Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 12

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRtSSAN 18. JÚLI 1991 700 MILLJ0N0M Ahmmáhim Kópavogsbær eyddi 358 milljónum króna umfram tekj- ur á síðasta ári. Þetta er fimmta árið í röð sem reikningar bæjarsjóðs sýna gjöld umfram tekjur og nemur upphæð allra fimm áranna um 696 milljónum króna framreiknað til verðlags í árslok 1990. Tap síðasta árs nemur 51,5 pró- sentum af samanlögðu tapi allra 5 áranna. Á löngum fundi bæjarstjórnar síð- astliðinn þriðjudag voru reikningar fyrir árið 1990 samþykktir. GJALDAHLIÐIN ÚR BÖNDUM í athugasemdum annars endur- skoðunarmanns reikninganna, Ri- chards Björgvinssonar, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn, kemur fram að gjöld umfram tekjur ársins 1990 sem hlutfall af sameiginlegum tekjum eða rekstr- arafkomu eftir fjárfestingu námu 26,21 prósenti, samanborið við 3,9 prósent árið á undan, 4,5 prósent ár- ið 1988 og 14,1 prósent árið 1987. Veltufjárhlutfallið dugar ekki til að standa undir skammtímaskuld- um. Það var 0,6 um áramót, en var 0,89 árið á undan, 0,94 árið 1988 og 1,01 árið 1987. Á síðasta ári naut Kópavogur lækkandi verðbólgu og stöðugs gengis, sem kom fram í því að fjár- magnskostnaður minnkaði veru- lega, nam 207 milljónum króna eða um 16 prósentum af tekjum. Þetta hlutfall hefur ekki verið minna síð- an árið 1987. EI'IT VERSTA ÁR í SÖGU KÓPAVOGS Nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tók við völd- um í Kópavogi eftir bæjarstjórnar- kosningar í fyrra. Fyrir kosningarn- Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir ástæðulaust að hætta við byggingu handboltahallar. ar héldu þeir flokkar sem nú fara með völd uppi harðri gagnrýni á fjárhagsstöðu bæjarins, svo og Ri- chard Björgvinsson, sem var oddviti minnihlutans kjörtímabilið á undan. Sem skoðunarmaður bæjarreikn- ings nú gagnrýnir Richard fjármála- stjórn nýja meirihlutans og vitnar til ummæla forvera síns og eftirmanns, Halldórs Jónssonar, sem gerði at- hugasemdir við reikninga Kópa- vogskaupstaðar árið 1989 á vordög- um 1990. I athugasemdum Halldórs segir: „Um leið og ég óska nýkjörinni bæj- arstjórn allra heilla á næsta kjör- tímabili, þá vil ég beina þeim til- mælum til hennar, að hún sjái til þess að ársreikningar Kópavogs- kaupstaðar 1994 sýni verulega Richard Björgvinsson skoðunarmað- ur bæjarreikninga, fyrrverandi odd- viti sjálfstæðimanna í bæjarstjórn, gagnrýnir harðlega fjármálastjórn meirihlutans. bættan hag bæjarsjóðs frá þvi sem nú er.“ „Undir þessi tilvitnuðu orð get ég tekið af heilum hug, hvert og eitt einasta," segir Richard, en bætir við: „Hins vegar bendir útkoma sl. árs því miður ekki til að hin fróma ósk rætist um veruiega bættan hag bæj- arsjóðs 1994, a.m.k stuðlar hún ekki að því að svo verði. Það sem vitað er og ljóst er um hvert stefnir með hag bæjarsjóðs hingað til á þessu ári bendir því miður einnig í öfuga átt. Svo vill til, að ég hefi fylgst með fjárhag bæjarsjóðs og skoðað reikn- inga hans allnáið allar götur frá ár- inu 1964, í 27 ár, og ég held að út- koman 1990 sé ein sú versta og tel ég það mjög alvarlegt," segir Ri- chard í niðurlagi athugasemda sinna. HVER KÓPAVOGSBÚI SKULDAR 114 ÞÚSUND Heildarskuldir bæjarins nema 1.854 milljónum króna. Þær jukust um rúmar 517 milljónir króna eða um 39 prósent frá árinu á undan. Sama aukning varð árið 1989. Sam- tals voru tekin ný langtímalán að fjárhæð um 521 milljón króna og sem hlutfali af sameiginlegum tekj- um nema heildarskuldir 145,9 pró- sentum. Heildarskuldir á hvern íbúa í árslok 1990 námu 114.500 krónum. Nettó er skuld á hvern íbúa um 68.500 krónur. Nettóskuldir námu í árslok um 1,1 milljarði króna, eða um 87% af tekj- um ársins. „Þetta er ískyggilega hátt hlutfall," segir Richard í athuga- semdum sínum, ,,og hækkun á ár- inu 1990 er mjög mikil, um 50%, og nálgast nú óðum „Hofsós-hlutfall". Almennt er talið að þegar þetta hlutfall er komið í um 60% sé full ástæða og meira en það til að lækka skuldir, hvað þá heldur þegar hlut- fallið nálgast 90%, eða um 50% hærra en hættumörk." HALDIÐ FAST í ÁFORM UM HANDBOLTAHÖLL Eins og fyrr segir tók nýr meiri- hluti við eftir kosningar á miðju síð- asta ári og nýr bæjarstjóri, Sigurður Geirdal, Framsóknarflokki. „Á kosningaári eru menn svolítið hressir og bjartsýnir," segir Sigurður um afkomuna á siðasta ári. „Við tók- um við þessu búi. Sumar fram- kvæmdir voru hafnar og höfðu reynst dýrar. Sem dæmi sundlaugin, menn ætluðu að opna hana seinni- part sumars og var hún komin tals- vert fram úr áætlun. Það var jú hægt að hætta framkvæmdum, en við töldum rétt að ljúka dæminu þannig að það væri hægt að opna.“ En er ekki ljóst að þið verðið hreinlega að stöðva framkvæmdir þegar skuldir nema 87 prósentum af tekjum? „Slík lögmál duga skammt." Hvað varðar veltufjárhlutfallið segir Sigurður að það eigi að hluta skýringu í breyttum bókhaldsað- ferðum. „Bókhaldið breytir hins vegar ekki efnahagnum. Það var töluvert af útistandandi skuldum sem menn ætluðu sér að innheimta, en við strikuðum einfaldlega út. Það voru allt að 8 ára gamlar skuldir fyr- irtækja sem voru farin á hausinn. Það er útilokað annað en strika slíkt út.“ Sigurður fullyrðir að veltufjár- hlutfallið verði að líkindum 1,1 ístað 6,0 nú, meðal annars vegna lenging- ar lána sem bærinn hefur þegar samið um. Á sama tíma og Kópavogsbær glímir við fjárhagsvanda halda bæj- aryfirvöld fast við áform um að byggja handboltahöll fyrir heims- meistarakeppnina árið 1994. Talið er að kostnaður verði ekki undir 700 milljónum og komi að minnsta kosti 300 milljónir á Kópavogsbæ. Sigurður segir enga ástæðu til að breyta þessum áformum. Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.