Pressan - 15.08.1991, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. ÁGÚST 1991
Gamlir verkamannabústaöir í vesturbæ Reykjavíkur. Ef sami eigandi hefði átt einhverja íbúðina frá upphafi og seldi nú fengi hann lítið í sinn hlut. Þar
sem ekki er reiknað með að Húsnæðisstofnun hagnist á viðskiptunum fengi nýr kaupandi íbúðina á mjög
lágu verði. í forgrunni er Héðinn Valdimarsson, einn þeirra sem börðust hvað mest fyrir því að hér á landi
yrðu byggðar íbúðir til aðstoðar þeim efnaminni.
egar Heimir Steinsson Þing-
vallaklerkur hverfur til starfa hjá
Ríkisútvarpinu losnar eitt feitasta
brauð landsins. Öf-
ugt við önnur prests-
embætti er það for-
sætisráðherra, Dav-
íð Oddsson, sem
skipar í þetta að
fengnum tillögum
frá Þingvallanefnd
og biskupi. Þessu embætti fylgja
ýmis hlunnindi umfram önnur
brauð, til dæmis bíll í eigu þjóð-
garðsins. Þá eru launakjör betri en
gengur og gerist hjá prestum enda
er sóknarpresturinn á Þingvöllum
jafnframt þjóðgarðsvörður og fram-
kvæmdastjóri Þingvallanefndar...
Peir sem kaupa íbúð í uerkamannabústöðum og selja aftur eftir fimm ár fá
minna fyrir íbúðina en þeir greiddu sem útborgun. Auk þess
hverfa allar greiðslur sem þeir leggja til á þessum fimm ár-
um. Ástœðan liggur fyrst og fremst í lögum um fyrningar,
sem eru þrefalt meiri en verðlœkkun eigna á frjálsum mark-
aði.
kvöð að viðkomandi sveitarstjórnir
hafa forkaupsrétt ef íbúðareigand-
inn selur áður en hann er búinn að
eiga íbúðina í þrjátíu ár.
Reyndar er það svo að fram-
kvæmdaaðilanum, það er sveitar-
stjórninni, er skylt að kaupa íbúð-
irnar fyrstu fimmtán árin, ef seljandi
vill selja fyrir þann tíma. Þá er mið-
að við þann dag sem kaupandi
keypti íbúðina, en ekki fyrsta af-
hendingardag. Sama er með fyrn-
inguna, hún er 1,5 prósent á ári
fyrstu tuttugu ár í eigu sama aðila,
burtséð frá aldri íbúðarinnar.
Ef sveitarstjórn hafnar forkaups-
rétti eða þá að sami eigandi hefur
átt íbúðina í þrjátíu ár má fyrst selja
hana á frjálsum markaði. Þetta get-
ur skipt íbúðareigendurna verulegu
máli, þar sem fyrningar í verka-
mannabústöðum eru það miklu
meiri en á almenna markaðinum.
Nýlegt dæmi er um íbúð í verka-
mannabústað í Hafnarfirði sem
bærinn leysti til sín. Seljandinn fékk
2,6 milljónir í sinn hlut. Fasteigna-
mat á íbúðinni var hins vegar rúmar
fimm milljónir króna og út frá því
mati voru til dæmis fasteignagjöld
reiknuð. Hitt er einnig alkunna að á
frjálsum markaði seljast íbúðir á
hærra verði en fasteignamat segir
til um. Seljandi þessarar íbúðar
hefði hugsanlega fengið þremur
milljónum króna meira í vasann ef
hann hefði mátt selja íbúðina frjálsri
sölu.
EKKI ALVONT
Það er ekki alvont að eiga íbúðir
í verkamannabústöðum, og mis-
munandi eftir landsvæðum. I þeim
byggðarlögum sem erfitt er með
sölu á fasteignum getur komið sér
vel að sveitarfélagið hafi kaup-
skyldu á íbúðum.
