Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAM 18. JÚLÍ 1991 smaa letrið Nú er Islandsmótið i knatt- spyrnu nákvæmlega hálfnað ug Fram er i efsta sæti með 19 stig en Vesturbæjarljónin i KR eru aðeins einu stigi á eftir. i, fyrra voru Valsmenn i efsta sæti þegar 9 umferðum var lok- ið, einmitt með 19 stig, og KR-ingar voru þá lika með 18 stig. Fram lúrði i þriðja sæti með 16 en varð engu að siður íslandsmeistari þegar upp var staðið: Fékk 38 stig. Það fengu KR-ingar líka en töpuðu á markahlutfalli. Valur hrapaði hins vegar niður i fjórða sæti. (ÍBV náði þá þriðja sætinu.) í hittifyrra, árið 1989, voru Vals- menn líka I efsta sæti eftir hálfnað mót en Fram, FH, KA og KR fylgdu fast á eftir. Og þá náðu Akureyringar islands- meistaratitlinum en Valur end- aði i fimmta sæti. (Væri kannski rétt að stytta íslands- mótið fyrir Valsarana?) Ef við bökkum enn eitt ár aftur í tim- ann, til 1988, sjáum við að lín- urnar voru mjög skýrar. Fram var langefst eftir 9 umferðir með 25 stig, hafði unnið átta leiki og aðeins gert eitt jafntefli. Valsarar vpru i öðru sæti með 17 stig og ÍA (lið i annarri deild) var þá i þriðja sæti. Þessi röð breyttist ekkert, ekki einu sinni þótt Valur ynni tólf leiki i röð. Svekkjandi, maður! En mörkin? Núna er Hörður Magnússon úr FH á mikilli sigl- ingu og hefur skorað 7 mörk, eins og Steindór Elison Breiða- bliki. Guðmundur Steinsson er skammt undan með 6 mörk. Þegar mótið var hálfnað i fyrra voru þeir Guðmundur og Hörð- ur báðir búnir að skora 6 mörk en Hörður var drýgri í seinni hlutanum og varð markakóng- ur með 13 mörk. Guðmundur og Ragnar Margeirsson úr KR komu næstir með 10. Hörður og Guðmundur hljóta að hafa fastan kvóta þvi ihittifyrra voru þeir lika báðir búnir að skora 6 mörk eftir 9 umferðir. Þá vann Hörður líka, með 12, en Guð- mundur skoraði alls 9, eins og Pétur Pétursson úr KR. Annars er Guðmundur að nálgast hundrað marka múr- inn. Hann er búinn að skora 86 mörk i fyrstu deild. Efstur frá upphafi er þingmaður Reykvík- inga, Ingi Björn Albertsson, sem skoraði alls 109 mörk. Nú þjálfar hann Valsara og þeim gengur einmitt bölvanlega að koma tuörunni i netið. Kannski fer Ingi Björn að dusta rykið af takkaskónum? En nú stefnir semsagt i ein- vigi Fram og KR.Þáerágætt að vita þetta: Fram hefur til þessa leikið 603 leiki i fyrstu deild. unnið 267, gert 138 jafntefli en tapað 198 sinnum. Liðið hefur' skorað 1.034 mörk en fengið á sig 916. KR hefur leikið alls 611 leiki, unnið 262, gert 161 jafn- teflien tapað 188 sinnum. Fram hefur þannig örlitið forskot á Vesturbæingana. Eitt enn: Stærsta deildartap KR i sam- anlagðri sögu félagsins var gegn Fram. Það var rótburstið mikla, eða hrunið eins og gamlir KR-ingar kalla leikinn þegar Fram vann KR 7—0. Það var að visu árið 1922 en sárin' eru ekki að fullu gróin ennþá... Tvifarakeppni PRESSUNNAR — 4. hluti Tvifarar vikunnár eru tveir al- íslenskir alvörugefnir menn: Kristinn Sigtryggsson og Jó- hann Ársœlsson. Kristinn lenti Arnarflugi en er nú kominn i poppbransann, en Jóhann er þingmaður gleðiflokks Alþýðu- bandalagsins. Þeir eru báðir langleitir, með skeggkraga og dreymandi augnar: i og vottar fyrir skáldlegum trega i fasi þeirra. Þaö er rökkvað inni á staðnum en innrétting- arnar eru í bandarískum sveitastíl. Gömul vagnhjól lýsa upp loftin og á stól- unum eru þykkir feldir. Frá hljómsveitinni fram- an við lítið dansgólf hljómar bandarísk sveita- tónlist og seiðandi rödd Önnu Vilhjálmsdóttur læsir sig um hjörtu við- staddra. Á dansgólfinu líður fólk áfram í þröng- um gallabuxum með kú- rekahatta. Hér er enginn að reyna að vera tiltölu- lega gáfaður eða smart, lífið líður áfram eins og í sápuóperu og allir eru stjörnur sem það vilja á annað