Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 16
16 ,'ITUDAGUR PRESSAN 18. JÚLÍ 1991 FJÖLMIÐLAR Slúöur og hálfkveönar vísur Ásgeir Friðgeirsson skrifar vikulega hugleiðingar sínar á fjölmiðlasíðu Morgunblaðs- ins. Reyndar gerir Ásgeir meira af því að þýða brot af erlendri umræðu um fjöl- miðla en leggja mikið til sjálf- ur. Framlag hans er aðallega fólgið í hálfkveðnum vísum þar sem hann ýjar að því að „sum blöð“ hérlendis séu litlu betri eða jafnvel verri en þau erlendu blöð sem þýdda greinin fjallar um. Nú síðast var Ásgeir að skrifa um uppdiktað viðtal ísraelskrar útvarpsstöðvar við Norman Schwarzkopf, en bætti við að „sum blöð" á ís- landi sæju ástæðu til að við- halda gróusögunni með því að birta sífellt smáfréttaslúð- ur. Auk þess rakti hann sögu einhvers bissnessmanns sem sagt var að væri á leið á haus- inn og hefði síðan lent á hon- um. Ekki vegna þess að biss- nessmaðurinn stæði illa held- ur vegna þess að lánardrottn- ar hans hefðu dregið að sér hendurnar þegar fréttir bár- ust um kröggur hans. í PRESSUNNI birtist svo- kallað slúður. Nafngiftin er ekki okkar heldur hafa þess- ar smáfréttir verið kallaðar slúður frá því Helgarpóstur- inn hóf göngu sína 1979. Við ' á PRESSUNNI höfum sætt okkur við þessa nafngift og ekki reynt að berjast gegn henni. Það er ekki vegna þess að við lítum á smáfréttirnar sem slúður. Slúður er ósann- indi. Það eru smáfréttirnar okkar ekki. Ef bissnessmaður á í krögg- um segjum við hins vegar frá því. Og auðvitað bregðast þeir misjafnlega við. Það er til dæmis mjög algengt að þeir saki okkur um ófarirnar. Hengi boðbera illra tíðinda. En eitt reynum við að forð- ast, á sama hátt og við reyn- um að greina ekki rangt frá hlutum, en það er að ýja að hinu og þessu. Við segjum ekki að sumir hafi nú gert sitt- hvað og séu svona og svona. , Þar skilur á milli okkar og Ásgeirs Friðgeirssonar._____ Gunnar Smári Egilsson „Byggingin stendur undir nofni og vekur hughrif gleðinnar. Hún opnar augu okkar enn frekar ffyrir fegurð borgarinnar, sem er til að effla ættjarðarúst og útthagatryggð." 1 SÉRA ÞÓRIR STEPHENSEN VIÐ BLESSUN PERLUNNAR. préSSBR Útgefandl: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaildsson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Ritstjórn. skriístoíur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun sklptlborós: -Ritstjórn 621391. dreiíing 621395, tæknideiid 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi. Verö í lausasölu 170 kr. eintakiö. Veiðileyfagjald Nú virdist margt benda til að flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að fallast á að taka upp veiðileyfagjald. Helsti andstæðingur þess innan stjórnarinnar er Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Á undanförn- um mánuðum hefur hann trekk í trekk látið hafa eftir sér ummæli þar sem hann leikur sér að því að láta líta út fyrir að veiðileyfagjald sé skattur á bágstaddan sjávarútveginn. Þor- steinn bregður þessum blekkingum á loft til að vernda hagsmuni skjólstæð- inga sinna. Þeir eru forsvarsmenn fyrirtækja í sjávarútvegi en ekki fólk- ið í landinu, í hvers umboði Þorsteinn starfar. Veiðileyfagjald snýst ekki um skatt- heimtu. Með því að taka það upp er hægt að lagfæra eitt helsta mein ís- lensks efnahagslífs. Ef gengi krón- unnar yrði fellt um til dæmis 15 pró- sent og samhliða sett á 10 prósent veiðileyfagjald stæði sjávarútvegur- inn á sama stað eða betri á eftir. Aðrar atvinnugreinar mundu hins vegar fá þá vítamínsprautu sem þær þurfa til að tryggja þjóðinni þau lífskjör sem sjávarútvegurinn stendur ekki lengur einn undir. í framtíðinni