Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 27
27 Héldu einhverjir að BLESS væri búin að leggja upp laupana? Aldeilis ekki. Þeir verða á Tveimur vinum á fimmtudags- kvöldið, aldrei betri með helling af nýjum lögum. Og það er harðsvíruð pönkhljómsveit úr úthverfi Reykjavíkur sem hitar upp: CAZBOL. KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 stía 6 beittu 11 skógur 12 dans 13 kvöl 15 þrumuljós 17 ræktarsemi 18 prútta 20 tími 21 andstreymi 23 sveifla 24 rösku 25 barnaleikföng 27 kjarna 28 stærðfræðihugtak 29 dáin 32 fugla 36 líf 37 gyðjuheiti 39 þannig 40 lygna 41 tryllast 43 ellegar 44 ískruðu 46 Óðinsheiti 48 gleði 49 geislahjúpurinn 50 kveikja 51 vætunnar. LÓÐRÉTT: 1 eirs 2 magaverkir 3 mótlæti 4 boðaföll 5 sáðlönd 6 slydda 7 kveina 8 tímabil 9 rifrildi 10 óttuðumst 14 riki 16 konu 19 afkomendurna 22 skjálfti 24 ílakks 26 smámenni 27 afkimi 29 sterkt 30 býfa 31 þrif 33 gála 34 algengi 35 ávaxtar 37 óra 38 liðveislu 41 fugl 42 glæta 45 sár 47 draup. SJÓNVARPIÐ Hjartarbaninn The Deer Hunt- er á föstudaginn kl. 22.15. Um þetta leyti hafa menn væntan- lega gefist upp á Pancho Barnes á Stöð 2 — en þessa verða allir að sjá. Stórmeistarinn DeNiro í að- alhlutverki i meistaraverki Mi- chaels Cimino. Og á laugardags- kvöldið er annað klassískt snilld- arverk: Einræðisherrann The Great Dictator, þar sem Chaplin leikur hinn seinheppna Hynkel, hæstráðanda í Tómaníu. BÍÓIN EDDI KLIPPIKRUMLA Edward Scissorhands BÍÓBORGINNI Ef herslumuninn vantaði ekki hefði þessi góða hugmynd orðið að meistara- verki. Hins vegar er Johnny Depp ómótstæðilegur. LEYND Cover-up LAUGARÁSBÍÓI Það er stundum sagt í auglýsingum um hryllingsmyndir að hinir heppnu deyi fyrstir. Það á vel við þessa mynd. Þeir losna þá við að horfa á hana til enda. AÐUR UTI NUNA INNI Utanlandsferðir. Ekki til þess ná einhverjum lit á kroppinn heldur tii að losna við sólina hér heima. Það er nefnilega komið í ljós að w N ' breska konungsfjölskyldan hafði rétt fyrir sér. Sólin er hættuleg og það er í góðu lagi að vera fölur. Madonna át þetta upp eftir Elísabetu, — sjálfsagt til að ganga í augun á Játvarði, hinum at- vinnuiausa. En það er ekkert alveg klárt í veröidinni. Því er heimilt að vera örlítið brúnn. En alls ekki eftir sól- ina heldur eitthvert af þeim kremum sem eru komin á markaðinn og tryggja brúnku án húðkrabbameins. ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Nú gengur ekki að iæra ís- lensku, lögfræði eða annað það sem gagnast fólki fyrst og fremst á Islandi. Réttara er aö koma sér upp menntun og reynslu sem hægt er að selja í útlöndum. Og leggja meira á sig. Ekki hætta þó að hægt sé að selja þetta hér heima. Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslendingar stefna hraðbyri að því að verða ein fátækasta þjóð Evrópu. Allir sem vettlingi geta valdið munu því flýja land og hafa það gott meðal siðaðri þjóða. Eftir sitja aularnir og þeir sem geta ekki selt útlendingum menntun sina og reynslu. HÚSRÁÐ Fyrir nokkrum árum svaf ég hjá manni sem hefur orð á sér fyrir að vera mikill kvennamaður, svo mikill að hann hefur sofið hjá hálfum bænum. Þetta væri svo sem í lagi ef ég þyrfti ekki, vinnu minnar vegna, að hafa sam- band við fyrirtækið sem hann vinnur hjá. Ég er því hrædd um að hann muni segja frá þessu ef hann rekst á mig á göngunum og þetta breiðist út til þeirra sem ég þarf að hafa samskipti við. Hvað á ég að gera? Það er rétt hjá þér að slæm- ar fréttir berast