Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚLÍ 1991 9 í janúar á þessu ári sendi Ólafur S. Björnsson hlutafélagaskrá tilkynningu um aukið hlutafé í Ósi hf. - húseiningum. Nokkrum vikum síðar kom í ljós að þessi tilkynning var innstæðulaus þar sem hlutaféð hafði ekki verið greitt. Eftir sem áður fékk Ólafur vottorð frá hlutafélagaskrá um 70 milljóna króna hlutafjáraukningu. Það var skilyrði þess að fyrirtæki hans fengi skuldbreytingarlán hjá Iðnlánasjóði. M i.»iikill vandi steðjar nú að Jóni Skaftasyni borgarfógeta. Eftir að ný lög um embættið tóku gildi um áramót hafa tekjur hans og embættisins lækkað ískyggilega. Það hefur meðal annars leitt til tekju- lækkunar á meðal margra fulltrúa borgarfógetaemb- ættisins, sem Jón gat áður yfirborg- að af eigin innheimtulaunum. Eftir að þau hurfu varð að hætta yfir- borgunum og munu heildarlaun sumra fulltrúanna hafa hrapað um nærri helming. Hafa tveir fulltrúar nú þegar sagt upp og fleiri munu íhuga uppsagnir. Þess má geta að eftir sem áður eru innheimt þau gjöld sem runnu til fógeta — nú fara þau bara beint í ríkissjóð .. . IVECO Háteigur þessar 27 milljónir í þrennu lagi. Árið 1990 voru 5 millj- ónir greiddar með peningum. Þann 15. janúar, eða nokkrum dögum eft- ir að upphaflega tilkynningin var send til hlutafélagaskrár, tók Háteig- ur yfir 15 milljóna króna skuldabréf Oss. í bréfinu kemur ekkert fram um hvaða skuldabréf þetta er eða hver sé útgefandi þess. í þriðja lagi greiddi Háteigur Iðnlánasjóði 7 milljónir í lok maí, eða nokkrum mánuðum eftir upphaflegu tilkynn- inguna og nokkrum vikum eftir að hlutafélagaskrá óskaði bréflega eftir skýringum. Samkvæmt þessu er ljóst að Há- teigur var ekki búinn að borga nema 5 milljónir eða rétt rúm 7 pró- sent af 70 milljóna króna hlutafjár- aukningunni þegar tilkynningin var send inn til hlutafélagaskráningar í janúar síðastliðnum. Viðskiptaráðuneytið mun auk þess óska frekari skýringa á þessum greiðslum, til dæmis um hvaða 15 milljóna króna skuldabréf er að ræða. Þá mun einnig verða óskað upplýsinga um hverjir hafa skráð sig fyrir þeim 43 milljónum sem upp á vantar til að allt hlutaféð sé greitt. Ólafur S. Björnsson sagði í samtali við PRESSUNA að þá upphæð mundu Háteigur og hann sjálfur greiða. ÓS NOTAÐI LÁNIÐ FRÁ IÐNLÁNASJÓÐI TIL ANNARS EN ÆTLAST VAR TIL Eins og áður sagði hefur Ólafur S. Björnsson staðfest það í samtali við PRESSUNA að hann hafi fengið samþykkt fyrir lengingu lána frá stjórnendum Iðnlánasjóðs. Eitt af skilyrðum þess var að hlutafé fyrir- tækisins yrði aukið. Nú hefur komið í ljós að starfsmenn bæði hlutafé- lagaskrár og viðskiptaráðuneytis draga í efa að allt sé með felldu varð- andi þessa hlutafjáraukningu. PRESSUNNI tókst ekki að fá sjón- armið Iðnlánasjóðs í þessu máli, þar sem forstjóri hans og stjórnarfor- maður eru báðir í sumarfríi, og aðrir starfsmenn sjóðsins treystu sér ekki til að ræða mál einstakra skuldu- nauta. Þegar Iðnlánasjóður lánaði fé til Óss í upphafi var það veitt til bygg- ingar verksmiðju sem framleiða átti rör og steyptar einingar. Þessi starf- semi hefur hins vegar aldrei verið eins veigamikil og rekstur almennr- ar steypuverksmiðju í verksmiðju- húsinu. Áður en steypuverksmiðjan Ós var tekin í gagnið voru fyrir tvær aðrar á höfuðborgarsvæðinu, BM Vallá og Steypustöðin hf. Þær eru báðar skuldunautar Iðnlánasjóðs. Þegar rörsteypan og húseininga- verksmiðjan, sem Iðnlánasjóður taldi sig vera að lána til, breyttust í almenna steypuverksmiðju jókst samkeppnin á þessum markaði um allan helming og það hefur leitt til þess að allar verksmiðjurnar þrjár standa verr en áður. Lán Iðnlánasjóðs til Óss veiktu þvi í raun útlán sjóðsins, þar sem líklegt var strax í upphafi að einhver þess- ara þriggja verksmiðja mundi lénda í vandræðum. 