Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18.JÚU 1991 Jón Valur Jensson ættfræðingur Frændi Snorra og Haraldar harðráða Dn'ijnr í§lcit§ftor |ijóð^ögur Þaö orö lá á einum kunn- asta klerki landsins aö hann væri öllum mönnum spar- samari. Raunar er óhætt aö segja aö hann hafi beinlínis verið nískur, já, hreinrækt- aður nirfill. Guösmaöurinn var afar útsjónarsamur og eyddi ekki peningum nema tilneyddur; börnum sínum gaf hann fram eftir öllum aldri aldrei annaö en lopa- sokka eöa vettlinga sem prestsfrúin prjónaði í gríö og erg. Og þannig var eina ástæða þess aö hann gekk í Frímúrararegluna sú, aö klerkar greiða þar engin fé- lagsgjöld. En sparsemi prestsins bitnaöi einna haröast á vagnstjórum Strætisvagna Reykjavíkur. Þrátt fyrir aö honum safn- aöist smám saman talsvert fé keypti hann aldrei bíl en fór daglega til kirkju sinnar meö strætó. Eins og nærri má geta óx guðsmannin- um í augum aö þurfa aö borga fyrir sig og meö tím- anum varö hann mjög út- sjónarsamur viö aö ferðast ókeypis. Þannig stóö hann löngum á skrafi viö vagn- stjórana í akstri (sem nátt- úrlega var bannað) og hreinlega „steingleymdi" aö borga. Þegar vagnstjór- arnir rukkuöu prestinn reif hann hins vegar upp stóran seðil og spuröi hæverskur: Getið þér skipt þessu? Þaö gátu þeir vitanlega aldrei. Þannig liðu árin og hver vagnstjórinn á fætur öör- um varö gráhæröur yfir prestinum. Þegar leiö að því aö presturinn léti af störfum — eftir aö hafa ferðast svo aö segja ókeyp- is um borgina í 40 ár — tóku vagnstjórarnir sig loksins saman og sögöu hingað og ekki lengra. Og næst þegar presturinn dró upp seðil af stærstu gerö reif vagnstjór- inn upp veskið og hvæsti: Þú skalt fá aö borga, þótt ekki sé nema einu sinni. Gamli presturinn tók aldrei aftur strætisvagn. (Úr heilagramanna- og nirfilssögum.) Einn alræmdasti kvenna- maður siðasta áratugar gekk í hjónaband eftir aö hafa látiö greipar sópa meðal kvenfólks Reykjavik- ur um nokkurra ára skeiö. Vinir hans áttu bágt meö aö trúa að hann yröi góöur og trúfastur eiginmaður — og það kom bráðlega á dag- inn. Eftir að hjónabandiö hafði varaö í tvær vikur brá gleöimaöurinn sér út á lífið, og hitti glæsilega stúlku á bar. Þau ákváðu að fara saman á ball en til þess þurfti hann aö hafa fata- skipti. Þau voru oröin nokk- uð vel við skál og hann tók hana meö sér heim þar sem hin konan hans beið þung á brún. Konan hellti sér yfir hann með óbóta- skömmum og lét svo dæl- una ganga yfir lagskonu hans. Maðurinn brá ekki svip, smellti sér í jakkafötin og þegar kona hans geröi örlitið hlé á máli sínu sagði hann viö stúlkuna, um leið og hann nikkaöi höföinu aö konunni: Iss, taktu ekkert mark á henni. Þetta er syst- ir mín og hún lætur alltaf svona þegar hún er full! Hjónabandinu lauk skömmu síðar. (Úr dólgasögum.) Hann er örugglega með þekktustu ættfræðingum landsins, kominn m.a. af þeim Snorra Sturlusyni og Haraldi harðráða, og bú- inn að grúska í ættfræð- inni í mörg ár. Jón Valur Jensson er guðfræðingur að mennt en hefur alveg iátið prestskap eiga sig. I staðinn hefur hann fengist við að hjálpa hundruðum forvitinna Islendinga að finna út hverjir