Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRMSSAM 18. JÚU 1991 N 1-barinn viö Klappar- stíg, sem verið hefur lok- aður undanfarnar vikur og mánuði, verður opn- aður að nýju um þessa helgi. Barinn hafa tekið á leigu tveir ungir menn, þeir SVEINN EYLAND, fyrrum þjónn í Óðinsvé- um, og TÓMAS HILMAR. N 1 verður opnaður með pomp og prakt í kvöld, en aðeins fyrir útvaida. Annað kvöld verður al- menningi svo leyfður að- gangur. Hrói höttur er í ööru hverju bíói þessa dag- ana, en HRÓI HÖTTUR er lika veitingahús vestur í bæ. Nánar tiltekið á Hringbrautinni, þar sem áður var Bleiki pardus- inn. Hrói höttur er skyndibitastaður, en þó af fínna taginu, því gestir fá matinn til sín á borðið eftir að hafa pantað við afgreiðsluborðið. Það er SVANBERG GUÐMUNDS- SON sem rekur Hróa hött. Áður en veitingastaður- inn TAJ MAHAL flutti af Laugaveginum niður á Hverfisgötu, þar sem Bandidos var áður, voru gerðar allmiklar breyt- ingar á staðnum. Hann var ekki aðeins málaður upp á nýtt aö utan, held- ur einnig að innan, en heiðurinn af þeim skreytingum á suður- ameríski listamaðurinn CHEO CRUZ. Nú, þegar búið er að skera niður blaðakaup í opinberum stofnunum, hvaö hafa ríkisstarfs- menn hugsað sér að gera í vinnunni? „Ríkisstarfsmenn munu halda áfram aö vinna vinnu sína, eins og þeir hafa alltaf gert.“ Páll Halldórsson, formaður BHMR. LÍTILRÆÐI af íslenskri menningu Stundum, þegar ég sit á veröndinni framanvið sveitasetur mitt undir Snældubjörgum og sleiki sólskinið, leiði ég hugann að íslenskri menningu. Ekki oft, en kemur fyrir. Enda er það nú einusinni svo að á stóru heimili er margt að snúast. Ég þarf að fylgjast grannt með uppeld- isaðferðunum sem tíkin beit- ir við hvolpinn, móðurást- inni sem blómstrar í atferli kattarófétisins, vexti og við- gangi folaldanna í haganum o.s.frv. Þá þarf að huga að því hvernig þúsundraddakliður bjargfugla í hömrunum fyrir ofan bæinn harmonerar við þrastakliðinn og flugnasuðið í hlaðvarpanum. Reglulega rennur mér svo í brjóst í sumarblíðunni og þeir kríublundir eru að verða óaðskiljanlegur hluti af dagsins önn þegar mikið er að gera. Það gefur augaleið að maður sem þannig er önn- um kafinn, vakinn og sofinn, hefur lítinn tíma aflögu til að leiða hugann að íslenskri menningu. Stundum finnst mér eins- og komið sé tómarúm í lista- deild sálarinnar vegna lang- varandi fjarvista frá höfuð- borgarsvæðinu þar sem mér skilst að listneyslan sé til marks um krásirnar á alls- nægtaborði menningarinn- ar. Og síðan sjá fjölmiðlarnir um að hampa því gómsæt- asta. Til þess að daga ekki alveg uppi, andlega séð, fylgist ég reglulega með æðaslætti ís- lenskrar menningar í fjöl- miðlum og við að taka þann púls verður mér æ ljósara að hornsteinar kúltúrsins í landi voru eru fótamennt og skallapopp. Dag hvern drekk ég í mig afrek íslenskra íþrótta- manna, sigra okkar í heims- meistaramóti heyrnar- lausra, hver sé að selja hverj- um hvern í íót- og handbolta og ofurmannleg afrek í kappakstri þar sem þeir ná lengst sem „bestir eru í drullunni" einsog það er kallað á drulluspyrnukeppn- ismáli. Og á tónlistarsviðinu fylg- ist ég grannt með þeim tón- listarmönnum sem hæst ber; hljómsveitunum „Sáð- láti, Sjálfsfróun, Haugsug- unni, Hlandforinni" og „Ber- um að ofan“ (ef ég man þá nöfnin rétt). Svo var það í gær, þegar ég sat á veröndinni á sveita- setri mínu undir Snældu- björgum, sleikti sólskinið og hugsaði um íslenska menn- ingu, að gamlan mann bar að garði. Öldungurinn falbauð mér tvær bækur. Þetta voru nýútkomin „Borgfirdingaljód" eftir 120 núlifandi borgfirðinga, á fjórðahundrað blaðsíðna kvæðasafn, og Smásögur, ljóð og leikrit eftir 142 borgfirskar konur undir nafninu „Og þá rigndi blórnum" Tvöhundruðsextíuogtveir borgfirskir höfundar á einu bretti með ljóð og laust mál og, að því er virðist, jafn sjálfsagt einsog að drekka vatn þegar mann þyrstir. I einhverju menningar- samfélagi hefðu þetta þótt merkileg tíðindi og frétt- næm fyrir fjölmiðla. Jafnvel merkilegri