Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚU 1991 7 Gjaldþrot heildsölufyrirtækis Ólafs H. Jónssonar FJÖLSKYLOAN KEYPTIINNBUI fasteignabrask eru öðru fremur talin hafa grafið undan viðskiptaveldi Ólafs H. Jónssonar. RETT FYRHH GJRLDPRRTHI Gjaldþrot Hags hf. teygir anga sína víða enda áttu fyrirtækið og aðaleigandi þess, Ólafur H. Jónsson, hlut í mörgum öðrum fyrirtækjum. Er ljóst að fara verður yfir ýmis þau kaup sem fyrirtæki í eigu Qölskyldumeðlima Ólafs hafa átt við hið gjaldþrota fyrirtæki á síðustu mánuðum. Þriðjudaginn 9. júlí óskaði Ólafur H. Jónsson verslun- armaður eftir því að heildsölufyrirtæki hans, Hagur hf., yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotið er stórt, enda var rekstrartap fyrirtækisins 43 milljónir á síðasta ári. Það gerist þrátt fyrir að Hagur hafi selt mikið af eigum fyrirtækisins, svo sem hlutafé í Stöð 2 og þrjú fyrirtæki. Engar fasteignir finnast í þrotabúinu, sem virðist eignalít- ið. Rétt fyrir gjaldþrotið keypti fyrirtæki í eigu fjölskyldu Ólafs innbúið af Hag hf. Bústjóri þrotabúsins mun athuga hvort ástæða er til að höfða riftunarmál út af þessum samningum og einnig sölu á fyrirtækjum í eigu Hags í lok síðasta árs. Dugguvogur 12 er heimkynni fjölmargra fyrirtækja í kringum fjölskyldu- veldi Ólafs H. Jónssonar. Það er ljóst að verslunarveldi Ól- afs H. Jónssonar er nú hrunið, en um leið og gjaldþrot Hags hf. ber að höndum bendir margt til þess að Ól- afur verði kallaður til ábyrgðar vegna skattrannsóknar á Stöð 2. Eins og komið hefur fram telur skattrannsóknardeild ríkisskatt- stjóra að söluskattsskyld velta Stöðvar 2 hafi verið vantalin um 157 milljónir króna árin 1986, 1987 og 1988. Allan þann tíma var Ólafur einn aðaleigenda fyrirtækisins og einn af stjórnendum þess. Hefur komið fram að núverandi stjórn Stöðvar 2 telur þetta vera vandamál fyrrverandi stjórnarmanna, ef um refsivert athæfi reynist vera að ræða. 1986 var Ólafur framkvæmda- stjóri Stöðvar 2, 1987 var hann fjár- hagsstjóri og 1988 var hann sjón- varpsstjóri. Hann var skráður per- sónulega fyrir einhverju hlutafé í byrjun, en það var þó fyrst og fremst Hagur sem átti hlutafé hans, sem allt var selt fyrir gjaldþrotið. GÍFURLEGT TAP ÞRÁTT FYRIR EIGNASÖLU Hlutafélagið Hagur hf. var stofnað á gamlársdag 1987. Tilgangur fyrir- tækisins var inn- og útflutningur, heildsala og smásala ásamt rekstri fasteigna. Hlutafé var 5,1 milljón króna. Stofnendur voru Ólafur H. Jónsson, kona hans, Gudrún Árna- dóttir, Jón Pétur Jónsson, bróðir Ól- afs, Jónína Rútsdóttir, kona Jóns, og Einar Marinósson. Ólafur, Jón Pétur og Einar mynda stjórn félagsins. Tap af rekstri Hags hf. á síðasta ári var upp á 43 milljónir króna. Um leið og þetta mikla rekstrartap átti sér stað seldi fyrirtækið mikið af eigum sínum. Þar skal fyrst nefnt hlutafé í Stöð 2 upp á 63,9 milljónir króna, en hluturinn var seldur Kaupþingi í desember síðastliðnum. í apríl í fyrra keypti Hagur hf. reið- hjólaverslunina Örninn. Orninn var síðan seldur aftur í nóvember síðast- liðnum og er Jón Pétur fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og einn aðaleigenda. Sömuleiðis var verslunin Vestur- röst seld og aðalsmerki Ólafs, Hum- melbúðinn í Ármúla. Hummielbúðin í Ármúla 40 var rekin af fjölskyldu- fyrirtækinu Piróla hf., sem stofnað var 1938 og er með hlutafé upp á 275 krónur. Það var Gísli Óskars- son, verslunarstjóri Hummelbúðar- innar, sem keypti búðina. Hvað varð um andvirði þessarar fyrirtækjasölu er eitt af því sem bú- stjóri þarf að fá úr skorið. Það er Páll Arnór Pálsson hrl. sem hefur verið skipaður bústjóri, en skiptaráðandi er Gréta Baldursdóttir. Páll sagðist ekki geta tjáð sig um fjárhag búsins en játaði