Pressan - 15.11.1990, Side 26

Pressan - 15.11.1990, Side 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER RÚSSARNIR ERU KOMNIR. Fimmmenningarnir Andrej Fílíppov, Oleg Tistol, Konstantín Reúnov, Sergej Míronénkó og Vladímír Míronénko. Margrét Rún kvik- myndaleikstjóri Skil ekki hvernig kvik- myndagerdar- menn geta lif- að á Islandi „Myndin vakti mikla reidi. Eftir frumsýninguna í Múnchen vard madur hálfáttavilltur, því þad var öskrad þvers og kruss um bíóid,“ segir Margrét Rún Guðmundsdótt- ir kvikmyndagerdarmadur um kvikmynd sína, „Hœttu nú þessu Woli, Hermann minrí', sem sýnd Iverður í sjónvarpinu nk. sunnu- 'dagskvöld. Myndina, sem er 40 mínútna löng, gerði Margrét Rún á öðru og þriðja ári í Kvikmynda- og sjón- varpsskólanum í Múnchen og hef- ur henni orðið vel ágengt með hana ytra. Stærsta svæðisbundna sjónvarpsstöðin í Þýskalandi hefur tekið hana til sýningar á næsta ári og danskt dreifingarfyrirtæki hef- ur tekið að sér að selja hana um heim allan. „Hættu þessi voli, Hermann" fjall- ar um Hermann Bunndeckel, sem er næsta ósáttur við sjálfan sig og leitar halds og trausts hjá Hjálp- ræðishernum. Þar hegðar hann sér hins vegar ekki vel og neyðist til að gera iðrun og yfirbót. Her- manni líður alveg hræðilega illa, en til að „hjálpa“ honum dugar lít- „Ekki ætlunin að gefa skít í Þjóð- verja," segir Margrét Rún Guð- mundsdóttir um mynd sína „Hættu nú þess voli, Hermann". Myndin vakti reiði margra Þjóðverja, en hún verður sýnd í sjónvarpinu á sunnudags- kvöld. ið annað en meiri kvikindisskapur og kvalræði. — Ertu að skíta þýsku þjóðarsál- ina út? „Nei, það ætlaði ég mér ekki að gera. En viðbrögðin eru slík, að ég hlýt að hafa snert hana eitthvað." Margrét Rún er ekki á leiðinni heim. Hún vinnur nú að handriti að kvikmynd í fullri lengd og er að leita að aðilum sem vilja fjár- magna hana. Kostnaður við myndina verður yfir 70 milljónir króna. „Já, ég vil reyna að „meika það“ hérna úti,“ svarar Margrét hiklaust þegar PRESSAN spyr hana um framadrauma ytra. „Eg skil ekki hvernig kvikmyndagerð- armenn geta lifað á íslandi. Hérna eru sjóðir úti um allt í löndum Evr- ópubandalagsins. í Þýskalandi hefur kvikmyndagerð verið í lægð eftir að Fassbinder dó og það er eins og Þjóðverjar séu að bíða eftir nýju fólki,“ segir Margrét Rún, en næsta mynd hennar fjallar einmitt um hvernig Þjóðverjar koma fram við hina ýmsu hópa útlendinga. Grétar Reynisson Pappír, strigi, flauel, léreft, málmur, tré.. „Það er ekki algilt að menn þurfi að finna sér sitt eigið form, sinn eigin stíl. Það hafa allir fullt leyfi til að reyna ný efni, nýtt form," segir GRÉTAR REYNISSON myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg á föstudag, 16. nóv- ernber, uppi í gamla Gallerí SÚM-salnum. Þetta er áttunda einkasýning Grétars og sú fjórða í Nýlistasafninu, en síðustu sýn- ingu sína hélt hann í Nýhöfn í fyrra. A sýningunni eru á annan tug teikninga og málverka unnin með blýanti, olíu, málmi, flaueli og akríl á pappír, striga og tré, allt ný verk unnin á þessu ári. Auk einkasýninganna og sam- sýninga hefur Grétar verið dug- mikill leikmyndahöfundur síð- ustu ár, nú á hann leikmyndina í sýningunni „Ég er hættur! Far- inn!