voru for- mæður þeirra og -feður. Hann segir að ættfræðin sé að sjálfsögðu áhugamál en þetta sé fyrst og fremst vinna og lifibrauð. Hvenær fórstu að verða var við þennan almenna ætt- fræðiáhuga íslendinga og hvað ætli valdi honum? „Þetta hefur verið undir- liggjandi og reyndar landlægt hér á landi í margar aldir. En núna, með auknum frítíma fólks og kannski sérstaklega með sívaxandi útgáfu ætt- fræðirita og -þátta í blöðun- um, hefur þetta orðið áhuga- mál margra. Fólki þykir áhugavert að vita deili á mönnum og ættum. Einn þáttur í þessu eru ættfræði- námskeið, en þar hefur fólk getað farið út í að rekja ættir sínar sjálft. Svo eru þessi niðjamót, sem líklega hafa aldrei verið fleiri en nú í sum- ar, þau hafa líka áhrif á þenn- an aukna áhuga.“ Eru menn kannski í þessu fyrst og fremst til að finna fræga frændur og forfeður til að geta montað sig af? „Það er þá helst í því sem birtist í dagblöðunum, þar er gjarnan verið að reyna að tína til fræga stjórnmála- menn sem kunna að vera í frændgarði þeirra sem þar er fjallað um. Það hefur náttúr- lega lengi loðað við ættfræð- ina að rakið er til höfðingja- ætta, einfaldlega vegna þess að það er auðveldara að rekja sig í gegnum embættis- mannaættir og þá til þekktra manna á ofanverðum mið- öldum. Hitt er eðlilegt að mönnum þyki vænt um að geta rakið ættir sínar til Jóns Arasonar biskups og Snorra Sturlusonar og annarra þekktra kappa á fyrri tímum." Snobba Islendingar sér- staklega fyrir ákveðnum ætt- um? „Það eru alltaf til snobbað- ir einstaklingar, þeir verða að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég held að þjóðin almennt sé nú ekkert snobbuð fyrir þessum fínu ættarnöfnum eins og Bri- em, Thorarensen Thorsteins- son og svo framvegis. Þetta er ósköp eðlilegur hlutur og þessar ættir eru jafn blandað- ar í sambandi við atvinnu og stéttir og aðrar ættir. Það er kannski eitthvað meira um áberandi fólk í þeim.“ Er ekki svona flokkun í ætt- ir líkleg til að tvístra mönnum í stað þess að sameina þá? „Ekki tel ég það, nei. Að vísu getur það virst þannig fyrir suma, en þetta verður nú frekar til að treysta vissa samheldni í ættum. Þessi ætt- rækni sem núna er við lýði hjá íslendingum er alveg óháð því hvort um hinar svo- kölluðu fínu ættir er að ræða eða ekki. Þetta er svona viss átthagatryggð og frændsemi sem verið er að rækta." Eftir öll þessi ár í ættfræði- athugunum ertu þá farinn að vita, þegar þú sérð fólk á götu, hvaða ættum það til- heyrir? „Nei ég stunda ekki þá iðju að reyna að bera kennsl á menn með því móti. Það eru sumir mjög færir í þessu, en mitt svið er meira að rekja ættir fyrri tírna." Er áhugi á ættfræði farinn að dreifast á alla aldurs- flokka, eða eru það einhver sérstök tímamót í lífi fólks sem valda því að þessi áhugi vaknar? „Þetta dreifist orðið á alla aldurshópa, sérstaklega hef- ur þess gætt á seinni tíma hvað yngra fólk hefur fengið aukinn áhuga. Hins vegar er það oft svo við miðjan aldur að þessi áhugi fer að vakna af krafti." En hafa þessar ættfræði- rannsóknir einhvern gagn- legan tilgang? „Fyrir utan skemmtana- gildi, eða ánægjuna sem fólk fær út úr þessu, er