Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRMSSAM 18. JÚLÍ 1991 21 * Agætasta fólk gleymir skynseminni í bókmennta- umræðunni segir Kolbrún Bergþórsdóttir, kennari, sölumaður og bókmenntagagnrýnandi á Áðalstöðinni. menntum en í raun og veru er það aukaatriði hver skrifar þær. Þegar ég hugsa um ábyrgð gagnrýnenda fyllist ég skelfingu því að hún er svo mikil. En dómar samtíma- manna eru enginn lokadóm- ur. Tíminn er hinn eini óskeikuli lokadómari." En hefur þig aldrei langad til ad skrifa skáldsögu? „Mig langar mikið til þess,“ segir Kolbrún dreymandi á mínu sem dagbókin hendir ekki reiður á. Þetta hefur mikið tilfinningalegt gildi fyr- ir mig, því að fólk týnist manni og deyr og sjálfur tek- ur maður ýmsum breyting- um. Þegar ég lít yfir það sem ég skrifaði fyrir nokkrum ár- um rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds, er við mér blasa alls kyns sleggjudómar um menn og málefni og mestu andans jöfrar og snill- ingar voru vegnir og metnir nota ég þann tíma til að lesa, hlusta á góða tónlist og fara í gönguferðir. Ég held mikið upp á klassíska tónlist, ekki síst óperur, og ég á gott bóka- og plötusafn. Og síðast en ekki síst er gott að nota tím- ann til að sitja við tölvuna og skrifa með rauðvínsglas við höndina. Það er hin full- komna hamingja. ÁSTIN OG LISTIN Ég held að ástin og listin sem maður reynir að gera vel.“ BÓKMENNTAUMRÆÐAN HEFUR FJARLÆGST VERKIN Hefur bókmenntaumrœd- an almennt ekki fjarlœgst fólkid of mikid? Eru þessir þœttir kannski tilraun til ad ná betur til hins almenna les- anda? „Það er kannski öllu verra að bókmenntaumræðan hef- ur fjarlægst verkin of mikið. Það ber mest á tvennskonar umræðu. Annarsvegar mjög klisjukenndri og hinsvegar þeirri sem fjallar meira um kenningar erlendra fræði- endum hættir til að blanda saman persónu höfunda og verkum þeirra. Verkið á að standa eitt og það á að meta það þannig. Einhver bók- menntaspekingurinn sagði við mig um daginn að Einar Kárason væri kjöftugur og gengi í ljótum leðurjakka. Ég svaraði að ég fengi ekki skilið hvernig hann yrði verra skáld fyrir það. Mér finnst ágætasta fólk stundum gleyma skyn- seminni í bókmenntaumræð- unni. Þetta verður einskonar áhlaup á verkið og maður er engu nær. ÉG FYLLIST SKELFINGU Fólk á að unna góðum bók- svip. „En það þarf svo óskap- lega mikinn þroska og hæfi- leika til að skrifa góða bók,“ segir hún síðan ströng og fyr- irtektarsöm. „Mér finnst ég ekkert hafa í það. En mér fer nú frekar fram en aftur. Reyndar skrifa ég smávegis fyrir sjálfa mig og skúffuna." DAGBÓKARSKRIF Bladakona getur ekki setiö á sér aö forvitnast nánar um þetta innihald skúffunnar? „Þetta eru til dæmis dag- bókarskrif — ég hef haldið dagbók í tíu ár — og með henni fylgja ljósmyndir, blaðaúrklippur og fleira. Það gerist ekkert merkilegt í lífi ansi léttvægir. Þegar maður er ungur er maður fullur af fordómum og það eru í raun- inni árin sem færa manni víð- sýni." EKKERT UM ÞAÐ AÐ SEGJA Kolbrún er ófáanleg til aö rceba ástamál sín og segist hafa ímugust á fólki sem kunni ekki aö eiga einkalíf án þess aö hlaupa meö þaö í blööin. Hún segir þó: „í rauninni er ekkert um það að segja annað en það að ég hef aldrei kynnst ástinni á þann hátt sem ég hefði viljað. Ég á mér vissulega líf fyrir ut- an vinnuna og oftar en ekki séu það tvennt sem mestu máli skiptir í iífinu. Það getur verið að listin sé merkilegri, en ég þori ekki að fullyrða það. Hugsaðu þér hvað Hall- dór Laxness hefur gert mikið á ævi sinni. Hann var þess megnugur að breyta hugsun- arhætti og lífi heillar þjóðar. Það er ekki til betri uppalandi en góður rithöfundur." Viö sitjum á veitingahúsi í miöborginni og tilaö Kolbrún heröi upp hugann bendir blaöakona á ungan upprenn- andi mann í gráköflóttri skyrtu. — Þessi maöur sagöi í viötali viö Framlíf aö hann kúkaöi alltaf þrisvar á miö- vikudögum því þá fengi hann Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Það reyndist vandaverk fyrir bladakonu PRESSU að ná tali af Kolbrúnu