“ í Borgarleikhúsinu og í fyrra átti hann leikmyndina í „Ljósi heimsins" í sama leikhúsi, en fyrir hana fékk hann Menn- ingarverðlaun DV. Listasafn íslands Beint í æð frá Moskvu Fyrsta sýningin á íslandi á sov- éskri samtímalist verdur opnud í Listasafni íslands um helgina und- ir yfirskriftinni „Aldarlok". Fimm ungir og framsœknir sovéskir myndlistarmenn sýna verk sín og verda vidstaddir opnunina. Lista- mennirnir eru A ndrej Fílíppov, 01- eg Tístol, Konstantín Reúnov og brœöurnir Sergej og Vladimir Mír- onénko. Sýningin er afrakstur samvinnu- verkefnis íslands og Sovétríkj- anna, en á síðasta ári var haldin sýning á verkum fimm íslenskra listamanna í Moskvu. Tveir listamannanna, Mír- onénko-bræðurnir, eru fulltrúar konseptlistastefnunnar í Moskvu, en meðal frumkvöðla þeirrar stefnu þar eru Ilaj Kabakov og Erik Bulatov, sem nú eru heims- þekktir. Sergej og Valdimír Mír- onénko hafa þegar hlotið viður- Á haustfundi norrænu bók- mennta- og bókasafnsnefndarinn- ar, sem er yfirnefnd norræna þýð- ingarsjóðsins, var ákveðið að veita styrki til þýðingar á þremur bók- um yfir á íslensku og einn styrkur var veittur vegna þýðingar á Völs- ungasögu á sænsku. Engin um- sókn lá fyrir vegna þýðinga á ís- lenskum nútímabókmenntum, að kenningu í Evrópu, en þeir gera sér mikinn mat úr sovéskri hug- myndafræði, eru óspart í and- stöðu við kerfið, enda voru þeir lengi vel undir smásjá KGB. Þeir Oleg Tístol og Konstantín Reúnov koma frá Úkraínu. Tjáningarform þeirra á upptök sín í suður-rússn- eskum barokkstíl svo og Úkra- ínu-stílnum, framúrstefnustíl sem var vinsæll í Úkraínu í upphafi ald- arinnar. sögn Þórdísar Þorvaldsdóttur borgarbókavarðar, sem sæti á í nefndinni. Af styrkjunum þremur fóru tveir til þýðingar á ljóðasöfnum. Hjört- ur Pálsson þýðir úrval ljóða eftir norska skáldið Rolf Jacobsen, en forlagið Urta geíur út. Pjetur Haf- stein Lárusson þýðir úrval úr ljóðasöfnum eftir sænska skáldið Gunnar Ekelöf og gefur forlagið Fótamál bókina út, en það er í eigu Birgis Svans Símonarsonar rithöf- undar og fleiri. Þá var veittur styrkur vegna þýðingar á bókinni Mysterier eftir Knut Hamsun. Þýð- andi er Úlfur Hjörvar og Forlagið gefur bókina út. Það er Svíinn Inge Knutsson sem þýðir Völsungasögu á sænsku, en Knutson hefur verið afkastamikill í þýðingum á íslensk- um nútímabókmenntum síðustu ár. Völsungasaga kemur út í ritröð- inni „Student-litteratur", sem hef- ur að geyma háklassískar bækur úr ýmsum áttum. Honey B. í þriðja sinn á Islandi Finnska rokk- og blússveitin HONEY B. & THE T-BONES heldur nokkra tónleika hér á landi dag- ana 21.-25. þessa mánaðar. Þetta er í þriðja sinn sem hljóm- sveitin kemur hingað til lands, en hún er nú á tónleikaferð um Evrópu og leikur á yfir 50 tón- leikum, í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Sviss og Þýskalandi, auk tónleikanna á íslandi. Á mið- vikudag kemur sveitin fram ásamt Vinum Dóra á stórtónleik- um á Borginni. Á fimmtudags- kvöld skemmta Honey B. á Tveimur vinum og einnig á föstudagskvöldið 23. nóvember og þá með hljómsveitinni Gal í Leó. Á laugardagskvöld treður sveitin upp á skemmtistaðnum Á ströndinni og íslandsferðinni lýkur síðan á Tveimur vinum á sunnudagskvöld. Þrír fengu styrk úr norræna þýðingarsjóðnum * Islenska hljómsveitin lífseig Þrátt fyrir ýmsar hrakspár er íslenska hljómsveitin nú að hefja tíunda starfsárið. Fyrstu tónleik- arnir verða á sunnudag, 18. nóv- ember, en alls er búið að skipu- leggja átta hljómsveitar-, kamm- er- og söngtónleika, auk eins tónvísindalegs fyrirlestrar í vet- ur. Á tónleikunum í Langholts- kirkju á sunnudagskvöld verður frumfluttur á íslandi hörpukon- sertinn „Strengdans" cftir MIST ÞORKELSDÓTTU R. Einleikari á hörpu er elísabet waage, en hún frumflutti verkið fyrir skömmu með Avanti-kammer- sveitinni í Helsinki. Bandaríska sópransöngkonan lynn helding syngur „Sumarnætur" eftir HEC- TOR BERLjOZ á þessum sömu tón- leikum. Önnur verk eru „Svíta" eftir POULENC og „Divertisse- ment“ eftir ibert. Stjórnandi er Örn ÓSKARSSON, sem hefur ný- lokið námi vestan hafs. Hann stjórnaði m.a. röð tónleika í Mexíkó í fyrra. SPAKMÆLI SIGURÐAR BREYTTIR TÍMAR I síðasta pistli ræddi ég um trú- mál. En nú rifjast upp fyrir mér gömul saga sem er á margan hátt lærdómsrík. Þegar ég var fjórtán ára nem- andi í Gaggó aust ritaði ég grein á móti kristindómsfræðslu í skólum og kom hún í skólablaðinu Blysinu rétt fyrir jólafrí 1963. Þá var ég í landsprófi. Ég færði rök fyrir þvi að heilagur andi hefði drýgt hór með Maríu mey þar eð hún var föstnuð Jósef þegar andinn mikli tók hana. Stenst sú rökfræði með sóma enn í dag. Hefur mér ávallt fundist þessi grein með því skásta sem ég hef skrifað. En það fannst skólastjóranum Sveinbirni Sigurjónssyni hins veg- ar ekki. Hann skipaði ritnefnd- inni, en í henni var m.a. Óttar Guð- mundsson nú læknir og dálka- penni Pressunnar, að rífa ósóm- ann þegar í stað úr blaðinu. Síðan kallaði hann á nemendur og kennara á sal. Og þar lýsti þessi hægláti maður því yfir blákalt að hinn ungi ritsmiður væri bilaður á geði. Þetta er bókstaflega satt og voru að því mörg hundruð vitni. En ég varð undireins heims- frægur í öllum gagnfræðaskólum í borginni. Og jafnaldrar mínir dáð- ust að mér óskaplega. Þann 3. janúar 1964 skýrði Vísir frá því að Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri hefði bent blaðinu á að „rétt fyrir jólin hafi birst grein í skóla- blaði einu hér í borg þar sem farið er slíkum orðum um kristindóm- inn að alla, sem virða þau mál ein- hvers, hljóti að setja hljóða". Og forstjórinn sagðist hafa klagað í ýmsa yfirmenn skóla- og kirkju- mála, svo sem „biskupinn, fræðslumálastjóra, fræðslustjóra Reykjavíkur, námsstjóra gagn- fræðastigs og formann Prestafé- lags íslands", og auk þess hefði menntamálaráðherra verið látinn vita um málið. En Gísli þagði auð- vitað um framkomu skólastjóra og kvaðst mjög kristilega „engan veginn gera þetta til að fordæma þennan pilt, sem greinina hefði rit- að“, heldur einungis í þeirri von að slíkar ritsmíðar unglinga í ríkis- skólum kæmu ekki aftur fyrir al- menningssjónir. En þó forstjórinn sé mikill vinur gamlingja botnar hann greinilega ekkert í sálarlífi unglinga, hvað þá unglings sem var næstum því yfir- skilvitlega tilfinninganæmur og hlustaði á h-moll-messti Bachsöll- um stundum. Pilturinn tók einmitt yfirlýsingu skólastjóra og skrif Vís- is sem harða fordæmingu og hvarf úr skóla skömmu síðar. Var náms- braut hans þar með á enda þrátt fyrir fjölhæfar gáfur. Pilturinn hef- ur þó alla tíð síðan reynt að sýna börnum og unglingum alveg sér- staka nærgætni. En hvað með þessi stórmenni skóla- og kirkjumála með Sigur- björn biskup í fararbroddi?Ekkert þeirra átaldi fólskuverk skóla- stjóra einu orði. Og skólastjórinn hugsaði sennilega aldrei út í af- leiðingar gerða sinna. Hvaða máli skipti svo sem einn unglingsskratti þegar blessaður kristindómurinn var annars vegar? En tímarnir breytast og menn- irnir með. Nú myndu svona at- burðir varla gerast. Það þykir sjálf- sagt að skólakrakkar njóti sama ritfrelsis og fullorðna fólkið. Og ef skólastjóri lýsti nafngreindan nemanda sinn brjálaðan á sal myndi honum trauðla verða vært í embætti fyrir reiði og hneykslan almennings. Heimurinn fer hægt og hægt batnandi þó einstaka menn, eins og títtnefndur greinar- höfundur, fari að vísu furðulega hratt og mikið versnandi. P.S. Og hann hefur því miður týnt gömlu skólagreininni. Ef ein- hver á eintak þætti honum gaman að fá afrit til minja um fagra ávexti kristindómsins.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.