I fréttum þessa dagana eru mikil
tíðindi af atvinnumálum á Suður-
eyri, en eins og kunnugt er hefur
stjórn Fiskiðjunnar Freyju ákveðið
að selja togarann Elínu Þorbjarnar-
dóttur. Þetta þýðir eflaust að at-
vinna dregst mikið saman á Suður-
eyri. Þar hefur lengi verið mjög erf-
itt að selja íbúðir. Ákvörðun stjórnar
Freyju verður örugglega til þess að
nú verður enn erfiðara en áður að
selja íbúðir á Suðureyri. Ef fjöl-
skylda sem býr í verkamannabú-
SKÝRINGARDÆMI 1: 5 ÁR
Útborgun Afborg. láns Vextir 560 þús. kr. 312 þús. kr. 250 þús. kr.
Alls greitt 1.122 þús. kr.
Þóknun Vextir Fyrning — 28 þús. kr. — 250 þús. kr. — 408 þús. kr.
Hl. byggsj. — 686 þús. kr.
Hlutur selj. 436 þús. kr.
stað, sem sveitarfélagið hefur kaup-
skyldu á, vill flytjast burt þá er það
minnsta mál. Aðeins þarf ^ð til-
kynna söluna til sveitarstjórnár og
innan tveggja mánaða á uppgjörið
að liggja fyrir. Eins og komið hefur
fram hér að ofan yrði greiðslan ekki
há. Samt munar miklu á því upp-
gjöri og hjá þeim sem einfaldlega
verða að skella í lás og yfirgefa hús
sín þar sem engir kaupendur fást.
Suðureyri er aðeins notuð hér
sem dæmi, þar sem atvinnumál þar
eru sennilega í meiri tvísýnu en í
nokkru öðru byggðarlagi. Vegna
þessara laga, þ.e. kaupskyldu sveit-
arfélaganna, getur verið kostur qð
kaupa í verkamannabústað þar sem
erfitt er með íbúðarsölu. Það á hins
vegar ekki við þar sem íbúðir seljast
eðlilega.
HRIKALEG STAÐA
BYGGINGARSJÓÐANNA
Ríkisendurskoðun hefur gert
skýrslu um stöðu Byggingarsjóðs
ríkisins og Byggingarsjóðs verka-
manna. Niðurstöður sýna að staða
SKÝRINGARDÆMI 2: 10 ÁR
Útborgun Afborg. láns Vextir 560 þús. kr. 855 þús. kr. 475 þús. kr.
Alls greitt 1.890 þús. kr.
Þóknun Vextir Fyrning — 28 þús. kr. — 475 þús. kr. — 785 þús. kr.
Hl. byggsj. —1.288 þús. kr.
Hlutur selj. 600 þús. kr.
sjóðanna er með ólíkindum. Hefði
gamla húsnæðiskerfinu ekki verið
lokað og haldið áfram að lána eins
og til stóð mundi sjóðina vanta 400
milljarða króna, sagt og skrifað 400
milljarða króna, til að standa við sitt
árið 2028. Það eru fjórfaldar tekjur
ríkissjóðs á síðasta ári.
Ef Byggingarsjóði verkamanna
yrði lokað nú, eins og gert var við
Byggingarsjóð ríkisins, yrði eigi að
síður að leggja honum til 62 millj-
arða króna árið 2028.
Ríkisendurskoðun segir að komi
ekki til aukin framlög frá ríkinu
þurfi að hækka vexti hjá báðum
sjóðunum í fimm prósent ef eigið fé
þeirra á ekki að rýrna.
ÞÁ LÍTUR DÆMIÐ SVONA ÚT
Til gamans skulum við skoða
hvað gerðist yrðu vextirnir hækk-
aðir í fimm prósent. Ef íbúð keypt
með þeim vöxtum yrði seld eftir
fimm ár fengi seljandinn rúmar 280
þúsund krónur í sinn hlut. Hann
hefði hins vegar verið búinn að
greiða tæpar tvær milljónir króna.
Ef íbúð yrði seld eftir tíu ár fengi
seljandinn aðeins 170 þúsund krón-
ur í sinn hlut. Hann hefði hins vegar
verið búinn að greiða nærri þrjár og
hálfa milljón króna.