borð. Sendiferðabílstjóri, iklæddur gallabuxum og /Cánfathji gi&r ÍDMila.gtr&tina. Ingþór og Kalla Lóa, gestgjafar í Borgarvirkinu, ásamt Olgu Dís kántrísöng konu sem stendur hægra megin viö barinn. yarúað Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hálfermabol, líður um gólfið með skrifstofustúlku í fang- inu. Hann hvíslar að stúlk- unni að hann eigi heima á Hvolsvelli, enda er sögu- sviðið ekki Nashville, höfuð- borg sveitatónlistarinnar, heldur Borgarvirkið, skemmtistaður við Banka- strætið í Reykjavík. Það er ekki ýkja langt síð- an Hallbjörn Hjartarson á Skagaströnd ætlaði að inn- leiða kántrí í íslenska þjóð- menningu og tókst það næstum því með sínu eigin sniði. Þjóðin taldi ekki eftir sér að tralla við Lukku-Láka og fleiri sveitasöngva ætt- aða af Skagaströnd og Kántríbær Hallbjarnar vakti stormandi lukku hjá öllum nema Skagstrendingum, sem í smásálarskap sínum létu illa af staðnum. LÍKT OG SLITIÐ ÚR ÚTLENDU BRJÓSTI Undanfarin ár hefur orðið bylting í skemmtanalífi ís- lendinga. Hvarvetna spretta upp nýir skemmtistaðir eins og gorkúlur og bráðum þarf íslenska þjóðin að vera á stanslausu fylleríi til að halda uppi öllu heila batter- íinu. í menningarmálum þjóðarinnar vinnast ótrúleg- ustu stórvirki, eins og þegar Halli sagði við Gumma vin sinn: „Heyrðu ég fékk rosa- lega frumlega hugmynd." Gummi vinur sagði: „Hver er hún?“ „Við ættum að stofna skemmtistað," svaraði Halli og saman stofnuðu hinir óbilandi bjartsýnis- menn Gummi og Halli skemmtistað. Það fylgir því aðeins ein þraut að stofna skemmtistað. Þeir þurfa að vera skemmtilegir og nú hefur þjóðin leikið lausum hala innan um leöjuslag, nærfatasýningar, fegurðar- samkeppnir, blautbols- keppnir, dragdrottningar, rokkhátíðir, blús og nú síð- ast kántrídansa og kántrí- tónlist. Líkt og Doddi væri alltaf í Leikfangalandi velt- ast Reykvíkingar áfram inn og út af skemmtistöðum og ekkert lát virðist ætla að verða á skemmtanafíkn borgarbúa. Gestir hins nýja kántrí- staðar Borgarvirkisins hafa engu frekar við kántrímenn- inguna að bæta. Þeir teyga hana af stút og innihaldið rennur ljúflega niður kverk- arnar. Og kántríhjartað það slær í Borgarvirkinu líkt og slitið úr útlendu brjósti. .. nafn sem sveitasöngkona í Maine. Það var þarna gefin út plata með upprennandi sveitasöngvurum og ég söng eitt lag á þeirri plötu. Upp úr því var mér boðið að taka þátt í keppni milli efnilegra sveitasöngvara í borginni New Hampshire. Þá sló maðurinn minn í borðið og bannaði mér að fara. soT'%^ ha„s ÓnnJ'te',' ^efst Tue Ne<- l,ne á sin. úm tirn a. Þegar Anna fór fyrst til Bandaríkjanna, tuttugu og fimm ára gömul, varð hún svo fræg að gera fimmtíu ára útgáfusamning við bandaríska fyrirtækið MGM. Skömmu eftir það skildi leiðir hennar og umboðs- mannsins og Anna fór aftur til Islands. Samkvæmt því er Anna Vilhjálms samnings- bundin MGM þar til hún er sjötíu og fimm ára gömul. „Þeir ætluðu að gera úr mér kántrístjörnu, breyta á mér nefinu og lita á mér hárið," sagði Anna. „Mér var líka uppálagt að vera góð við þennan og hinn. Ég vildi hinsvegar frekar halda í gamla nefið mitt og vera kántrístjarna á Islandi. Ég reyndi því ekki að hafa uppi á umboðsmanninum þegar ég fluttist til Bandaríkjanna og sé ekki eftir því. Ég var einfaldlega ekki tilbúin að fórna prinsippmálum mín- um í skiptum fyrir þetta." „Það hefur engum ís- lenskum stað tekist að skapa þessa stemmningu sem Borgarvirkið hefur gert núna. Hótel ísland ætlaði að reyna þessa sömu hluti, en mistókst, enda reyndu þeir ekki til hlítar að skapa við- eigandi stemmningu. Við vildum til dæmis fá hnakk og búninga til að fá rétt andrúmsloft inn á staðinn. Borgarvirkið er tvímæla- laust sveitalegasti staðurinn í bænum," sagði Anna