Pressan - 15.08.1991, Page 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. ÁGÚST 1991
íbúðir í verkamannabústöðum fyrnast þrisvar sinnum
hraðar en nemur verðlækkunum á íbúðum á frjálsum
markaði. Meðal annars þess vegna er eignamyndun í
verkamannaíbúðum afar hæg og langt frá því sem gerist
á frjálsa markaðnum. Auk þess er fyrning verkamanna-
bústaða mest á þeim tíma sem verðlækkun er minnst á
öðrum íbúðum.
Miðað við núverandi lög fær sá sem hefur átt íbúð í
verkamannabústað í tíu ár aðeins rúman þriðjung af því
sem hann hefur lagt til þegar hann selur. Sá sem selur
íbúð í verkamannabústað eftir fimm ár fær eitt hundrað
þúsundum króna minna við sölu en hann greiddi við
sjálfa samningsgerðina í útborgun.
Ef vaxtagreiðslur og fyrning eru
lagðar saman lætur nærri að sá sem
hefur átt íbúð í verkamannabústað í
fimm ár hafi greitt um sjötíu prósent
„ársvexti". Skuldabréfin sjálf bera
hins vegar aðeins eitt prósent vexti.
Að sjálfsögðu eru fyrningarnar ekki
'raunverulegar vaxtagreiðslur, en
vegna þess hversu háar þær eru
draga þær veruiega úr söluverði og
rýra þar með hlut seljanda veru-
lega.
Annar hluti skýringanna á þess-
um háu greiðslum er að um jafn-
greiðslulán er að ræða. Á fyrstu
tveimur árunum eru aðeins greiddir
vextir en ekki afborganir af lánun-
um, sem eru til fjörutíu og tveggja
ára.
FURÐULEGAR FYRNINGAR
Fyrning íbúða í verkamannabú-
stöðum er eitt og hálft prósent á ári
fyrstu tuttugu árin. Á frjálsa mark-
aðnum er verðlækkun til muna
lægri, eða um 0,3 prósent á ári
fyrstu tíu árin. Eftir tuttugu ár lækk-
ar fyrning í verkamannabústöðum
um helming og verður 0,75 prósent.
Á frjálsa markaðnum verður verð-
lækkun meiri eftir því sem íbúðir
verða eldri. Samkvæmt úttektum,
sem gerðar hafa verið, verður verð-
lækkun ibúða á frjálsa markaðnum
sjaldan meiri en 0,5 prósent á ári.
Þeir sem þekkja til segja að eðli-
legt sé að íbúðir fari að falla í verði
þegar þær eru orðnar um fimmtán
ára gamlar. Þá fyrst fer að verða að-
kallandi að endurnýja dýrari hluta
íbúðanna, svo sem eldhús, baðher-
bergi, þök, lagnir, skápa, hurðir og
fleira. Til þess tíma hefur, í flestum
tilfellum, aðeins þurft að mála,
skipta um teppi og annað ámóta.
Einmitt þess vegna lækka íbúðir á
frjálsa markaðnum meira í verði eft-
ir því sem þær verða eldri. Það er öf-
ugt við það sem gerist í verka-
mannabústöðum.
MJÖG HÆG EIGNAMYNDUN
Þegar íbúðir í verkamannabú-
stöðum eru seldar er upphaflega
kaupverðið framreiknað sam-
kvæmt lánskjaravísitölu. Seljandinn
Verkamannabústaðir i Grandahverfi. Ef íbúðareigendurnir vilja selja fá þeir aöeins hluta af þeim peningum sem þeir
hafa greitt til baka.
fær endurgreiddar allar afborganir
af lánum til Húsnæðismálastofnun-
ar að frádreginni fyrningu. Ef gera
þarf á íbúðunum einhverjar lagfær-
ingar eru þær gerðar á kostnað selj-
anda, það er segja ef hægt er að
rekja þær til vanrækslu á viðhaldi.
Með öðrum orðum; seljandi ræður
ekki í hvaða ástandi hann selur
eignina. Húsnæðisnefndirnar taka
eitt prósent af söluverði fyrir þjón-
ustu sína. Sú greiðsla skiptist jafnt
milli seljanda og kaupanda.
Þar sem um jafngreiðslulán til
fjörutíu og tveggja ára er að ræða,
og á fyrstu árunum aðeins greiddir
vextir, fer lítill hluti greiðslnanna til
afborgunar á lánum, mestur hlutinn
fer í vaxtagreiðslur, og því eignast
kaupendurnir mjög lítinn hluta i
íbúðunum.
Hér er tekið mið af íbúð sem kost-
ar 5,6 milljónir króna. Eftir fimm ár
er kaupandinn búinn að greiða sam-
tals 1.150 þúsund krónur. Þar af er
útborgun tíu prósent, eða 560 þús-
und krónur. Fyrningin er síðan eitt
og hálft prósent á ári, eða- rúmar
fjögur hundruð þúsund krónur eftir
fimm ár. Vaxtagreiðslurnar og fyrn-
ingin samanlagt eru það há fjárhæð
að segja má að seljandinn hafi greitt
um sjötíu prósent vexti á hverju
þeirra fimm ára sem hann átti íbúð-
ina.
í júni á siðasta ári breyttust lög um
fyrningar. Þá hækkuðu þær úr einu
prósenti í eitt og hálft. Þeir útreikn-
ingar sem hér eru settir fram gilda
því einungis um íbúðir sem afhentar
voru eftir lagabreytingarnar, það er
í júní 1990.
MIKIL AÐSÓKN
Þótt hvergi liggi fyrir tölur um
hversu margir umsækjendur eru um
íbúðir í félagslega kerfinu er vitað
að mun færri fá en vilja. Lengstir
eru biðlistarnir á höfuðborgarsvæð-
inu. í Hafnarfirði verður þrjátíu
íbúðum úthlutað á þessu ári. Um-
sækjendurnir eru hins vegar 350.
Samkvæmt upplýsingum frá Hús-
næðisstofnun er álitið að fjórar til
fimm umsóknir séu um hverja íbúð
á höfuðborgarsvæðinu.
Víða úti á landi tekst hins vegar að
afgreiða allar umsóknir og eins hef-
ur komið fyrir að engir kaupendur
finnist að íbúðunum. Þess vegna er
í lögunum grein sem heimilar við-
komandi sveitarstjórn að leigja
íbúðir sem byggðar voru sem verka-
mannabústaðir, fáist engir kaupend-
ur.
FORKAUPSRÉTTUR
Á öilum íbúðum sem byggðar eru
sem verkamannabústaðir er sú