér stórhýsi fyrir gluggana svo þaö sjáist ekki inn á mann." (Úr mismælasögum) Maöur nokkur skrifaöi lesendabréf í DV þar sem hann kvartaði undan pakki því sem lagt heföi miöbæinn í Reykjavík undir sig. Hann sagöi þetta fólk sitja á öllum bekkjunum þannig aö heiövirt fólk gæti hvergi tyllt sér niður. Það æti sorp og hrifsaði mat af fólki á veitingastöðum. (Úr stórlygarasögum) Tveir hafnfirskir sjó- menn mættu eitt sinn of seint til skips. Togarinn Maí, en þar voru þeir há- setar, var farinn frá bryggju. Maí, sem var einn af aflahæstu síðu- togurunum ár eftir ár, var þó ekki kominn langt, aö- eins nokkra tugi metra frá bryggjunni. Skipstjórinn sá þegar félagarnir tveir stigu drukknir út úr leigu- bílnum. Hann stöövaöi vélar skipsins og fylgdist meö hásetunum tveimur. Annar þeirra var mikill sundmaöur og stundaði að synda í sjónum, þegar hann var ódrukkinn og ekki á sjó. Hinn var ósyndur. Sá syndi hugs- aöi sig ekki tvisvar um, heldur stakk sér til sunds i kaldan sjóinn. Hinum leist ekkert á og kallaði til félaga síns hvaö þetta ætti aö þýöa. Sá sem var kominn í sjóinn hvatti fé- laga sinn til að stinga sér til sunds, þaö væri ekkert mál aö synda um borö í Maí. Sá ósyndi varö aö segja sem var, að hann kynni ekki aö synda. „Hvaö er þetta. Ætlar þú að vera eini róninn í bæn- um?" kallaði sá syndi. /Vvv^ Þetta var meira en maö- urinn þoldi. Hann stakk sér í sjóinn. Sá syndi tók hinn í fangið og synti meö hann um borð í Maí. Hvorugur mannanna varð því af túrnum, sem varö einn sá besti í út- gerðarsögu togarans Maí. (Úr drykkjumartnasogum) stpákur ungar listaspirup „Ef einhver svona nöfn komast á þá loda þau viö,“ segir strákurinn á trésmídaverkstœdi Brynhildar í Skólastrœti. Strákurinn er Magnús Daníels- son, 77 ára gamall trésmidur, sem er sjálfsagt hátt í 40 árum eldri en nœsti madur á verkstœdinu. „Það er varla hægt að kalla þetta verkstæði. Þetta er öllu frekar bara aðstaða til að vinna upp í hendurnar á sér,“ segir Magnús, sem hefur unn- ið á verkstæðinu allt frá því hann réðst í læri hjá Árna J. Árnasyni heitnum frá Köldukinn í Haukadal árið 1930. Síðan þá hefur verkstæðið lifað ýmislegt. Árið 1949 keypti Magnús það af ekkju Árna ásamt tveimur fé- íögum sínum. Fyrir um átta árum seldu þeir það síðan. „Það voru tveir bræður sem keyptu verkstæðið af okkur gömlu mönnunum. Þeir seldu það síðan aftur systkinum, Sveini Þorgeirssyni og Brynhildi Þorgeirsdóttur. Þetta er nú listafólk. Það eru einhverjir fleiri með þeim í þessu." Verkstæðið heitir nú eftir Bryn- hildi, sem er vel þekktur skúlptúr- isti. Auk þeirra systkina hafa marg- ir mætir menn unnið á verkstæðinu á undanförnum árum; listasmiður- inn Jakob Fenger, Daníel Magnús- son myndlistarmaður og húsasmið- urinn og leikarinn Kjartan Bjarg- mundsson. En þrátt fyrir að Magnús hafi selt verkstæðið hélt hann áfram að smíða í horninu sínu. Hann fylgdi því með í kaupunum. „Að því leyti til að ég var ekki reiðubúinn að stoppa, svo ég fékk að dunda mér hérna svona til gagns og gamans.