Pressan - 18.07.1991, Side 10

Pressan - 18.07.1991, Side 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚLl' 1991 UPPGJÖF HJÁ « Ofi NUNNI BOOIB FYBIRT/BOB TUKAUPS Nú standa yfir úrslitatilraunir til þess að bjarga Al- menna bókafélaginu. Staða fyrirtækisins er mjög slæm þrátt fyrir umfangsmiklar björgunaraðgerðir sem stór- fyrirtæki á borð við Eimskip tóku þátt í. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli forráðamanna AB og Jóns Karlssonar í Iðunni og á næstu dögum ræðst hvort Iðunn tekur AB yfir. sem forlagið hafði lagt út fyrir. Að lokum tókst dómsátt milli AB og þrotabús Svarts á hvítu sem fól í sér greiðslur upp á rúmlega tvær millj- ónir. Skuldabréf var gefið út og var AB greiðandi en Árni Daníel og Jón Ólafur voru látnir skrifa upp á sem ábyrgðarmenn. Skuldabréfið var til eins og hálfs árs og gjaldféll í des- „STAÐAN ER VONLAUS“ Á aukaaðalfundi AB síðasta haust var stjórninni veitt umboð til stór- felldrar hlutafjáraukningar, allt að 140 milljónum. Síðan þá hefur verið róinn lífróður til að bjarga fyrirtæk- inu. Húseign þess í Austurstræti var seld og sömuleiðis Eymunds- son-bókabúðirnar fimm sem AB rak. Prentsmiðjan Oddi hf. keypti bókabúðirnar en seldi Iðunni þær skömmu síðar. Margt bendir nú til þess að AB lendi líka í höndum Jóns Karlssonar. Þrátt fyrir firnasterka bakhjarla er AB svo djúpt sokkið í skuldafen að staða þess er „von- laus“ að mati stjórnarmanns í fyrir- tækinu. HLUTAFÉÐ UPPURIÐ Hlutaféð sem inn kom er uppurið og söluandvirði eignanna sem seld- ar voru á síðasta ári fór í skuldir en dugði hvergi nærri til. Stjórnar- maður í AB sagði í samtali við PRESSUNA að útlitið væri mjög dökkt og síðustu vikur hefði það „verið látið síast út“ til útgáfufyrir- tækja að einhvérs konar sameining eða sala fyrirtækisins kæmi til greina. Einu bókaútgáfurnar sem hafa bolmagn til þess að yfirtaka AB eru Iðunn og Mál og menning. Af pólitískum og sögulegum ástæðum er útilokað að Mál og menning taki AB yfir. Þessi forlög voru iengst af hvort á sínum kantinum: Mál og menning var vígi vinstrimanna en innan AB hafa sjálfstæðismenn ráð- ið mestu eins og sést ennþá á stjórn félagsins. Þar sitja nú þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins. „MIKLIR PENINGAR TAPAST“ Jón Karlsson hefur aukið umsvif Iðunnar til mikilla muna á síðustu árum. Auk Eymundsson-búðanna fimm keypti hann bókaforlagið Lög- berg af Sverri KriStinssyni, Bókabúð Braga og Prentsmiðju Friðriks Jóels- sonar en seldi hana skömmu síðar. Jón Karlsson i Iðunni hefur aukið umsvifin til muna á síðustu árum. Keypti Ey mundsson-bókabúðirnar, Bókabúð Braga, prentsmiðju og Lögberg. Þá rekur Iðunn einnig íslenska bókaklúbbinn. Að sögn stjórnarmanns í AB er fyrirsjáanlegt að „miklir peningar tapast" við þá óumflýjanlegu upp- stokkun sem bíður Almenna bóka- félagsins. Það tap lendir á hluthöf- unum, fyrst og fremst þeim sem lögðu til aukið hlutafé. GJALDÞROT VOFIR YFIR HÖFUNDUM Vegna lausafjárerfiðleika AB vofir nú gjaldþrot yfir tveimur af höfund- um forlagsins sem eru ábyrgðar- menn á skuldabréfi sem AB átti að greiða. Þegar Bókaforlagið Svart á hvítu fór á hausinn hafði staðið yfir undir- búningur að útgáfu á söguatlas í rit- stjórn tveggja ungra sagnfræðinga, Arna Daníels Júlíussonar og Jóns Ólafs fsbergs. Þeir fóru með verkið til Almenna bókafélagsins sem tók útgáfuna að sér. Svart á hvítu fór í mál fyrir stuld á hugverki og krafð- ist þess að fá þann kostnað greiddan ember án þess að AB borgaði krónu. I vor var málið dómtekið hjá bæjarþingi Reykjavíkur. Bústjóri þrotabús Svarts á hvítu, Halldór Þ. Birgisson, gerði árangurslausar til- raunir til að fá skuldina greidda en hún nemur nú um þremur milljón- um. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR mun Björn Bjarnason, al- þingismaður og stjórnarformaður AB, hafa sagt að skuidin yrði gerð upp fyrir síðustu mánaðamót. Það var ekki gert. Skuldabréfið er enn í vanskilum og bústjóri þrotabús Svarts á hvítu telur ábyrgðarmennina tvo líklegri til að greiða hana en AB. Þeir Árni Daníel og Jón Ólafur eiga þannig á hættu að verða gjaldþrota vegna vanskila AB. flótiti frá forlaginu Fyrir skömmu lét Sigurdur G. Val- geirsson af störfum sem útgáfustjóri hjá AB og fór yfir á Bylgjuna. í orði kveðnu verður hann forlaginu inn- an handar á næstunm en í raun er það án útgáfustjóra. Sigurður vann hjá AB í fimm ár en hefur verið þröngt sniðinn stakkur vegna stöðu fyrirtækisins. Hann mun hafa verið ákveðinn að hætta um síðustu ára- mót en lét undan þrýstingi og var áfram í þeirri trú að bráðlega rofaði til. Fyrir skömmu yfirgaf Þórunn Valdimarsdóttir AB en árið 1989 gaf forlagið út bók hennar um Snorra á Húsafelli sem seldist vel og hlaut mikið lof. í haust var fyrirhugað að fyrsta ljóðabók Þórunnar kæmi út hjá AB og höfðu samningar verið undirritaðir. Þórunn fékk ávísun frá fyrirtækinu sem fyrstu greiðslu fyrir verkið en bankar neituðu að taka við ávísuninni. Niðurstaðan varð sú að Þórunn yfirgaf AB og hefur nú gengið frá samningum við Forlagið um útgáfu bókar sinnar. PRESS- UNNI er kunnugt um fleiri höfunda AB sem hafa átt í miklum erfiðleik- um með að fá greiðslur fyrir verk sín. TOPPAR í STJÓRNINNI Stjórn Almenna bókafélagsins er skipuð þekktum mönnum úr við- skiptaiífinu og stjórnmálunum. For- maður er Björn Bjarnason alþingis- maður. Aðrir í stjórn: Eyjólfur Kon- ráö Jónsson alþingismaður er vara- formaður, Davíd Olafsson, fv. seðla- bankastjóri, er ritari en meðstjórn- endur eru Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, Gylfi Þ. Gíslason, fv. ráðherra, Hördur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, og Ingimundur Sveinsson, forstjóri Heklu. í vara- stjórn sitja Davíd Oddsson forsætis- ráðherra, Geir G. Zoéga fram- kvæmdastjóri og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. EKKERT SVIGRÚM Óli Björn Kárason varð fram- kvæmdastjóri Almenna bókafélags- ins á síðasta ári og tók við af Krist- jániJóhannssyni. Oli Björn vann áð- ur á viðskiptablaði Morgunblaðsins og honum var ætlað það hlutverk að koma fyrirtækinu upp úr öldu- dalnum. „Staða fyrirtækisins var ennþá verri þegar Óli Björn tók við en látið hafði verið í veðri vaka. Hann hefði aldrei tekið starfið að sér ef hann hefði vitað hversu von- laus staða fyrirtækisins var,“ sagði heimildamaður PRESSUNNÁR sem þekkir vel til innan AB. Óli Björn þykir hafa staðið sig vel í mjög erfiðri stöðu en hann hefur nánast ekkert svigrúm haft. Hverjar sem lyktir verða á málum AB er tal- ið fullvíst að Óli Björn ætli að hætta sem framkvæmdastjóri. Björgunaraðgerðir margra helstu við- skiptajöfra landsins vegna AB hafa verið árangurslausar. AB EKKI í GJALDÞROT - „AF PÓLITÍSKUM ÁSTÆÐUM" Þrátt fyrir stöðu Almenna bókafé- lagsins er talið útilokað að fyrirtæk- ið verði látið fara í gjaldþrot, „af pól- itískum ástæðum" eins og heimilda- maður innan bankakerfisins orðaði það. Líklegast er talið að samningar takist við Jón Karlsson og að AB verði rekið sem útibú Iðunnar fyrst um sinn, en til greina kemur einnig að Iðunn nýti tap AB til skattaaf- sláttar. Iðunn getur einnig hagnýtt sér Bókaklúbb AB, sem er stærsti bókakiúbbur landsins, og sameinað hann eigin klúbbi. Á síðustu vikum hafa ÓIi Björn og Jón Karlsson farið yfir stöðuna og fyrr í vikunni hittust helstu hluthaf- ar og stjórnarmenn í AB. Á allra næstu dögum skýrist svo hvort Al- menna bókafélagið verður einn þátturinn enn í veldi Jóns Karlsson- ar eða hvort viðskiptajöfrarnir í stjórn AB þurfa að halda áfram líf- róðrinum. Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.