Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 19
 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚLÍ 1991 19 h Athugasemd frá alþýdu- flokksmönnum á Reykjanesi Athugasemd hefur borist frá al- þýðuflokksmönnum á Reykjanesi vegna skrifa í blaðinu í síðustu viku um kostnað vegna kosningabarátt- unnar í vor. Þar var haft eftir heim- ildamanni að kostnaður hefði num- ið um 14 milljónum króna. I athuga- semdunum til PRESSUNNAR er þessu vísað á bug og sagt nærri lagi að kostnaður hafi verið á bilinu 6 til 7 milljónir króna, að öllu meðtöldu. Athugasemd blaöamanns Eins og fram kom í grein PRESS- UNNAR voru mjög traustar heimild- ir fyrir því hvað kosningabarátta Al- þýðuflokksins á Reykjanesi kostaði, eða 14 milljónir. Svo virðist sem þeim alþýðuflokksmönnum sem gera athugasemd við þá upphæð sé ekki kunnugt um tilkostnað ein- stakra flokksfélaga, t.d. í Hafnar- firði, Kópavogi, Keflavík og víðar. Eftir að athugasemdin barst blaða- manni hafa fleiri traustir heimilda- menn, m.a. innan flokksins í kjör- dæminu, staðfest að tala PRESS- UNNAR, 14 milljónir, sé mjög nærri lagi þegar allt er talið. Hrafn Jökulsson T M. ímabilið 1986 til 1988 í ævi Stöðvar 2 ætlar að verða öðrum tímabilum frægara hjá skattinum. Er rætt um að stjórn- endur fyrirtækisins á þessum tíma verði dregnir til ábyrgðar fyrir vantalda sölu- skattsveltu. í upp- hafi voru eigendur og stjórnendur Stöðvar 2 eftirtaldir einstaklingar: Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason, Eyjólfur K. Sigurjónsson endurskoðandi, Anna S. Pálsdóttir, Unnur Frið- jónsdóttir, Ólafur H. Jónsson, Björg Erlingsdóttir og Aldís Elfa Gísladóttir. Eyjólfur og Unnur seldu sinn hlut 1987 en 1988 kom meðal annars Páll G. Jónsson inn í fyrirtækið um sinn .. . A X m.ftur og aftur hafa komið upp umræður um að erlendir aðilar séu að eignast kvóta hér á landi. Það nýjasta í því sambandi er orðrómur um að í ársreikningum þeirra er- lendu fyrirtækja sem kaupa fersk- fisk héðan megi sjá furðulegar færslur fyrir útistandandi viðskipta- skuldum á íslandi. Er því haldið fram að með því að lána útgerðar- fyrirtækjum hér heima til að kaupa kvóta hafi fyrirtækin tryggt sér hrá- efni á hagstæðu verði. Þetta mun helst vera hjá fiskkaupendum í Eng- landi og nema „kvótakaupin" allt að 300 milljónum króna hjá því fyrir- tæki sem lengst hefur gengið í þessa átt... D JJlaðadeilur geta stundum tekið á sig einkennilega mynd. Fyrir skömmu brá Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur sér fram á ritvöllinn og skrifaði lærða grein gegn Seltzer- drykknum, sem Sól hf. framleiðir. Gagn- rýnir hann auglýs- ingaskrumið í kring- um markaðssetningu drykkjarins. Nú vill svo til að Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar, heldur því fram að áðurnefndur Ól- afur hafi boðið þjónustu sína í þágu Sólar á ritvellinum. Þegar því var hafnað fór Ólafur bara til Ölgerðar- innar. Nú vakna spurningar um það hvort við erum að eignast „mat- vælamálaliða"... v ▼ innuhraðinn hjá skattrann- sóknarembættinu hefur oft vakið athygli. Nú síðast í Stöðvar 2-mál- inu, en þegar niður- stöður birtust núna um daginn hafði tek- ið embættið þrjú ár að fá þær — rann- sóknin hófst í októ- ber 1988. Það er ekki nema von að þeir Stöðvar 2-menn séu lítt spennt- ir fyrir þeirri hugmynd að eiga að fara að greiða dráttarvexti af þessu tímabili. Þykir mörgum tímabært að Garðar Valdimarsson, skatt- stjóri og fyrrverandi skattrannsókn- arstjóri, fari að herða á sínum mönnum... því tímabili sem skattrann- sóknar-embættið hefur gert athuga- semdir við hjá Stöð 2 unnu æði margir sem fjár- málastjórar hjá fyr- irtækinu. Fyrstur í röðinni var Hans Kristján Árnason en síðan var Ólafur H. Jónsson „fjár- hagsstjóri". Þá var komið að Sigurði Kolbeinssyni að gegna embætti fjármálastjóra, en það var síðan Jón Sigurðsson sem leysti hann af hólmi í lok árs 1988... IV! 1T Aikið hefur borið á Magnúsi Jóhannessyni siglingamálastjóra undanfarið. Það er kannski ekki nema von, því hann hefur nánast gegnt tveimur embættum. Hann hefur verið gerður að aðstoðar- manni Eiðs Guðna- sonar umhverfis- ráðherra en er ekki búinn að skila af sér starfi siglingamálastjóra. Það mun hann gera fljótlega og hefur verið ákveð- ið að Páll Hjartarson taki við starf- inu . .. OPNUM FÖSTUDAGS BRAUÐSTOFA SEM BÝÐUR BETUR Útbúum nestispakka fyrir starfsmannahópa, stóra sem smáa. Pantið tímanlega. Kaffihlaðborð frá kr. 840,- pr. mann. Cockteilhlaðborð frá kr. 510.- pr. mann. Kaffisnittur kr. 68.-. Cockt- eilsnittur kr. 58.-. Partýsneiðar kr. 250,-. Kransa- tertur — Rjóma- og marsi- pantertur o.fl. o.fl. Tökum að okkur veislur við öll tækifæri. Vandað hráefni og vinna. 10% afsláttur af brauðtertum til 1. sept. BFIAUÐSTOFAN Gleym mér ei Nóatúni 17 . Sfmi 15355 . Sími eftir lokun 43740 KVÖLD KLAPPARSTÍG 30 NÝR BAR Á GÖMLUM GRUNNI • KOMDU OG KÍKTU • vennehilsen SVENNI / TOMMI VINNINGSHAFAR í PRESSU-LOTTERÍI Dregid hefur verid í fyrri- hluta PRESSU-lotterís sölu- barna. Eftirtaldir fengu vinn- ing: Lárus ívarsson hreppti Lynx-ferðatölvu, Ásgeir Ótt- ar Ásgeirsson fékk fjaliahól, Ásberg Jónsson fékk reið- námskeið í Geldingahoiti, Jón Guðmundsson fékk tveggja vikna dvöl í sumar- búðum á Úlfljótsvatni og Di- ana-íþróttatösku, Einar Niku- lásson fékk hjólabretti og út- tekt hjá Steinum upp á 2.500 krónur, Óli Kristján Jónsson, Pétur Smári Tafjord og Ómar Örn Björnsson unnu hjóla- bretti, Ingvar Þór Guðjónsson og Sveinn J. Einarsson fengu úttekt hjá Tölvudeild Magna fyrir 5.000 krónur, Jón Korn- elíus Gíslason, Axel Tómas- son og Karen Guðmundsdótt- ir fengu úttekt hjá Steinum, Hreggviður Steinar fékk 5 kassa af RC-Cola og Harry Jó- hannsson fékk Diana-íþrótta- tösku. L'ORÉAL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.