58 MILLJÓNA KRÓNA SKULDABRÉF KOM EKKIFRAM VIÐ SKIPTIN Gjaldþrot Byggingarfélagsins Óss, fyrirtækisins sem rak steypustöðina þar til hinn nýi Ós tók við í nóvemb- er í fyrra, er nú til meðferðar hjá skiptarétti. Jóhann H. Níelsson bú- stjóri hefur sent frá sér skýrslu eftir fyrstu skoðun. í henni er megnið af því sem fram hefur komið í fréttum PRESSUNNAR af málinu. En í skýrslu Jóhanns kemur einn- ig fram að nýja fyrirtækið tók yfir lager þess gamla. Lagerinn var óveðsettur og því bendir margt til þess að um brot á hlutafélagalögum hafi verið að ræða, þar sem lagerinn hefði að öðrum kosti komið til skipta milli skuldunauta gamla fyr- irtækisins. Á skiptafundinum kom fram að skuldabréf, sem nýja fyrirtækið mun hafa gefið út til tryggingar á greiðslu fyrir lagerinn, bréf upp á 58 milljónir, kom ekki fram við skiptin. Það virðist týnt. Jóhann H. Níelsson hefur falið endurskoðanda að kanna sölu verk- smiðjunnar og þá sérstaklega kaup- in .á þessum lager. Hann vill fá að vita til hvaða hluta þeir peningar sem greiddir voru fyrir hann voru notaðir og hvort kröfuhöfum í þrotabú gamla Óss hafi verið mis- munað á einhvern hátt. Lagerinn er í raun það eina við nafnbreytinguna frá nóvember 1989 sem snertir kröfuhafa í gamla fyrirtækið, þar sem verksmiðjan sjálf og aðrar eignir voru veðsettar upp í topp. Ef þær hefðu lent hjá þrotabúinu hefðu veðhafar leyst þær til sín og andvirði þeirra aldrei komið til almennra skipta. s K_/töðumælaverðir toku ekki vel a móti Markúsi Erni Antonssyni þegar hann tók við lyklum að borg- arstjóraskrifstofun- um af Davíð Odds- syni á mánudaginn. A meðan Markús, Davíð og helstu embættismenn borgarinnar áttu glaðan dag á borgar- skrifstofunum gengu stöðumæla- verðir á röðina af bílum þeirra í Pósthússtræti og sektuðu þá alla. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur ekki einkabílastæði fyrir utan skrif- stofurnar, en stöðumælaverðir hafa hingað til horft í gegnum fingur sér við Davíð, þótt hann hafi lagt lengur en mælirinn leyfir .. . 1W JLTiiklar annir hafa hlaðist á Brynjólf Kjartansson hæstarétt- arlögmann. Hann er bústjóri í þrota- búi Arnarflugs og hefur látið þung orð falla í garð stjórnenda þess fyrir- tækis. Og hann er einnig bústjóri í þrotabúi Álafoss, en þar er ekki síð- ur pottur brotinn en hjá Arnarflugi. Brynjólfur er þó ekki alls ókunnug- ur illa stöddum fyrirtækjum, því hann var í stjórn Skrifstofuvéla hf. sem voru í mikium kröggum, sam- einuðust síðar Gísla J. Johnsen og enduðu loks hjá Óla Kr. í Olís ... F M. rett PRESSUNNAR af viðskipt- um þeirra bræðra Þórðar og Lýðs Friðjónssona með uppsafnað tap gamla Alafoss vakti athygli í síðustu viku. Framkvæmda- sjóður, undir forsæti Þórðar, seldi Vífil- felii, undir fram- kvæmdastjórn Lýðs, tapið og Vífilfell gat þar með lækkað skatta sína um 170 milljónir. Ríkið, eigandi Fram- kvæmdasjóðs, tapaði hins vegar um 135 milljónum á öllu saman. Við þetta má bæta að endurskoðunar- skrifstofan N. Mancher sér um end- urskoðun og ráðgjöf hjá Vífilfelli, en einn starfsmaður hennar, Símon Gunnarsson, hefur verið ráðinn til Vífilfells sem framkvæmdastjóri á meðan Lýður sér um markaðsmál Coca-Cola á Norðurlöndunum ... Gunnar Smári Egilsson SEMENTSVERKSMIÐJAN OG TOLLSTJÓRI MISSTU AF MÖGULEGRI RIFTUN Þar sem gamli Ós fór ekki í gjald- þrot fyrr en í upphafi þessa árs, eða einu og hálfu ári eftir nafnbreyting- una, er ekki hægt að krefjast riftun- ar á sölunni. Stærstu kröfuhafarnir, Sementsverskmiðjan og Tollstjórinn í Reykjavík, naga sig eflaust í hand-. arbökin fyrir að hafa ekki knúið fyr- irtækið í gjaldþrot fyrr, þar sem allt frá nafnbreytingunni var ljóst hvert stefndi. Ef þessum aðilum hefði tek- ist að fá umræddan lager til skipt- anna ætti búið um 60 milljónir til að greiða kröfuhöfum. Að mati bú- stjóra er eign búsins í dag hins vegar ekki nema um 3 milljónir. í skýrslu bústjóra kom fram að hann telur eðlilegt að kannaðir verði möguleikar á skaðabótamáli á hendur forráðamönnum Óss, þar sem þeir hafi með ýmsum gjörðum skaðað hagsmuni kröfuhafa í búið. Hann tekur meðal annars dæmi af sölu gamla Óss á einbýlishúsinu á Háteigsvegi 44 til hlutafélagsins Há- teigs. Háteigur er, eins og áður sagði, í eigu systur Ólafs S. Björns- sonar og barna hans. Ólafur, kona hans og börn búa í þessu húsi. í skýrslu bústjórans segir að ljóst sé að við þessa sölu hafi Ólafur og eig- inkona hans tekið ákvarðanir í eigin málefnum og sýnist hafa sniðgengið ákvæði hlutafélaganna. Ef svo reyn- ist við frekari skoðun séu þau án efa bótaskyld samkvæmt hlutafélaga- lögum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.