Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 29

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚU 1991 29 f//í/ v ▼ erksmiðjuhusnæði Hampiðj- unnar í Brautarholti hefur nú verið auglýst til sölu. Um er að ræða mikl- ar eignir, upp á rúmlega 8.000 fer- metra, enda gert ráð fyrir að vænt- anlegur kaupandi þurfi að snara út rúmlega 300 milljónum króna. Hús- næðið er í raun tvískipt: Annars vegar húsnæði gamla Heyrnleys- ingjaskólans, sem er upp á 843 fer- metra og með brunabótamat yfir 50 milljónir. Hins vegar er verksmiðja Hampiðjunnar, sem er upp á 7.600 fermetra og er áætlað að selja fyrir 240 til 250 milljónir ... H ampiðjan færir sífeilt stærri hluta af starfsemi sinni til Portúgals. I tengslum við væntanlega sölu á verksmiðjuhúsnæðinu í Brautar- holti er ætlunin að flytja eitthvað af starfseminni þar til Portúgals. Fram- tíðarhúsnæði Hampiðjunnar er á Bíldshöfða og þar hefur fyrirtækið möguleika á að byggja við ef út í það færi... s k/em kunnugt er fékk Sláturfélag Suðurlands hluta kaupverðsins fyrir Laugarneshúsið greiddan í fasteign- ----------- um. Alls lét ríkis- sem SS hefur síðan þessara fasteigna og eftir því sem næst verður komist voru þær allar seldar á hærra verði en þær voru metnar á í kaupsamn- ingnum við ríkissjóð. Sláturfélagið virðist því stefna að því að vinna upp tapið af Laugarneshúsinu, sem metið var á 582 milljónir en seldist aðeins á 430 milljónir. Með sama áframhaldi virðist Páli Lýðssyni, stjórnarformanni SS, ætla að takast þetta . . . æntanlega fer að styttast í að mál Jóns H. Bergs, fyrrverandi for- stjóra SS, gegn Sláturfélaginu verði tekið fyrir í Hæsta- rétti. Er gert ráð fyr- ir að það verði með haustinu. Eins og komið hefur fram í PRESSUNNI höfðaði Jón innheimtumál gegn SS til að fá laun sín greidd samkvæmt einum sér- stæðasta launasamningi sem gerð- ur hefur verið, en hann tryggir Jóni forstjóralaun til æviloka. Munu mánaðarlaunin nema um 600.000 krónum nú. SS hefur neitað að greiða Jóni síðan í fyrra, en hann vann málið fyrir Borgardómi. . . SUMAR fyllibyttur taka mjög, mjög langan tíma í ad átta sig á hlutunum eftir að loksins rennur af þeim. En sumir alkar virðast gleypa þetta þannig að þeir eigi að fara mjög, mjög vel með sig. Því er það alltaf ákveðinn hópur ný- þurrkaðra alka sem tekur sér mjög, mjög góðan tíma í að byggja sig upp. Þeir fara í sund, á kaffihús og á AA-fund. Þeir eru að átta sig á hlutunum. Þeir fara síð- an aftur í sund, á kaffihús og á AA-fund. Og síðan líða vikur og mánuðir og enn eru þeir að reyna að átta sig á hlutunum. Smátt og smátt búa þeir sér til tilveru í kringum sundið, kaffihúsið og AA-fundinn og verða loks í enn minna sambandi við þjóðfélagið en þegar þeir drukku sem mest. ÞURRIR ALKAR í BISSNESS Og þar sem alkar virðast hneigj- ast til hinna mestu öfga er and- stæða þessara manna einnig vel þekkt. Það eru menn sem liggja and- , vaka í meðferðinni og fara yfir stöðuna í huganum. Þeir komast að því að þegar jafnaldrar þeirra voru að koma þaki yfir höfuðið sátu þeir á einhverjum bar. Og á meðan sumir æskufélaga þeirra byggðu upp eigin fyrirtæki voru þeir að láta reka sig úr hverri skítavinnunni á fætur annarri. Þessir menn geta varla beðið eftir því að komast í bæinn. Og rútan hefur varla fyrr stöðvast en þeir eru komnir á nýja Toyotu, búnir að skrifa undir kaupsamning á raðhúsi í Grafarvogi