ættfræði grein sem nýtist bæði sagn- fræðingum og þjóðfélags- fræðingar líta líka til hennar. En það eru kannski fyrst og fremst erfðafræðingar og læknar sem hafa bein not af ættfræðinni í sambandi við rannsóknir sínar, bæði í sam- bandi við ættgengi á arfgeng- um sjúkdómum og almenn- um eiginleikum mannfólks- ins. Það hafa verið gerðar ýmsar athuganir hér á Iandi sem hafa nýst í vísindaritum, s.s. doktorsritgerðum sem byggðar hafa verið á ætt- fræðilegum upplýsingum." En hverjum af forfeðrum þínum ert þú hreyknastur af? „Ég er að sjálfsögðu ánægður yfir að geta tengt mig Snorra Sturlusyni, Jóni Arasyni biskupi, Páli í Selár- dal og öfum hans Arngrími lærða og Magnúsi prúða og einnig Ólafi Jónssyni, skáldi á Söndum. Það er líka gaman að vita af Haraldi harðráða Noregskonungi og Karla- magnúsi, þeim merka manni, ef rétt er að íslendingar séu komnir af honum." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Unglingur sem drekkur eða neytir fíkniefna Góðviðri undanfarinna daga hefur vakið gleði í regnvotum sálum Reykvík- inga, því í mörg ár hafa menn barist sumarlangt í rigningarofsa og hlustað á ákafa fréttamenn segja sög- ur af sól og blíðu fyrir austan og norðan. Mikill fjöldi fólks leggur leið sína í miðbæ Reykjavíkur á siðkvöldum og hefur löggæslumönnum stundum þótt nóg um. Ég brá mér í bæinn eina helgina um miðnætti og virti mann- lífið fyrir mér. Unglingafjöld var á ferli fram og aftur um göturnar ásamt eldra fólki. Drykkjuskapur var mikill og ófalinn. Eldri sem yngri reik- uðu, slöguðu, hlupu eða skálmuðu um götur og sveifluðu bjórdósum, vín- flöskum eða vodkaflöskum. Feimnislegir lögreglumenn stóðu álengdar og horfðu á mannfjöldann renna fram hjá eins og mórauða jökulá um haust. Ég velti því fyrir mér hvort allir þessir drukknu unglingar ættu ekki einhvers staðar for- eldra. Hvað finnst þeim um þessi drykkjulæti í góðviðr- inu? DRYKKJUSKAPUR OG PLATÓ Drykkjuskapur unglinga hefur um árabil verið land- lægur á íslandi. Fólk hefur sætt sig við að ungt fólk 14—15 ára gamalt sé farið að drekka reglulega um helgar. Sumir foreldrar kaupa vín fyrir börn sín fljótlega eftir fermingu „svo að þau þurfi ekki að fara eitthvað annað". Þetta er mikil óheillaþróun; áfengi er hættulegt efni sem hefur víðtæk líkamleg og andleg áhrif á neytandann. Fólk verður óstöðugt á fót- um, dómgreindarlítið, hömlulaust og leyfir sér ým- islegt sem það gerir'ekki ódrukkið. Áfengi veldur minnisleysi og brennivíns- dái þegar mikið er drukkið sem er mjög skaðlegt fyrir heilafrumur vaxandi ein- staklings. Þetta kemur fram í slökum námsárangri, áhugaleysi og vandræðum í samskiptum við kennara og félaga. Regluleg áfengis- neysla unglings hægir á eðli- legum tilfinningalegum og líkamlegum þroska. Það er ekki að ófyrirsynju að lög- gjafar á öllum tímum hafa reynt að stemma stigu við drykkjuskap unglinga. Plató, gríski heimspeking- urinn, bannaði strákum und- ir 18 ára aldri að smakka vín „því að enginn skyldi bæta eldi á eld“ (drykkjuskapur stúlkna var óhugsandi). Lykurgus, löggjafi í Spörtu á 9du öld f. Kr„ vildi sýna fram á skaðsemi drykkju fyr- ir unga menn. Hann hellti