Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 30

Pressan - 18.07.1991, Blaðsíða 30
Þetta var í raun hlaegilega auðvelt, — segir Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra um lausnina á vanda ríkissjóðs Tillögur ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum Símaskráin seld á 150 þúsund krónur — gefur 12 milljarða i aðra hönd ef 80 þúsund eintök seljast Páll Kristjánsson er nú eftir- lýstur af Interpol fyrir að hafa keypt nafn Varsjárbandalags- ins og tekið feiknarlegar upp- haeðir að láni út á nafnið hjá alþjóðabönkum. íslenskur bissnessmaður Keypti leifarnar af Varsjárbanda- laginu og sló milljónir dollara út á nafnid — er nú leitað af alþjóöa- gjaldeyrissjóönum Gerður Unnarsdóttir, húsmóð- ir á Stokkseyri, hefur fundið gat á lyfsölukerfinu. Sjötug kona á Stokkseyri sneri á heilbrigðis- ráðherra Fékk sér kind og keypti sýklalyfin át á hana — fékk þrefalt verð lyfjanna endurgreitt frá landbúnaðar- ráðuneytinu 29. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 18. JÚLÍ1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR HERINN ER FARINN — munum krefja Bandaríkjamenn skýringa, — segir Jón Baldvin Keflavík, 17. júlí „Við munum þegar í stað krefjast skýringa," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra þegar hann gekk um svæði varn- arliðsins á Keflavíkurflug- veili í morgun. Þar var allt autt og yfirgefið en Lárus Ragnarsson, trésmiður í Keflavík, uppgvötvaði þetta fyrr um morguninn þegar hann ætlaði að fara á öskuhauga varnarliðsins að leita sér að einhverju nýtilegu. „Það eru margar vikur síð- an ég kom hingað síðast," sagði Lárus. „Ég tel því að herinn geti þess vegna hafa farið einhvern tímann í maí eða jafnvel fyrr.“ „Það er rétt að samgangur okkar við varnarliðið hefur stórlega minnkað eftir að nýja flugstöðin var reist. Þá var millilandaflugið skilið frá starfsemi varnarliðsins. En ég hefði ekki trúað því að óreyndu að herinn gæti farið án þess að nokkur tæki eftir því,“ sagði Jón Baldvin. Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR eru get- gátur uppi innan varnarmála- skrifstofunnar um að banda- ríski herinn hafi gert mistök þegar hann flutti herliðið frá Persaflóa heim. Það hafði viðkomu hér og hugsanlegt er að þeir hermenn sem voru á Keflavíkurflugvelli hafi ein- hvern veginn þvælst með í heimflutningunum. Lárus Ragnarsson trésmiður uppgvötvaði að varnarliðið var á bak og burt. Steingrímur Hermannsson Handtekinn á leiðtogafundinum London, 17. júlí „íslendingar verða að leysa þetta vandamál heima hjá sér. Vid lítum það mjög alvarlegum aug- um þegar við þurfum að glíma við þetta við jafn við- kvæmar aðstæður og eru á leiðtogafundinum,“ sagði George Kinley, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Lund- únum, eftir að lögreglan hafði fjarlægt Steingrím Hermannsson, fyrrver- andi forsætisráðherra ís- lands, út af fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims. Leiðtogarnir áttuðu sig á nærveru Steingríms þegar þeir stilltu sér upp fyrir myndatöku að fundi loknum. „Ég hélt að þessi maður væri öryggisvörður eða túlk- ur,“ sagði George Bush, for- seti Bandaríkjanna. I fréttatilkynningu ríkis- stjórnar íslands eru leiðtog- arnir beðnir afsökunar. Bent er á að Steingrímur hafi verið forsætisráðherra í fjölmörg ár heima á íslandi og eftir kosn- ingarnar í vor hafi farið að bera á því að hann saknaði starfsins. Þegar lögreglan fjarlægði Steingrím af fundinum kall- aði hann á Gorbatsjov sovét- leiðtoga til aðstoðar, en Gor- batsjov var þá einmitt að ganga til fundarins. Gorbat- sjov ræddi stuttlega við Stein- grím sem róaðist og féllst á að ganga á brott með lögreglu- þjónunum. Steingrímur Hermannsson var fjarlægður af fundi leið- toga sjö helstu iðnrikja heims Fiskifrœdingar gera at í ríkisstjórninni FVLLT AF ÞORSKI ÚT VM ALLAN SJÓ — þið hefðuö átt að sjá suipinn á Þorsteini, — segir Jakob Jakobsson fiskifrœðingur Reykjavík, 16. júlí „Þetta var nú bara létt spaug hjá okkur,“ sagði Jakob Jakobsson fiski- fræðingur þegar hann kynnti nýja skýrslu Haf- rannsóknastofnunar. Sam- kvæmt henni er nóg til af þorski og flestum öðrum fisktegundum. „Það var hreint rosalegt að sjá svipinn á Þorsteini þegar við létum hann fá fyrri skýrsl- una. Það hreinlega datt af honum andlitið og um tíma hélt ég að hann ætlaði að fara að gráta," sagði Jakob, en sem kunnugt er kynnti Haf- rannsóknastofnun aðra skýrslu fyrir rúmri viku þar sem mælt var með umtals- verðum samdrætti í veiðum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta ekki fyndið,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við GULU PRESS- UNA. „Ég hef ákveðið að loka mötuneytinu á Hafrannsókn, skera niður yfirvinnuna og taka stimpilkiukku í gagnið. Vonandi geta starfsmenn stofnunarinnar hlegið að því,“ bætti hann við. Alþjóðleg keppni stjórnenda fyrirtœkja F r amkvæmdasj óður sló rækilega í gegn Haag, ló. júlí „Þessir menn eru skáld,“ sagði Hans Deitreckt, formaður dómnefndar Alþjóðlegu stjórnunarkeppninnar, þegar hann veitti Þórði Friðjónssyni, stjórnar- formanni Framkvæmda- sjóðs, sérstök verðlaun dómnefndar fyrir frammistöðu liðs Fram- kvæmdasjóðs í keppn- inni. „Þar sem aðferðir liðs Framkvæmdasjóðs eru jafn óhefðbundnar og raun ber vitni er ekki hægt að meta frammistöðu þess á sama mælikvarða og annarra. En framganga þeirra bar vott um skáldlega dirfsku, inn- sæi og klókindi sem við höfum ekki áður orðið vitni að í þessari keppni," sagði Deitreckt. Þó Framkvæmdasjóður hafi ekki náð langt í sjálfri keppninni setti hann mik- Þórður Friðjónsson og Framkvæmdasjóður hlutu sérstök verðlaun dóm- nefndar í alþjóðlegri keppni stjórnenda fyrirtækja. inn svip á mótið. Hann varð mjög fljótlega gjaldþrota en sló þá lán hjá öðrum liðum. Þegar upp var staðið hafði hann dregið megnið af hin- um keppendunum með sér í gjaldþrotið, svo lið fær- eyska bankalánasjóðsins stóð eitt eftir. Það hreppti því titilinn í ár. Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfí, umbrotskerfi og alhliða þjónusta MICROTOLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.