Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 21
21 LISTAPÓSTURINN Flótti úr einum heimi yfir í annan Árni Ibsen, skáld og leiklistar- ráöunautur, spjallar um leikhás og Ijóöabók sína, Vort skaröa líf ,,Leikhúsiö er smámynd af heiminum og í því endur- skapast allir þœttir lífsins í sinni hörkulegustu og mýkstu mynd," segir Árni Ibsen skáld og leiklistarráöunautur ad- spurður um tengslin milli skáldskaparins og leikhúss- ins. „Ég hef orðið mjög þrúgað- ur af leikhúsi en á öðrum tím- um get ég ekki án þess verið. Skriftirnar eru að því leyti ólíkar leikhúsinu að þær grundvallast á fullkominni einveru og kannski er þetta flótti úr öðrum heiminum yfir í hinn. Það þarf meiri kjark til þess að leika en að skrifa. Að leika er ákveðin reynsla sem þú gengur í gegnum og að henni lokinni stendur lítið annað eftir en óljós minning. Skáldskapurinn er fyrir mér þörf til að skilgreina eitthvað Tilgangur sýningarinnar er helst sá að slíkar uppákomur veröi í framtíöinni veröugur vettvangur fyrir atvinnuljós- myndara og aö Ijósmyndun verði metin til jafns viö annaö listform en sem stendur hefur hún hefur veriö hálfgert oln- bogabarn í íslenskri listum- rœöu," segir Kristján Pétur Guönason hjá Skyggnu Myndverk hf. en fyrirtoekiö efnir til stórrar Ijósmyndasýn- ingar í vestursal Kjarvals- staöa nú um helgina þar sem allir helstu atvinnuljósmynd- arar á íslandi taka þátt. Sýningin er haldin í tengsl- sem er óljóst í huga manns sjálfs og koma því í skiljanlegt sámhengi. Á sama tíma og þú reynir að ná tökum á ein- hverju óræðu ertu líka að skapa. Ljóðin eru aflstöð sem þú safnar í orku og það er síð- an mælikvarði á listrænt gildi þeirra hvort sú orka skilar sér aftur til lesandans." Ljóöabók Árna, Vort skarða líf, kom út á síöasta ári: „Það er undarlegt að tala um þessa bók núna. Fyrst eft- ir að bók kemur út er maður eins og opin kvika í langan tíma á eftir. Ég held að tilfinn- ingin sé ekki ósvipuð líðan kvenna eftir barnsburð. En eftir því sem tíminn líður og maður fangar aðra hluti fer að verða auðveldara að horfa á hana hlutlægt eins og hver um við samkeppni er fyrir- tækið efndi til. Keppt er í mis- munandi flokkum og lögðu ljósmyndarar mest inn fimm myndir í hvern flokk. Alls bárust um 650 myndir í keppnina en 5 manna dóm- nefnd valdi úr um 150 Ijós- myndir á sýninguna. Sama dómnefnd mun síðan skera úr um hvaða myndir hljóta fyrstu verðlaun í hverjum flokki. Sýningargestum gefst kostur á að taka þátt í vali á mynd ársins og munu vinn- ingshafar úr þeirri kosningu verða heiðraðir sérstaklega af aðstandendum sýningar- annar lesandi og þá er bókin líka orðin eign allra sem slys- ast til að lesa. Mörg ljóðanna í bókinni minni eru mikið unnin og margræð. Ég leitast einnig við að láta formið tala og gefa Ijóðinu visst hljóðfall. Ég ákvað að gefa bókina út ínnar. í tengslum við sýninguna mun sr. Örn Friðriksson pró- fastur á Norðurlandi sýna 35 ljósmyndavélar úr safni sínu í aðalsal Kjarvalsstaða en safn Arnar er stærsta ljósmynda- safn í einkaeigu á íslandi. Samhliða sýningu Arnar og Skyggnu sýnir Ljósmynda- safn Reykjavíkurborgar gamlar myndir í forsal. Sýn- ingin sem stendur til þrítug- asta mars opnar fyrir boðs- gesti klukkan fjögur á laugar- daginn en klukkan sex fyrir almenning. sjálfur til að komast hjá því að þrauka þá bið sem fylgir því að leggja handrit inn hjá út- gáfu. Sjálfsútgáfa hefur líka í för með sér nánari tengsl við kaupendur." Þú yrkir mikiö um dauö- ann og hverfulleikann. „Dauðinn er partur af til- verunni og það eina sem við göngum að sem vísu. Við er- um á vissan hátt búin að varpa þessari staðreynd frá okkur og núorðið deyr fólk inni á stofnunum fjarri lífinu og í sumum tilfellum er fólki meinað að deyja og haldið gangandi með vélum þó að það ætti samkvæmt öllum lögmálum að vera dáið. Mér finnst dauðinn mjög heillandi þó að ég gangi ekki jafn langt og Beckett og segi að fólk eigi skammt eftir ódáið í staðinn fyrir ólifað. Þessi vitund hjálpar fólki hins vegar til að njóta Iífsins. Þó að menn séu ekki sínkt og heilagt að velta sér upp úr dauðanum þá hlýt- ur þessi afstaða að móta vit- und okkar og afstöðu til lífs- ins. Það er margt í mannlegri hegðun sem má rekja til vit- undarinnar um dauðann til dæmis trúin á eilíft líf.