“ Magnús hefur oftast verið í sama horninu, rétt innan við útihurðina. „Þó ekki stöðugt allan tímann. Þetta er ágætis staður og sá heitasti í plássinu. Þessu hefur nánast ekk- ert verið haldið við síðan 1949, þeg- ar við félagarnir tókum við. Þá end- urnýjuðum við þakið alveg. En síð- an hefur bókstaflega ekkert verið við þetta gert fyrr en núna að það er verið að laga þakið." Trésmíðaverkstæðið er beint fyrir aftan Bernhöftstorfuna og líklega eitt örfárra iðnfyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur. „Þetta hefur löngum þótt hentug- ur staður. En það hefur stundum verið erfitt að komast að með efni þó það hafi verið gert. Það hefur ekki verið auðveldara í sumar því það er búið að grafa Skólastræti ein- um níu eða tíu sinnum upp. En nú er búið að helluleggja það.“ En hvernig hefur Magnúsi fundist að vinna innan um ungt listafólk? „Maður eidist kannski seinna við það. Þetta eru menn sem eru hagir í höndum og sumir þeirra fæddir smiðir greinilega, eins og til dæmis Strákurinn Magnús Daníelsson á trésmíðaverkstæði Brynhildar. Með honum á myndinni er myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon. Strákurinn ertil hægri. Jakob Fenger. Hann er núna að gera upp gamalt hús sem hann ætlar að búa í.“ Sjálfur er Magnús listasmiður þó hann vilji lítið gera úr því. Þegar hann hefur farið höndum um gam- alt húsgagn og lúið verður það „grænt" á ný. „Það er helst að dunda sér við það þegar maður er kominn á þennan aldur," segir Magnús um vinnu sína, sem félagar hans á verkstæðinu segja snilldarlega. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Berklar Gömul frænka mín hringdi til mín um daginn og bað mig að skrifa um „þessa bölvuðu lungna- tæringu“ sem allt ætlaði einu sinni lifandi að drepa. Þó berklar séu mun sjald- séðari nú en áður sjást þó enn einstaka tilfelli af sjúk- dómnum, svo hann er alls ekki útdauður. Fáir sjúk- dómar vekja jafnmikinn ugg í brjósti fólks og berkl- arnir. Um langt árabil voru fáar fjölskyldur í landinu sem ekki áttu um sárt að binda vegna berkla, enda var sjúkdómurinn mjög al- gengur og oft banvænn. ÖNDUNARSMIT Berklar smitast gegnum öndunarfærin en dropar sem innihalda berklabakt- eríuna berast frá sjúklingi ofan í lungu eða maga ann- ars einstaklings. Þetta kall- ast úðasmit eða öndunar- smit. Þýskur læknir að nafni Robert Koch upp- götvaði berklabakteríuna árið 1882 og sannaði að hún veldur berklaveikinni. Þegar bakterían berst ofan í lungu veldur hún bólgu á litlu svæði í berkjunum. Upp frá þessari fyrstu smit- un hefst barátta líkamans við sýkinguna og skiptir þá miklu að ónæmiskerfi lík- amans sigri þegar í fyrstu lotu. Þessi fyrsta bólga get- ur hjaðnað og horfið alfarið en stundum myndast kalk- aður hnútur kringum kjarna bólgunnar sem verður eftir í lunganu alla ævi. Eitlar bólgna og þar einangrar líkaminn bakter- íuna og reynir að eyða henni. Þetta kallast frum- bólga eða „primary focus“ sem oftast veldur engum einkennum. Stöku sinnum tekst líkamanum ekki að ráða niðurlögum þessarar fyrstu sýkingar á þennan hátt og sjúklingur- inn veikist af berklum. Þá myndast sár í lungað og sjúkdómurinn kemst á hættulegt, smitandi stig. Fyrr á tímum virtist fólk mun næmara fyrir veikinni en nú er, sem sennilega stafar af betra almennu heilsufari fólks og aukinni líkamlegri hreysti. Húsa- kynnin höfðu líka mikið að segja, enda meiri líkur á berkiasmiti í þrengslum og saggafylltum húsakynnum