stundum þræla sína fulla til að sýna ungum Spartverjum hversu kjánalegir og ósjálf- bjarga þeir yrðu. A seinni tímum hafa unglingar í æ ríkara mæli farið að neyta annarra vímuefna eins og kannabiss. Kannabisreyk- ingar hafa víðfeðm áhrif á andlegt atgervi, minni og einbeitingu Jirakar og neyt- andinn verður áhugalítill og afskiptalaus um eigið líf og framtíð. EINKENNI DRYKKJU Helstu einkenni unglings sem farinn er að drekka í óhófi eða neyta vímuefna eru þessi. Endurtekin aga- brot á heimili; hann kemur seint heim að nóttu eða laumast út í skjóli nætur. Skólaskróp og lélegur náms- árangur, tilefnislaus ólund, breytt hárgreiðsla og klæða- burður, versnandi hreinlæti. Nýir vinir sem fjölskyldan má ekki kynnast; löng sím- töl þar sem unglingur snýr andliti í vegg og hvíslar. Blóðhlaupin augu og erfitt að horfast í augu við við- mælendur. Skapsveiflur alla vikuna; rólegur á mánudegi til miðvikudags, vaxandi pirringur og spenna á fimmtudegi til föstudags, föstudag og laugardag kátur og hress; slappur og ræfils- legur á sunnudegi. Þetta stafar af andlegri fíkn í áfengi eða vímuefni sem sveiflar einstaklingnum þeg- ar nær dregur neyslustund. AÐGERÐIR Mér finnst að ekkert for- eldri eigi að sætta sig við drykkju fólks yngra en 18 ára. Áfengiskaup fullorð- inna fyrir unglinga eru for- kastanlegur ósiður sem ein- ungis ber vitni uppgjöf og ræfildómi gagnvart vanda- málinu. Ákveðnar agareglur eiga að gilda á heimili varð- andi útivist og heimkomu. Unglingur verður að finna fyrir aðhaldi sem foreldrum ber að sýna honum. Ef regl- um heimilis er ekki fylgt verður að beita einhverjum aðgerðum sem unglingur- inn virðir. Best er að stjórna vasapeningum eða ákveðn- um munum sem unglingun- um eru kærir. Ef reglur eru brotnar fær viðkomandi engan eyðslueyri eða missir skellinöðruna sína um stundarsakir. Fullorðnir verða auk þess að gefa sér tíma til að ræða mál í róleg- heitum án þess að prédika eða æsa sig upp. Það þarf að styðja unglinginn til að standast þann þrýsting sem kemur frá öðrum unglingum að drekka eða neyta vímu- efna. Foreldrar verða auk þess að skoða eigin neyslu. Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verst er afskiptaleysið þegar ungl- ingur finnur að enginn skipt- ir sér af honum og hann fær að haga sér að vifd. SORGLEG ÞRÓUN Saga íslenskrar þjóðar er saga hömluleysis varðandi áfengi. Á liðnum öldum hef- ur fjöldi ungra efnismanna og kvenna glatað framtíð sinni á hálum vegum Bakk- usar konungs. Nöfn þekktra gáfumanna sem drekktu sér fullir í síkjum Kaupmanna- hafnar eða drukknuðu ölv- aðir í ám og sjó við ísland flugu gegnum hugann þar sem ég stóð á Lækjartorgi þessa sumarnótt. „Hvenær er fullfórnað?" hugsaði ég með mér. Síðan gekk ég út í Hljómskálagarð og settist við styttuna af Jónasi Hall- grímssyni og spjallaði við hann. „Skelfing vildi ég eiga öll kvæðin þín sem þú áttir eftir að yrkja þegar þú dast fullur í stiganum forðum. Það voru kannski fegurstu kvæði íslenskrar tungu.“ Mér fannst eins og styttan kinkaði kolli í kyrrðinni en í fjarska heyrðust drukknir menn reka upp gól.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.