Bergþórsdóttur, bók- menntagagnrýnanda Að- alstöðvarinnar. Það tókst ekki fyrr en búið var að fá nánustu aðstandendur til að kortleggja vinnustað- ina og hringja síðan inn skilaboð á nokkra hinna fjölmörgu staða sem státa af því að hafa Kolbrúnu í vinnu. Kolbrún gæti verið kennari dóttur þinnar eða litla frænda þíns, hún gæti séð um að þú fengir blöðin á réttum tíma á morgnana eða selt þér eitthvað sem þú hefur engin not fyrir i gegnum síma. Kolbrún er allar þessar konur með stæl og síðast en ekki síst bókmenntafræðingur og gagnrýnandi á Aðalstöð- inni. „Það atvikaðist þannig að Guðríður Haraldsdóttir átti að hafa bókmenntaþátt og hana vantaði gagnrýnanda," sagði Kolbrún. „Ég er henni ákaflega þakklát fyrir að hafa haft samband við mig því það hefur gefið mér svo mikla lífs- fyllingu að fjalla um bækur. Þetta eru öðru fremur óform- legir rabbþættir um bók- menntir," segir Kolbrún. „Það er fyrst og fremst því að þakka hvernig Gurrí er gerð. Hún er mjög ósnobbuð og lít- ið gefin fyrir titlatog og þætt- irnir taka mið af því.“ FYRST OG FREMST VINNA Nú hafið þið fengið við- brögð við þáttunum, en alls ólík þeim sem bókmennta- þættir fá venjulega. Ólíkleg- asta fólk sér sig knúið til að skrifa lesendabréf um bók- menntaþátt Aðalstöðvarinn- ar: „Ég er mjög glöð yfir þess- um viðbrögðum. Fólk stöðv- ar mig einnig stundum á götu og vill ræða þættina og að sjálfsögðu geri ég það með mikilli ánægju. En auðvitað er þetta fyrst og fremst vinna manna en verkin sjálf. I beinu framhaldi af því er mér mein- illa við Júlíu Kristevu-skrif Helgu Kress og ég er sann- færð um að hún hefur unnið íslenskum bókmenntum mik- ið ógagn með bullinu í sér. Þeir karlmenn sem ekki telja eftir sér að skrifa lærðar rit- gerðir um Batman og vélsag- armorðingjann eru litlu skárri. ÞÁ GRÆT ÉG Ég læt mér ekki koma til hugar að ég sé afburða gagn- rýnandi. Ég á margt ólært og geri vitanlega mistök. Ég er ákaflega hrifnæm og ef bók- menntaverk snertir mig djúpt græt ég. Ég veit ekki hvort þetta er kostur eða löstur á gagnrýnanda. í bókmennta- gagnrýni þarf næmi, víðsýni og heiðarleika gagnvart verkinu og það er einn bók- menntafræðingur hér heima sem mér finnst hafa þetta allt til að bera. Það er Guðmund- ur Andri Thorsson. FERÐALOK Ég öfunda hann af skrifum hans — í jákvæðri merkingu þess. Mér verður á að hugsa þegar ég les það sem hann skrifar: mikið vildi ég að ég gæti skrifað svona vel. Ein besta bókmenntagrein sem ég hef lesið á íslensku var grein Guðmundar Andra um Ferðalok eftir Jónas Hall- grímsson. Hann er besti bók- menntafræðingur sem við eigum í dag, en ég er ekki viss um að hann gæti orðið einn af okkar bestu rithöf- undum. Mér finnst þó allt eins líklegt að hann gæti það. Guðmundur Andri gæti varla skrifað vonda bók; hann er of flínkur." KJÖFTUGUR MAÐUR í UÓTUM JAKKA Helduröu aö fólk taki al- mennt mikiö mark á bók- menntagagnrýni? „Það stendur ritdómum fyrir þrifum hvað gagnrýn- „Ég held að ástin og listin séu það tvennt sem mestu máli skiptir í lífinu.“ hveitibrauö og hafragraut í morgunmat hjá mömmu sinni. ÞEIR BREYTTU LÍFI MÍNU Kolbrún lætur sér fátt um finnast en segir þó: „Ég er þrjátíu og fjögurra ára gömul og fann minn farveg fremur seint. Ég fór í Kennarahá- skóla íslands og kynntist þar meðal annars tveimur kenn- urum sem breyttu lífi mínu. Það voru þeir Ásgeir Björns- son, sem nú er látinn, og Baldur Hafstað. Þeim fannst ég eiga erindi í Háskóla ís- lands og það má segja að þeir hafi sent mig þangað. Ég hef stundum sagt sem svo að ég eigi þessum mönnum allt að þakka. Ég tilbað þá og geri enn. Ásgeir lést úr krabbameini fyrir tveimur árum og var mjög veikur fyrir andlát sitt. Hann var þó enn að gefa mér ráð og hvetja mig. Ásgeir var einn þessara merkilegu manna sem bregða birtu á umhverfi sitt og þegar slíkir menn deyja glatar umhverfið nokkru af Ijóma sínum. Ég ímynda mér alltaf að hann fylgist með mér einhversstað- ar frá. Þannig hefði ég viljað hafa það.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.