Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 12

Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. ÁGÚST 1991 VANREIKNUDU TUPUH ÚTIÁN UM ALLT AD 5 MILLJÖRHUM Stjórnarmenn Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar Stjórn Byggðastofnunar 1987 til 1991: Matthias Bjarnason, Stefán Guðmundsson, Stefán Valgeirsson, Halldór Blöndal, Ólafur Þ. Þórðarson, Elín Alma Arthursdóttir og Ragnar Arnalds. Talið er að Byggðastofnun sjálf geti á næstu árum tapað um 1.540 milljónum króna af útlánum sínum, atvinnutryggingadeild Byggðastofnunar gæti tapað um 1.760 milljónum og hlutafjárdeild stofnunarinnar um 335 milljónum. Ríkisendurskoðun telur að Fram- kvœmdasjóður íslands, Byggða- stofnun og ábyrgöadeild Ríkis- ábyrgðasjóðs vegna fiskeldislána hefðu þurft að leggja 5,8 milljarða króna í afskriftarsjóði sína á síðasta ári til að mœta töpuðum útlánum svo fullnœgjandi vœri. Framlög í af- skriftarsjóði þessara aðila námu hins vegar aðeins 1,3 milljörðum og vantaði því um 4,5 milljarða upp á að ráðstafanir gagnvart töpuöum útlánum teldust fullnœgjandi. Til viðbótar þessum tœpu 6 millj- örðum má bœta við að Uindsbanki íslands lagði 1,4 miUjaröa í afskrift- arsjóð sinn á síðasta ári og eru heildarframlög í afskriftarsjóð bankans þá orðin 2,7 miUjaröar. í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðun- ar er dregin upp afar dökk mynd af stöðu Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar og sjálfstæðra deilda þeirrar stofnunar. Ríkisend- urskoðun telur að stofnanir þessar hefðu átt að leggja hátt í fimmfalt hærri upphæð í afskriftarsjóði sína en þær gerðu, til að mæta á full- nægjandi hátt hugsanlega töpuðum útlánum. ÓTRYGG VEÐ Á BAK VIÐ 80 PRÓSENT FISKELDISLÁNA FRAMKVÆMDASJÓÐS Framkvæmdasjóður íslands fær slæma útreið í meðförum Ríkisend- urskoðunar. Sjóðurinn lagði á síð- asta ári 200 milljónir króna til hliðar í afskriftarsjóð til að áætla fyrir töp- uðum útlánum. Ríkisendurskoðun telur að upphæð þessi hefði þurft að vera 1.800 milljónir eða 1.600 millj- ónum króna hærri. Utistandandi lán Framkvæmda- sjóðs til annarra en fjárfestingar- lánasjóða og opinberra aðila nema alls 3.800 milljónum. Þar af eru 3.000 milljónir þar sem skuldabréf eru ýmist í vanskilum eða stjórn sjóðsins hefur skuldbreytt. Af þessu eru yfir 700 milljónir í gjaldföllnum afborgunum og vöxtum í vanskil- um. Af þessum 3.800 milljónum króna eru um 1.800 milljónir vegna fisk- eldis. Aðeins 25 milljónir teljast í skilum og traust veð eru fyrir aðeins 248 milljónum til viðbótar. Ríkis- endurskoðun telur að vegna 1.456 milljóna króna lána séu veð ekki nægilega trygg. Þetta samsvarar 80 prósentum lána sjóðsins vegna fisk- eldis. Stofnunin telur rétt að leggja 1.200 milljónir af útlánum til fiskeld- is í afskriftarsjóð. Vegna annarra lána og eigna sjóðsins ætti að leggja yfir 600 milljónir í afskriftarsjóð. Þá má geta þess að á síðasta ári tók ábyrgðadeild fiskeldislána hjá Ríkisábyrgðasjóði við skuldbinding- um Tryggingasjóðs fiskeldislána, þar sem með voru flokkaðar skuld- bindingar vegna Framkvæmda- sjóðs. Af 400 milljóna króna ábyrgð- um sem deildin hefur tekið að sér er talið að a.m.k. 320 milljónir geti tap- ast. I stjórn Framkvæmdasjóðs sátu á síðasta ári Þórður Friðjónsson, for- maður, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Tómas Arnason seðlabankastjóri og Össur Skarphéðinsson, núverandi þingmaður. Össur var aðstoðarfor- stjóri Reykvískrar endurtryggingar hf. þegar hann tók sæti í stjórninni í fyrra af Sigurgeir Jónssyni ráðu- neytisstjóra. Forstjóri sjóðsins er Guðmundur B. Ólafsson. 3,7 MILLJARÐAR í HÆTTU HJÁ BYGGÐASTOFNUN OG UNDIRDEILDUM Mat Ríkisendurskoðunar á stöðu Byggðastofnunar, atvinnutrygg- ingadeildar og hlutafjárdeildar stofnunarinnar er ennfremur mjög neikvætt. Á síðasta ári lögðu þessar þrjár einingar alls 1.035 milljónir í afskriftarsjóði sína, en Ríkisendur- skoðun telur að fullnægjandi upp- hæð hefði þurft að vera 2.705 millj- ónir. Ffins vegar bætti Byggðastofn- un fyrir nokkrum dögum, þegar skýrslan lá í loftinu, 1.200 milljón- um króna í afskriftarsjóð sinn til við- bótar þeim 506 milljónum sem þangað fóru á síðasta ári. Talið er að Byggðastofnun geti á' næstu árum tapað um 1.540 milljón- um króna af útlánum sínum, þar af nálægt 800 milljónum vegna