hratt. Þú getur því gengið að því sem vísu að það fólk sem þú hef- ur samskipti við hefur þegar frétt þetta frá manninum. Þú skalt því minnast á þetta að fyrra bragði og tala um að þú hafir sofið hjá honum á tímabili þegar þú leitaðir uppi elskhuga sem voru ann- aðhvort yngri eða minni- máttar á einhvern hátt. Um- ræddur maður hafi verið sá heimskasti sem þú lentir á og hafi í raun læknað þig af þessari ástríðu. Þetta ætti að nægja til að skömmin flyttist af þér yfir á manninn. VIÐ MÆLUM MEÐ Að fólk hætti á treysta því að skólakerfið sjái um uppeldi barnanna sinna og leggi meira af mörkum sjálft I raun stendur valið milli þess að kaupa nýjan bíl eða eyða meiri tíma með börn- unum Ristuðu brauði það er hreint dásamleg upp- finning Að Ingi Ú, og félagar leiti að malbiki sem endist lengur en það sem þeir nota í dag það er eitthvað óeðlilegt við að það þurfi að laga göturn- ar á hverju sumri Að fólk leyfi unglingunum á heimilinu að hafa íbúðina FIMMTUDAGUR PRESSAN 18.JÚLI1991 KLASSÍKIN Það verður áframhald á Sumar- tónleikum á Norðausturlandi næstu daga. Kristina Stobæus sópran og Hans-Ola Ericsson orgelleikari halda tónleika í Húsavíkurkirkju föstudag, Reykjahlíðarkirkju laugardag og Akureyrarkirkju sunnudag. P e Og á sunnudaginn verða Skál- holtshátíðartónleikar i Reykjahlíðarkirkju: Hallfríður Ólafsdóttir flauta og Atalia Weiss píanóleikari. Svo verða auðvitað tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið: Hlíf Sigur- jónsdóttir fiðla, Lorens Hasier vióla, Christian Giger selló og David Tutt pianó flytja tvo pianókvartetta eftir Mozart. MYNDLISTIN Hann er kominn! Herra Tuts- humi frá Tókýó; einn ríkasti mað- ur heims, með risasýningu á jap- anskri nútímalist i farangrin- um. Sýningin verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardaginn og stendur í fjórar vikur. Verkin fylla báða sali auk þess sem nokkur verk verða utanhúss. Tutshumi á Iangstærsta einka- safnið í Japan og kostar sýning- una að öllu leyti. Kærkomið aust- urlenskt krydd. eina helgi og sofi í tjaldi úti í garði k |í Partí-dýr ársins er án efa Vaclav Havel. Hann hefur breytt Tékkóslóvakiu í land gleðinnar. í opinberum veisl- um hans má rekast á félaga í Rolling Stones, glæsilegar fyrirsætur og löngu gleymda furðufugla eins og Frank Zappa. Eitt af fyrstu embætt- isverkum Havels var að leggja niður ólívugræna ein- kennisbúninga lífvarða sinna og láta sauma nýja; rauða, bláa og hvíta. Lifverðirnir eru núna í stil við nýja BMW-inn hans Havels. myllunni þegar hljómsveitin Tol- stoy tætir og tryllir. Þeir hika ekki við að bera sig saman við The Smits og Rem. Hógværir piltar. Aðgangur er ókeypis. Á föstudags- og laugardags- kvöldið verður sveiflu- og gleði- POPPIÐ Aðeins fyrir verseraða í sjálfs- varnaríþróttum: Miðbær Reykjavíkur eftir að börunum er Iokað. Þar rignir glerbrotum þótt himinninn sé heiðskír, lang- drukknir unglingar steyta hnefa að styttum bæjarins og vöku- bleikir krókódílamenn skima eft- ir unglingsstúlkum. Og töffararn- ir spæna upp malbikið meðan lýðurinn stendur í röðum við pylsuvagninn eða hjá honum Hlölla. Það eru alltaf slagsmál í gangi einhvers staðar og lögregl- an má sín ekki mikils. Þegar þetta fjöldasamkvæmi smálogn- ast út af undir morgun leggst fólk einatt til svefns á bekkjum, tún- skikum eða í bakgörðum. En nú á að uppræta þessa hlið reyk- yísks skemmtanalífs: Markús Örn ætlar að taka í taumana og krefst laga og reglu. Þess vegna: Farið á brynvörðum