að allir samningar fyrir- tækisins yrðu vandlega athugaðir. Sem kunnugt er þá er hægt að rifta sölusamningum sem gerðir eru innan 6 mánaða frá gjaldþroti, en ef um fjölskylduaðila eða aðra ná- tengda er að ræða má fara allt að tveimur árum aftur í tímann ef bú- stjóri telur það nauðsynlegt til að vernda hagsmuni búsins. FJÖLDI FYRIRTÆKJA í KRINGUM HAG Eitt af verkum skiptaráðanda og bústjóra verður að greiða úr því fyr- irtækjakraðaki sem verið hefur í kringum Hag. Fyrst má nefna þrota- bú Skóhúss H.J. Sveinssonar, sem er einnig í eigu Ólafs og sýndi rekstrar- tap á liðnu ári upp á 10,7 milljónir króna. Nákvæmlega sömu aðilar stóðu að stofnun Skóhússins og Hags. Þrotabú Skóhússins fellur nú inn í þrotabú Hags. Þá má geta þess að á vegum Hags var um tíma rekin verslunin Lífsstíll í Kringlunni, en að sögn Jóns Péturs var þeim rekstri hætt þegar ljóst varð að hann stæði ekki undir sér. Það munu ekki vera nema nokkrar vikur síðan þeim rekstri var hætt, en þar var meðal annars verslað með skíðafatnað sem seldist ekki mikið af í vetur. í apríl 1990 keypti Ólafur rekstur Sportklúbbsins í Borgartúni 32. Það gerði hann í samvinnu við Sigurð Sveinsson handknattleiksmann. Þeir Ólafur og Sigurður gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna kaupanna og 16. maí síðast- liðinn leysti fyrri eigandi, Óskar Kristjánsson, staðinn til sín. Sam- kvæmt heimildum PRESSUNNAR átti Sigurður að sinna rekstri staðar- ins, en það datt uppfyrir þegar hann gerði samning við Atletico Madrid á Spáni. Mun reksturinn hvorki hafa verið fugl né fiskur í höndum þeirra félaga. Á seinni hluta síðasta árs keypti Óskar síðan verslunina Vesturröst af Ólafi og stofnaði Sportvöruverslun- ina Vesturröst hf. um reksturinn, en fyrirtækið var stofnað í desember síðastliðnum. Vesturröst var stofnuð af föður Ólafs og hafði verið lengi í eigu fjölskyldunnar. Eins og áður hefur komið fram á Hagur hf. engar eignir heldur leigði húsnæði í Dugguvogi 12. Um þá húseign hafði verið myndað eignar- haldsfélagið Dugguvogur 12, stofn- að 12. mars 1988. Stjórn fyrirtækis- ins skipa þau Ólafur, Jónína, Einar, Jón Pétur og Guðrún. FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI KONU ÓLAFS KEYPTIINNBÚIÐ Þeir samningar sem vekja hvað mesta athygli eru viðskipti fyrirtæk- isins Hans Eide hf. við Hag rétt fyrir gjaldþrotið. Hans Eide hf. var stofn- að á sjöunda áratugnum og er skráð fyrir 300 króna hlutafé. Skömmu fyrir gjaldþrotið var það síðan endurvakið, nánar tiltekið 28. mars síðastliðinn eða rúmum þrem- ur mánuðum fyrir gjaldþrot Hags. Stjórn fyrirtækisins mynda Guðrún Árnadóttir, kona Ólafs, Einar Marin- ósson og Ólafía K. Kristjánsdóttir, kona Einars, en hún er jafnframt skráður framkvæmdastjóri. Fyrir- tækið er skráð á heimili þeirra Ölaf- íu og Einars en hefur aðsetur í Dugguvogi 12. Fyrirtækið Hans Eide keypti ýmsa iausafjármuni, svo sem lager og inn- bú, af Hag hf. skömmu fyrir gjald- þrotið. Ólafur hefur einnig reynt fyrir sér í kaupum og sölum á fasteignum og keypti til dæmis Vesturgötu 6 og 8, þar sem meðal annars veitingastað- urinn Naustið er rekinn. Voru þau kaup skráð á Hag, en eftir því sem komist verður næst voru eignirnar seldar skömmu fyrir gjaldþrotið en höfðu áður meðal annars verið aug- lýstar til nauðungarsölu. Er það hald margra, sem til rekstrar Ólafs þekkja, að það hafi verið fasteigna- brask hans og hlutafjárkaup í Stöð 2 sem fyrst og fremst hafi grafið und- an veldi hans. Ekki hefur enn unnist tími til að auglýsa eftir kröfum í búið, en kröfu- lýsingafrestur er tveir mánuðir. Ekki náðist í Ólaf H. Jónsson, sem að sögn bróður hans er á ferðalagi um landið. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.