Pressan - 14.03.1991, Side 8

Pressan - 14.03.1991, Side 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 Ný lög um heiladauða DAUBASTUND HDNDRADAS1A SJjKUNGS FLYTTH Lögin breyta þó litlu þar sem læknar hafa hingað til hætt virkri læknismeðferð ef sjúklingur hefur verið heiladauður eða batalíkur engar Á hverjum degi eru teknar ákvarðanir um líf og dauða sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Þessar ákvarðanir byggja á því sem er mögulegt til að viðhalda lífi. Ákvörð- un um líf og dauða hefur lent á heilbrigðisstéttinni sem ekki hefur stuðst við beinan lagagrundvöll við ákvarðan- ir sínar fyrr en nú. Þrátt fyrir að dauði sé nú skilgreindur við heiladauða hefur það litla sýnilega breytingu á störf heilbrigðisstéttanna því þær hafa um langt skeið orðið að taka ákvarðanir út frá því. Það má þó vera að form- legri dauðastund 100. hvers sjúklings verði flýtt til að mæta þörf fyrir líffæri til líffæraflutninga. Samkvæmt skilgreiningu Arnar Bjarnasonar yfirlækn- is, í grein í Læknablaðinu árið 1989, þá flokkast þetta að- gerðaleysi læknanna undir óbeint líknardráp, það er þeg- ar „meðferð er hætt og sjúklingurinn deyr af völdum sjúkdómsins". ÁÐUR LlFANDl NÚ LÁTNIR Áður en alþingi samþykkti þessi lög 20. febrúar voru engin lög um það hvenær maður væri látinn. Úr- skurðurinn var í höndum læknis og ákvörðunin var hans. „Menn nátt- úrlega studdust við þá aldagömlu hefð að ef hjartsláttur var hættur og maðurinn hættur að anda auk fleiri dauðamerkja eins og stirðnunar var maðurinn látinn," sagði Póll Ás- mundsson yfirlæknir á Landspítal- anum, en hann var einn þeirra sem sátu í nefndinni sem samdi hin nýju lög. Hann segir að í 99% tilvika verði áfram hægt að styðjast við þessi gömlu merki um dauða sem oftast leyni sér ekki. Það er í þessu eina prósenti sem breytingin felst. Þá getur þurft að ákveða með sérstakri skoðun hvort „Ég hef sjálfur slökkt á tækjum." um algert heiladrep er að ræða, ef svo er þá er sjúklingurinn látinn samkvæmt hinum nýju lögum. Sam- kvæmt eldri skilgreiningum var þessi manneskja lifandi og því lífi var viðhaldið með aðstoð véla. Nú er hún hins vegar talin látin og verj- andi að taka vélarnar frá henni. En hvernig hefur veriö með þessa sjúklinga hingaö til? „Það er óhætt að fullyrða það að ef þeir sjúklingar, sem eru í þessu ástandi, liggja áfram í öndunarvé! þá hættir hjartað að slá óafturkall- anlega eftir stuttan tírna," sagði Páll. Sagði hann að það skipti engu þó að öndunarvélin væri ekki tekin úr sambandi — hjartsláttur sjúklings- ins hættir af sjálfu sér áður en langt um líður. Það er því í raun tímasetn- ing dauðans sem breytist vegna

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.