Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 31

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 31
Til sölu VOLVO - VSK bíll, árg. 1990. Ekinn 30 þúsund kílómetra. Upplýsingar í síma 72965 og símboda 984-50215. FIMMTUDAGUR PttSSSAN 18. JÚLÍ 1991 Ninja Turtles eru komnar. Hinar snjöllu og skemmtilegu skjaldbökur eru komnar aftur meö meira grín og fjör en nokkru sinni fyrr. Myndin er aö gera allt vitlaust erlendis. Takið þátt í mesta kvikmyndaæði sögunnar og skellið ykkur á Ninja Turtles 2. Ninja Turtles fyrir fólk á öllum aldri. Aðalhlutverk: Paige Turco, David Warner, Michelan Sisti, Leif Tilden, Vanilla lce. Framleiðandi: Raymond Chow. Leikstjóri: Michael Pressman. Sýnd kl. 5 — 7 — 9 — 11 Frumsýnir sumarsmellinn í ár Skjaldbökurnar 2 fökum hunda í gæslu til lengri eða jkemmri dvalar. hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands ARNARSTÖÐUM, Hraungerðishreppi 801 Selfoss - Símar: 98-21031 og 98-21030 aðstandendur fyrirtækisins munu vera í ábyrgð fyrtr hluta af þessum skuldum ... B að fyrsta sem Markús Örn Antonsson lýsti yfir þegar hann tók við embætti borgarstjóra var að hann ætlaði að auka löggæslu í miðbæn- um og siga löggunni á unglingana og ýmsa ribbalda sem væru í félagsskap þeirra í miðbænum. Við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavíkur fyrir yf- irstandandi ár var framlag til æsku- lýðsmála skorið niður. Það eru því kaldar kveðjur sem unglingar fá frá borgaryfirvöldum þessa dagana ... K I ú stendur yfir mikil áskriftar- herferð á vegum tímaritsins Þjóð- lífs. Framkvæmdin er í höndum spútnikanna Hrannars B. Arn- arssonar og Helga Hjörvar, sem standa jafnframt í mjög umfangsmik- illi söluherferð á ís- lendingasögunum, Sturlungu og verkum Jónasar Hallgrímssonar. Á aðeins fjórum vikum hafa Arnarsson og Hjörvar selt tvö þúsund áskriftir að Þjóðlífi og eru áskrifendur nú um tíu þús- und, sem er meira en hjá nokkru öðru tímariti. . . •itt af þeim fiskeldisfyrirtækjum sem stefna í þrot er ísþór, fyrirtæki Guðmundar G. Þórarinssonar, fyrrverandi alþingis- manns, og fleiri. For- ráðamenn fyrirtæk- isins eru nú að reyna að semja við Iánar- drottna þess vegna persónulegra ábyrgða sem þeir eru í fyrir hluta af skuldum fyrirtæk- isins. Alls munu veðskuldir ísþórs nema um 400 milljónum króna og heildarskuldir eru taldar vera hátt í 500 milljónir. Guðmundur og aðrir "arátta Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra gegn veiði- leyfagjaldinu hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli — bæði vegna bar- áttugleði Þorsteins og ekki síður þess hve náið hann vinn- ur með útgerðar- mönnum. Menn benda reyndar á að þetta sé vinarbragð Þorsteins við Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, en þeir unnu náið saman á þeim árum þegar Þorsteinn var framkvæmdastjóri VSÍ. Þá voru þeir tveir, ásamt Davíð Scheving Thor- steinssyni, kallaðir „Trópíkana- tríóið“ hjá VSÍ. Segið svo að óáfeng- ir drykkir geti ekki fært menn sam- an ... k_7tjórnmálin settu strik í reikning- inn í ökunámi Össurar Skarphéð- inssonar síðasta vetur. Hann varð að hverfa frá námi í miðjum klíðum til að taka þátt í próf- kjörsslag, kosninga- baráttu og stjórnar- myndun. Enn dróst að Össuri tækist að ljúka prófi þegar ökukennari hans, Gylfi Sigurðs- son, fór í frí. Gylfi er góður og gegn framsóknarmaður og Össur harð- neitaði að fara til annars kennara. En nú eru þeir búnir að taka upp þráðinn á nýjan leik og formaður þingflokks Alþýðuflokksins ekur um á kennslubifreiðinni. . . K lú er talið ósennilegt að Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hverfi af vettvangi stjórnmálanna á yfirstandandi kjör- tímabili. Um tíma var búist við að hann tæki að sér embætti seðla- bankastjóra þegar Jóhannes Nordal lætur af störfum og hleypti þannig Guðmundi Árna Stefánssyni, bæjarstjóra Hafnfirð- inga, á þing. Jón hefur hins vegar einbeitt sér að innanflokksstarfi upp á síðkastið og ýmsir alþýðuflokks- menn þykjast sjá þess merki að hann sé að undirbúa sig fyrir flokks- þing alþýðuflokksmanna á næsta ári. Þá er talið að hann muni bjóða sig fram gegn Jóni Baldvin . . . LITLA BÓNSTÖÐIN SF. Síðumúla 25 (ekið niöurfyrir) Sími 82628 Alhliöa þrif á bílum komum inn bílum af öllum stæröum Opið 8:00—19:00 alla daga nema sunnudaga f

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.