Vil- hjálms að lokum. „Það var bara að kýla á kántrí,“ sögðu þau Ingþór Björnsson og Kalla Lóa Karlsdóttir í samtali við PRESSUNA. Þau hjónin reka staðinn og breyttu honum í núverandi horf. Ingþór átti áður hlut í veitingahúsinu Argentínu, en seldi þann hlut og keypti Borgarvirkið ásamt chileskum vini sín- um. Vinurinn dró sig síðan í hlé og þau hjónin eru nú einu gestgjafarnir í Borgar- virkinu. Kalla Lóa lætur sig síðan ekki muna um að hlaupa frá afgreiðslustörfunum og syngja nokkur lög ef því er að skipta: „Þetta hófst i raun þannig að ég fór að hlusta á kántrí- þætti í útvarpinu og fannst margt af því efni sem ég heyrði mjög gott,“ sagði Ing- þór. „Það stendur þessu þó fyrir þrifum hve erfitt er að nálgast góða kántrítónlist hér uppi á íslandi. Áhuginn er til staðar hjá fólki; það höfum við fundið mjög glöggt þennan rúma mánuð sem kántríböllin hafa verið. Við tókum síðan þá stefnu list sem höfðar til allra ald- urshópa. Það er líka eins og fólk taki svo miklu beinni þátt í tónlistinni. Þetta er ekki bara fyllerí heldur er fólk meðvitað að skemmta sjálfu sér. Þetta gerir það að verkum að við fáum betra og huggulegra fólk á kántrí- kvöld en annars." Það liggur nú eiginlega beint við að spyrja Köllu Lóu hvenær hún hafi farið að syngja sveitatónlist? „Ég er betri djasssöng- kona en kántrísöngkona og það er tiltölulega stutt síðan ég uppgötvaði kántrí. Kántrí er ekki lengur jafn sér- bandarískt og það var. Þetta er orðið meira evrópskt, til dæmis kántrírokk og kántrídjass; þetta hefur alls kyns sveiflur og útúrdúra." Hefur Hallbjörn Hjartarson sveitasöngvari komið og litið á þennan nýja Kántríbæ? „Take Me Home Country Road. að hafa lifandi tónlist. Anna Vilhjálms hefur verið aðal- söngkona staðarins ásamt kántríbandinu." HALLBJÖRN í KÚRTEISISHEIMSÓKN „Anna er toppmanneskja og hefur allt sem þarf til að syngja gott kántrí," sagði Kalla Lóa. „Röddin hennar er eins og sköpuð til að syngja þessa tónlist. Það verður ekkert annað en kántrítónlist hér í framtíð- inni og uppákomur henni tengdar, til dæmis kántrí- dansar. Ég held að fólk sem hefur ekki enn uppgötvað kántrí finni líka eitthvað fyr- ir sig. Þetta er þægileg tón- „Hann hefur aðeins einu sinni komið hingað og þá ásamt Johnny King. Hall- birni fannst staðurinn ágæt- ur að vissu marki en gerði ýmsar athugasemdir. Eg held að þessi staður bjóði tvímælalaust upp á bestu sveitasöngkonu á íslandi þar sem Anna Vilhjálms er og þar gæti enginn Hall- björn komið í staðinn," sagði Ingþór að lokum. KANARNIR KVÖDDU ÖNNU MEÐ TÁRUM „Ég syng ýmist sveitatón- list eða rokk. Sveitatónlistin stendur þó hjartanu næst núna, en í henni fæ ég svo mikla útrás fyrir tilfinning- Tvær vinkonur á góðri stundu. arnar," segir Anna Vil- hjálms, fyrsta og tvímæla- laust besta sveitasöngkona á íslandi, en Anna byrjaði að syngja sveitatónlist í her- mannaklúbbum á vellinum 1970. „Það er alltaf viss staður uppi á velli þar sem ein- göngu er leikin sveitatónlist og það er alltaf ein hljóm- sveit eingöngu í því. Á þess- um tiltekna stað logaði allt- af allt í slagsmálum og eng- in kona mátti koma þar inn fyrir dyr. Ég var þar undan- tekning, því að þegar ég söng sátu þeir hljóðir eins og englar og hlustuðu á tón- listina. Þegar ég hætti að syngja á vellinum og fluttist til Bandaríkjanna á sínum tíma kvöddu þeir mig með tárum og færðu mér gjafir. Á þessum stað, þar sem ég söng fimm kvöld í viku, kynntist ég bæði manninum mínum og sveitatónlist. Ég fluttist til Maine ásamt bandarískum eiginmanni mínum. Fyrst vann ég bara heima og fór þá gjarnan á milli veitingahúsa og fékk að syngja eitt og eitt lag. Þannig komst ég í hljóm- sveit og tókst að skapa mér

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.