Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚLÍ 1991 23 6l<xdcU nuzcíovUvut 6e&t & ven&t éíceddcc *l/en&t étcedcU cpuzcUvUcuc I.Sigurður Gísli Pálmason í Hagkaup: „Hann klæðir sig eftir efnum og ástæðum. Er alltaf í góðum og dýrum fötum, en þorir líka að fara nýjar leiðir. Hann er sérlega mikill smekkmaður." 2. Hans Kristján Árnason, við- skiptafræðingur og einn af stofnendum Stöðvar 2: „Hann er áberandi vel klæddur. Ávallt vel til fara og veit hvenær hann á að búa sig upp á og hve- nær ekki." Það sem einn dóm- nefndarmanna fann Hans Kristjáni helst til foráttu var að hann væri of venjulegur, en engu að síður alltaf vel klædd- ur. Hans Kristján fylgir fast á hæla Sigurðar Pálmasonar. 3. Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra: „Samsetningar hjá honum eru réttarog heildarsvipurinn verð- ur því góður." Friðrik er eini stjórnmálamaðurinn sem er ör- uggur á listanum, auk þess sem hann er ofarlega hjá þeim sem nefndu hann. 4. Simbi, hárgreiðslumeistari: „Hann erfrumlegurog fríkaður, en engu að síður alltaf vel klæddur, í vönduðum og góð- um fötum." 5. Guðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóri hjá Sambandinu: „Maður sér þá varla glæsilegri á götum bæjarins," sagði einn dómnefndarmanna. Guðjón er ekki mikið í sviðsljósinu, en lendir óvefengjanlega ofarlega á listanum þar sem hann var settur í 1. sæti hjá einum dóm- nefndarmanna og lenti ofar- lega hjá öðrum. 6. Páll Magnússon sjónvarps- stjóri: „Hann er ávallt klæddur í sam- ræmi við tilefnið." 7. Sigurður Pálsson, skáld og rithöfundur: „Sigurður er klassískur og mjög smekklegur." Eiginkona Sigurð- ar, Kristín Jóhannesdóttir, fékk sömu ummæli þegar hún lenti á listanum yfir 10 best klæddu konurnar. 8. Viktor Urbancic: „Honum tekst mjög vel að halda eigin stíl, þótt hann sé eiginlega ekki í tísku lengur." 9. David Pitt viðskiptamaður: „Hann skar sig úr fyrir tíu árum fyrir það hvað hann var vel til fara og er ennþá vel klæddur. íslenskum karlmönnum hefur farið mikið fram síðan þá." 10. Sigmundur Ernir Rúnars- son fréttamaður: „Hann er nýlega farinn að klæða sig vel." Einn sagði þó um Sigmund Erni að hann væri ekki góður nema fyrir framan myndavélarnar og ætti þvi eig- inlega ekki skilið að vera á list- anum. mecuUrwUn Það er hálft ár lidid sídan PRESSAN fékk fimm manna dómnefnd til ad velja tíu best klœddu og tíu verst klœddu konur landsins. Nú er komiö að karlmönnunum og voru sjö menn, karlar og konur, fengnir í dómnefndina að þessu sinni. Einn hafði á orði að það vœri miklu erfiðara að velja menn á verst klœdda listann, því miklu fleiri væru illa til fara en vel. Engu að síður voru ótal menn til- nefndir á best klædda listann og úrslitin þeim megin ekki eins augljós og á verst klœdda listanum. Þar hafði Markús Örn Antonsson al- gjöra yfirburði, ef svo má að orði komast. Það kemur ef- laust til af því að hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu daga vegna borgar- stjóraskiptanna og þess vegna man'fólk eftir honum. En það breytir því ekki að öll- um dómnefndarmönnum fannst ástœða til að nefna hann. Enginn hafði jafn- miklayfirburði á best klædda listanum, en þó voru þeirsem skipa þrjú efstu sœtin öruggir í þau. Sjón, Bubbi Morthens, Páll Magnússon og Hermann Gunnarsson lentu allir á báð- um listum. Sjón þótti takast bæði vel og illa upp með sinn persónulega stíl. Flestum þótti Bubbi frekar þreyttur, en einn sagði þó að honum tækist vel upp sem rokkara. Páll Magnússon er á listanum yfir best klæddu mennina, en fékk líka þá einkunn að fötin pössuðu honum ekki. Her- mann Gunnarsson er í öðru sæti á verst klædda listanum, en það var líka sagt um hann að fötin hans hæfðu vel því starfi sem hann er í. En úrslit- in eru hér til hliðar. Það var mjótt á munum með þeim sem lentu í neðstu sætum listans yfir þá best klæddu og munaði ekki miklu að Jón Baldvin Hanni- balsson (Bogart töffari), Þor- steinn Pálsson (alltaf eins og fínn mömmustrákur) og Egill Ólafsson (fínn og nær alltaf að halda sínum karakter) kæmust í hóp þeirra tíu best klæddu. Aðrir sem voru til- nefndir voru Kristján Jó- hannsson söngvari, Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra, Ol- afur Jóhann Ólafsson, yfir- maður hjá Sony, Ólafur Stephensen auglýsingamað- ur, Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, Ingimundur Sveinsson arkitekt, Sigurður Sigurjónsson lögmaður, Hall- dór Laxness rithöfundur, Jón- as Haralz, fyrrverandi banka- stjóri, Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Guð- mundur Barker, förðunar- meistari og bílstjóri, Friðrik Weisshappel Jónsson hár- greiðslunemi, Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi, Knútur Signarsson skrifstofu- stjóri, Grétar Örvarsson tón- listarmaður, Valgeir Guðjóns- son tónlistarmaður, Sævar Karl Ólason klæðskeri, Jökull Tómasson auglýsingamaður, Sigursteinn Másson frétta- maður, Jón Þór Hannesson kvikmyndagerðarmaður, Ág- úst Baldursson kvikmynda- gerðarmaður, Haukur Mar- geirsson lögfræðingur, Magn- ús Ketilsson verslunarmaður og Magnús Hjörleifsson ljós- myndari. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra, tónskáldið Megas og Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndagerðarmaður hefðu eins getað verið í 10. sætinu, yfir þá verst klæddu en Eiður fær það fyrir um- mælin sem fylgdu tilnefning- unni. Fjölmargir aðrir voru nefndir í hóp þeirra verst klæddu: Bogi Ágústsson fréttastjóri, Ingólfur Guðbrandsson ferðamálafrömuður, Karvel Pálmason, fyrrverandi al- þingismaður, Magnús Kjart- ansson tónlistarmaður, Jakob Frímann Magnússon tónlist- armaður, Árni Johnsen al- þingismaður, Eyjólfur Krist- jánsson söngvari, Valdimar Örn Flygenring leikari, Heið- ar Jónsson snyrtir, Bjössi í World Class, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, doktor í stjórnmálafræðum, Biggi hárgreiðslumaður, Björn Em- ilsson upptökustjóri, Magnús Skarphéðinsson nemi, Þórir Guðmundsson fréttamaður, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Pétur Kristjánsson tón- listarmaður, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, Stefán Valgeirs- son, fyrrverandi alþingis- maður, Davíð Oddsson for- sætisráðherra, Trausti Jóns- son veðurfræðingur, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Örn Árnason leikari, Jón Páll Sigmarsson hinn hrikalegi, Stefán Jón Hafstein, forstöðu- maður dægurmáladeildar RÚV, Stefán Hilmarsson söngvari. Dómnefndina skipuðu Anna Gunnarsdóttir, leiðbeinandi varðandi fatastíl, Helga Möller, fyrrverandi módel, Jóhann Traustason verslunarstjóri, Lars Emil Árnason myndlistarmað- ur, Sólveig Grétarsdóttir, nudd- ari og módel, og Sævar Karl Ólason klæðskeri. I.Markús Örn Antonsson borgarstjóri: „Hann er sláandi púkó. — Á ekki til neitt sem heitir stíll. — Hann er alltaf í sömu gömlu jakkafötunum og með bindið laust. — Hann ætti að fá sér ný föt. — Það er eins og hann sé hengdur upp á herðatré." Þann- ig voru ummælin sem Markús Orn fékk hjá dómnefndinni, en hún fór ekki um hann mjúkum höndum. Hann flaug í 1. sætið. sjón- varpsmaður: „Hann er ákaflega skemmtileg- ur, en það mætti halda að hann væri litblindur, þegar maður horfir á hvernig fatnað hann velur sér. — Ég á varla til orð yf- ir hann. — Hann er hallærisleg- ur í einu orði sagt. — Alveg aga- legur í fjólubláa satíngallanum með fjólublátt bindið." Þessi orð létu dómnefndarmenn falla um Hermann og áttu fæstir til orð til að lýsa honum. Engu að síður setti einn dómnefndar- manna hann á hinn listann. 3. Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður: „Hann klæðir sig ekki sam- kvæmt stöðu og efnahag." Menn áttu ekki til orð að lýsa Steingrími, en hann var örugg- ur í 3. sætið. 4. Rúnar Júlíusson tónlistar- maður: „Sjabbí í þessum trosnaða leð- urjakka sínum og skítugum gallabuxum. Hann er staðnað- ur." Útlit Rúnars á greinilega ekki upp á pallborðið, þó svo tónlist hans og Bubba eigi það. 5. Jón Óttar Ragnarsson, nær- ingarfræðingur og fyrrum sjónvarpsstjóri: „Hann mætti fara að skipta um skó. Það er alveg hræðilegt að sjá hann í þessum svörtu lakk- skóm við hvít jakkafötin." Klæðnaður Jóns Óttars var dómnefndarmönnum ofarlega í huga, þótt ekki hafi sést mikið til hans að undanförnu. 6. Helgi Björnsson, leikari og söngvari: „Kannski er það týpan, en mér finnst eins og hann sé að reyna að vera flottur án þess að tak- ast það." 7. Sigurjón — Sjón — Sigurðs- son skáld: „Hann er dæmi um mann, sem vinnan er komin í fötin hjá. Ef hann væri bifvélavirki væri hann áreiðanlega í skítagalla." Sjón var nokkuð öruggur á þessum lista, þótt hann hafi einnig verið tilnefndur á hinn listann fyrir að vera öðruvísi og samt smart. 8. Bubbi Morthens tónlistar- maður: „Hann fer yfir strikið þegar hann er með klútinn á höfðinu í gömlu leðurbuxunum sínum." 9. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari: „Ofsalega hallærislegur. Það hefur þó ekkert með persónuna að gera." 10. Eiður Guðnason umhverf- isráðherra: „Það nálgast að vera umhverf- isspjöll ef hann hættir ekki að nota þessi terlínföt."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.