upphafsára þessarar aldar en í allsnægtahúsnæði nú- tímamanna. Algengustu berklatilfellin nú er þegar gamlir berklar taka sig upp hjá eldra fólki vegna þess að ónæmissvörun líkam- ans hefur versnað. Þetta sést líka í alvarlegum sjúk- dómum eins og alnæmi þegar sjúkdómurinn eyði- leggur ónæmiskerfi líkam- ans. Gamalt berklasmit get- ur og tekið sig upp hjá van- nærðum einstaklingum og alkóhólistum. EINKENNI Sjúklingur með berkla er með hita og finnur fyrir slappleika, þreytu, lystar- leysi og nætursvita. Margir þessarar sjúklinga megrast mikið, enda ekki að ófyrir- synju að sjúkdómurinn var eitt sinn kallaður tæring. Einkennin frá lungum eru hósti, sem er yfirleitt þurr í byrjun en getur síðan orðið blóðugur. Rósahnútar eru blárauð þykkildi sem koma í og undir húðina, oftast framan á fótleggjum eða handleggjum. Rósahnútar þóttu eitt sinn dæmigerðir fyrir berkla. Greining sjúkdómsins byggist á því að rækta berklabakteríuna frá hráká eða úr magaskoli. Hrákinn er auk þess skoðaður í smásjá og leitað eftir bakteríunni. Lungnaberklar sjást líka á ýmsa vegu á röntgenmynd af lungum. Berklapróf sýnir hvort sjúklingurinn hefur fengið sjúkdóminn, en greinir ekki á milli gamallar eða nýrrar sýk- ingar. GÖMUL SAGA UM BERKLA Menn þekktu ekki berklaveiki fyrr á öldum en margar lýsingar á sjúkdóm- um í annálum og víðar gefa til kynna að um berklasmit hafi verið að ræða. Brynj- ólfur Sveinsson biskup í Skálholti á 17du öld var mikill mæðumaður. Fimm af sjö börnum hans dóu í barnæsku en tvö komust til manns, Ragnheiður og Halldór. í Biskupasögum Jóns Halldórssonar er and- láti Halldórs lýst, en hann lést á Englandi aðeins 24ra ára gamall úr „lungna- uppvisun ', sem sennileg- ast hefur verið berklar. Ragnheiður eignaðist með Daða Halldórssyni svein- inn Þórð sem biskupshjón- in tóku að sér eftir andlát Ragnheiðar. Hann lést síð- an aðeins 11 ára gamall úr „brjósterfiði með mæði, hósta og mattrega". Sveinn- inn ungi hefur því smitast af berklum eins og ætt- menni hans öll og hann deyr í blóma lífsins. Meðan berklar voru og hétu á ís- landi voru harmsögur sem þessi næsta algengar, enda lék sjúkdómurinn mörg heimili ákaflega grátt. MEÐFERÐ Áður fyrr var stundum beitt ákaflega groddaleg- um skurðaðgerðum til að loka berklasmitinu. Menn voru stundum „höggnir", en þá voru nokkur rif num- in á brott svo að lungað féll saman. Aðrir voru „blásn- ir“, en þá var brjósthimnan losuð frá efstu rifjunum og myndað holrúm utan um lungnatoppinn. Þetta hol- rúm var síðan fyllt með lofti eða föstum eða fljót- andi efnum svo að lungað féll saman. Með þessum að- gerðum var reynt að ioka sárinu í lunganu. Nú á tím- um eru notuð háþróuð sýklalyf sem drepa berkla- bakteríuna, svo ekki er lengur þörf á aðgerðum eins og þessum. Þau lyf sem mest eru notuð og gjörbreyttu útliti og horfum þeirra sem smituðust af þessum sjúkdómi eru: Is- oniazid, Rifampin, Pyr- azinamið og Ethambútol. Yfirleitt þarf að gefa þessi lyf í nokkurn tíma svo full- ur árangur náist. Næstum allir sem smitast af berkl- um geta fengið bót með nú- tímalyfjum, en þó eru margir um leið svo veikir af öðrum sjúkdómum að erfitt reynist að hjálpa þeim sem skyldi.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.