í fimm ára dæminu væru vaxta-
greiðslur tólf hundruð þúsund krón-
ur, fyrningin rúmar fjögur hundruð
þúsund krónur og þóknun til hús-
næðisnefndar væri tuttugu og átta
þúsund krónur. Eins og áður sagði
fengi seljandi aðeins 280 þúsund
krónur í sinn hlut. Sem fyrr er reikn-
að með að útborgun, það er greiðsla
við samningsgerð, hafi verið 560
þúsund krónur. Það er tvöfalt hærra
en það sem seljandi fengi við sölu.
í tíu ára dæminu hefðu vaxta-
greiðslur orðið nærri tveimur og
hálfri milljón króna, fyrningin nærri
átta hundruð þúsundum og þóknun-
in sú sama, eða tuttugu og átta þús-
und krónur. í sinn hluta fengi selj-
andi eitt hundrað og sjötíu þúsund
af nærri þremur og hálfri milljón.
Sem fyrr er reiknað með 560 þús-
und króna útborgun. Endurgreiðsl-
an yrði því innan við einn þriðji af
útborguninni.
Sigurjón Magnús Egilsson ásamt
Gunnarí Smára Egilssyni
MT ótt enginn prestur hafi lýst op-
inberlega yfir áhuga á embætti
Þingvallaprests má telja víst að
margir sæki um þeg-
ar staðan verður
auglýst. Þótt þarna
sé um mikla virðing-
arstöðu að ræða er
ekki víst að til starf-
ans verði ráðinn
eldri prestur. Ástæð-
an er kannski fyrst og fremst sú að
í klerkastéttina vantar heilu kyn-
slóðirnar. Hún samanstendur^ að
mestu af mönnum á aldur við Ólaf
Skúlason biskup og síðan mun
yngri mönnum og konum. Af þeim
sem orðaðir hafa verið við stöðuna
má nefna Geir Waage, prest á
Reykhólum, en hann vann í þjóð-
garðinum þegar sr. Eiríkur Ei-
ríksson var þar prestur. Annar
prestur sem hefur unnið í garðinum
er Kristján Björnsson, prestur á
Hvammstanga. Þá má benda á að
Ágúst Sigurðsson á Prestbakka í
Hrútafirði hefur nokkuð skrifað um
Þingvelli. Aðrir sem nefndir hafa
verið til starfsins eru Gylfi Jóns-
son, safnaðarprestur í Grensás-
sókn, Sigurjón Einarsson, prófast-
ur á Klaustri, og síðan sonur Heimis
Steinssonar, fráfarandi Þingvalla-
prests, Þórhallur Heimisson, en
hann er helsti sérfræðingur þjóð-
kirkjunnar um andkirkjulegar trú-
arstefnur. . .
F
M. orstöðumenn ríkisstofnana eru
margir hverjir áhyggjufullir vegna
niðurskurðaráforma ríkisstjórnar-
innar. Hætta er á að
margir þeirra þurfi
að segja upp starfs-
fólki í haust, því í
mörgum ríkisstofn-
unum hefur verið
ráðið í mun fleiri
stöður en heimild er
fyrir. Ef til uppsagna kemur er ekki
ólíklegt að Sigurður E. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar, verði að segja
upp fólki. Þar starfa fjórtán fleiri en
heimildir leyfa. Svipað á við um
margar aðrar ríkisstofnanir...
C
I^Fjávarútvegsráðherra, Þor-
steinn Pálsson, hefur enn ekki
fundið sér nýjan aðstoðarmann eftir
að Arnar Sigur-
mundsson hvarf
skyndilega úr starfi.
Það munu ekki síst
vera launamál og lít-
ill pólitískur frami
þeirra sem gegnt
hafa starfi aðstoðar-
manna sem valda því að Þorsteinn
er enn án aðstoðar. Hann mun með-
al annars hafa leitað hófanna meðal
starfsmanna Landssambands út-
vegsmanna við lítinn fögnuð þeirra
sem sakað hafa hann um að vera
fullleiðitamur útgerðarmönnum...