“ Nú ertu ekki bara Ijóöskáld heldur líka leikskáld og í fullri vinnu í leikhúsinu. Hvernig gengur að finna tíma fyrir skáldskapinn? Ljóðið kemur til manns og finnur sér tíma sem manni hefði aldrei dottið í hug að væri fyrir hendi. Mín vinna undanfarið hefur falist í því að lesa leikrit og vinna með texta og það er því frekar að vinnan í leikhúsinu styðji við skriftirnar. Mér f innst ég stöð- ugt fá næringu úr leikhúsinu og komi að því að það breyt- ist mun ég fara frá leikhúsinu. Leikhúsið er miskunnarlaust og maður verður stöðugt að vita hver tilgangur manns er til að missa ekki fótfestuna. Ég var einu sinni kennari og sá tími kom að ég var hættur að fá næringu úr starfinu og var farinn að malla áfram eins og vél. Þá hvarf ég frá kennslunni og prísa mig sæl- an nú í dag. Húmanísku gild- in í skólastarfi virðast vera á algeru undanhaldi og sjónar- miðin virðast öðru fremur vera þau að framleiða fólk sem getur aukið hagvöxtinn. Einu röksemdirnar sem virð- ast skiljanlegar nú í dag snú- ast um peninga. Þarna finnst mér að áherslubreytingar sé þörf enda eru húmanísk gildi mun mikilvægari og skila sér ekki síður út í þjóðfélagið. Skólastarf er ekki ólíkt leik- húsi á þann veg að þar er um smækkaða mynd af þjóðfé- laginu að ræða. Það verður því að vera leitandi og um leið efla það jákvæða í hverj- um einstaklingi fyrir sig.“ Árni hefur bœöi samiö og þýtt leikrit og viö spjöllum aö- eins um þann þátt ritstarf- anna. „Pinter var eitt sinn spurð- ur að því hvernig hann semdi leikrit og hann svaraði: „Ég sé fyrir mér persónu í her- bergi. Það kemur önnur per- sóna inn í herbergið og þær fara að tala saman." Það sem er mest spennandi við leik- hús er hvernig persónurnar þróast, þroskast og spila sam- an. Höfundar verða að forð- ast hroka og óbilgirni í leik- hússtarfi. Leikritun er sam- sköpun og leikari sem fær það hlutverk að vera tæki framvindunnar getur ekkert gefið verkinu. Það á að vera kostur í leikhússtarfi hvað margar persónur leggja hönd á plóginn við að skapa persónurn- ar. Það eru mjög fáir höfundar á ís-i landi sem valda því að skrifa fyrir leikhús. Það hlýt- ur að skrifast að einhverju leyti á það hversu fá leikrit eru gefin út á íslensku. Það verður að vera fyrir hendi jöfn leikritaútgáfa og eins og áður er sagt skilningur á því formi sem verið er að vinna með.“ Forleikur í dýrum og vírum „Börn eru skemmtilegir áhorfendur og láta afdráttar- laust í Ijós skoðanir sínar á myndlist, ég vildi því beina því sérstaklega til þeirra sem koma," segir Þórdís Alda Sig- urðardóttir myndlistarkona og bœtir við. „Eg held líka aö börn geti haft gaman aö þess- um myndum." Þórdís opnar sýningu í Ás- mundarsal á sunnudaginn. Sýningin sem ber yfirskrift- ina Forleikur í dýrum og vír- um er önnur einkasýning Þórdísar Öldu. „Ég leitast við að brjóta upp þennan kerfisbundna hversdagsleika," segir Þórdís Alda. „Eg vinn mikð með vír í myndunum mínum. Hann er gagnsær og prjónar sig áfram líkt og teikning en skapar um leið vissa ringul- reið sem dreifir athygli áhorf- andans á myndfletinum." Portret Sigurþórs Hallbjörnssonar, Ijósmyndara PRESSUNNAR, af Hallgrími Helgasyni myndlist- armanni. Þrjár myndir eftir Sigurþór (Spessa) voru valdar á sýninguna. Atvinnuljósmyndarar sýna 150 ljósmyndir á Kjarvalsstöðum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.