Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18.JÚLÍ1991 Hvers á Jón Pálí að gjalda? Jón Páll Sigmarsson, sem hingad til hefur veriö álitinn sterkasti maður heims, má bíta í þaö súra epli aö vera í þridja sœti á afrekalista ís- lenskra kraftlyftingamanna. Fyrir ofan Jón Pál eru bœdi Hjalti Úrsus Árnason og Magnás Ver Magnússon. A kraftlyftingamóti á Akur- eyri á dögunum náði Hjalti þeim áfanga að verða sterk- asti kraftlyftingamaður Evr- ópu um þessar mundir. Hjalti hefur lyft 1.017,5 kílóum í samanlögðu í 125 plús-flokki. Magnús Ver hefur lyft 1.015 kílóum og Jón Páll 970 kílóum. Næstur á eftir Jóni Páli kemur Torfi Ólafs- son, en hann hefur lyft 912,5 kílóum. A sama tíma og íslenskir kraftlyftingamenn eru í hópi fimm bestu þjóða í heimi bíð- ur Kraftlyftingasambandið nú örlaga sinna í skiptarétti Kópavogs, en félagið er gjald- þrota. ITENGSLl Eiríkur Jónsson útvarps- maður er frændi Ólínu Por- varðardóttur borgarfulltrúa eins og Herdís Þorgeirsdóttir rit- stjóri sem er barn lögreglu- sjjóra eins og Arni Sigurjónsson bók- menntafræðingur sem ver- ið hefur ritstjóri tímarits Máls og menningar eins og Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur sem er son- ur fyrrverandi fréttastjóra hjá RÚV eins og Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri sem á ættir að rekja í Breiðdalinn eins og Helgi Hóseasson smiður sem er utan þjóðkirkjunnar eins og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sem var í skóla í Edinborg eins og Páll Hannesson skóla- stjóri Bankamannaskól- ans sem starfað hefur sem blaðamaður eins og Árni Johnsen alþingis- maður sem samið hefur lög fyrir gítar og söngraddir eins og Jónas Tómasson tónskáld sem er læknissonur eins og Eiríkur Jónsson útvarps- maður TÍMPLARAR BYGGJA 21 NÝTT KLÓSETT í GALTALÆK Þad œtti enginn að þurfa að vœta svœðið á Bindindis- mótinu í Galtalœkjarskógi nú, frekar en endranœr. Móts- haldarar hafa ár hvert keppst við að halda svœðinu þurru og hafa að þessu sinni brugð- ist myndarlega við aukinni aðsókn með því byggja 21 nýtt vatnssalerni. „Allur undirbúningur mótshaldara fyrir mótið í ár miðast við að hægt verði að taka við fleiri gestum en á síð- asta móti. Þótt gæslan á svæðinu sé hert á hverju ári, og ítrekuð tilmælin um að skilja áfengið eftir heima þeg- Trúi ekki öðru en hann rigni hressilega — segir eigandi Regnfatabúdarinnar, sem glímir viö „ískyggilegar" afleiöingar blíöviörisins ,,Það mætti alveg rigna, þótt ekki vœri nema rétt til að minna á okkur. Annars er þetta ekki alveg dautt, því fólk á íslandi hreyfir sig lítið án þess að taka með sér ein- hvern regnfatnaö. Það á eftir að rigna hressilega, ég bara trúi ekki öðru,“ sagði Linda Harðardóttir í Regnfatabúð inni, en ískyggilegar afleið- ingar blíðviðrisins að undan- förnu eru smám saman að koma betur í Ijós. Auk þess að hrella eigend- ur Regnfatabúðarinnar hefur sólin tekið sinn toll af reið- hjólaeigendum, sem þurfa að glíma við bíræfna reiðhjóla- þjófa sem spretta upp um leið og sólin glennir sig. Þessu til staðfestingar er haft eftir tals- manni lögreglunnar í Morg- unblaðinu, ,,að fólk sem ekki hefur efni eða nennu til að kaupa sér reiðhjól þegar það langar til að þeysa um- göt- urnar í sólskininu, taki þá hjólhesta nágrannans ófrjálsri hendi". Þá hafa andstæðingar áfengisbölsins fengið enn eina blauta tuskuna framan í sig, því fram hefur'komið að sala á bjór og léttvíni hefur stóraukist í sólinni. Og ekki nóg það; menn kaupa ekki bara eina og eina flösku, heldur láta þeir sér ekki nægja minna en þriggja lítra fernur. ar farið er á bindindismót, eru það gestirnir sjálfir sem ráða mestu um það hvernig til tekst, fólkið sem heldur tryggð við staðinn og fjöl- skyldurnar sem vilja skemmta sér í áfengislausu umhverfi," segja mótshaldar- ar um viðbúnaðinn að þessu sinni. FENGU ÍSLANDSHEIM- SÓKN AÐ LAUNUM FYRIR TILTEKT HEIMA HJÁ SÉR Fótboltaliðið í Kúlusúk kom hingað til lands í vikunni í boði flugfélagsins Odin Air. Liðið hefur síðustu ár tekið að sér að þrífa bœinn áður en aðalferðamannatraffíkin hefst. Að launum hefur flug- félagið Odin Air boðið leik- mönnunum íslandsferð. Grænlensku knattspyrnu- hetjurnar hugðust leika hér nokkra vináttuleiki, meðal annars við lið Bílddælinga, en Bíldudalur er vinabær Kúlusúk. Það er rétt að taka fram að farmiðarnir, sem féiagar í Kúlusúkliðinu fengu, gilda fram og til baka. KYNLÍF