bíl og kíkið á þetta undarlega líf áður en stormsveitir Markúsar mæta . .. vm Asti Spumante Gancia Freyðivín aldinbragði og því upp- lagt til drykkju í sólinni. Gancia er upprunnið í héraðinu Asti í Pied Mont á Ítalíu. Það er búið til úr múskat-berjum, svolítið sætt á bragðið og að sjálfsögðu með múskatbragði, þó ekki neitt svipuðu og af kryddinu sem við þekkj- um. Áfengismagnið er lítið, eða aðeins 7,5 pró- sent. Flaskan kostar 690 krónur. Það verður sannkallað „sving" á Púlsinum fimmtudag og föstu- dag þegar Kuran Swing spilar. Tónlist þeirra hefur verið líkt við blöndu af svíngtónlist „Hot Club du France" og „blúgrass" sem þekktust er í San Francisco. Kur- an Swing er ekki skipuð neinum aukvisum: Björn Thoroddsen á gítar, Szymon Kuran á fiðlu, Ól- afur Þórðarson á gítar, Þórður Högnason á kontrabassa og Magnús Einarsson á gitar og mandólín. Mikið stórmeistara- band og jazzistar i fremstu röð. Á laugardaginn eru það svo sjálf- ir Vinir Dóra sem spila á Púlsin- um, óviðjafnanlegir blúsarar og stemmningsmenn. Allir þangað. Sunnudagskvöldið verður lagt undir rokk að hætti Hendrix og James Brown þegar Reykjavík- urquintettinn treður upp á Púls- inum. Hvaða ár er eiginlega? Það er einhver meiriháttar nost- algía í gangi. Og sjálfsagt að taka þátt i henni. .. Það er svoooo mikið um að vera á fimmtudagskvöldum í þessari borg. í kvöld er lika fjör á Rauðu sveitin íslandsvinir á TVeimur vinum. íslandsvinir eru þéttir á velli (sex talsins og rúmlega 600 kíló samtals, — og gítarleikarinn vegur bara 50 kiló) og leika jöfn- um höndum kraftajötnarokk og ljúfar ballöður. NÆTURLÍFIÐ Pancho Barnes er á dagskrá (ef Guð lofar) á föstudagskvöldið kl. 21.25. Þar segir frá ævintýrum Florence nokkurrar Lowe sem gerði víðreist í öllum skilningi: giftist predikara, dulbjó sig sem strák, stakk af til Mexíkó, fékk flugdellu . .. Yndislegt! Svona á lífið að vera. VEITINGAHUSIN Það stingur svoiítið í stúf við heimilislegt umhverf- ið á veitingastaðnum Við Tjörnina hversu mikið stress er oft í andrúms- loftinu. Kannski er það vegna þess að smærri hópar fara þangað gjarn- an og þeim fylgir mikil rekistefna og snúningar, að ekki sé minnst á söng- inn sem einatt fylgir þeg- ar kvöldi hallar. En á góð- um kvöidum er Við Tjörn- ina mesti klassastaðurinn i bænum með alla þessa dularfullu fiskrétti sem fær innlenda gesti til að finnast þeir tilheyra menningarþjóð en útlend- inga til að halda að þeir séu lentir í klóm viili- manna. STÖÐ2 i— 5—r ■' Q u 17 T 1®— ~ 7-T—^—r- b- r p ~■F5- F5 S p. y PPP- ■ ■33 3T34 ™ 33 4Ó L v W*39— í 32 45 wr~ 5T- i 46 47 nrosið X. ... fá Jóhann G. Jó- hannsson á Púlsinum og aðrir popptónleika- haldarar fyrir að leggj- ast ekki í dvala eins og aðrir menningarpáfar. Hvað er annars að verða um menningar- borgina Reykjavík? bidtm DEAD I CATED (A Tribute to Grateful Dead) Grateful Dead er ekki í tisku núna (nema i Ameríku) og fáir hefðu búist við jafnsterku liði tónlistarmanna, viljugu til að flytja lög þeirra á plötu þeim til heiöurs. Medal ann- arra: Elvis Costello, Suzanne Vega, Cow- boy Junkies, Los Lo- bos og Dwight Yoak- am. Með betri slíkum plötum. Og við gefum henni (án þess að hika): 8 af 10. VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1. My Blue Heaven (Steinar) 2. Kill me Again (Kvikmynd) 3. Dark Side of the Moon (Kvikmynd) 4. Back Stab (Kvikmynd) 5. Quick Change (Steinar) 6. Nikita (Háskólabíó)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.