og farnir að reka myndbandaleigu og sólbað- stofu. ÞEIR sem hafa misst konuna í drykkjunni líta oft á það sem aðalverkefni að ná henni aftur. Peir eru til í að gera allt til að bœta upp fyrri misgerðir, — jafnvel aðstoða við elda- mennskuna. Það verður að segjast eins og er að þessum mönnum farnast ekki alltaf vel. Eitt af því sem þurrir alkar hafa komist að er að menn verða síðast af öllu edrú í pen- ingamálum. Þótt þessir menn geti hegðað sér vel á flestum sviðum er samt eins og þeir séu blindfullir þegar kemur að peningum. Draumurinn um að vinna upp þau tíu til tuttugu ár sem fóru í drykkjuna í einum logandi hvelli breytist því oft í martröð. FREKJUHUNDAR OG YFIRBÓTARMENN Eitt af því sem nýþurrkaðir alk- ar reyna að gera er að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér. Þetta getur verið snúnara en það hljómar, sér- staklega fyrir þá sem hafa litið á sjálfa sig sem hálfgerða aumingja til fjölda ára. Til að læra þetta beita menn ýmsum brögðum. Til dæmis að dansa ekki algjörlega eftir vilja annarra og standa dálítið á sínu. En eins og um svo margt annað taka þeir þetta oft til sín sem síst skyldu. Örgustu frekjuhundar eiga því til að magnast enn upp í frekj- unni. Og þegar við þetta bætist að mönnum er sagt að það sé númer eitt, tvö og þrjú að halda sér edrú geta frekjurnar átt það til að vaða yfir hvern sem er á skítugum skónum ef þeir geta talið sjálfum sér trú um að með því aukist lík- urnar á að þeir detti ekki í það. Andhverfa þessara manna eru þeir sem vilja allt gera til að bæta öðrum upp það sem þeir gerðu af sér á meðan þeir voru sífullir. Þessi manngerð getur ært börnin sín með sífelldum útilegum, bíó- ferðum og heimsóknum í Eden og húsdýragarðinn, þar til börnin eiga á hættu að flosna upp úr kunningjahópnum þar sem þau fá aldrei stundlegan frið til að leika við hann. VINNUALKAR, SÉRFRÆÐINGAR OG VÖÐVATRÖLL Og svona má lengi telja um öfgafulla hegðun fyllibyttunnar þegar hún loks lætur verða af því að hætta að drekka. Hún á það líka til að kaupa sér hest og verða helsti sérfræðingur þjóðarinnar í hestum og hestamennsku á met- tíma. Eða sökkva sér svo ofan í vinnu að allir aðrir starfsmenn fyrirtækisins geta þess vegna farið EF grái fiðringurinn bætist of- an á edrúmennsku hins ný- þurrkaða alka fjölgar keðjun- um og hringunum og sportbíll- inn spilar stœrri rullu í að bœta sjálfsvirðinguna. í frí. Eða breytast úr horrenglum í frambærileg vöðvatröll, með eða án hormóna. Og langflestir nýþurrkaðir alkar eiga það sameiginlegt að fara í gegnum sérkennilegstu öfgar á fyrstu mánuðum eftir meðferðina. Með tímanum jafna þeir sig og smátt og smátt fyilist gatið sem brennivínið skildi eftir sig af eðli- legri hlutum. En því miður segir tölfræðin að meira en helmingi þeirra sem fara í meðferð mistakist að fylla gatið og detti bara í það. En svo eru náttúrlega þeir sem breyta engu nema því að hætta að drekka. Þeir halda áfram að vera makanum ótrúir. Þeir halda áfram óreglunni í fjármálum. í stað þess að fara á barinn horfa þeir bara á fleiri myndbönd í sjónvarpinu. Allt — nema þeir drekka ekki. Gunnar Smari Egilsson BÖRN alkóhólista fara ekki varhluta af yfirbót þeirra. Pabbinn sem þau þekktu varla drífur þau í hverja útileguna á fœtur annarri, svo hœtt er við að börnin missi sambandið við kunningjana.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.