er síðan hægt að hækka og lækka veiðileyfa- gjaldið í takt við afkomu sjávarút- vegsins. Uppsveifla í sjávarútvegi mun því ekki drepa aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar, eins og gerst hefur reglulega á mörgum undan- förnum áratugum. Þetta er ein af helstu ástæðum þess að sjávarútveg- urinn er jafndrottnandi í íslensku at- vinnulífi og raun ber vitni. Hann hef- ur einfaldlega slegið allt annað at- vinnulíf kalt með reglulegu millibili. Leiðin út úr þessu er upptaka veiði- leyfagjalds. . ÍSLAND VERÐUR KJURRT „fsland mun áfram gegna mikilvægu varnarhlutverki í framtíðinni. Landið mun hcilda sinni pólitísku stöðu sem miðdepill milli Bandaríkjanna og Evrópu í þessu sambandi." Manfred Wörner framkvæmdastjóri NATO. 'Vrxn firúL eáái fietta. iem SttíMyúntun {). oeupli? „Svín eru mjög vanmetin. Þau eru afar greind og þeirra stærstu mistök voru að láta manninn gera sig að húsdýri." Robert Mugford dýrasáltræðingur. 3ortfargtióragúririr Áýðir á kifflana „Það er dásamlegt að enda ferilinn með þessum hætti. Hér eru mörg hundruð manns viðstaddir og segja má að húsið sé fullkomnað." Davfð Oddsson fyrrverandl borgarstjóri. Umræðumálaráðherra „Við ætlum að fara á svæðið og ræða við fólk. Einnig er á dagskrá að fljúga yfir svæðið.“ Eiður Guðnason umhverfismálaráðherra. Það á ekki að dreifa góðu tapi „Ég vildi sjá fyrirtækið áfram í þeirri mynd sem það er, ég er á því að fyrirtæki í þessum iðnaði, eins og fiskiðnaði almennt, eigi frekar að vera stór en smá.“ Jón Reynir Magnússon tramkvæmdastjóri Síldarverksmiðja rfklslns. „Þessir strákar eru mjög sóðalegir í umgengni og illa lyktandi og þeir líkjast ekki skátum að því leyti.“ Úlfar Jonsson Ibgregluvarðstjórí á Egílsstöðum. Námsmennirnir Námsmenn héldu á dögun- um útifund til þess aö and- mæla breytingum á lánskjör- um úr Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að námslán eru hér á Islandi komin langt fram úr því, sem talist geti hófsamlegt. Námsmenn eru að verða forréttindastétt, og hávaðinn í þeim minnir stundum helst á hrín í dekur- börnum, svo að vitnað sé í fleyg orð Jóns Baldvins Hannibalssonar. Lárus Jónsson, stjórnarfor- maður Lánasjóðs íslenskra námsmanna, benti á það í Morgunblaðinu 12. júní síð- astliðinn, að fyrrverandi menntamálaráðherra, Svav- ar Gestsson, hefði komið fyr- ir tímasprengju í sjóðnum. Svavar bætti lánskjör sífellt án þess að útvega neitt fé til þess úr ríkissjóði. Lánasjóð- urinn varð fyrir vikið að taka fé að láni á 6—9% vöxtum til þess að endurlána náms- mönnum það vaxtalaust. Með þessu hugðist Svavar kaupa sér atkvæði náms- manna. Reikninginn áttu ein- hverjir aðrir að greiða ein- hvern tíma. Núverandi menntamála- ráðherra, Olafur G. Einars- son, er að reyna að aftengja þessa tímasprengju með því að færa lánskjörin nær veru- leikanum. Kjarni málsins er þó ekki bókhald Lánasjóðs- ins, heldur til hvers má ætlast af almennum skattgreiðend- um. Ekki virðist teljandi ágrein- ingur um það, að enginn skuli hverfa frá framhaldsnámi vegna fjárskorts, sé hann hæfur til þess að stunda það. En þessu markmiði má ná án þess að ausa svo fé í náms- menn, að við háskólakennar- ar komumst varla að skrif- stofum okkar fyrir bílum stúdenta. Ég nefni nokkrar hugmyndir um breyttar regl- ur. í fyrsta lagi er fráleitt að veita öðrum lán eða styrki en þeim, sem sýna full afköst í námi. Ella eru skussarnir verðlaunaðir eða menn öllu heldur hvattir til að gerast skussar. í öðru lagi ber að skilja styrki frá lánum. Nú er rúmur helmingur námslána að með- altali styrkur, en tæpur helm- ingur raunverulegt lán. Þar eð ekki er