Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚLf 1991
Dellur, öfgar og önnur geðveiki sem
hellistyfir fyllibyttuna þegar loksins
rennur afhenni.
Það kannast allir við þurra
alkann sem kemur út úr með-
ferð með þann heilaga ásetning
að þurrka upp alla ættina og
allan vinahópinn. Eins kannast
margir við þurra alkann sem
er alltaf í sundi, líkamsrækt
eða á AA-fundum og í engu
meira sambandi við daglegt líf
en þegar hann var sífullur. Eða
þann sem lætur það verða sitt
fyrsta verk að kaup hest, vél-
sleða, hefilbekk eða hellir sér
út í módelflugvélasmíði. Og
líka gamla leppalúðann sem
mætir einn daginn með blásið
hár, í Boss-jakkafötum og hrá-
silkiskyrtu.
Miðað við allar þær öfgar og
djöfulskap sem þurrir alkar
virðast þurfa að ganga í gegn-
um er ekki skrítið þótt makar
GATIÐ SEM BRENNIVINIÐ
SKILUR EFTIR
í raun er það kannski ekki furða
þótt fyllibytta komi sér upp dálítið
öfgakenndri hegðun fyrst eftir að
innrætta folk í heimi, heldur hefur
það hitt heilan herskara sem hefur
verið álíka eða verr innrættur. Og
í ofanálag hefur það öðlast von
um að skána að innan.
ar sig a eftir að rennur af honum
er að hann lítur ekki sérlega vel
út. Hann er grár og gugginn og
með úrsérvaxna klippingu. Og
þegar hann fer yfir fataskápinn
FYLLIBYTTUR fara ekki til tannlœknis. Þad er hins uegar eitt af þvi fyrsta sem fyllibyttan ger-
ir eftir aö rennur af henni.
þeirra dæsi og trúi vinum sín-
um fyrir því að makinn hafi í
raun verið skömminni skárri
þegar hann drakk.
ÞÓTT menn séu orönir edrú á
flestum sviöum geta þeir veriö
blindfullir í peningamálum.
Gróöaplön og peningadraumar
sem veröa til í meöferöinni
reynast því oft martraöir þegar
þeir rœtast.
Nú þegar þúsundir íslendinga
hafa farið í meðferð og reynt að
hætta að drekka með misjöfnum
árangri hefur þjóðin kynnst ann-
arri hlið á ölkunum. Frá því að
Egill Skallagrímsson gekk um hel-
sjúkur af alkóhólisma hefur hún
vitað allt um hvernig þeir eru þeg-
ar þeir eru virkir. En eftir að AA
tók að skjóta rótum á sjötta ára-
tugnum, og enn frekar eftir að
Freeportararnir komu SÁÁ á
koppinn undir lok þess áttunda,
hefur hún fengið að kynnast þeim
óvirkum.
Og eftir að hafa kynnst þeim
fullum hefði þjóðin svo sem getað
sagt sér það sjálf að þeir yrðu
ekki alveg eins og fólk er flest. Að
minnsta kosti ekki strax eftir að
rynni af þeim.
rennur af henni. I mörg ár hefur
hún lifað fyrir áfengi.
Venjuleg fyllibytta gengur í
gegnum að missa smátt og smátt
áhugann á öllu nema áfengi sé
með í spilinu. Hún nennir ekki í
útilegu nema það verði nóg af
rauðvíni með útigrillinu. Hún
hættir að heimsækja þá sem bjóða
ekki upp á vín. Undir lokin um-
gengst hún ekki ótilneydd aðra en
drykkjufélagana og gerir ekkert
nema áfengi sé haft um hönd. Og
undir það síðasta gerir hún ekkert
— nema drekka.
Þegar síðan rennur af fyllibytt-
unni er því risastórt gat þar sem
brennivínið var. Hún verður að
finna upp á einhverju nýju til að
láta dagana líða og hún verður að
fá útrás fyrir félagsþörfina með
einhverjum öðrum en drykkjufé-
lögunum.
Til að komast yfir þetta verður
að fylla holuna sem brennivínið
skildi eftir sig með einhverju. Ef
fyllibyttan gerir það ekki er líklegt
að hún falli og detti aftur í það.
Það er þessi hola í lífi hins ný-
þurrkaða alka sem kallar á allar
öfgarnar, dellurnar og sérkennileg-
heitin sem gerir þá stundum
svona óþolandi — en líka svo dá-
samlega hlægilega á köflum.
TRÚBOÐAR
Þekktasta einkennið á fyllibytt-
um sem koma úr meðferð er trú-
boðshamurinn. Alkinn linnir ekki
látum fyrr en hann hefur trúað
öllum sem heyra vilja (og reyndar
miklum mun fleiri) fyrir því hvers
hann hefur orðið vísari.
Sumir ganga um götunnar og
vilja einungis trúa öðrum fyrir
þeirri nýju sýn sem þeir hafa feng-
ið á eigið líf. Þetta er í raun mjög
skiljanlegt. Þetta fólk er nýbúið að
átta sig á því að það er ekki verst
En þó þetta sé skiljanlegt er það
hvimleitt engu að síður. Það getur
verið álíka þreytandi að hlýða á
drykkju- og upprisusögu og að
heyra drauma fólks.