en fóta- mennt og skallapopp. Samt hefur þessa innleggs borgfirðinga í íslenska menningu ekki enn verið getið í íslenskum fjölmiðl- um. En um leið og ég þakka því góða fólki, sem staðið hefur að þessari útgáfu, inn- leggið í lífshamingju mína, hugsa ég sem svo: — Getur það verið að ís- lensk menning ætli að verða lífseigari en fjölmiðlarnir? Flosi Ólafsson Hulda Valsdóttir er 19 ára bankamær, sem verður tvítug þann 23. desember. Hún vinnur hjá Landsbankanum í sumar, en stefnir á Spán næsta vetur, þar sem hún ætlar að vera au-pair og læra spænsku um leið. Og já, hún Hulda er á föstu, eða sama sem. Hvað borðar þú í morgunmat? Ef ég borða morgunmat fæ ég mér léttsúrmjólk. Hvað kanntu að elda? Ég get bjargað mér. Hefurðu farið á tónleika með Sykurmol- unum? Nei. Veistu hvað er í tísku í sumar? Já, ég fylg- ist mjög vel með tískunni. Gengurðu með sóigleraugu? Já. Læturðu lita á þér hárið? Jáv En gerirðu það sjálf? Nei. Ertu búin að sjá Doors-myndina? Já. Mér fannst hún mjög góð. Hefurðu átt heima í útlöndum? Ég hef ekki átt heima í útlöndum, ekki ennþá. Kanntu dönsku? Það er voða takmarkað. Áttu fjallahjól? Nei. Ertu í Ijósum? Já. En ferðu f sólbað í sundlaugunum? Nei, ég hef ekki gert það lengi. Kitlar þig? Það fer eftir því hver gerir það. Hvernig strákar eru mest kynæsandi? Kærastinn. Hvort ferðu heldur á bar eða ball? Ball. Gætirðu hugsað þér að reykja hass? Nei, ég reyki ekki, þannig að það heillar mig ekki. Áttu mótorhjól? Nei. En bíl? Nei, ekki lengur. Við hvað ertu hræddust? Að verða svikin af vinum mínum. Syngur þú í baöi? Nei, það geri ég ekki. Hvert ætlarðu um verslunar- mannahelgina? Ég hugsa að ég verði heima. Hefurðu farið á sveitaball? Aldrei. Er Stefán Hilm- arsson sætur? Mér finnst hann hræðilegur með þetta skegg. Hvert er takmark þitt í lífinu? Vera hamingjusöm og ná þangað sem ég ætla. ABBALÖ6í DAIIDAROKKS jskan gengur í hringi, eins og glöggir vegfar- endur á götum borgar- innar hljóta að hafa tekið eftir fyrir löngu. Hippa- tískan er gengin aftur og allir þeir sem vilja vera virkilega „inni“ klæða sig í samræmi við það. ís- lenskir unglingar sem fylgja þessari tísku láta sér margir hveijir nægja notaðan fatnað frá því í kringum 1970, en hið sama verður ekki sagt um tískuliðið í útlöndun- um. Þar eyða menn stórfé í fatnað frá þekktum hönnuðum, sem líkist föt- um frá hippatímanum, en er jafnframt nýtískulegur. Því þótt tískan sé svipuð hefur hugsunarhátturinn breyst. Það er inni núna að kaupa sér dýran og vandaðan fatnað, en jafn- framt að vanda vel valið. Lykilorðið er nefnilega ekki lengur að kaupa eins mikið og maður get- ur, heldur kaupa lítið og vandað. Það má þess vegna vera dýrt. Hvenær skyldi annars koma sá dagur að verðlag í tísku- verslunum á íslandi verði í einhverju samræmi við gæði fatnaðarins sem verið er að selja? Hljómsveitin Opp Jors (The greater part) mun á nœstu dögum senda frá sér adra snœldu sína, The Plan-b- death. Sveitina skipa ungir piltar, sem útskrifuðust úr Æfingadeild Kennaraháskól- ans sídastliðid vor, en hvar þeir œtla ad setjast á skóla- bekk á hausti komanda neita þeir algerlega ad gefa upp. Þetta eru þeir Bardi Jóhanns- son (Sledge the postman) og Lárus Magnússon (Latly). Strákarnir gefa þá skýringu á titli snœldunnar, sem þeir gefa út sjálfir, ad ,,planid“ sé bardagaadferd, íþví fólgin aö reka hnéd í loerið á andstœd- ingnum. Þetta fullyrda þeir ad sé einstaklega vont og pottþétt ráð til að yfirbuga mótherjann. Opp Jors hefur ekki leikið á tónleikum í meira en hálft ár, en áður voru þeir nokkuð iðnir við að koma fram. Barði og Lárus segjast ekki vera með nein áform um slíkt í ná- inni framtíð. „Það er alltof mikið vesen.“ Tónlistin sem þeir leika er frumsamin, nema þau lög sem eru tekin upp eftir Abba og Presley og færð í þungarokksbúning. Framtíðaráform OppJors? „Við stefnum á Japans- markað." Bítlahattarfráum 1966 og derhúfa frá Comme des Garcons árið 1990.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.