greint á milli styrks og láns hneigjast menn til þess að taka allt lánið. í þriðja lagi á að tengja styrkina námsárangri og tak- marka tölu þeirra. Það er ólíkt mannúðlegra en að tak- marka tölu nemenda (numer- us clausus): Menn eiga til dæmis að fá að stunda leik- listar- eða læknanám, þótt þeir séu ekki í hópi útvalinna, en þá á eigin kostnað. Hamhleypa í hamskiptum Nú hafa kratar beitt Guð- rúnarbragðinu á kjaftaskinn Össur Skarphéðinsson. Eins og allir vita hafði Guðrún Helgadóttir verið mjög óþekkur þingmaður í ein tíu ár þegar hún var gerð að for- seta Alþingis. Við það rann af henni öll óþekkt. Hún varð stilltust þingmanna. Svipaða sögu er að segja af Össuri eftir að hann var gerð- ur að formanni þingflokks krata. Eftir að hafa verið al- þýðubandalagsmaðurinn í kratahópnum í stjórnar- mynduninni og andstæðing- ur viðreisnar er Össur nú orð- inn kaþólskari en páfinn. Hann er orðinn öfgafyllri hægrikrati en sjálfur Jón Sig- urðsson. En kannski hefur Össur ekki þurft á Guðrúnarbragð- inu að halda til að taka ham- skiptum. Pólitískur ferill hans hefur verið saga slíkra ham- skipta og í raun liggur púpan I fjórða lagi má veita lán á markaðskjörum samhliða slíkum styrkjum. Eðlilegt er, að bankar annist það, þótt hið opinbera taki hugsanlega að sér að ábyrgjast endur- greiðslu slíkra lána með svip- uðum hætti og húsbréf. í fimmta lagi er brýnt að taka upp skólagjöld í Háskóla íslands og öðrum framhalds- skólum. Þeir, sem fá mennt- unina, eiga að greiða fyrir hana, en ekki hinir, sem ekki fá hana. Stúdentar munu þá líka leggja harðar að sér. Námsmenn mega aldrei gleyma því, að hagsmunir þeirra sem námsmanna eru aðeins tímabundnir, en hags- munir þeirra sem skattgreið- enda varanlegir. af Össuri um allt á vinstri væng stjórnmálanna. Það er til dæmis erfitt að ímynda sér að Össur sé sá hinn sami Össur og hélt jóm- frúarræðu sína á þingpöllum fyrir um fimmtán árum, reið- ur, heitur og tindrandi for- maður Stúdentaráðs. Nú situr annar Össur niðri í gryfjunni og samþykkir niðurskurð á framlögum til námsmanna. Ef ekki í orði þá í þögninni. Og sömu leið hafa her- námsandstaðan og allir aðrir fylgihlutir allaballans farið. Honum virðist meira að segja standa á sama um verkalýðs- hreyfinguna og dugleysi hennar, en það var helsti óvinur hans sem ritstjóra Þjóðviljans um árið. Og einhver hamskipti hef- ur það kostað gamla allaball- - ann að innleiða prófkjörsbar- áttu í sjálfstæðismannastíl í Alþýðuflokkinn. Um áramót- in veggfóðraði Ámundi Ámundason bæinn með pla- kötum af Össuri svo rótgrónir kratar héldu að Cirkus Arena væri að koma í bæinn. En það og samkomulag við B-listamenn í Dagsbrún (sem síðar varð ekkert úr) tryggði Össuri þingsætið. Eitthvað hlýtur það að hafa kostað. En metnaður Össurar var dýrmætasta framlagið. Og sjálfsagt hefðu kratar misst þingsætið ef hamhleypan Össur hefði ekki komið með þennan metnað. Það sýndi sig í baráttunni í Reykjavík að það þarf hungraða menn til að standa í kosningabaráttu. Gömlu brýnin, Jón Baldvin og Jóhanna, eru fyrir löngu orðin of södd fyrir kosningar. En nú er Össur á beinni braut. Hann mun smátt og smátt öðlast frekari völd. Og þegar hann hefur fengið þau mun hann fara með þau eins og aðrir hamskiptamenn. Hann mun fyrst og fremst halda þeim. ÁS \ifVf\N U&i SZ Bi/Uí tiáfjfJS rÁiPÁPSTÖFMUAJ í APfcfKU P- HAMA/ öEPUP- iNM - rPÞU/U fTfAMGA BiLP MTAK/WaM jpETTÁ e8 Fíhá l/f;í>! K HéfíNA v»wiAp KeyPrw Nr SEÞLuáI oo A€)RA FI&KlM1 ALLifL ELSW ' bEp. eeu MCLftA AÐ SEC3A Ab PEiíA þe&AB. wmm&m styttur. mcr t/l H&Þiœs

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.