Áðrir horfa hins vegar ekki fyrst
og fremst í eigin barm heldur ann-
arra. Skyndilega opnast augu
þeirra fyrir því að þeir hafa alla
ævi verið umkringdir alkóhólist-
um. Og þar sem auðveldara er að
fást við vandamál annarra en sín
eigin hellir þetta fólk sér af fullum
þunga í að koma vitinu fyrir alk-
ana í fjölskyldunni og vinahópn-
um.
Því miður hafa hinir nýþurrkuðu
alkar rétt fyrir sér í sumum tilfell-
um. Seinna meir lærist þeim hins
vegar að predikanir eru ekki alltaf
rétta leiðin til að fá virkan alka til
að átta sig.
SJÁLFSVIRÐINGIN STAGBÆTT
MEÐ MERKJUM ÞEKKTRA
TÍSKUHÖNNUÐA
Eitt af því fyrsta sem alkinn átt-
EITT af því fyrsta sem fyllibytt-
an áttar sig á eftir aö rennur
af henni er aö hán lítur ekki
sem best út. Margir nýþurrkaö-
ir alkar hella sér því út í aö
bœta úr því þegar þeir koma
heim.
sinn kemst hann oftast að því að
hann fór úr tísku um það leyti
þegar hann hóf drykkjuna fyrir al-
vöru.
Þótt flestir alkar láti sér nægja
að hafa sig örlítið til eru nokkrir
sem hella sér út í það af mikilli al-
vöru. Þeim nægir ekki að fá lit í
kinnarnar heldur liggja þeir flatir
á sólbaðstofunum þar til þeir eru
orðnir kaffibrúnir. Þeir fá sér strip-
ur, gullspangargleraugu, hringa og
keðjur (þegar grár fiðringur bætist
ofan á fá þeir sér fleiri keðjur og
hringa) og þeir hlaða á sig fötum
með viðurkenndum merkjum.
Það síðasttalda, föt með merkj-
um þekktra hönnuða, er ein út-
breiddasta aðferðin sem fólk notar
til að hífa sjálfsvirðinguna upp.
Það er sagt að fötin skapi mann-
inn og nýr maður verður bæði til í
huga þeirra sem horfa á fötin og
þess sem klæðist þeim. Með því
að fara í viðurkennd föt öðlast
fólk sjálft hluta af viðurkenning-
unni.
Eftir margra ára óreglu og
slæmt mannorð er fólk með illa
leikna sjálfsvirðingu. Þeir alkar
sem leitast við að bæta hana upp
með nöfnum tískuhönnuða þurfa
því ekki eitt merki heldur mörg.
Þeir eru vísir til að henda gifting-
arhringnum sínum og fá sér nýjan
með viðurkenndu vörumerki.
í LEIT AÐ HORFINNI
EIGINKONU OG VESKI
Annað sem fyllibyttan áttar sig
oft á þegar af henni rennur er að
hún er ekki lengur gift. Og hún
áttar sig einnig á því að börnun-
um líður ekki vel í návist hennar.
Hjá mörgum hinna nýþurru
verður það að höfuðmarkmiði lífs-
ins að endurheimta þetta tvennt;
fyrrverandi makann og ást barn-
anna. Og ekkert verður svo orku-
eða tímafrekt að það sé ekki þess
virði að reyna það til að ná hinni
glötuðu fjölskyldu saman. Og þeg-
ar það hefur tekist kemur stund-
um í Ijós að í raun var þetta frekar
verkefni sem alkinn setti sér en að
það væri vilji hans að ná konunni
aftur.
Annað sem fyllibyttan áttar sig á
er að hún er blönk og rúmlega
það. Ef samanlagðar skuldir eins
umgangs af vistmönnum á Vogi
yrðu lagðar saman mundi sú fjár-
hæð sjálfsagt nægja til að reisa við
fiskeldið í landinu. Þeir sem
fylgdu á eftir gætu síðan séð um
að halda því á floti með skuldum
sínum.
Þótt ölkunum sé ráðlagt að fara
sér að engu óðslega unna sumir
sér ekki hvíldar fyrr en þeir hafa
greitt skuldirnar. Þá skiptir engu
máli þótt þeir vinni myrkranna á
milli og lifi á bökuðum baunum.
Og í raun er það bara krydd á
ósköpin. Fyrst þeir gátu hegðað
sér svona illa er það bara gott á
þá.
AA-LJÓN í SUNDI OG Á
KAFFIHÚSUM
En þótt margir nýþurrkaðir alk-
ar hegði sér svona eru þeir síður
en svo færri sem gera ekki neitt
til að grynnka á skuldunum. Og
viss hópur nýþurrkaðra alka gerir
i raun ekkert yfir höfuð.
í meðferðinni er það nokkuð
brýnt fyrir ölkunum að fara vel
með sig að meðferð lokinni. Sjálf-
sagt er það að hluta til gert til að
fyrirbyggja að þeir helli sér út í
einhverja helvítis delluna eða ætli
sér á fyrsta mánuðinum að bæta
upp allt illt sem þeir hafa af sér
gert eða bæta sjálfum sér upp allt
það sem þeir hafa farið á mis við.