Hverjir eiga ad ráöa barneignum? Ég telst til þess hóps af fólki sem vill ekki að núver- andi fóstureyðingalöggjöf verði þrengd. Ég tel að kon- ur eigi sjálfar að fá að ráða barneignum sínum en ekki ríkið. Fóstureyðing er alltaf örþrifaráð og ég á erfitt með að trúa því að þær konur sem leita eftir fóstur- eyðingu noti hana sem einskonar „getnaðarvörn" og leiki sér að því að leggj- ast inn á sjúkrahús til að láta eyða fóstri. Slíkar kon- ur eru örugglega afar fáar. Meirihluti kvenna lítur á fóstureyðingu sem örþrifa- ráð. En lítum á helstu ástæður þess að fóstureyðingar eru heimilaðar með lögum. Þegar fóstureyðingalöggjöf hefur verið rýmkuð, líkt og gerðist meðal okkar árið 1975, bætir það andlega og líkamlega heilsu kvenna. Til dæmis er hægt að sjá í skýrslum að inn- lögnum á sjúkrahús vegna ófullkominna fóstureyð- inga sem gerðar eru af skottulæknum hefur fækk- að. Sömuleiðis dauðsföllum sem rekja má til óiöglegra fóstureyðinga. Konur sem vilja eyða fóstri hætta ekki JONA INGIBJÓRG JÓNSDÓTTIR allar við það þótt fóstureyð- ingar séu bannaðar. Þær leita allra ráða til þess og sumar aðferðirnar geta beinlínis verið lífshættuleg- ar. Enda hefur það sýnt sig að það er algengara að konur séu fegnar þegar fóstureyðingin er afstaðin en að þær finni til sorgar eða þunglyndis vegna ákvörðunar sinnar. Ef fóst- ureyðingar væru bannaðar hefðu konur með feita pyngju aðeins efni á því að fara til útlanda og verða sér úti um tiltölulega hættu- lausa fóstureyðingu. Lög gegn fóstureyðingum myndu síst stuðla að jafn- rétti milli efnameiri og efnaminni kvenna. Þá geta læknisfræðilegar ástæður legið að baki því að fóstureyðing er fram- kvæmd. Áður en fóstureyð- ingar af læknisfræðileg- um ástæðum urðu lögleg- ar áttu mikið veikar konur engra annarra kosta völ en að ganga í gegnum hættu- lega meðgöngu og fæðingu eða fara í hættulega ólög- lega fóstureyðingu. Ef sett yrðu lög sem gera fóstrið í móðurkviði jafnrétthátt og konuna sem er barnshafandi er hætt við að þau yrðu erfið í fram- kvæmd. Slík lög stríða gegn persónulegu frelsi sem okkur er öllum annt um. Það hljómar eins og í þriðja klassa vísindaskáld- sögu ef einhverjum yrði falið það verk að standa vörð um fóstur hjá ófrískri konu. Konur færu bara að leyna þungun sinni svo stóri bróðir kæmist ekki að þunguninni. Hver er réttur hvers í þessu sambandi? er afar flókin siðferðisleg spurning, en við getum sagt að konan sjálf hljóti alltaf að vera annað og meira en fóstrið sem vex í líkama hennar. Lífið í dag snýst æ meir um valkosti og konur vilja fá að ráða hvenær börnin koma. Þær eru hreint ótrú- legar sögurnar af lang- ömmum okkar sem reyndu allra handa aðferðir til að komast hjá þungun — með misjöfnum árangri. Ég hef heyrt um eina sem geymdi grænsápu í leggöngunum í mörg ár en sú aðferð reynd- ist árangurslaus getnaðar- vörn. Slys eða nauðgun á til dæmis ekki að þurfa að koma í veg fyrir að stúlka geti lokið pámi af því hún varð ófrísk gegn vilja sín- um. Þá ætti ekki aö refsa konu eða unglingsstúlku fyrir augnablikskæruleysi eða vanþekkingu og láta hana eignast barn þvert of- an í vilja sinn. Mér er kunn- ugt um að ákveðin samtök hér á landi, sem berjast fyr- ir afnámi fóstureyðinga af félagslegum orsökum, vilji bæta hag mæðra svo fleiri konur sjái sér fært að eign- ast barnið í stað þess að íhuga fóstureyðingu. Ég veit ekki alveg hvað átt er við með að „bæta hag" konunnar, en það að eign- ast barn krefst annars og miklu meira en bara pen- inga. Það er tuttugu ára vinna að eignast og ala upp barn. Vinnan krefst þolin- mæði, tíma og ástar og hana getur enginn gefið nema ættingjar barnsins. .. . ég hef heyrt um eina sem geymdi grænsápu í leggöngunum í mörg ár en sú aöferd reyndist árangurslaus getnadarvörn Ég er hrædd um að „bættur hagur" kvenna myndi ekki breyta miklu um það hvort konur ákvæðu að fara í fóstureyðingu eða ekki. Auðvitað hafa fæðst mörg börn sem „komu undir" öllum á óvart. Hver þekkir til dæmis ekki sögur um „lykkjubörn", börn sem urðu til þótt móðirin væri með lykkjuna? Margar kon- ur sætta sig við óvænta þungun og bjóða börnin sín velkomin í heiminn, en alls ekki allar, og það er heldur ekki hægt að ætlast til þess: Ef konu yrði þröngvað til að ganga með barn og fæða það eru líkur á að hún ætti erfitt með að bjóða það velkomið. Og hver óskar barni þess? Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.