fisk- eldis. Miðað við þessar forsendur telur Ríkisendurskoðun að út- greiðslur Byggðastofnunar verði hærri en inngreiðslur frá 1997 að telja. Atvinnutryggingadeild Byggða- stofnunar er það sem áður hét at- vinnutryggingasjóður útflutnings- greina, sem stofnaður var í tíð síð- ustu ríkisstjórnar. Deildin lagði lið- lega 400 milljónir í afskriftarsjóð á síðasta ári, en að mati Ríkisendur- skoðunar hefði sú upphæð átt að vera 1.760 milljónir eða rúmlega fjórfalt hærri. Þetta er sú upphæð sem talið er að gæti tapast hjá deild- inni og er niðurstaða þessi einkum athyglisverð fyrir þær sakir, að ekki er langt liðið á lánstíma útlána deildarinnar (sjóðsins) og nær engar afborganir hafa enn verið greiddar. Endurgreiðslur enn sem komið er hafa nær eingöngu verið vegna vaxta og þó hafa veruleg vanskil hlaðist upp. Þannig námu vanskilin um mitt árið tæplega helmingi af þvi sem átti að hafa komið inn. •Staða hlutafjárdeildar Byggða- stofnunar, sem áður var hlutafjár- sjóður, er ekki eins slæm. í maílok var hlutafjáreign deildarinnar 1.026 milljónir og er talið að þar af geti um 220 milljónir tapast, en alls um 335 milljónir þegar gert er ráð fyrir af- skriftum á síðasta ári. Þar af yrði tap ríkissjóðs um 260 milljónir króna. í stjórn Byggðastofnunar sátu þar til í vor Matthías Bjarnason þing- maður, formaður, Stefán Guð- mundsson þingmaður, Elín Alma Arthúrsdóttir viðskiptafræðingur, Halldór Blöndal þingmaður, nú ráð- herra, Ólafur Þ. Þórðarson þing- maður, Ragnar Arnalds þingmaður og Stefán Valgeirsson þingmaður. LANDSBANKINN MEÐ NÆR 3 MILLJARÐA Á AFSKRIFTAR- REIKNINGI Loks má nefna stofnun í eigu al- mennings, sem orðið hefur fyrir miklum skakkaföllum, Landsbanka íslands. Á síðasta ári lagði Lands- bankinn alls 1.418 milljónir króna á afskriftarreikning útlána, þar af var sérstakt 500 milljóna króna framlag til að „mæta erfiðri stöðu tiltekinna atvinnugreina", eins og segir í nýút- kominni ársskýrslu fyrir síðasta ár. Þá voru 78,6 milljónir króna endan- lega afskrifaðar. Með þessu er af- skriftarreikningur bankans kominn upp í samtals 2.700 milljónir króna, en það er 3,5 prósent af útistand- andi lánum bankans, en 3,2 prósent þegar við bætast 5 milljarða króna ábyrgðir vegna viðskiptamanna bankans. Hagnaður Landsbankans af reglu- legri starfsemi varð 474,5 milljónir króna. Þegar frá dregst sérstakt framlag á áfskriftarreikning upp á 500 milljónir, önnur óregluleg gjöld upp á 163 milljónir og skattar upp á 57,4 milljónir kemur hins vegar út tap upp á 245,6 milljónir. í ársreikn- ingi kemur á móti þessu hagnaður af sölu hlutabréfa bankans í Scand- inavian Bank upp á 277 milljónir. Gegn þessu kemur fram í skýring- um með ársreikningnum að ágrein- ingur sé á milli aðila um endanlegt verð þessara bréfa, sem „stafar af ólíku mati á útlánum". Mismunurinn á mati Landsbankans og kaupenda bréfanna er 50 milljónir króna. Verði sjónarmið hinna síðarnefndu ofan á nemur hagnaður ársins hjá Landsbankanum ekki 31 milljón, heldur verður 19 milljóna króna tap. í bankaráði Léuidsbankans áttu sæti á síðasta ári Eyjólfur K. Sigur- jónsson endurskoðandi, formaður, Friðrik Sophusson þingmaður, nú ráðherra, Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans, Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Sigurðardóttir fulltrúi. Friðrik Þór Guðmundsson Stjórn Framkvæmdasjóðs. Sjóðurinn lagði á síðasta ári 200 milljónir króna til hliðar til að áætla fyrir töpuðum útlánum. Ríkisendurskoðun telur að upphæð þessi heföi þurft að vera 1.800 milljónir og segir að á bak við nær 1.500 milljóna króna fiskeldislán séu veð ekki nægilega trygg. Á myndinni eru Össur Skarp- héðinsson, sem tók sæti Sigurgeirs Jónssonar í stjórninni á síðasta ári, Þórður Friðjónsson þjóðhagsstjóri, formaður, og Tómas Árnason seðlabankastjóri. Bankaráö Landsbankans: Eyjólfur K. Sigurjónsson, Friðrik Sophusson (nú Jón Þorgilsson), Lúðvík Jósepsson, Kristinn Finnbogason og Kristín Sigurðardótt- ir, ásamt bankastjórunum Björgvini Vilmundarsyni, Sverri Hermannssyni og Halldóri Guðbjarnasyni. Á síðasta ári lagði Landsbankinn alls 1.418 milljónir króna á afskriftarreikning útlána, þar af var sérstakt 500 milljóna króna framlag til að „mæta erfiðri stöðu tiltekinna atvinnugreina".

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.